"Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði í upphafi þingfundar á Alþingi að mikil umskipti hefðu orðið í íslenskum stjórnmálum að undanförnu. Sagðist hann hafa verið mjög hugsi yfir atburðum síðustu vikna við Alþingishúsið og sagðist vona að þeir boði ekki nýja siði í stjórnmálum" segir í tengdri frétt.
Vonandi sjáum við "nýja siði í stjórnmálum" - Sú var og er krafan!
Vonandi þarf ekki að mótmæla aftur slæmum störfum samtvinnaðs löggjafar- og framkvæmda-valds á Íslandi
Vonandi sjáum við ekki aftur stigmögnun í lögreglu-ofbeldi og svörun við því.
Vonandi halda Íslendingar áfram að mynda skjaldborg um stjórnmálamenn sína og lögreglumenn er þörf krefur.
Vona að atburðir við þinghúsið boði ekki nýja siði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 4.2.2009
Má TREYSTA því að búið sé að koma ÖLLU undan?
"Baugur Group hf. og nokkur dótturfélaga þess, þ.á m. BG Holding ehf., fóru í morgun fram á það við Héraðsdóm Reykjavíkur að félögunum yrði veitt heimild til greiðslustöðvunar.......Stærstur hluti eigna félagsins er í Bretlandi en engar eignir á Íslandi. Baugur hafi tilkynnt sumarið 2008 að starfsemin yrði færð frá Íslandi. ....." segir ásamt fleiru í tengdri frétt í Mbl
Þar höfum við það. Búið að koma öllu fé sem hægt var að "lána sjálfum sér" og fá annarstaðar úr landi. Nú er farið fram greiðslustöðvun í verndunarskyni við lánardrottna hérlendis, segir einnig í fréttinni! Þá er í fréttinni upptalning á "eigum" félagsins erlendis.
Undirrituð veit ekki um aðra, en verður óglatt!
Baugur í greiðslustöðvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
mán. 2.2.2009
Heilbrigðiskerfið er ekki í gjörgæslu - það er í Rúst!
"Ögmundur Jónasson, nýr heilbrigðisráðherra, hefur tekið ákvörðun um að afnema innritunargjöld á sjúkrahús en reglugerð þar um tók gildi um áramótin. Að sögn heilbrigðisráðherra verður ný reglugerð birt á næstu dögum." Segir í tengdri frétt. Því miður gefst Ögmundi ekki að tími til að lagfæra margt í heilbrigðiskerfi.landsins fram að kosningum í apríl, enda mikli bráðabjörgunarstörf framundan á stuttum tíma.
Undirrituð telur brýnt að umræða hefjist um alvarlega hnignun íslensks heilbrigðiskerfis, og hvernig megi úr bæta. Sérlega er skortur á samhæfingu og ábyrgð sjúkrahúslækna á sjúklingum stórlega áfátt hér. Vísa má á reglur í Svíþjóð um ábyrgð sjúkrahúslækna á sjúklingum, einnig eftir útskrift - líka af bráðadeildum. Önnur lönd, td hin Norðurlöndin hafa etv samskonar reglur, - undirrituð þekkir ekki til þar.
Grein um 6 ára þrautagöngu krabbameinssjúklings í þessu sambandslausa kerfi birtist í Mbl sl sunnudag. Hér er slóð í einn pistil og athugasemdir við þá grein: http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/791643/ Pistlar eru fleiri - sérlega skrifar Dögg Pálsdóttir þar fróðlega sem lögfræðingur hrjáðra sjúklinga. Löngu er tímabært að bæta hér verulega úr. það er ekki einu sinni dýrt - sennilega sparar það fé.
Innlagnargjöld afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 3.2.2009 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
sun. 1.2.2009
Ekkert er ofsagt hér um íslenskt heilbrigðiskerfi - Lesið einnig grein Jóhanns Tómassonar læknis.
Árið 2000 fór Atli Thoroddsen , þá 29 ára gamall flugmaður hjá Icelandair, að finna fyrir sjúkdómseinkennum. Þetta var byrjun á krabbameini sem greindist ekki fyrr en sex árum síðar þrátt fyrir að Atli gengi milli lækna til að fá sjúkdómsgreiningu og viðeigandi meðferð. Í viðtali í Morgunblaðinu í dag 1. feb. lýsir Atli langri sjúkrasögu sinni sem einkenndist af samskiptaleysi milli lækna .....þannig að rétt greining fannst ekki. Orðrétt er haft eftir Atla: "Fyrst og fremst álasa ég sjálfum mér fyrir að hafa ekki gripið inn í ferlið. Jú, auðvitað varð ég gramur einum og einum lækni en ég er líka þakklátur mjög mörgum læknum. Ég er hins vegar afar ósáttur við heilbrigðiskerfið. Ég lagði líf mitt í hendur þessa kerfis og treysti því en það brást mér.
- - - - -
Í Morgunblaðinu í gær, laugardag 31. jan. birtist grein eftir Jóhann Tómason lækni þar kemur fram mjög sterk gagnrýni á preláta íslensks heilbrigðiskerfis. Væntir undirrituð að rétt sé greint frá þar líka. Því miður eru þetta ekkert notalegar upplýsingar.
Martröð varð að veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 2.2.2009 kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
lau. 31.1.2009
Vinur í BNA sendir kveðju:
Dægurmál | Breytt 4.2.2009 kl. 01:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 30.1.2009
Hatur á einum manni!?
fös. 30.1.2009
Hafa allir tilvonandi ráðherrar hreint fjárhagslegt mannorð?
Dægurmál | Breytt 30.1.2009 kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
mið. 28.1.2009