Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Bið yfir Belga með belgi í belg - Og síðan er landið glæphreinsað

"Belgískur karlmaður sem er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur enn ekki skilað af sér fíkniefnum  "  segir í tengdri frétt.

Það var svei mér nóg að gera í baráttunni við glæpi á Íslandi - og nú fer stríðinu senn að ljúka:

Öll blómin tínd - og síðasti skítur að hreinsast út.

        ----       ---       ---- 

Ekki verður föstum lokaorðum sleppt:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  

 


mbl.is Enn bíður lögregla pakkninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðaleg barátta gegn lýðræðislegum umbótum - AULA-HROLLUR lýsir tilfinningunni skást

Málþófið heldur áfram á Alþingi segir tengd frétt.   Undirrituð getur ekki horft og hlustað á  það nema mjög stutt í einu. Finnst  vandræðalegt að horfa upp á fólk verða sér til skammar - hvort sem það gerist óvart eða viljandi.

AULAHROLLUR var fram til þessa íslenskt nýyrði sem mér þótti ofnotað og - eiginlega aulalegt.   Nú finn ég ekki annað orð skárra,  til að lýsa tilfinningunni sem grípur um sig við að horfa á Sjálfstæðismenn rembast við að beita "stjórnarandstöðu"-vopni gegn fumvarpi sem miðar að auknu lýðræði í landinu.          - Aulahrollur - einmitt!

      ----     ---     ----

Ekki verður föstum lokaorðum sleppt:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  

 

 


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLOKKURINN fær nægan tíma til stjórnarandstöðu-æfinga: 4 -12 ár eftir því hve haga sér vel nú!

"Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs í umræðum um störf þingsins og óskaði eftir upplýsingum um það hvaða annir réðu því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði ekki tök á að sækja NATO fundinn sem stendur nú um helgina" segir, m a, í tengdri frétt um lætin á Alþingi.

Blessuð firrtu Flokks-börnin vita sennilega ekki enn, að mikið ER að gera í tiltektinni eftir árin 18 - OG HRUNIÐ!?

        ----       ---       ----

Ekki verður föstum lokaorðum sleppt:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  

 


mbl.is Harðar deilur á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fá "30/50-menningar" HÚSASKJÓL á vegum ríkisins? Nóg er af ónýttu rými

"OECD, birti í kvöld lista yfir þau ríki, sem skilgreind eru sem skattaskjól og hafa ekki gert sig líkleg til að virða alþjóðlegar .." segir í tengdri frétt.

Enginn hefur eytt svo mikið sem einum degi í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar ráns og gripdeilda sem leiddu til efnahagshruns á Íslandi. Eru þó liðinir sex mánuðir - hálft ár.     Á sama tíma er manni refsað með fangelsisdómi fyrir stuld á ... skinkubréfi !

Hverjir halda "Almáttugum verndarhöndum" yfir  hundraða milljarða króna þjófunum? 

      ----      ---      ----

Ekki verður föstum lokaorðum sleppt:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is OECD birtir skattaskjólalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpaleikrit íslenskra einkabanka má ekki endursýna! + Blogg frá í ágúst 2008

"Glitnir spáir um vísitölu: he he!

Bankarnir spá og benda á fjárhagsvandann hver um annan þveran- og eiga þó hvað vænstan þátt í erfiðu efnahagsástandi landsins - Þeir stunda, með fullum stuðningi löggjafarþings, gegndarlaust   vaxtaokur á verðtyggðum lánum. - Sjálftekt íslenskra banka nú er með algerum eindæmum. Sjálftekt er þjófnaður skulum við muna."

-------------     --------------     ----------------        -------------      ----------
Tilefni pistilsins hér að ofan var véfrétt frá greiningardeild banka. Þessi gamli pistill hefur hitt naglan mun betur á höfuðið en skrifara var þá ljóst! -  Glæpaleikrit einkabankanna má ekki endursýna!
     ---      ----     ---

Ekki má sleppa föstum lokaorðum:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Einkavæðing bankanna óákveðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson bloggar um Jóhönnu Sigurðardóttur. Vill einhver kommentera? Verskú.

Þar sem klausa þessi stendur nær stöðugt í "Ummræðunni", hefur etv einhver hug á að svara. Sjáum til í dag. Ef enginn hefur áhuga, hverfur pistillinn ;)

     ---     ---     ---

Einar Kristinn Guðfinnsson

sem enn kallar sig sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  bloggaði svo í gær":

 

"31.3.2009 | 11:11

Formennska til bráðabirgða

Jóhanna Sigurðardóttir gerði það af einni saman flokkshollustinni að leysa forystukreppuna sem Samfylkingin var komin í. Þegar fyrir lá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði ákveðið að stíga til hliðar út stjórnmálunum og láta af formennsku í Samfylkingunni lenti flokkurinn í miklum hnút. Á þann hnút gat bar einn einstaklingur höggvið; Jóhanna Sigurðardóttir.

Það lá fyrir frá fyrsta degi að hún vildi alls ekki verða flokksformaður. Það vildu hins vegar ýmsir aðrir. Gallinn var bara sá að þá vildi enginn í formannssætið! Staðan var vandræðaleg. Sú sem menn vildu að reddaði málunum, vildi alls ekki verða formaður. Þeir sem höfðu löngunina til að bera, höfðu ekki til þess traust.

Vitaskuld var ljóst frá fyrsta degi hvernig þetta myndi enda. Jóhanna myndi nauðug viljug taka að sér starfið. Hún átti ekki undankomuleið. Svo fékk hún rússneskia kosningu á landsfundinum. Allt var þetta fyrirsjáanlegt og allir gátu séð það fyrir.

Rifjast nú upp ummæli endalausra samfylkingarmanna um fánýti þess að leggja áherslu á stöðu formanns í stjórnmálaflokki. Síðast minnist ég sigurvegarans úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, Sigríðar Ingibjargar sem geipaði mjög í þeim dúrnum í útvarpsþættinum Sprengisandi fyrir svona hálfum mánuði. Svoleiðis skoðanir verða ábyggilega lagðar í saltpækil næstu vikurnar. Þær henta enda illa um þessar mundir fyrir Samfylkinguna.

Kjör Jóhönnu er hugsað til að fleyta flokknum fram yfir kosningarnar. Alveg sama hvað sagt er þá er það augljóst mál. Svo þegar líður aðeins á kjörtímabilið þá munu þeir taka að spretta fram sem segja, nú get ég. Spurningin er aðeins hvort það muni gerast á fyrsta eða öðrum landsfundinum sem haldinn verður eftir kosningarnar nú í vor. Á þcví nenni ég ekki að hafa skoðun."

 

 


mbl.is Unnið fram eftir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband