fös. 23.1.2009
TÁRAGAS-TRIKKIÐ mistókst! Og: Hver ákvað að koma af stað óeirðum í Alþingisgarðinum í byrjun friðsamrar kröfustöðu 20 janúar sl ?
Vef-Mbl. segir í dag: "Um tveir þriðju hlutar fólks eru hlynntir mótmælunum undanfarið, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins sem blaðið greinir frá í dag. Langflestir segjast ekki vera hlynntir árásum á lögreglu, ofbeldi eða skrílslátum. "
Fréttir og lýsingar frá mótmælaaðgerðum hafa verið mjög breytilegar.
Undirrituð vill benda á að plastvæddir lögreglumenn ruddust inn í Alþingisgarðinn með látum, meðal annars hrindingum og pústrum, um kl. 13:30 þriðjudaginn 20. janúar 2009 - hálftíma eftir að boðuð kröfustaða hófst - þó allt væri þar með friði og spekt. Hafa þeir sennilega verið sendir af yfirboðurum og spurning er: hver var tilgangurinn?! Ég veit þetta því mér var hrint til jarðar, aftanfrá, óvörum af einum garpanna. Hrindinga og pústra-menn voru, vel að merkja, mikill minni hluti plastvædda hópsins. Orðtæki segi eitthvað á þá leið að ekki þurfi nema "einn gikk í hverri veiðistöð" Svo mun um lögreglulið og aðgerðahópa. Almennir lögreglumenn stóðu og studdu við húsið í rólegheitum áður en og meðan þetta gerðist.
Sem betur fer eru aðgerðafólk og lögreglumenn nú farin að sjá í gegn um þá herstjórnarlist að reita fólk til reiði og kenna svo "mótmæla-pakkinu" um afleiðingarnar. Snérist þar TÁRAGAS-TRIKK efstu yfirmanna lögreglu glæsilega í höndum þeirra!
Meirihlutinn styður mótmælin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
fös. 23.1.2009
Samfylkingin "OPIN Í ALLA ENDA" eins og Framsókn forðum ?
"...Formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu (leturbreyting mín)" segir í byrjun fréttar. Síðan veltir ISG upp ýmsum möguleikum, þar sem SF er þó alltaf tiltæk við "stýri skútunnar" ! Svo bráð-ómissandi. "Ekki þjóðin" í landinu er ekki jafnsannfærð um nauðsyn þess að ISG haldi sig í stýrishúsinu öllu lengur.
Má annars ekki færa líkingamálið í land senn hvað líður? Brimskaflar, öldurót, bátar, skútur og fley eru svo sem góðra gjalda verð en öllu má ofbjóða í þessu sem öðru.
Allt kemur til greina" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 9.1.2009
Kröfufundur á Austurvelli á morgun gefur Alþingi varla RÓS fyrir hröð vinnubrögð, en..
... betra er seint en aldrei. Kröfufólk óskar rannsóknarnefndinni örugglega farsældar í starfi - og mun leggja sitt að mörkum til aðstoðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fös. 9.1.2009
Það tók 3 - Þrjá - mánuði að koma af stað rannsókn. Má Treysta því að vildarvinir séu nú búnir að eyða öllum gögnum?
Öryggi rannsóknargagna tryggt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 22.12.2008
Smáfrétt með kaffinu ;)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 15.12.2008
Rás 2 á - skilyrðislaust - að sópa "út af borðinu" !
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)