Ný-Sjálfstæðisflokkur í burðarliðnum?

    Bull í Geir og rugl á Davíð nýtist nú  Nýja-BjarnaBen. Hann þvær, samkvæmt frétt í DV dag, sínar ungu hendur af gömlu gaurunum sem rústuðu fjárhag Íslands.  Hér rís Ný-Sjálfstæðisflokkur - að vísu fullur af gömlu stuttbuxna/pilsa-liði - en það var alltaf á móti þessum gömlu, komst bara ekki að :)

     

    Þá getur Ný-Framsókn kallað: "  hermikrákur! - hermíkrákur!" 

    Ný-Framsókn byrjað nefnilega!

 

 

 

Og lokaorðin:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Guð hjálpi okkur. Bjarni Ben frændi Björns Bjarnasonar: peninga og frjálshyggjunagli í húð og hár, if you ask me..

Og síðan er Framsókn í örvæntingarfullri leit að stjörnu á listann hjá sér, sem á að fylla upp í göt hugmyndageldingar flokksins.

Þvílíkur sirkus..

hilmar jónsson, 13.2.2009 kl. 14:28

2 Smámynd: TARA

Tek undir þetta hjá ykkur báðum, Hilmar og Hlédís. kv

TARA, 13.2.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þessi drengur kemur alltof vel fyrir. Og sama veiklulega fasið og á Geir. En svo segi ég nú bara eins og Þröstur Helgason í mbl. hverjum er ekki sama um Sjálfstæðisflokkinn, hans fundi og hans foringjaefni!

María Kristjánsdóttir, 13.2.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég hef bara það að segja um þetta að við komumst ekkert ef við ekki hendum flokkakerfinu og þingræðinu

Haraldur Davíðsson, 13.2.2009 kl. 14:45

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eitthvað verða þeir að reyna blessaðir. Er þetta kannski gömul og gallsúr nýfrjálshyggja í nýjum belgjum?

Sigurður Þórðarson, 13.2.2009 kl. 14:51

6 Smámynd: Auðun Gíslason

"Ný" hvað?  Í stuttu máli, þá eru eigna- og hagsmunatengsl þessa BJB.  þannig að ekki er von á góðu.  Hann studdi nýfrjálshyggjuna með ráð og dáð, enda honum, sem eignamanni og væntanlegum erfingja miklla auðæfa, til hagsbóta!

En það trúa sjálfsagt margir því, að það  að skipta um haus á jakkafötunum breyti miklu!  Breytir það flokknum, eðli hans og innvolsi?

Ekki frekar en að Sigmundur Davíð breyti einhverju um framsókn!

Og svo talar fyrrverandi bæjarstjórinn á Akureyri:  Framsókn breytti, við erum að  breyta,  ætla Vg og Samfylkingin engu að beyta?

Þvílíkir hálfvitar!  Breytir það eðli flokka að skipta um einhver andlit í forystunni?

Auðun Gíslason, 13.2.2009 kl. 15:01

7 Smámynd: Rannveig H

Þessi drengur kemur allt of vel fyrir" hefði ekki getað orðað það betur. Tilvitnun í Maríu.

Nýtt þetta eða hitt breytir engu þegar siðblindan og hrokinn og afneitun eru fyrir hendi. Ég sveiflast til í reiði depurð og allt þar á milli, mér finnst ekki líða sá dagur að það sé gengið fram af manni á einn eða annan hátt.

Nýtt hugafar, nýtt lýðræði, regluverkið allt skoðað, þannig vil ég hafa það. 

Rannveig H, 13.2.2009 kl. 15:13

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gömlu spillingaröflin ganga nú fram og reyna að planta afleggjurum sínum til þess að halda við illgresinu í samfélaginu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.2.2009 kl. 16:11

9 identicon

Þeir koma margir vel fyrir sem eru fyrir.  Mingl formannsefnisins á þingmennsku sinni og öðrum störfum er óásættanlegt og einmitt innanmein klíkusamfélagsins sem losna þarf við.

lydur arnason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:28

10 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er í eðli sínu alræðis/fasistaflokkur. Maður undrast á hverjum degi hvað hægt er að heilaþvo fólk sem virðist að öðru leiti vera í þokkalegu lagi.

Þröstur Ingólfur Víðisson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:40

11 Smámynd: Hlédís

Það er ekki barist um formannssæti í Flokknum Eina nú, af því völd flokkseigenda eru í stórhættu.  Sauðsvartur almúginn sá flokksgæðingana rústa fjárhag landsins - margir misstu ofurtrúna - risu jafnvel upp og gagnrýndu fyrrum dyrlinga! Mikið er í húfi og má reyna Framsóknarleiðina:  krútt-sakleysis-legum sparifatadreng stillt fram sem merki um hreingerðan flokk !

 Verður engum öðrum bumbult? 

Hlédís, 13.2.2009 kl. 17:03

12 Smámynd: Hlédís

Þakka ykkur öllum góð og einörð komment.

Hlédís, 13.2.2009 kl. 17:06

13 Smámynd: Halla Rut

N1 er í framboði.

Þorgerður og Bjarni Ben = Barby og Ken

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 19:31

14 Smámynd: Hlédís

Rétt, Halla Rut! Svo hnoða saman framboðs vísum - ágæt rím-orð!

Hlédís, 13.2.2009 kl. 20:03

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allir þekkja bakland þessa unga manns. Hvar hefur hann stigið fram og rifið niður hugmyndafræði Flokksins og hvenær hefur hann bent á afglöp Hannesar H. Kjartans Gunnarssonar og Geirs H. Haarde? Hvar hefur hann kynnst umhverfi mannlífs á Íslandi utan borgarmarkanna? Man einhver á hvaða verði hann keypti glæsivilluna í Garðabæ sem hann reif til grunna svo hann gæti byggt stærra hús og glæsilegra en frændi hans Einar Sveinsson á næstu lóð- voru það 80 milljónir eða "bara" 40?

Og þetta á að verða "leitogi" nýja kolkrabbans! Ekki er nú mikils krafist af þeirri persónu. En þetta segir mikla sögu um hið margrómaða mannval Valhallarliðsins.

Ég held að Árni Johnsen sé stórlega vanmetinn í Flokknum. Og fékk þó uppreisn æru!

Árni Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 22:03

16 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ætt Bjarna hefur átt megnið af Sjálfslæðisfokknum í 50 ár. Það er alveg bókað að um 30% þjóðarinnar eru nógu heilaþvegin og vitlaus til að kjósa þau yfir sig aftur.

BB er beint framhald á spillingu fortíðarinnar. Hugsið ykkur að Barna-Gísli, Horgerður Glatrín, Engeyjar-Bjarni og Sigurður Kári (finn ekki nógu andstyggilegt uppnefni á þann siðblinda froðusnakk) gætu mögulega orðið leiðtogar þjóðarinnar, því þriðjungur þjóðarinnar - Um þrír fjórðu móðurættar minnar - er í þessum hópi hálfvita og kjána.

Og framsókn er þegar farin að undirbúa sig undir að verða með vaselínið tilbúið fyrir sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar.

Vitið, að þetta fólk er svo viðbjóðslegt að mig langar að æla.

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.2.2009 kl. 23:57

17 Smámynd: Hlédís

 

Þakka ykkur mjög góð innlegg, Árni pg Rúnar Þór!
Ný-BjarniBen. huggulega endurnýjunin á toppi D-kransakökunnar er sem sagt drengurinn sem braut niður lúxsvillu til að bygga aðra mun stærri! - á sama tíma sem félítill almenningur varð að þigga verðtryggð ólán vildi hann losna af leigu-vergangi sem okrað var á í þokkabót.
Ný-BjarniBen. huggulega endurnýjunin á toppi D-kransakökunnar er sem sagt erfingi vænnar fúlgu af ránsfengnum sem Flokkseigendafélagið undir styrkri forystu Kolkrabbans og DO hefur sankað að sér við kjötkatlana í fjölda áratuga.
Ný-BjarniBen. huggulega endurnýjunin á toppi D-kransakökunnar er sem sagt sá sem lokka á rúna alþýðu-sauðina aftur til baka í réttina! Það þekkist varla á byggðu bóli önnur eins auðsveipni kúgaðra við Aðalinn sem rænir sem á Íslandi, nema ef vera kynni í Rússlandi fortíðar og afnvel allra tíma. Þetta er áhyggjuefni. Á Íslandi er stór hópur milli-stéttar sem alltaf styður þann sterkasta. Sá hópur veldur mér mestum óhug og velgju.

Hlédís, 14.2.2009 kl. 11:00

18 Smámynd: Björn Jónsson

HALELÚJA !!!!!

AMEN 

Björn Jónsson, 14.2.2009 kl. 13:29

19 Smámynd: Hlédís

Börn Jóns! þakka stuðninginn ;)  Það er sennilega einhver annar Björn Jóns sem silfur-skottast hér um bloggið á vegum skrímsladeildarinnar!

Hlédís, 14.2.2009 kl. 14:02

20 Smámynd: Björn Jónsson

Óó.

Hélt við værum í sama skrímslaliðinu.

Eigðu góða helgi.

Björn Jónsson, 14.2.2009 kl. 15:06

21 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það er verið að reyna að slá rykki í augun á Sjálfstæðismönnum, og vitið til, það tekst örugglega, það er þetta með gullfiskamynnið sem klikkar ekki hjá Sjálfsæðinu.

Sigurveig Eysteins, 15.2.2009 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband