TÁRAGAS-TRIKKIÐ mistókst! Og: Hver ákvað að koma af stað óeirðum í Alþingisgarðinum í byrjun friðsamrar kröfustöðu 20 janúar sl ?

Vef-Mbl. segir í dag: "Um tveir þriðju hlutar fólks eru hlynntir mótmælunum undanfarið, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins sem blaðið greinir frá í dag. Langflestir segjast ekki vera hlynntir árásum á lögreglu, ofbeldi eða skrílslátum. "

Fréttir og lýsingar frá mótmælaaðgerðum hafa verið mjög breytilegar.

Undirrituð vill benda á að plastvæddir lögreglumenn ruddust inn í Alþingisgarðinn með látum, meðal annars hrindingum og pústrum, um kl. 13:30 þriðjudaginn 20. janúar 2009 - hálftíma eftir að boðuð kröfustaða hófst - þó allt væri þar með friði og spekt.    Hafa þeir sennilega verið sendir af yfirboðurum og spurning er: hver var tilgangurinn?!   Ég veit þetta því mér var hrint til jarðar, aftanfrá, óvörum af einum garpanna.  Hrindinga og pústra-menn voru, vel að merkja, mikill minni hluti plastvædda hópsins.    Orðtæki segi eitthvað á þá leið að ekki þurfi nema  "einn gikk í hverri veiðistöð" Svo mun um lögreglulið og aðgerðahópa.                 Almennir lögreglumenn stóðu og studdu við húsið í rólegheitum áður en og meðan þetta gerðist.

Sem betur fer eru aðgerðafólk og lögreglumenn nú farin að sjá í gegn um þá herstjórnarlist að reita fólk til reiði og kenna svo "mótmæla-pakkinu" um afleiðingarnar.   Snérist þar TÁRAGAS-TRIKK efstu yfirmanna lögreglu glæsilega í höndum þeirra!

 

 

 

 


mbl.is Meirihlutinn styður mótmælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

það eru alls staðar gikkir!

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 09:41

2 Smámynd: Hlédís

Einmitt, nafna :)

Hlédís, 23.1.2009 kl. 09:43

3 identicon

Mótmæli til mikils sóma í nótt.  Lögreglan á hrós skilið fyrir aðgerðir sínar.

Baldur (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Hlédís

Já, Baldur!  Nú kemur vel ljós hve mikill meirihluti lögreglunnar "okkar" er vel gert fólk -  Gott að eiga það að!

Hlédís, 23.1.2009 kl. 10:27

5 identicon

Satt og rétt.

Enda hófust vandræðin með grjótkasti og öðru um daginn á því lögreglan ákvað að dreifa (það er að segja: ráðast beint á) alla þá mótmælendur við alþingishúsið sem ekki fóru til sinna heima af sjálfsdáðum, og var engin sjálfsvörn í þeirri aðgerð.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:53

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Rétt, það sást glögglega á samskiptum almennrar lögreglu og mótmælenda, að passív nærvera gagnast mjög vel, og stuðlar að friðsemd, það sást glögglega á plastköllunum að aggressív nærvera skapar óróa og æsing.

Nóttin í nótt sýndi svo að sú fordæming sem ofbeldið hefur hlotið hjá venjulegum mótmælendum, hefur skilað sér til ofbeldissegja og grjótkastara.

Appelsínugult er liturinn, við erum þjóðin, verum ein þjóð!

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 13:54

7 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Ég sá ýmislegt á þriðjudaginn var sem að ég vildi gjarnan hafa misst af. Það voru samt miklu fleiri sem voru okkur öllum til sóma. (bæði lögregla og mótmælendur)

Vil samt minna á að það er dómsmálaráðherra sem er yfir þessu öllu. 

Anna Svavarsdóttir, 23.1.2009 kl. 15:02

8 Smámynd: Hlédís

Já, Anna! Dómsmálaráðherra er efsti yfirmaður lögreglunnar, herforinginn. Ég hef einmitt lýst áhyggjum af því annarstaðar að hann fundaði, samkvæmt fréttum, með lögreglustjóra einmitt fyrr þann dag sem komið var með grímurnar og gasið!

Hlédís, 23.1.2009 kl. 15:14

9 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Stjórnvöld bera ábyrgð á stöðunni, okkur er ekki svarað, við erum kölluð skríll, það er talað við okkur eins og börn, ævisparnaðurinn er svikinn af okkur, við missum vinnuna, eignir okkar og reisn, og svo er okkur tjáð að okkur komi þetta ekkert við...og tíminn líður. Svo þegar fólk er, eftir 100 daga ósvífni, hortugheit og endalaust óhreint að koma upp í pokahorninu, orðið reitt og vill fá svör, vill kosningar, þá er brugðist við með vopnavaldi.

Lögreglunni stillt upp sem fulltrúum fyrir fánýti og sviksemi stjórnvalda...huglaus sem þau eru.

Haraldur Davíðsson, 23.1.2009 kl. 15:32

10 Smámynd: Ólöf de Bont

Veistu hvað Hlédís, ég treysti ekki mínum skrokki til að standa í framvarðasveit mótmæla - myndi ekki þola fall því ég á svo erfitt með að rísa á fætur aftur.  Svo er ég eldhugi og þegar ég öskra þá öskra ég hátt og get ekki hætt og þá vilja menn gjarnan ýta við mér.

Ólöf de Bont, 23.1.2009 kl. 16:30

11 Smámynd: Hlédís

Það var málið, Ólöf! Ég vissi ekki til að þetta væri nálægt víglínu, enda átti ekki svo að vera! Að standa upp var enginn vandi með hjálp frá samherjum ;)  Þú mátt trúa því að drengurinn fékk orð í eyra frá mér og öðrum nærstöddum.  Að sjálfsögðu varð að hrópa verulega hátt þarna - vegna tónlistarinnar - þú veist! 

Hlédís, 23.1.2009 kl. 20:42

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég var þarna og sá undirbúning lögreglunnar. Horfði á Ómar Ragnarsson búa sig með trefli. Dró sjálfur lambúshettuna niður. Þarna held ég að lögreglunni hafi verið skipað að sýna vald. Það var engin ógnun. En sem betur fer hafa bæði lögreglan og mótmælendur lært af þessu.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 23:13

13 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Eitt er víst ; Varðstjóri , sem var niður frá , sagði í Kastljósi um kvöldið , að þeir , þ.e. lögreglan , hefðu beytt lágmarksmeðulum , eftir þá sendingu sem ég fékk , þá vildi ég ekki taka þátt í mótmælum þar sem öðru vísi meðulum væri beitt , má ég þá heldur biðja um að fá að fara niður á sex fetin . Annað ; Helmingurinn af því sem Stefán Eiríksson sagði í Kastljósi var afar furðulegur sannleikur , að ekki meira sé sagt  .

Hörður B Hjartarson, 24.1.2009 kl. 02:33

14 Smámynd: Hlédís

Unglingurinn sem  birti nafn og fleira um óeirða-lögreglumann í bloggi í vikunni sýndi kyrramynd af lögreglumanni í sjónvarpsviðtali og sagði þann mann aðgerðastjóra sem stjörnaði og stundaði ofbeldi. Hefði hann  meðal annars lúskrað með kylfu á 13 ára stúlku og handtekið ljósmyndara og eytt myndum af sjálfum sér að störfum þann 20. janúar sl.  Lögreglumenn komust, að vonum, í uppnám yfir bloggi  piltsins, sem hægt var að túlka svo að "aðgerðasinnar" hyggðust nú hefja ofsóknir á  lögreglumenn og fjölskyldur þeirra.  þar fengu andstæðing kröfufólks heldur betur vatn á myllu sína enda söng  Hneykslunar-kórinn  talsvert um þetta. Á þessum tíma hafði undirrituð ekki einu sinni kynnst orðinu aðgerðastjóri en.......

 Kjartan Júnsson skrifar hér rétt fyrirr ofan:"Á Gamlársdag, á mánudaginn og upp við Rauðavatn í mótmælum vörubílstjóra, allavega í þessum 3 tilfellum þá hefur sami maður verið að stjórna aðgerðunum"    

Við bætist löng lýsing í Helga Hauks Jóhannessonar í athugasemd við viðtal í Smugunni.is í gær þar sem lýst er óvæntri hörkuárás á hann sjálfan í byrjun kröfufundar 20. jan. OG hvernig aðgerðastjóri dagsins tók honum, er hann fór á lögreglustöðina til að skyra frá atvikinu!

Eru þetta tilviljanir?-   Nú spyr maður sig bæði hvort þetta sé tilviljun OG hver hafi stjörnað óeirða-liðinu að kveldi 21. jan.

Hér er slóð á viðtalið þar sem Helgi lýsir atvikum ítarlega í athugasemd og vísar í ljósmyndir:  http://www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/710

Hlédís, 24.1.2009 kl. 08:08

15 Smámynd: Hlédís

Afsakið klaufaskap í stafsetningu! Ég þarf tilsögn í að leiðrétta athugasemdir og fleiru tæknilegu hér, enda byrjandi :)

Hlédís, 24.1.2009 kl. 08:16

16 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, ég held að Stefán Eiríksson hafi verið að nota okkur mótmælendur sem tilraunadýr fyrir aðferðafræði sína. Vona að við séum búin að stöðva það. Las þetta góða viðtal við þig á  Smugunni, þakka þér fyrir það.

María Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:31

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

það er enginn vafi á því að lögreglan var að miklu leyti rekin áfram af yfirmönnum sínum. Ég varð margoft vitni að því að yfirmenn á vettvangi hrintu sínum mönnum framar, nær mótmælendum, tfir menn gengu um fyrir aftan óeiraðlögguvegginn og börðu í bak sinna mann, lögreglu menn voru hvattir til að beita kylfunum. Það er enginn vafi á því heldur að Stefán lýgur er hann segir að piparúða sé aldrei beint að andliti fólks, Hann lýgur er hann segir að alltaf sé kallað GAS GAS áður en úðanum er beitt, hann lýgur þegar hann segir að lögregla hafi ekki beitt vopnum fyrr en á þá var sótt. Hann lýgur því líka að táragassprengjum hafi verið beitt á fólk sem var að veitast að lögreglu, ég var þarna, og ég var langt inná torginu,  og fékk yfir mig fyrstu bomburnar. Þeim var skotið allt í kringum okkur svo ekki var nokkur leið að  komast undan, aðgerðirnar beindust ekkert minna að okkur sem bara stóðum og veltum fyrir okkur atburðum kvöldsins.

Ætli Stefán að fordæma ofbeldið. þá er lítitð að marka það ef hann fordæmir ekki ofbeldið sem slíkt, heldur fordæmir bara það ofbeldi sem hans menn verða fyrir, en sleppir alveg  þeirri staðreynd að einstaklingar innan hans raða, sem tilheyra hópi fólks hvers tilvera á að vera íbúum landsins til halds og TRAUSTS, eru að misnota stöðu sína til að ná sér niðri á okkur " helvítis kommúnistadrullum" eins og einn lögginn kallaði okkur," helvítis hippaaumingi","á ég að keyra þig niður?, "  "eigum við ekki að ryðja ruslinu burt'", svona setningar sýna glögglega að innan raða lögreglunnar eru einstaklingar, keyrðir áfram af hatri og ofbeldisfíkn, og ef Stefán ætlast til að við kyngjum þessu sem eðlilegum vinnubrögðum, þá er hann kjáni.

Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 13:18

18 identicon

Maður sem hreytir viðbjóði í lögreglu á að gasa

Maður sem hrækir á lögreglu á að gasa.

Maður sem fleygir drullu í lögreglu á að gasa.

Maður sem slær í lögreglu á að gasa.

Maður sem fleygir grjóti eða hellum í lögreglu á að gasa og kæra fyrir morðtilraun.

Og svo í lokinn fólk sem talar niður til lögreglunar vegna þeirra erfiðra stöðu sem hún er í á að drulla sér út af blogginu.

Óskar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:14

19 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Óskar, hví hefur þú ekki kjark í að koma fram undir nafni þú huglausi eymingi ?

Varðst þú vitni að öllu saman ? Ert þú fylgjandi ofbeldisseggjum innan lögereglunnar ? Átt þú einkarétt á blogginu, þú sem þorir ekki einu sinni að skrifa undir nafni ?

Að gasa fólk fyrir orð er lögbrot.

Að gasa þá sem ekkert eru að gera af sér er lögbrot.

Að handtaka og halda ólögráða einstaklingum er lögbrot.

Að beita kylfum á fólk sem engin ógn stafar af er lögbrot.

Að ljúga svo að almenningi úr stól lögreglustjóra er í besta falli ósvífni og hroki.

Þú hins vegar, Óskar, ert sorglegt dæmi um æsingamann sem sérð ekki út úr eigin augum, og ert þarafleiðandi engu betri en ofbeldisseggirnir og grjótkastararnir. Þú ert huglaus og ættir að líta þér ofurlítið nær.

Ég skora á þig heigullinn þinn að koma fram undir nafni, ég skora á þig að hitta mig augliti til auglitis og rífa kjaft eins og maður, ekki eins og helvítits gungan sem þú ert!

Haraldur Davíðsson, 24.1.2009 kl. 15:33

20 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Það er alltaf að aukast nafnlausa skítkastið hjá frjáshyggjustuttbuxnagungunum hér. Ekkert að gera annað en að hundsa þau enda ekki heilasellur að verki. Þetta eru flokkssellur. Og við öll vinstrigrænir hryðjuverkamenn.

Ævar Rafn Kjartansson, 24.1.2009 kl. 18:28

21 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Endilega lokið fyrir það að "fólk" geti "bloggað" (því þetta er ekki blogg) sem skrifar ekki undir nafni . Enda er sú sjálfsagða krafa gerð um slíkt hér á blogginu , að skrifað sé undir fullu nafni .

Hörður B Hjartarson, 24.1.2009 kl. 20:52

22 identicon

Til hamingju með glæsilegan árangur síðustu daga, allir saman!

En ég vil leggja til að við mætum á morgun (sunnudag) á Austurvöll klukkan þrjú og mótmælum öllu ofbeldi, ekki síst lögregluofbeldi, valdníðslu og misnotkun á orðinu ofbeldi. Höfum sem flest á okkur grímur (appelsínugular ef vill) til stuðnings anarkistanna sem aldrei vilja neinum illt, en margir vilja misskilja, þrátt fyrir vel unnin störf þeirra í þágu samfélags og aðhlynningu þeirra á þeim sem orðið hafa fyrir ofbeldi á mótmælum.

Baráttukveðjur!

Sigga (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband