Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Valdhafar verða að kveða niður VERÐTRYGGINGINGAR-DRAUGINN og byrja strax!

Nú stendur yfir á Mbl.bloggi umræða um Verðtrygginguna sem er einn megin-vandi Íslendinga í yfirstandandi kreppu - og hefur verið til skaða sl 30 ár.
Undirrituð hefur lengi talið verðtryggingu lána, og það meira að segja með neysluvístölu, heimskulega, rangláta - raunar stórhættulega.  Þeir sem hæst messuðu til varnar verðtryggingunni og þrástagast nú á óráðsíu skuldsettra heimila hafa annað hvort gamlan, erfðan (eða nýfenginn!), aur í vösum og/eða fæddust fyrir 1952!          

Elsta kynslóð enn í starfi á Íslandi og eldra fólk, hlaut menntun sína ókeypis. Íslenskir stúdentar erlendis gátu jafnvel grætt á svartamarkaðsbraski með niðurgreiddan gjaldeyri á haftaárunum!  Þetta sama fólk fékk húsnæðislán niðurgreidd með sparifé annarra. Svo var einnig um ATHAFNAMENN er byggðu stórhýsi fyrir fyrirgreiðslu-lán á verðbólguárum Fyrir Verðtryggingu!         Árið 1979 Ætluðu góðir og velmeinandi menn að snúa þessu rangláta fjármálakerfi við með lögum um verðtryggingu  - en sú aðgerð HJÓ þar sem HLÍFA skyldi og hefur gert æ síðan, með stigmögnuðum, ógnvænlegum afleiðingum! 

Er ráðamönnum Íslands fyrirmunað að skilja þetta? Af hveru eru ekki þegin ráð Gunnars Tómasonar, hagfræðings sem varaði frá upphafi við Verðtyggingar-gildrunni - auk þess að vara við hruni fjármálakerfis heimsins í áratugi?

Þessi vandi er stærri en græðgi-væðingin og útrásar-svikamyllurnar samanlagðar en tengdur þeim!


Íslenskt, verðtryggt okur - Evrópskar fjármálaþvinganir: Hliðstæður?

"Verðtryggða okrið burt" er engin skyndihugmynd fárra - orðin til snemmvetrar 2008. Ekki fremur en krafan: "Skilið þjóðinni fiskimiðunum"     Hugsandi Íslendingar hafa klifað á þessu árum saman, fyrir tómum eyrum áhrifafólks, að því er virðist.
Mér detta í hug hliðstæður: Evrópuþjóðir setja Íslendingum nú fjárhagslega afarkosti í krafti stærðar sinnar og valda. Íslensk stjórnvöld hafa lengi sett almenningi og atvinnuvegum fjárhagslega afarkosti (verðtryggð lán með okurvöxtum) í skjóli valda. Spurning: Hvort er verra? Svar: Tvímælalaust að brjóta niður eigin þegna (!) - auk þess hve það er foráttu-heimskulegt.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband