Grænt ljós fengið! - 83 daga hlaup hafið -- OG: OKKAR TÍMI kemur!

"Niðurstaðan er sú að þingflokkurinn fellst á að verja ríkisstjórn Samfylkingar og VG vantrausti. Það gerum við í trausti þess að þau skilyrði sem við höfum sett, verði uppfyllt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins þegar þingflokksfundi framsóknar lauk. _ segir í frétt Mbl í kvöld.   -

Gæfan fylgi 83 daga hlaupurunum - ekki mun af veita. 

Skil ekki hversvegna þarf að kjósa í apríl-mánuði - meðan mun hættara er við slæmu veðri og ófærð - en 2 vikum seinna!     VG eru víst ánægðir með þetta. Vildu kosningar fljótt.   4-flokkarnir eiga auðvitað svolítið minna á hættu að nýtt alvöruframboð, gegn þeim öllum, komist af stað á svona skömmum tíma.   Við segjum eins og Jóhanna forðum:   Okkar tími kemur!

 

 


mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

apríl er valin til þess að þóknast VG og Framsókn enda ríða þau á velgengnisbylgju þessa dagana.. sem sagt kosningar fyrir flokkana en ekki fyrir fólkið !!

ÞAr að auki verð ég ekki á landinu í apríl og ef nýju framboðin verða ekki tilbúin í byrjun mars er ég úr leik í þessum kosningum.. því ég mun ekki kjósa neinn af gönlu flokkunum.

Óskar Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 21:13

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér líður eins og pólitískum plastpokamanni. Ég er ákaflega hræddur um að siðbótin sé yfirborðsleg og hreinsunin sé venjubundinn kattarþvottur.

Því miður. 

Sigurður Þórðarson, 31.1.2009 kl. 21:31

3 Smámynd: Hlédís

Vel orðað og sorglega satt, Sigurður!

Hlédís, 31.1.2009 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband