Hatur á einum manni!?

„Því miður Samfylkingin hefur, og kannski einhverjir fleiri, með ótrúlega skrýtnum hætti látið stjórnast af hatri á einum manni. Það virðist hafa úrslita áhrif í afstöðu þeirra til skipulagsbreytinga á stjórnkerfinu. .......o s  s frv  o s frv" segir Geir fráfarandi forsætisráðherra í einhverskonar varnarræðu í félagahópi, á FLOKKS-fundi.  

Undirrituð tilheyrir væntanlega þessum: ".og kannski einhverjir fleiri" Það er ekki einu sinni hægt að byrja á andmælum við orð mannsins eins og sett eru fram í frétt í dag.- Veruleikafirringin algjör!  Fundarmenn geta fáir hafa trúað honum, hvað þá aðrir.

Björn Bjarnason fráfarandi ráðherra fær eitt til tvö prik. Hann bloggar í dag um hvalveiðimál og færir skiljanleg rök fyrir sínu máli. Heldur ró sinni.


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Greyið hann Geir...óskaplega er þetta dapurt

Hólmdís Hjartardóttir, 30.1.2009 kl. 15:34

2 identicon

Þessi hataði maður hlýtur að heita Davíð Oddsson,skyldi það hafa verið að hann hafi fellt ríkisstjórnina.?Hví er þessi hræðsla svona mögnuð innan Sjálfstæðisflokksins gagnvart Davíð þessum Oddsyni.?

Númi (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Angist og ráðleysi sjálfstæðismanna er ósköp dapurlegt. Dapurlegast er þó að ég sé engan trúverðugan stjórnmálamann í þeim heilaþvegna klúbbi.

Þessi flokkur hefur enga stefnu aðra en að þjóna hagsmunum auðmanna og hefur sýnt að engar sérstakar kröfur eru gerðar um vinnubrögð í þeirri deild.

Árni Gunnarsson, 30.1.2009 kl. 17:05

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Grey Geir

Óskar Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Hlédís

Já - hann Á bágt núna, blessaður maðurinn. Ég held því enn fram, að Geir hefði orðið fyrirtaks embættismaður í uppbyggilegum félagsskap. Þið fáið mig ekki ofan af því!

Hlédís, 30.1.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: Hlédís

Númi ip-tala! komdu endilega og vertu með hér, ef ekki er beinlínis hættulegt fyrir þig að að skrifa undir fullu nafni - sem er alveg hugsanlegt! 

Hlédís, 30.1.2009 kl. 17:57

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála því að Geir hefði getað orðið brúklegur kontótisti.

Árni Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 00:16

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir hefur þó vinnu greiið. En það virðast ýmsir hræðast Davíð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.1.2009 kl. 01:37

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Davíð Oddson og Hannes Hólmstein eru hættulegustu menn þjóðarinnar, og menn eins og Geir og fjöldi annara háttsettra manna á Íslandi, hafa fulla ástæðu til að vera hræddir við þá.

Þekki ég nokkur dæmi um það.

Óskar Arnórsson, 31.1.2009 kl. 02:26

10 Smámynd: Kolla

Ég var að láta mér detta í hug að Geiri, Dabbi og fl. væru í Frímúrarareglunni

Hvað haldið þið?

Ég meina þeir virðast algjörlega ósnertandi .........

Kolla, 31.1.2009 kl. 02:34

11 identicon

Málið er einfalt. DO var inspector scholare í MR. Byggði upp og stjórnaði hóp manna eins og Hannesi Hólmsteini, Kjartani Gunnarssyni, títtnefndum Geir og fleirum. Þetta hefur ekki breyst. Það er aðeins einn Aðal, í hans augum. Hinir eru bestu vinir Aðals. Og þurfa að vera það forever. Spáið i það, Geir sendi honum í gær þakkarbréf fyrir VEL unnin störf í Seðlabankanum...Blóðbræður fram í rauðannn...fyrirgefið bláann. BB heldur sínu striki og dregur það oft þráðbeint. Skynsamur á köflum já...en.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:49

12 Smámynd: Hlédís

Já, Einar Á.,.....en ;)

Hlédís, 31.1.2009 kl. 09:59

13 Smámynd: Hlédís

DO hefur trúlega 'afrekað' það sem Einar (nr 12) nefnir, í Heimdalli og síðan áfram, þó hafi kynnst ýmsum í MR.  Embættismenn í skólafélagi MR fyrri tíma, tíma komu víða við í þjóðfélaginu - end var MR lengi eini framhalsskóli landsins. ( MA sendi nemendur suður til að taka stúdentspróf framan af síðustu öld. Menntaskólinn á Laugarvatni, með fáa nemendur, var stofnaður um miðja öldina.) 

Forysta allra flokka æfði sig fyrir lífið í MR fortíðarinnar - þónokkrir voru raunar í Vesló ;)

Hlédís, 31.1.2009 kl. 11:31

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

semsagt.. menntun er böl :)

Óskar Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 17:17

15 Smámynd: Hlédís

Skólaganga er ekki BEINT böl, Óskar, en menntun er stundum misnotuð og Skóli lífsins vanmetinn, finnst mér.  Menntaðasta fólk sem ég hef kynnst um ævina átti allt frá farskólagöngu einni upp í la-angskóla-feril að baki.

Hlédís, 31.1.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband