Og D-listaáróðurs-kórinn hóf upp raustina þegar í gær! Öllu tjaldað sem...

...til er!  Greinilega ER kosninga-áróðursherferðin hafin og nú helst reynt að ýkja og snúa út úr orðum forseta lýðveldisisns í gær, er hann greindi  hreinskilninislega frá því er hann teldi aðalatriði. Undirrituð spáði þessu hér í bloggi þegar í gær, er B. nokkur Þórhallsson gaf tóninn í beinni útsendingu RÚV.
Ekki kaus ég ÓRG - er næstu jafnandvíg því að  umdeildir stjórnmálamenn setjist í forsetastól og að þeir troði sér í Seðlabankastjórastöður - en afspyrnu leiðist mér og fleirum hneykslunar-áróðurs kórinn. Hér er á  ferðinni sama fólk og tuðaði um Hörð Torfason alla síðustu viku - nema nú er enn meira í húfi fyrir FLOKKINN!


mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar B.

Ertu ekki að kasta steini úr glerhúsi núna Hlédís?  T.d. að gera lítið úr skoðunum fólks á viðtalinu við Hörð Torfa og segja það almennt tuð er skrítið!  það var full ástæða til að setja ofaní við hann enda bendi ég þér á það kona góð að hann baðst afsökunar!  Alls kyns öfgar eru alltaf slæmir svo passaðu þig nú á því að sökkva ekki dýpra í þann fúla pytt !

Bestu kv., Ómar B.

Ómar B., 27.1.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Hlédís

Kæri Ómar! Ekkert skrýtið að fólk gagnrýndi í fyrstu því sem því virtist Hörður eiga við. Ég er að tala um þá sem héldu áfram eftir að hann hafði beðið afsökunar. Veistu að það var haldið áfram að krefjast "afsagnar" Harðar, minn góði karl ;)

Kveðja, Hlédís

Hlédís, 27.1.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Ómar B.

Ég er alveg sammála þér Hlédís t.d. varðandi forsetaembættið og pólitíkina. Sú virðing sem ég ólst upp með með hr. Kristján heitinn Eldjárn í forsetastóli var gott veganesti en það er því miður lítið eftir í því nestisboxi nú.  Ólafur er örugglega hinn vænsti maður en ég held nú samt að það sé mjög skiljanlegt að landinn hafi sterkar skoðanir á honum enda stjórnarhættir á Bessastöðum á stundum litaðir af ferli hans í pólitík en þar á hún ekki heima, nema kannski agnarsmá.

En við vitum svo vel að lífið verður erfitt hjá mörgum næstu misseri hér heima og því verða áfram sterk skoðanaskipti, sem er hið besta mál og raunar nauðsynleg!  Og við hljótum að vera sammála um það að  það hlýtur að verða áfram mikilvægt að beita stjórnvöld aðhaldi hver svo sem þau verða næstu ár. Og aðalatriðið er það að við komum okkur samstíga í gengum þetta erfiða tímabil og byggjum upp nýtt og vonandi betra Ísland.

Gangi þér allt í haginn, Ómar B.

Ómar B., 27.1.2009 kl. 14:28

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála Hlédís...og umræðan er mikilvægari en skoðanir okkar allra....

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 14:35

5 Smámynd: Hlédís

þakka innlit, Ómar og Haraldur!

Við Haraldur erum allt að því of sammála, yfirleitt -

og þú bendir á marga mikilvæga hluti, Ómar.

Hlédís, 27.1.2009 kl. 15:17

6 identicon

Af skrifum þínum að dæma þá held ég að það réttasta í stöðunni væri hreinlega að siga á þig kolgeðveikum kynferðisafbrotamanni.

Þá fengirðu glænýjan skammt af einhverju til að mótmæla :)

Tómas Orri Hreggviðsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 18:20

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Var farið illa með þig Tómas, þegar þú varst barn? Viltu nú ekki fara að reyna að vinna eitthvað úr því kallinn, þá er kannski hægt að tala svolítið við þig um mannasiði....þú ert á ansi hálum ís, og dansar á brún þess að vera með býsna alvarlegar hótanir, svo ég held að þú ættir að hafa manndóm í að draga orð þín til baka...

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 18:56

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Djöfulsins sori þessi Tómas Orri Hreggviðsson

Heiða B. Heiðars, 27.1.2009 kl. 19:57

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Huglaus...

Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 20:03

10 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Tómas Orri...

...þetta er ekki svaravert. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 27.1.2009 kl. 20:04

11 Smámynd: Bara Steini

Tómas..........

Ekki er mannsál í þér...........

Bara Steini, 27.1.2009 kl. 20:08

12 Smámynd: Hlédís

Tómas Orri Hreggviðsson fyrirfinnst auðvitað ekki í þjóðskrá! Hann má eiga það, garmurinn, að hann skáldaði upp glæsilegt nafn!

- Ef til vill er betra að svona aumt fólk fái. nafnlaust, útrás í bloggi - gerir ekki verra af sér á meðan.  

Hlédís, 27.1.2009 kl. 20:14

13 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er ekki hægt að fá upplýsingar um hver eigi þessa IP tölu.?

Þetta grey ætti ekki að hafa netaðgang. Þá á ég við þennan sem kýs að kalla sig Tómas Orra. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.1.2009 kl. 20:14

14 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta er auðvitað eitthvað sem ætti að athuga hvort lögreglan geti rannsakað. Nokkuð víst að sá sem skirfar sig undir þessu nafni er líklega ekki að gefa upp rétt nafn.

Það á að svæla svona minka út úr sínu greni og láta þá biðjast afsökunar fyrir framan alþjóð. Mæli með að þú sendir Stefáni Eiríkssyni tölvupóst Hlédís (hann svarar þeim alltaf) og sendir honum IP töluna og spyrjir hvort þetta sé ekki öruggleg kæruhæft sem hótun um gróft ofbeldisverk.

Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 20:16

15 Smámynd: Ólöf de Bont

Óskaplega má þessum Tómasi líða illa, eða hver svo sem hann/hún er, sitjandi við tölvu blótandi og bölvandi í tilhlökkun yfir því að særa fólk.  - Gangi þér vel kæri Tómas á lífsins göngu og megi allt hið góða og fagra heimsækja þína aumu sál.

Ólöf de Bont, 27.1.2009 kl. 20:16

16 Smámynd: Hlédís

Þakka ykkur innleggin - ég skal láta þetta ganga til blogg-löggunar. Góð hugmynd, Þór, að senda til Stefáns Eiríkssonar. Hann tekur eflaust hart, en þó réttlátlega á málinu. Hvert er netfang Stefáns, annars?

Hlédís, 27.1.2009 kl. 20:23

17 Smámynd: Sylvía

þegar rökin þrýtur er konum hótað kynferðisofbeldi... ekki í fyrsta sinn því miður.

Sylvía , 27.1.2009 kl. 20:32

18 Smámynd: Sylvía

þú sendir athugasemd hér: umsjónarmenn bloggs

Sylvía , 27.1.2009 kl. 20:33

19 identicon

Hótanir af þessu tagi verður undantekningalaust að kæra strax til lögreglu. Ekkert mál að hafa uppá tölvunni. Síminn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er 444 1000. Ef skiptiborðið svarar ekki getur þú hringt í 112 og borið upp erindið. Ég mæli eindregið með því að þú sendir þetta á netfang Stefáns Eiríkssonar með slóð á þetta blog, IP talan sést þar, og segir honum að þú viljir kæra málið. stefan.eiriksson@lrh.is

Þröstur Ingólfur Víðisson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 20:44

20 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Munnsöfnuður Tómasar Orra Hreggviðssonar er algengur meðal ungra hægrisinnaðara karlmanna sem telja sig karla í krapinu. En svona nafnlausann sóðaskap á að fela lögreglunni til rannsóknar.

Annars er skefjalaus hatursáróður, sem sjálfstæðismenn upphefja tafarlaust þegar þeir verða undir, athyglisvert fyrirbæri sem vert er að ræða hvar sem því verður við komið. 

Jóhannes Ragnarsson, 27.1.2009 kl. 20:46

21 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Málið er að senda þetta á umsjónarmenn bloggsins - þeir leita þetta uppi og eyða því ef engin IP tala finnst.

María Kristjánsdóttir, 27.1.2009 kl. 20:58

22 Smámynd: Auðun Gíslason

Ekki veit ég svo sem hverskonar eymingi þessi sem kallar sig Tómas orra er, en það  er ljóst að hann er eymingi!

Varðandi þennan æsing útaf ummælum Harðar Torfasonar, þá var hreinn óþarfi hjá Herði að biðjast afsökunar!  Hvern varðar um sjúkrasögu Geirs Haarde.  Ég hef miklu meiri áhuga á að vita hver staða þjóðarinnar er, og framtíð.  Og það hef ég ekki fengið að vita!  Fimmti hver Íslendingur virtist lenda í sjokki þegar Geir las uppúr sjúkraskýrslu sinni fyrir þjóðinni.  Ég lenti ekki í sjokki.  Leitt að vísu að Geir er veikur!  Og svo hvað?  Ég fékk létt sjokk þegar efnahagshrunið reið yfir, þetta hrun sem Geir og skoðanabræður hans um efnahagsstjórn, bera að miklu leiti ábyrgð á.  Ekki hefur Geir beðið mig eða þjóðina afsökunar.  Ég bíð enn!  Og ég vil ekki að hinir seku séu að drepa málinu á dreif með því að fá þjóðina til að vorkenna sér!  Og hana nú,punktur basta!

Auðun Gíslason, 27.1.2009 kl. 21:08

23 Smámynd: Sylvía

D er sértrúarsöfnuður

Sylvía , 27.1.2009 kl. 21:28

24 Smámynd: Hlédís

þakka ykkur góðar ábendingar! Bréfið með IP-tölunni er farið af stað til lögreglustjóra!

Hlédís, 27.1.2009 kl. 22:19

25 identicon

Jóhannes, eru nú hótanir um kynferðisofbeldi merki um stöðu í pólitík? Þegar ég gagnrýni störf hægri manna er ég nojaður kommi og þegar ég gagnrýni störf vinstri manna er ég flokksdindill, Heimdellingur og þar fram eftir götunum. Maður kemst hvergi orðið í heilbrigðar rökræður.

En þetta er ljótt comment, flott að kæra það, sama hvar viðkomandi er í pólitík.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:17

26 Smámynd: Þór Jóhannesson

tölvupóstfangið hjá Stefáni Eiríkssyni er:

stefan.eiriksson@lrh.is

Þór Jóhannesson, 27.1.2009 kl. 23:32

27 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá hvar Þórður þessi Ingi er staddur í pólitíska litrófinu. Maðurinn er vel hægrisinnaður og þar með í heilmikilli tilvistarkreppu.

Það er t.d. algengt einkenni sjálfstæðismanna í vígaham að hafa í heitingum við fólk og beita hræðsluáróðri. Komment Tómasar Orra er einmitt skýrt dæmi um þetta dæmalausa eðli sjálfstæðismanna.

Jóhannes Ragnarsson, 28.1.2009 kl. 00:08

28 Smámynd: Þór Jóhannesson

Comment nr. 26 frá henni Sylvíu er fjandi nálægt sannleikanum!

Þór Jóhannesson, 28.1.2009 kl. 00:17

29 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það eina rétta er að kæra athugasemd eins og "Tómasar". Það er hægt að finna tölvuna. Annars finn ég næstum til með ræflinum því greinilega gengu hann ekki heill til skógar.

Sammála þér með forsetaembættið. Hef aldrei kosið ÓRG og vil ekki  pólitíkusa í þetta embætti. En áróðurskórinn er býsna þreytandi.

Seðlabankastjóri á bara að vera einn og það fagmaður. Og alls ekki úr pólitík.

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 00:39

30 Smámynd: Hlédís

Sammála Sylvíu og Þór! Sértrúar-söfnuðir hafa nokkuð oft reynst hættulegir og mjög oft sankað að sér fé!

Hlédís, 28.1.2009 kl. 00:39

31 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svo sé ég "nafna" mín að þú ert Þingeyingur eins og ég

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 00:41

32 identicon

Hehe Jóhannes ég þakka pent fyrir sálgreininguna, en tilvistarkreppan hrjáir mig ekki alvarlega. Ég veit alveg hvar ég stend í pólitík og lífinu almennt. Það gæti komið þér á óvart.

En þó ég sé ekki sjálfstæðismaður og öldungis ósammála þeim í fjölda málefna myndi ég aldrei ætla þeim að hafa í hótunum um kynferðislegt ofbeldi eða halda því fram að eðli þeirra sé heilt yfir slíkt. Slíkur áróður er sjálfdauður. Held, og er þónokkuð viss um, að sú geðveila sem hrjáir menn með svona hótanir spyrji ekki um pólitíska afstöðu.

En hvað veit ég, þú virðist vel að þér í sálfræðinni ef þú getur greint mig í tilvistarkreppu, sem ég ekki veit af, af einni bloggathugasemd.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 00:54

33 Smámynd: Hlédís

Þakka þér innlitið Þórður Ingi!  Leitt ef þú varst misskilinn og of-greindur.

Hlédís, 28.1.2009 kl. 01:14

34 Smámynd: Kolla

Því er nú ver og miður að lögreglan lítur á svona bloggfærslur sem ónot en ekki sakhæft því þeir rannsaka bara brot sem geta leitt til refsingar.

Ég tala frá eigin nýlegri reynslu (mér var hótað á bloggi og staðið við það EN ég get ekkert gert)

En endilega að láta á það reyna svona er ekki líðandi.

Kolla, 28.1.2009 kl. 01:50

35 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Hlédís ! Af hverju lokar þú ekki á þessar bannsettar IP tölur , í öðru hverju tilfelli , fylgir þeim sori ?

Hörður B Hjartarson, 28.1.2009 kl. 01:57

36 Smámynd: Hlédís

Kolla og Hörður   Stefán lögreglustjóri sendi svarbréf strax í gærkveldi og mun IP-talan rakin til upphafs. Sjálsagt að láta reyna á það, eins og Kolla segir.      Ég hef þann hátt á að fólk utan mbl-bloggs geta sett ínn komment á síðuna. það hefur margt, oft fróðlegt, til mála að leggja.

Svara ekki skítkasti, get líka eytt því eða lokað á viðkomandi IPPA (Imba!) ef hann hypjar sig ekki af síðunni,

Hlédís, 28.1.2009 kl. 08:17

37 Smámynd: Þór Jóhannesson

Hvað áttu við Kolla um að þér hafi verið hótað og staðið við það? Þú verður að koma með nánari útskýringu svo við sjáum alvarleika málsins.

Þór Jóhannesson, 28.1.2009 kl. 08:50

38 Smámynd: Hlédís

Kolla, segðu frá - ef treysitr þér til!

Hlédís, 28.1.2009 kl. 09:20

39 Smámynd: Hlédís

treystir þér til,

Hlédís, 28.1.2009 kl. 09:21

40 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Sá sem skrifar undir nafninu Tóma Orri Hreggviðsson ætti að halda sig frá öllu sem heitir tölvur og tjáning. Þetta voru ljót orð. Segja mest um þann sem þau skrifaði en nokkuð annað.  Hér á að tilkynna IP töluna hans til MBL vefstjóra og loka hann frá blogginu.

Baldur Gautur Baldursson, 28.1.2009 kl. 09:45

41 Smámynd: Hlédís

Þessi IPPI mun nú þegar vera lokaður frá mbl-bloggi.

Hlédís, 28.1.2009 kl. 10:06

42 Smámynd: ThoR-E

Óþverraathugasemd frá þessum vitleysingi sem kallar sig Tómas Orri Hreggviðsson.

Vona að hægt verði að hafa uppá honum sem fyrst.

Svona ómenni eiga ekki að fá að hafa netaðgang.

Helst lokaðir inná viðeigandi stofnun.

ThoR-E, 28.1.2009 kl. 13:34

43 Smámynd: Kolla

Ég verð að virða óskir Tinnu (þar sem hún er einnig fórnarlamb í þessu máli) sem ég er að sumu leiti sammála um að ræða þetta ekki hér á blogginu.

Því það gæti hæglega haft mun verri afleiðingar fyrir okkur.

Kolla, 28.1.2009 kl. 14:29

44 identicon

Ace, viðeigandi stofnun. Nú segir mér fróður töluvgúru að það sé virt lögfræðistofa hér í bæ. En best að láta lögregluna um að rannsaka þetta og um að kæra. Finnst samt að við ættum að fá að vita hver þetta er og hvernig á þessu verður tekið.

Stefanía (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:34

45 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ekki hlusta á d listann og lyganar sem koma úr þeim skíthælum

Alexander Kristófer Gústafsson, 28.1.2009 kl. 23:53

46 Smámynd: Hlédís

Forseta-skamma-kórinn er ekki mjög hávær núna, held ég. Þó tekur A. Bragadóttir soldla rispu í pistli í Mogga í dag. Ansi má nú ÓRG "aldrei, ekki neitt" að mati þeirrar skeleggu konu!   Sýnist helst að A.B. ætti að sleppa því að verða forseti - réði  sjálf illa við tjáningarbannið sem setur forseta lýðveldisins.

Hlédís, 30.1.2009 kl. 13:23

47 Smámynd: Ingibjörg SoS

Kolla og Tinna. Það er óhugnanlegt að þeir sem hótuðu ykkur og stóðu við við það, - framkvæmdu, skuli komast upp með hlutina. Það er mjög alvarlegt. Einnig hvetjandi fyrir þá að halda uppteknum hætti uppi áfram.

Við, Þjóðin, - mótmælendur, sem tókst að koma "eitt stykki Ríkisstjórn frá völdum". Ættum við ekki einnig að standa saman gegn svona óviðunandi athæfi. Það er hægt að tala saman um hlutina á öðrum vettvangi en þessum hér. Mörg okkar eru jú bloggvinir. ........

Svona lagað verður að stoppa! VANHÆFIR BLOGGARAR!!!

Stöndum saman!

Ingibjörg SoS, 7.2.2009 kl. 14:38

48 Smámynd: Ingibjörg SoS

Gott hjá þér Hlédís, að gera eitthvað í málinu. Þetta er dauðans alvara. - viðbjóður.

Hér með biðla ég til nokkurra ykkar að gerast bloggvinir mínir. Mér er fúlasta alvara með að eiga hvert annað að, og standa saman þegar eitthvað alvarlegt kemur upp á. - SAMSTAÐA OG KÆRLEIKUR nú kröftuglega inn hjá okkur Íslendingum!!!

Ingibjörg SoS, 7.2.2009 kl. 14:45

49 Smámynd: Ingibjörg SoS

Sé nú, að þetta er nokkuð gömul færsla hjá þér, Hlédís. Fór bara strax inn á hana í framhaldi af því að Þór, bloggvinur minn sendi mér skilaboð til að vekja athygli á þessum viðbjóði. Kanski les því enginn þessar athugasemdir mínar.

Ingibjörg SoS, 7.2.2009 kl. 14:58

50 identicon

Vonandi fylgir þú þessu eftir með kæru,  svo hægt sé að birta nafnið á þessum karlaumingja

sigþór jónsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:24

51 identicon

Færslan er gömul en ennþá gild. Hef ekki miklu við að bæta sem komið er að ofan annað. Eins og ég hef alltaf sagt Hlédís þá hefur þrifist allt það versta og það besta hér inni. Okkar hlutverk að moka út skítnum. Saman. Gangi þér vel með þetta og þú þarft ekki að óttast stuðninginn.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:29

52 Smámynd: Hlédís

Þakka þér Einar!  Sameinuð stöndum vér!

Hlédís, 7.2.2009 kl. 16:57

53 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Stend með þér Hlédís, svona hótanir á ekki að líða, gott að það er búið að ná þessari mannf..... nei ég held að það sé ekki til orð yfir svona.

Sigurveig Eysteins, 7.2.2009 kl. 17:50

54 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hvernig getur maður tjáð í skrifum það sem maður tjáir miklu frekar með höndum og svipbrigðum yfir þvílíku sem hér hefur verið sagt!!! Þess vegna segi ég aðeins að ég er réttlætissinni í eðli mínu en réttlætishugsjón mín nær ekki yfir slíkar mannleysu sem sá sem kallar sig Tómas Orra hefur opinberað með orðum sínum að hann hefur að geyma.

Hlédís! Ég votta þér samúð vegna þess ofbeldis sem þessi maður vogar sér að viðhafa gagnvart þér í orðum sínum. Ég treysti því að þú sést sterkari en svo að þau nái að valda þeim skemmdum sem þeim var ætlað

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.2.2009 kl. 20:20

55 Smámynd: Hlédís

Þakka góðan hug og fallega kveðju, kæra Rakel!

Hlédís, 7.2.2009 kl. 20:54

56 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað getur maður sagt ? Annað en að svona nokkuð er ekki hægt að sætta sig við.

Eðlilegt að málið sé kært.

hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband