Ráðherra RÆDDI MÁLIÐ við starfsmenn heilbrigðisstofnana ÁÐUR en tók ákvörðun!

"Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra staðfestir í samtali við mbl.is að ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs Þórs Þórssonar, um St. Jósefsspítala verði snúið við. „Sjúkrahúsið verður starfrækt áfram sem sjúkrahús. Sú áhersla sem menn ætluðu að leggja á öldrunarþáttinn verður einnig endurskoðuð,“ segir Ögmundur. " segir í tengdri frétt.

Í fréttinni  sá undirrituð einnig að ráðherra ræddi málin við fulltrúa St. Jósefsspítala,  LSH og  Sjúkrsjúkrahússins í Keflavík/Reykjanesbæ áður en tók ákvörðun! OG: að til stendur að samræma vinnu stofnananna í samráði við fulltrúa þeirra!

Ég veit ekki um ykkur, en mér finnst  á sama tíma mjög gott að lesa um sýnishorn af skynsamlegum vinnubrögðum - og mér finnst voðalegt að svo sjálfsögð vinnubrögð ráðherra teljist tíðindi!

Guð láti gott á vita  - að framhald í viðreisn heilbrigðiskerfisins haldi áfram á sömu braut hjá löggjafarþingi og ríkisstjórn eftir kosningar í vor.

 

Lokaorðin:

 "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Ákvörðuninni verður snúið við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algerlega hárrétt sem þú segir og hugsaðu þér hvernig hann Guðlaugur Þór hagaði sér í þessu máli.  Ræddi hvorki við kóng né prest og starfsfólkið vissi um ákvarðanir hans rétt áður en hann tilkynnti þær á blaðamannafundi. Og á fundinum í Íþróttahúsinu í Hafnarfirði, þá hækkaði hann bara röddina eins og þeim er kennt þarna í Heimdalli og öskraði yfir 2000 Hafnfirðinga til að láta þá vita að það var sko hann sem réði þessu öllu og menn skyldu bara átta sig á því og hafa sig hæga. 

Ég er Hafnfirðingur í húð og hár og mér líður eins og mér hafi verið gefin stór gjöf, svo glöð er ég yfir þessum fréttum af St.Jó.  Þessi spítali skiptir okkur nefnilega miklu máli, við erum bæði menningarlega og tilfinningalega tengd þessari stofnun.  Við höfum verið þarna sjálf, börnin okkar, foreldrar, ömmur og afar, fyrir utan alla sem hafa unnið á þessum stóra vinnustað.

Hafi Ögmundur þökk fyrir að koma í veg fyrir hneykslanlega áætlun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að ætla að einkavinavæða St. Jósefsspítala. 

Guðný Þ. Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 01:37

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vonandi verða svona vinnubrögð í heiðri höfð

Hólmdís Hjartardóttir, 16.2.2009 kl. 01:53

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Eg óska Guðnýju, öllum Hafnfirðingum og okkur hinum til hamingju með að St. Jósefsspítala hafi verið bjargað. Hef sjálf legið þar og hvergi fengið betri þjónustu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.2.2009 kl. 02:22

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mjúk lending sýnist mér

Jón Snæbjörnsson, 16.2.2009 kl. 08:55

5 identicon

Ögmundur er í kosningarherferð, þetta er ódýrt og siðspillt útspil vanhæfs manns.  Sorglegur maður.

Baldur (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:23

6 Smámynd: Sigurbjörg

Ögmundur er trúlega réttur maður í þetta embætti, það á eftir að sýna sig í fleirum af hans gjörðum.  Ögmundur hefur eitt fram yfir svo marga pólitíkusa og það er heiðarleiki.

Sigurbjörg, 16.2.2009 kl. 11:37

7 Smámynd: Hlédís

Vill einhver segja mér hvernig losa mig við eina silfurskottu með ip-tölu? Nenni ekki að hafa þessa í nr 5 valsandi hér um fram til 25, apríl ;)

Hlédís, 16.2.2009 kl. 11:42

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Óhugnaðurinn er byrjaður í boði sjálfstæðismanna. Nú fara skósveinar þeirra í kirkjur landsins til þess að ljúga að fólki. Þeir beita Rauða Krossinum fyrir sig til múgsefjunar. Ég er dauðhrædd um að þetta endi með skelfilegri stjórn þeirra og að mikill mannsfótti verði ef þeir komast að.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.2.2009 kl. 12:12

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hlédís mín: Það er alltaf erfitt að fást við andlega sjúkdóma eins og þú þekkir líklega betur en við flest hin. Nú er náhirð hægri manna lögst í herferð gegn "spillingunni!" Svona ámóta og ef Geiri á Goldfinger færi að skera upp herör gegn lauslæti.

Árni Gunnarsson, 16.2.2009 kl. 13:16

10 Smámynd: Hlédís

Sæll Árni. Góð samlíking með Geira! - Býst við að ég hefði valið hirðinni ogg-pínu penna nafn - annars eins og talað út úr mínu hjarta!

Hlédís, 16.2.2009 kl. 13:30

11 Smámynd: Hlédís

Ætli silfurskotturnar -öðru nafni skrímsladeildin - þriðja nafn er í færslu nr 9 - geti hugsað sér aðra ástæðu fyrir sómasamlegum vinnubrögðum en kosninga-áróðurs-trikk?   Þær þekkja slíkt væntanlega heiman frá sér. "það nema börn sem á bæ er títt" segir máltækið!

Hlédís, 16.2.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband