Heilbrigðiskerfið er ekki í gjörgæslu - það er í Rúst!

 "Ögmundur Jónasson, nýr heilbrigðisráðherra, hefur tekið ákvörðun um að afnema innritunargjöld á sjúkrahús en reglugerð þar um tók gildi um áramótin. Að sögn heilbrigðisráðherra verður ný reglugerð birt á næstu dögum." Segir í tengdri frétt.          Því miður gefst Ögmundi ekki að tími til að lagfæra margt í heilbrigðiskerfi.landsins fram að kosningum í apríl, enda mikli bráðabjörgunarstörf framundan á stuttum tíma.

Undirrituð telur brýnt að umræða hefjist um alvarlega hnignun íslensks heilbrigðiskerfis, og hvernig megi úr bæta. Sérlega er skortur á samhæfingu og ábyrgð sjúkrahúslækna á sjúklingum stórlega áfátt hér. Vísa má á reglur í Svíþjóð um ábyrgð sjúkrahúslækna á sjúklingum, einnig eftir útskrift - líka af bráðadeildum.  Önnur lönd, td hin Norðurlöndin hafa etv samskonar reglur, - undirrituð þekkir ekki til þar.

Grein um 6 ára þrautagöngu krabbameinssjúklings í þessu sambandslausa kerfi birtist í Mbl sl sunnudag. Hér er slóð í einn pistil og athugasemdir við þá grein: http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/791643/   Pistlar eru fleiri - sérlega skrifar Dögg Pálsdóttir þar fróðlega sem lögfræðingur hrjáðra sjúklinga. Löngu er tímabært að bæta hér verulega úr. það er ekki einu sinni dýrt - sennilega sparar það fé.


mbl.is Innlagnargjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Persónuleg handvömm læknis er ekki endilega hægt að klína á kerfið, er það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 23:56

2 identicon

Votta þér samúð mína besta bloggvinkona.

Anna Ragna Alexanderdóttirs (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:17

3 Smámynd: Hlédís

Kerfisbresturinn er gapandi gljúfur. kæri Gunnar! Hér eru ekki á ferð einn eða tveir læknar og fáeinir sjúklingar. það er skipulags-óreiða! Sem sagt kerfi er þarfnast skipulags. þekki skipulag á sammvinnu lækna og samfelldri ábyrgð sérfræðings á greinigu og meðferð sjúklings frá störfum í Svíþjóð. Þekki óreiðuna og skipulagsleysið í kerfinu hérlendis aðallega sem sjúklingur - en einnig sem læknir á stofu og embættislæknir.

Hlédís, 3.2.2009 kl. 00:18

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú er ég ekki nægilega fróður um þetta umræðuefni til að leggja út í dramatíska kröfugerð. Ég lít svo á að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið undir faglegri stjórn en bendi jafnframt á að faglegasta matið yrði ævinlega á höndum sérfróðra einstaklinga sem að meira og minna leyti eru hagsmunatengdir. Í þessu sem mörgu öðru sem lagfæra þarf hjá okkur tel ég að leita verði til útlendinga með ráð. Þarna má nokkru til kosta því þetta er afar brýnt mál, mikilvægt og jafnframt viðkvæmt. Um niðurstöðu mun verða deilt hver sem hún verður.

Árni Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 00:19

5 Smámynd: Hlédís

Þakka þér. Anna. Þetta er graf

Hlédís, 3.2.2009 kl. 00:21

6 Smámynd: Hlédís

GRAF-alvarlegt mál! stóð í kommentinu, en féll út!

Hlédís, 3.2.2009 kl. 00:23

7 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Knús

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.2.2009 kl. 00:24

8 Smámynd: Hlédís

Reglur um samvinnu og ábyrgð lækna á sjúklingum sem hafa tekið við eru ekki flókið mál, Árni! Til dæmis má "kópí-peista" þær eftir ca 15 ára lögum frá Svíþjóð!

Hlédís, 3.2.2009 kl. 00:26

9 Smámynd: Auðun Gíslason

Sambands og samhæfingarskortur í kerfinu virðist alger.  Læknar virðast sumir vera að paufast hver í sínu horni án alls samráðs við samstarfsfólk sitt.  Hvað ætli megi skrifa mikið af mistökunum á svona rugl!  Það er von að  Guðlaugur Þór vildi loka St. Jósefs, þar sem var samhæft teymi samankomið.  Teymi sem tók ákvarðanir saman en ekki hver í sínu horni! 

Auðun Gíslason, 3.2.2009 kl. 00:30

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Eitt veit ég þó að heilbrigðiskerfið er gott hér miðað við önnur lönd, það er ekki það sem við þurfum að taka á núna

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.2.2009 kl. 00:35

11 Smámynd: Hlédís

"Ace" hitti naglann beint á höfuðið í kommenti hér í gær, sagði eitthvað á þá leið: " heilbrigðiskerfið er gott hér - þangað til maður veikist/ þarf á því að halda"  svona sjá mjög margir ástandið, - því miður. 

Hlédís, 3.2.2009 kl. 00:50

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur margoft verið tekið út heilbrigðiskerfið hér og borið saman við það sem tíðkast erlendis og við þurfum ekki að skammast okkar í þeim samanburði. Það hefur t.d. verið skoðað sérstaklega svokölluð "læknamistök" og málferli tengd þeim og ekkert óeðlilegt er í gangi.

En auðvitað má bæta ýmislegt og sérstaklega þetta "sérfræðingakerfi" okkar. Það er okkur rándýrt. Svo eru margir læknar sem líta á sjúklinga sína sem kennitölur en ekki manneskjur. En það er ekki "kerfinu" að kenna.

Einn læknir sagði eitt sinn í blaðaviðtali, mig minnir að það hafi verið Þórarinn Tyrfingsson, að það sé alltof lítil áhersla lögð á að kenna læknum mannleg samskipti í læknanáminu í Háskóla Íslands. Sumt fólk er einfaldlega þannig af Guði gert, að það kann ekki að hlusta á fólk

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 01:37

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hédís segir svo réttilega

"Til dæmis má "kópí-peista" þær eftir ca 15 ára lögum frá Svíþjóð"!

Jón Snæbjörnsson, 3.2.2009 kl. 08:47

14 Smámynd: Hlédís

Gunnar Th - Anna R - og Auðun og Jón!  Bendi ykkur á umræðuna við pistil .

http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/791643/ 

Þar koma dæmin fram. 

Hlédís, 3.2.2009 kl. 10:18

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ögmundur vill gera sitt besta. En við þurfum að skera alveg rosalega mikið niður á næstu árum. Síðast ríkisstjórn var með ranga forgangsröðun með því að dæla peningurm í gæluverkefni s.s. (öryggisráð, fiskistofa, varnarmálaskrifstofa og ofvöxt í utanríkisþjónustu) Á meðan á þessu stendur get ég ekki samþykkt hækkun komugjalda á sjúkrahús.

Sigurður Þórðarson, 3.2.2009 kl. 10:23

16 identicon

Ef við berum íslenska kerfið saman við það sem tíðkast í súdan stöndum við eflaust vel á fæti... bara spurning hvort sá samanburður sé eitthvað til að monta sig yfir

heilbrigðiskerfið okkar er ágætt að sumu leiti en fáránlegt að öðru... og lækna misstök koma svo sannarlega fyrir ! man ekki betur en að botnlangi í litlu barni hafi sprungið eftir fleiri en eina heimsokn til lækna bara núna um daginn!!

en þú sterka kona... misstu ekki sjónar á þínum vilja... höldum áfram að hamra á réttlæti þar sem mest er þörf!

knús á þig

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:09

17 Smámynd: Hlédís

þakka þér kærlega orðsendinguna, Kleópatra!

Einhverjir þufa að berjast. Eins gott að við sem Auð-Valds-liðið getur ekki ógnað með atvinnusviptinu gerum það.    Tel ekki með nauðgunar-"ógnun" sem Dólgur undir dulnefninu Tómas Orri Hreggviðsson sendi inn á blogg-síðu mína frá "virtri lögfræðistofu" í bænum 27. jan sl.:

 http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/786142

Hlédís, 3.2.2009 kl. 13:08

18 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heilbrigðiskefið ætti að vera nokkurskonar samnefnari fyrir samkennd þjóðar, og því er sorglegt að sjá markaðsöflin læsa klónum í heilsufarslega og félagslega afkomu samborgara vorra, einkavæðing, sparnaður samdráttur, uppsagnir, hagræðing....eru forsendur aðgerða í öllum geiranum, þetta er skammarlegt og vanhugsað.

Á Englandi var farið út í að hleypa markaðsöflunum inn í heilbrigðisgeirann, opinbera kerfið NHS þótti of þungt svo að það átti að spara og létta álagi af NHS með því að hleypa einkageiranum inn. Til að byrja með bauð einkageirinn betur, engir biðlistar, og oft nútímalegri þjónusta. En....svo skall á flótti úr NHS og allt í einu þurfti að draga enn meira saman í NHS, og biðlistar hrönnuðust upp í einkageiranum. Svo þegar fólk gafst upp, og vildi aftur nota NHS, var það hrunið. Og nú fæst ekki fólk til að vinna hjá NHS, og einkageirinn er dýr, of dýr fyrir marga.

Þetta hefur líka þýtt að aðstæður á sjúkrahúsum NHS eru slæmar, og þúsundir manna veikjast árlega af sjúkrahúsbakteríum, og gamla fólkið gleymist og veslast upp og er jafnvel að deyja úr næringarskorti.

Og ekki skánar það er út í samfélagið er komið, t.d. má nefna að frá október 2007- mars 2008 létust 24.000 eldri borgarar á Englandi úr kulda og vosbúð á heimilum sínum....

Nei það þarf að standa vörð um samkenndina, samábyrgðina, standa vörð um heilbrigðiskerfið, það sparar peninga þegar upp er staðið, að halda því góðu. Og markaðsöflin eiga ekkert erindi að heilsu fólks, afkoma okkar má ekki verða söluvara .

Haraldur Davíðsson, 3.2.2009 kl. 13:10

19 Smámynd: Hlédís

Þarfur pistill, Haraldur!      Jafnsatt og það er að við eigum á að skipa fjölmennu, góðu, velviljuðu og velmenntuðu liði heilbrigðisstarfsfólks - er það staðreynd að KERFIÐ er að liðast sundur, fyrir margra hluta sakir.    Skipulags er þörf - og ég minni á betur skipulögð kerfi, t d í Svíþjóð - þó hafi enga ástæðu til að hrósa öllu þar.

Hlédís, 3.2.2009 kl. 13:45

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú virðist sjá ljósið í Svíþjóð Hlédís. Svolítið merkilegt í ljósi þess að sænska heilbrigðis og velferðarkerfið nánast hrundi vegna of-sósíaliseringar landsins í áratugi. Ég átti þrjár systur sem bjuggu í Svíþjóð og tvær þeirra eru fluttar heim. Önnur bjó í landinu í 40 ár og hin í 20. Þær sögðu mér slæmar sögur af velferðarkerfinu. Svíar hafa leitað í auknum mæli til Finlands undanfarin ár til þess að fá ódýrari heilbrigðisþjónustu þar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2009 kl. 17:22

21 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þakka þér fyrir kæra Hlédís að vekja athygli á þessu. Menn hér á landi hafa verið of uppteknir í hagsmunapoti til þess að hugsa um gæði og velferð almennings. Því miður.

Kæruleysi og skortur á vilja er sennilega alvarlegra vandamál en fjárskortur.

Vel varðir fjármunir eru dýrmætari en fjármunir sem hent er út um gluggan.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.2.2009 kl. 17:31

22 Smámynd: Hlédís

Kæri Gunnar Th.    Ég veit ekki hvort, né þá hve lengi þú hefur dvalið og unnið í Svíþjóð. Ég vann þar innan heilbrigðiskerfisins á hverju ári frá 1987- 1999. Á þeim tíma var skerpt þar á lögum um skyldur sérfræðinga við sjúklinga sem til þeirra leita eins og ég hef nefnt hér.   Samkvæmt þeim er hver sérfræðingur sem tekur á móti sjúklingi á sjúkrahúsi skyldugur að fylgja honum eftir næstu 2 ár, haldi sömu  einkenni hans áfram. Teymi sem sá sérfræðingur tilheyrir sér um það verkefni með honum.       Þér þýðir ekkert að segja mig hafa glýju í augum vegna alls í félags- og heilbrigðismálum Svía. Hefðirðu lesið það sem ég skrifaði, gastu séð það og sleppt skætingi um "ljósið í Svíþjóð".     Svíar hafa skorið mikið niður í félagshjálp og fleiru síðustu tvo áratugina, en þeir krefjast þess enn að það fé sem varið er til heilbrigðisþjónustu sé notað með skipulögðum hætti og af ábyrgð.

Þér þykir slíkt ef til vill of mikil kröfuharka hjá smásmugulegum Svíum og öðrum Norðurlandaþjóðum - og mælir með "þetta reddast einhvernvegin" hugararfarinu sem verið hefur landlægt á Íslandi lengi?! 

Mig grunar að þú, í sífelldri"sjálfstæðis"-flokks-vörninni  sjáir einmitt hve heilbrigðiskerfinu á Íslandi hefur hrakað undir hæl  FLOKKSINS.  Ég var ekki nógu flokka-þenkjandi til að hugsa þannig - fyrr en þú fórst að verja ósómann! 

Þakka þér fyrir, Gunnar. Nú eygi ég týru - á Íslandi! 

Hlédís, 3.2.2009 kl. 18:59

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef verið fastur gestur í Svíðþjóð í heimsóknum mínum til systra minna sl. 30 ár en í "fyrirmyndarríkinu" hef ég aldrei búið. Einungis fengið frá fyrstu hendi reynslu systra minna og fjölskyldna þeirra af velferðarkerfinu þar.

Eldri kona sem ég þekki og er finsk að uppruna, hefur búið á Íslandi í um 50 ár. Hún sagði mér að Finnar gerðu stundum grín að Svíum (hver gerir það ekki ). Einn brandarinn er svona:

"Afhverju vill Svíi ekki fara til himnaríkis þegar hann deyr?"

"Vegna þess að hann telur að þar geti ekki verið betra að vera en í Svíþjóð"

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 01:13

24 Smámynd: Hlédís

Þakka síðustu færslu, Gunnar Th!  Gott að brosa svolítið um þessar mundir.     Mér þykir fagurt í Wämland þar sem vann í Svíþjóð.     Þar fæddust og bjuggy tvö mjög fræg skáld Svíþjóðar - þar býr margt hlýtt og gott fólk. Ekki er Wämland þó mín hugmynd um "paradís" - ætli það yrði ekki fremur sólíkur sunnudagur í "Gullhreppum" Árnessýslu. Og þín "paradís" þá , etv, á ákveðnum firði austanlands. Við gefur honum ekki nafnið "Álfjörður"

Kveðja!

Hlédís, 4.2.2009 kl. 13:29

25 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mínar rætur liggja í Reykjavík og Árnessýslu, en vissulega hef ég tekið ástfóstri við Mið-Austurland, enda er gott að búa þar, sérstaklega eftir að álverið kom. Þó hefur svæðið upp á mjög margt að bjóða, t.d. nálægð við ósnortna náttúrufegurð sem gnægð er af hér, þrátt fyrir virkjun og álver.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 14:45

26 Smámynd: Hlédís

Veit það Gunnar!  Sennilegast erum við skyld í Árnessýsluætt. 

Hlédís, 4.2.2009 kl. 15:18

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fellskotsætt og Auðsholtsætt

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 17:45

28 Smámynd: Halla Rut

Illa skipulagt .

Halla Rut , 5.2.2009 kl. 00:54

29 Smámynd: Hlédís

Verst er. Halla Rut, að ódýrt er að koma skikki á margt af verstu óreiðunni á Spítalanum´og margnefndu heilbrigðiskerfi. Skipulag við sjúkdómsgreiningu og meðferð fækkar mistökum, minnkar því þjáningar Og sparar fé!  Yfirmenn og þeir sem ættu að hrinda úrbótum í framkvæmd, eru uppteknir við annað. Lægra settir eru flestir of afkomuhræddir til að hamra á þessu, ekki að ástæðulausu. - Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem gagnrýna/benda á eru púaðir niður.  Hljómar ekki fallega - er ekki fallegt.

Hlédís, 5.2.2009 kl. 06:30

30 Smámynd: Benedikta E

Ég er sammála þér Hlédís að opin og alvarleg umræða um hnignun í heilbrigðisþjónustunni er vissulega mjög brýn - og alveg stórmerkilegt hvað lítð - nánasr ekker hefur verið rætt um þá hlið heilbrigðisþjónustunar - nema þá í stöku tilfellum að fólk sem gengið hefur í gegnum einhverjar hremmingar af þessum sökum kemur fram í fjölmiðla og segir sögu sína - svo er það búið.Sú goðsögn að heilbrigðisþjónustan hér á landi sé einhver sú besta í heimi hefur bara ekki við rök að styðjast - hver hefur komið þesarri "mítu" inn í viðvarandi viðhorf er ransóknar efni útaf fyrir sig.Ísland er 10 - 15 árum á eftir nágranaþjóðum.Slík staðreynd er blásin út af borðinu snarlega. Það er ekki þjónustan og þjónustuþegar sem eru í fyrirrúmi við skipulagningu heilbrigðisþjónustunar.Það er ekki skortur á velmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki.Hvar liggur meinið ? Aðeins praktisk atriði.Ekkert apótek er opið á Reykjavíkursvæðinu frá kl.24-kl.09 að morgni.Fyrir fáum árum var hægt að fá símaviðtalstíma hjá heimilislækni á heilsugæslustöð daglega - nú getur það tekið viku eða meira. Mörgu gæti verið - við þetta að bæta -  en verður ekki gert hér.En umræða er brýn.Þeir heilbrigðisstarfsmenn sem voga sér að tala gegn goðsögninni og fyrir notendavænni leiðum jafnvel eftir reynslu erlendisfrá - eru púaðir niður eins og þú segir réttilega Hlédís.Ótrúlegt en satt!

Benedikta E, 11.2.2009 kl. 00:40

31 Smámynd: Hlédís

Þakka framlag til umræðunnar, Benedikta!  Mál er til komið að byggja hér upp heilbrigðiskerfi!

Hlédís, 11.2.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband