Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ráðherra RÆDDI MÁLIÐ við starfsmenn heilbrigðisstofnana ÁÐUR en tók ákvörðun!

"Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra staðfestir í samtali við mbl.is að ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórssonar, um St. Jósefsspítala verði snúið við. „Sjúkrahúsið verður starfrækt áfram sem sjúkrahús. Sú áhersla sem menn ætluðu að leggja á öldrunarþáttinn verður einnig endurskoðuð,“ segir Ögmundur. " segir í tengdri frétt.

Í fréttinni  sá undirrituð einnig að ráðherra ræddi málin við fulltrúa St. Jósefsspítala,  LSH og  Sjúkrsjúkrahússins í Keflavík/Reykjanesbæ áður en tók ákvörðun! OG: að til stendur að samræma vinnu stofnananna í samráði við fulltrúa þeirra!

Ég veit ekki um ykkur, en mér finnst  á sama tíma mjög gott að lesa um sýnishorn af skynsamlegum vinnubrögðum - og mér finnst voðalegt að svo sjálfsögð vinnubrögð ráðherra teljist tíðindi!

Guð láti gott á vita  - að framhald í viðreisn heilbrigðiskerfisins haldi áfram á sömu braut hjá löggjafarþingi og ríkisstjórn eftir kosningar í vor.

 

Lokaorðin:

 "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Ákvörðuninni verður snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Og, jú, breska pundið" - Hannan varar Íslendinga við ESB - þekkir Vel til þar á bæ!

"Ef þið viljið í raun kasta íslensku krónunni þá standa ýmsir kostir til boða aðrir en evran, þar á meðal danska og norska krónan og bandaríkjadalur - og, jú, breska pundið. .....Þannig ávarpar breski Evrópuþingmaðurinn D. Hannan Íslendinga á bloggvef blaðsins Telegraph.  Hannan situr á Evrópuþinginu fyrir Íhaldsflokkinn og hefur talsvert látið íslensk málefni til sín taka, m.a. gagnrýnt Gordon Brown, forsætisráðherra, fyrir harkaleg viðbrögð við íslenska bankahruninu.       Hannan er greinilega lítið hrifinn af Evrópusambandinu ..........." segir, m a, í tengdri frétt.

Er ekki, að minnsta kosti, vert að hlusta á mann sem Þekkir ESB inn og út? E t v eru nokkuð margir Íslendingar þegar undrandi á hve "Gjaldþrota þjóðin" virðist allt í einu sérlega velkomið undir ESB-væng. Góðsemin einskær telja sumir. Undirrituð hallast að skoðun Hannan og hefur reyndar lengi gert.

Ástæðan er tvíþætt: 1.) Undirr. hefur aldrei litist á þennan Evrópu-hrærigraut sem fáeinar stórþjóðir ríkja yfir.  2.) Ísland á  kunnar og jafnvel enn ókannaðar auðlindir er íbúar landsins misstu ákvörðunarétt yfir, gengju þeir stjórnendum Bandaríkja Evrópu á hendur.  

 Hugsum okkur vel um! 

 

Lokaorðin:  

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Ísland ætti að taka upp breska pundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umbætur á fjármálkerfinu - fá Íslendingar alvöru lagfæringar!

"Fjármálaráðherrar G-7 ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, segja brýnt að koma á umbótum á alþjóðlega fjármálakerfinu. Þetta kemur fram í lokayfirlýsingu tveggja daga ráðherrafuundar ríkjanna, sem lauk í dag í Róm og jafnframt að leggja þurfi áherslu á að koma á stöðugleika á fjármálamarkaði."

Segir í tengdri frétt!

Væntanlega hugsa G-7-HERRARNIR sér að snúa aftur til sama fína fjármálástandsins sem var fyrir þessa kreppu - og bjarga svo málim í næsta hruni, eftir nokkur ár með sömu smáskammta-lækningum!

VERST er að sama hugmynd virðist uppi hérlendis - með samskonar fjárglæpamanna stjórnandi bak við tjöldin sem erlendis - en Verðtrygginguna að auki!

 

Bæti aðeins við föstum lokaorðum:

 "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Umbætur á fjármálakerfi brýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin kýs væntanlega um ESB aðild - að vel athuguðu máli. Mun ESB-þráhyggja hrinda okkur aftur í auðvaldsklærnar??

"Össur Skarphéðinsson, starfandi utanríkisráðherra, segir að ekkert hafi verið ákveðið um framhald stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og VG eftir kosningar. Kom þetta fram í viðtali Ríkisútvarpsins við Össur í hádeginu. Hann segir samstarf flokkanna hafa gengið vel eftir að stjórnin var mynduð en ekki hafi enn farið fram neinir fundir, formlegir eða óformlegir, um framhaldið eftir kosningar. ... segist telja brýnt að næsta ríkisstjórn hafi skýra stefnu í Evrópusambandsmálunum. VG er á móti aðild, Samfylkingin vill aðildarumsókn" segir í tengdri frétt

Össur má vara sig! "Jafnaðarmanna"fylking hans er einu sinni búin að "skríða uppí" til ójafnaðar-manna. Lagði hann sjálfur helst til mála við fjármál-hrun þjóðarinnar sl. haust að lengja Gjaldþrota-ferli heimila og fyrirtækja í mannúðarskyni!

Nú virðist ÖS liggja mest á að skapa og/eða viðhalda klofningi milli þeirra sem þó burðast við að verja þá sem verst standa á landinu í baráttu við sýnileg og dulin auðgræðgiöfl!  Á yfirleitt að hleypa þessum manni aftur að Alþingi, fremur en mörgum öðrum?

Lokaorðin:

 "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Ekki verið samið um framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er of hættulegt að benda á þVOTTAHÚSIN

"Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari á efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra segir engar ábendingar hafa borist embættinu sem styðji það sem Boris Berezovsky hélt fram í viðtali á Sky um peningaþvætti rússneskra auðmanna á Íslandi. Hins vegar geti svona starfsemi vel geta hafa farið fram án þess að lögregla frétti af því............Helgi Magnús segist óttast, að fjármálafyrirtæki hafi á síðustu árum ekki sinnt skyldu sinni að tilkynna grun um umfangsmikið peningaþvætti eða verið á varðbergi gagnvart vafasömum viðskiptum og millifærslum milli landa."

 segir í tengdri frétt. 

Lái fólki hver sem vill! Það er orðið  lífshættulegt að segja til þvottahús-stjóranna og leppa þeirra!  Við stöndum þannig nú að glæpamenn stjórna orðið Stjórnmálahröppunum sem áður sátu einir að buddum almennings á Íslandi!

Lokaorð:

 "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Peningaþvætti gæti hafa farið fram hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný-Sjálfstæðisflokkur í burðarliðnum?

    Bull í Geir og rugl á Davíð nýtist nú  Nýja-BjarnaBen. Hann þvær, samkvæmt frétt í DV dag, sínar ungu hendur af gömlu gaurunum sem rústuðu fjárhag Íslands.  Hér rís Ný-Sjálfstæðisflokkur - að vísu fullur af gömlu stuttbuxna/pilsa-liði - en það var alltaf á móti þessum gömlu, komst bara ekki að :)

     

    Þá getur Ný-Framsókn kallað: "  hermikrákur! - hermíkrákur!" 

    Ný-Framsókn byrjað nefnilega!

 

 

 

Og lokaorðin:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"  


Eru EIGNIR BANKANNA að stórum hluta verðtryggður ránsfengur! Verði Félagshyggjustjórn að góðu!

Nú virðist ekki mega hrófla við séríslenska verðtryggingar-okrinu sem heldur áfram að ræna eigum fjölda einstaklinga og fyrirtækja!

"Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telja að þótt aðgerðir í peningamálum hafi skilað árangri á Íslandi sé enn sé of snemmt að breyta um stefnu" stendur í langri, nýrri frétt um álit IMF á fjárhagsstöðu Íslands "Á einum stað í fréttinni segir orðrétt:"Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte meti nú eignir og skuldir bankanna..."   

Stór (hve stór?!) hluti af "EIGNUM" bankanna er ránsfengur af verðtryggðum okurlánum síðustu ára með allt að 13% vöxtum!  Lán þessi eru að koma fjölda fólks og fyrirtækja á vonarvöl.  Þar mun komin ein skýringin á því dauðahaldi sem haldið er í 30 ára gömul ólánslög þvert gegn margítrekuðum aðvörunum virtra og framsýnna hagfræðinga, s s Gunnars Tómassonar! 

Togið hausana uppúr sandinum - takið hendur frá eyrum og hlustið á þá sem kunna að reikna!

Ef "björgun" ríkisbankanna nú á að kosta þessar mannfórnir - sitjið þið uppi með efnaða banka og rænda, rúna eða flúna þjóð. Verði "Félagshyggjustjórn" að góðu!

 


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afbrotamenn Íslands! Játið strax og þið fáið syndaaflausn á útsöluprís!

"Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) hefur viðurkennt að innan félagsins hafi átt sér stað umræður um verðlagsmálefni .........á sviði matvöru. ....bæði á vettvangi stjórnar félagsins og innan matvöruhóps FÍS og hafi þær gengið lengra en samkeppnislög heimila" segir, m.a., í tengdri frétt

Sekt fyrir athæfi FÍS mat samkeppnisráð "hæfilega" vera 1 - eina -milljón íslenskra Núkróna

Að vísu hafa dómar á kynferðisafbrotamenn lengi verið "sanngjarnir" með afbrigðum á Íslandi, einnig hafa morðingjar sloppið nokkuð vel.  Fjármála-afbrot hafa hinsvegar ekki liðist vel, sérlega ekki ef brotamenn voru smákrimmar, eða brutu gegn stórlöxum og RÍKINU! Nú voru það BARA neytendur og lántakendur sem töpuðu - meðan ríkið og bankarnir græddu!  Hva - það skiptir varla miklu!

 I milla í sekt .... svo aftur út að leika ykkur og aldrei gera sona attur! 

Ja-hjerna hér!


mbl.is FÍS viðurkennir brot á lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Situr KÓNGUR eða FORSETI lækninga á Spítalanum ekki örugglega áfram?

"Stjórnendum sviða Landspítalans verður fækkað um allt að tuttugu á næstunni, en ekki stendur þó til að segja upp fólki. Hulda Gunnarsdóttir, forstjóri LSH segir að við þetta muni launakostnaður eitthvað lækka. Þetta kom fram í seinni fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld." Segir í tengdri frétt.

Undirrituð las nýlega frétt um ráðstefnu þar sem Forseti lækninga á LSH kæmi fram. Ef til vill var prentvillupúkinn á ferð ;)   Hvað um það. Gott er að sjá að silkihúfum fækkar svolítið á þeim bæ. Síst hefur þjónustan batnað í áranna rás með sífelldri fjölgun þeirra.


mbl.is Stjórnendum fækkað á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gangi þér allt í haginn, Eiríkur!

"Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, hyggst láta af störfum fyrsta júní næstkomandi. Þetta kemur fram í bréfi, sem Eiríkur hefur skrifað Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hann fagnar því að hún ætli að tryggja að sem minnst röskun verði á starfsemi Seðlabankans við fyrirhugaðar breytingar. " segir í tengdri frétt.

Það hlýtur að vera léttir að komast burt úr skugga 'MIKIL-mennisins.'


mbl.is Eiríkur hættir í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband