Vandræðaleg barátta gegn lýðræðislegum umbótum - AULA-HROLLUR lýsir tilfinningunni skást

Málþófið heldur áfram á Alþingi segir tengd frétt.   Undirrituð getur ekki horft og hlustað á  það nema mjög stutt í einu. Finnst  vandræðalegt að horfa upp á fólk verða sér til skammar - hvort sem það gerist óvart eða viljandi.

AULAHROLLUR var fram til þessa íslenskt nýyrði sem mér þótti ofnotað og - eiginlega aulalegt.   Nú finn ég ekki annað orð skárra,  til að lýsa tilfinningunni sem grípur um sig við að horfa á Sjálfstæðismenn rembast við að beita "stjórnarandstöðu"-vopni gegn fumvarpi sem miðar að auknu lýðræði í landinu.          - Aulahrollur - einmitt!

      ----     ---     ----

Ekki verður föstum lokaorðum sleppt:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  

 

 


mbl.is Enn fjölmargir á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er grátlegt, og það sem er verst við þetta er að það skuli vera til stjórnmálaflokkur sem ekki getur hugsað sér að fólkið sem hann er að vinna fyrir, fái smá völd í hendurnar. Það er grátlegt að hér skuli vera til stórt stjórnmálaafl sem hefur rekið pólitík óréttlætis í langan tíma. Það er einnig grátlegt að hér skuli vera til stjórnmálaafl sem getur ekki hugsað að sér að eigur þjóðarinnar séu stjórnarskrárvarðar vegna þess að þeri vilja ráðstafa þeim sjálfir til þeirra sem þeir verlja burt séð frá því hvað fólki finnst réttlátt í því sambandi ða ekki. Þessi Sjálfstæðisflokkur, er hagsmunabandalag sem hefur trygga stuðningsmenn sem hafa ekki sjálfstæða skoðun.

Ég hef verið að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort einhver geti bent mér á bloggara sem er Sjálfstæðismaður, sem hefur einhvern tíman verið ósammála flokkslínunni í einhverju máli? Ég er að velta þessu upp vegna þess að þó ég styðji Samfylkinguna, þá er ég ekkert alltaf sammála öllu sem þar er gert og hika ekki við að gagnrýna það ef svo ber undir, en þessir bloggarar sem eru Sjálfstæðismenn, eru ALLTAF sammála FLOKKNUM. Er ekki einn einasti Sjálfstæðismaður sammála því að það væri nú gott að geta haft eitthvað með málin að segja og þess vegna sé það réttlætanlegt að breyta stjórnarskrá til að bæta lýðræðið. En nei, þeir eru ALLIR sammála FLOKKNUM og FORYSTUNNI.

Valsól (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Hannes

Þeir eru bara að reyna að sjá til þess að þeir missi ekki völdin enda þýðir meira lýðræði minna vald fyrir þessa aumingja.

Hannes, 3.4.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

semsagt, Jóhanna Sigurðardóttir varð sér til ævivarandi skammar og var aulaleg þegar hún hélt sólahrings ræðu. annað verður ekki skiluð úr orðum þínum Hlédís.

eða eru kannski ekki allir jafnir í þínum huga. það meiga bara sumir tjá sig og hafa skoðanir en ekki aðrir. er það ekki svona hinn dæmi gerði jafnaðarmaður. talar mikið um jafnrétti en um leið hann fær völdin þá eiga allir aðrir að halda kjafti því skoðanir hans eru æðri en allra annara. 

þú ættir kannski að gagnrýna fundarstjórn á alþingi. afhverju er ekki fjallað um þjóðþrifamál? um lausn á vandamálum heimila og fyrirtækja í stað þess að reyna að breyta stjórnarskránni í eitthvað annarsflokks kosningarplagg? 

afhverju er ekki fjallað um þjóðþrifamál?  því vinstri flokkarnir hafa ekki neinar lausnir. eina sem þeim dettur í hug er að hækka skatta og vona hið besta. millitekju skattur hefur þegar verið boðaður af Skattman. hann þorir bara ekki að taka ákvörðun fyrr en í sumar þegar hann veit að hann þarf ekki að horfast í augu við þjóðina sem hann ætlar að skattpína fyrr en eftir 4 ár. 

Fannar frá Rifi, 4.4.2009 kl. 00:18

4 Smámynd: Hlédís

Þakka þér mjög gott innlegg, Valsól!

Ég á að minnsta kosti 3 bloggvini sem gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn sinn verulega um þessar mundir.  Einn Sjálfstæðis-blogg-vinur kvaddi mig þó í fússi er ég gagnrýndi íslenskar ofbeldis-löggur fyrir rúmum mánuði.  Sá tekur alla gagnrýni á kerfið sem gagnrýni á Flokkinn Eina. Er að vísu mikið til í því - þar sem Flokkurinn hefur plantað sínum mönnum þétt í stjórnunarstöður valdakerfisins á margra áratuga ofríkisferli.

Hlédís, 4.4.2009 kl. 00:19

5 Smámynd: Hlédís

Sæll, Hannes!

Satt er það, aumir eru þeir og hræddir í þokkabót. 

Hlédís, 4.4.2009 kl. 00:43

6 identicon

Sæl Hlédís.

þeir þora margir ekki úr ræðupúltinu

 því að þeir vita flestir að þeir eiga ekki afturkvæmt !

Þetta fer að verða eins og í kvæðinu um negrastrákan 10,

 sem að maður las sem krakki.

Hefur þú séð hvirfilinn á Blöndalnum,alltaf vantar eitthvað af strýunum í hann þegar hann kemur næst í pontu.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 02:45

7 identicon

 Það að tala um aulahroll við skoðun sem er rökstudd ´(hvort sem hún er röng eða ekki) er mjög barnalegt og lýsir því að þú þolir ekki að hlusta á skoðun annarra nákvæmlega eins og þegar Steinaldarmaðurinn ýtti við Geir.

Ég er hræddur í raun svo svaðalega hræddur að ég þori eiginlega ekki öðru en að yfirgefa landið ég get ekki hörft upp á gjaldeyrishöft, 50% fjármagnstekjuskatt, eignaskatt hvert ríkisbáknið eftir annað sem er rekið með geðveikislegum halla sem ég borga. 

Hvett menn til að skoða á hvaða árum bankar á íslandi hafa skilað hagnaði það er 10 ára tímabil 1998-2008 tapið hin árinn er örugglega mun meira á núvirði en gjaldþrotið núna í alvarlegustu kreppu frá 1929   

Ég er sjálfstæðismaður ég hef á síðustu árum gagnrýnt fult af hlutum á sjálfstæðisflokkinn þar ber helst að nefna að leggja ekki þunga á að leggja íbúðalánasjóð niður því framsókn vildi halda honum, ég gagnrýndi óhóflega eyðslu frá 2005 og há stýrivexti sem er stór hluti okkar persónulega vanda og ég gagnrýni viðhaldi verðtryggingarinnar þetta ásamt veiku kerfi gerði Ísland veikt fyrir alvarlegustu ALHEIMSKREPPU frá 1929 eða bara frá upphafi.

Arnar Bjartmarz (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 04:44

8 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Ég er bara ánægð með hvað Sjálfstæðisflokkurinn lætur kjánalega þessa dagana. Það vonandi lekur af þeim fylgið. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem þeir auka ekki fylgi sitt eftir landsfund. Ég skýri út í síðustu bloggfærslu minni hvernig við í FF viljum afnema verðtrygginguna.

Helga Þórðardóttir, 4.4.2009 kl. 08:13

9 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Af boggi Dagga P´lsdóttur:

"Málatilbúnaður sjálfstæðismanna í þinginu núna á lítinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Þjóðin skilur ekki þessar skipulögðu tafir, sem þeir viðhafa um framgang þingmála. Málþóf er þetta víst kallað en e-ð hefur þeim farist óhönduglega að opna augu almennings fyrir krossferð sinni í þágu gamalla stjórnarskrárákvæða.

Þetta fólk virðist ekki í neinu sambandi við raunveruleikann lengur og mylur utan af sér atkvæðin eins og hross í klakabrynju. Það leggur sig allt fram um að sú spá rætist, að þjóðin velji því hlutskipti stjórnarandstöðu á komandi árum, vitandi að það er sennilega öllum fyrir bestu."

Ekki alhæfa um Sjálfstæðismenn. 

Sigurbjörn Sveinsson, 4.4.2009 kl. 09:57

10 Smámynd: Hlédís

Sigurbjörn!

Ég hef misst af þessari frábæru færslu Daggar - Hún hrósar ekki vitleysisgangi í sínum flokki, fremur en þú! Enda eruð þið Dögg 2 af þeim blogg-vinum sem ég fræddi Valsól um í færslu nr. 4.  Raunhæft og skynsamt fólk sem, að því er ég best veit, er enn í Sjálfstæðisflokknum :) 

Ég nafngreini ekki skynsama bloggvini úr Flokknum. en sé við nánari athugun að þeir eru nokkrir. Hef skrifað áður að margir bestu vina minna frá því man efir mér voru og eru Sjálfstæðismenn - m a hafa þrjár kynslóðir þingmann flokksins verið heimilisvinir og heimagangar. Sama má segja um allskonar fólk með allan skalann af stjórnmálaskoðunum.

Hlédís, 4.4.2009 kl. 11:11

11 Smámynd: Hlédís

Helga Þórðar!

Ég las nýja pistilinn þinn með tillögum um lausn á Verðtryggingar-voðanum. Pistillinn er skýr og mér sýnist lausnin framkvæmanleg. Vona að sem flestir kynni sér innihald hans.

Hlédís, 4.4.2009 kl. 11:29

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er til annað orð um þetta sama sem er hallbjarnarkomplexar Ég get ekki fengið mig til að horfa upp á það sem fram fer í þingsölum. Mér finnst orðið áríðandi að skipa siðamnefnd sem setur þingmönnum siðareglur um það hvernig þeir megi haga sér inni á þingi. Það ætti svo að skipa dómara sem gefur mönnum áminningu en vísar þeim út ef þeir haga sér ekki samkvæmt reglum um framkomu í þingsal og ræðustól.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.4.2009 kl. 18:14

13 Smámynd: Hlédís

Rakel!

Ég þoli illa að horfa á bjálfagang (sbr Sjallana í málþófinu), einnig lélegt "grín" (sbr DO um daginn) og stórlega opinberun fáfræði  með gáfnamannafasi (Sbr. DO um daginn).  Orðið hallbjarnarkomplex nær ekki tilfinningunni sem svona lagað vekur mér. "Aulahrollur" verður að duga - þar til annað betra kemur fram :)

Hlédís, 4.4.2009 kl. 18:30

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það merka gerist hér að enginn kemur inn til þess að verja vitleysinga sjálfstæðisflokksins á alþingi. Ég held að jafnvel hinir heitustu átrúendur séu að gefast upp á því að verja þessa stráka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.4.2009 kl. 21:13

15 Smámynd: Hlédís

F.frá Rifi var með þuluna sína hérna í gærkveldi - annars enginn     Þessir venjulegu varnarmenn Sjalla (td fyrrverandi bloggvinur minn að austan, sem ver næstum allt!) sjást ekki einu sinn á ferðinn verjandi vitleysuna - það segir heilmikið.

Hlédís, 4.4.2009 kl. 21:43

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

F. Frá Rifi? Hvaðan kemur öll þessi "viska" þín?

Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 08:44

17 Smámynd: Hlédís

Arnar Bjartmarz mun hafa skrifað  hér í gær samkvæmt tilkynningu frá mbl-bloggi - en hún birtist ekki, Mun ég spyrja umsjón hverju sæti. Mögulega er athugasemdin skrifað á tölvu með bannaða ip-tölu, en þær eru fáeinar hér eftir að silfurskotturnar og "Hlynirnir" tröllriðu á síðunni með svívirðingar og löggu-haturs-ásakanir :)

A B skrifði þetta, ma: " Ég er sjálfstæðismaður ég hef á síðustu árum gagnrýnt fult af hlutum á sjálfstæðisflokkinn þar ber helst að nefna að leggja ekki þunga á að
leggja íbúðalánasjóð niður því framsókn vildi halda honum, ég gagnrýndi
óhóflega eyðslu frá 2005 og há stýrivexti sem er stór hluti okkar
persónulega vanda og ég gagnrýni viðhaldi verðtryggingarinnar þetta ásamt
veiku kerfi gerði Ísland veikt fyrir alvarlegustu ALHEIMSKREPPU frá 1929
eða bara frá upphafi."

Hlédís, 5.4.2009 kl. 13:31

18 Smámynd: Hlédís

Fann einn Arnar Bjartmarz í þóðskrá. Hann er rúmlega 20 ára og virðist hafa fylgst ákaflega vel með stjónmálum á Íslandi og veröldinni allri sl 80 ár. Vonandi kemst hann inn í bloggið til að greina frá fleiru.

Hlédís, 5.4.2009 kl. 13:51

19 identicon

dögg hefur væntanlega verið á móti fjölmiðlafrumvarpinu.  en hvað um það, bæði jóhanna flugfreyja og steingrímur joð eiga met í nöldri á alþingi. 

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 20:54

20 Smámynd: Hlédís

Hafþór skrifar hér eitthvað fullkomlega út í hött um skoðanir Daggar Pálsdóttur, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins - og er staddur í fjarlægri fortíð.

Hlédís, 7.4.2009 kl. 21:04

21 identicon

Veistu hlédís.  Allt sem þið samspillingalið hafið til málana að leggja er álíka heimskulegt og allt sem fyrrum viðskiptaráðherra lét frá sér fara og hvað var það?  nú þetta vissi ég ekki.  ég hafði enga hugmynd um þetta.  Þú talar fullkomlega út í hött þegar þú heldur því fram að sjálfstæðisflokkurinn sé með málþóf. 

Hvers vegna má ekki setja málið í bið og ræða önnur mál sem skipta máli?  nú vegna þess að samspillingunni hugnast ekki að fara taka á vandanum.  þeir hafa aldrei byrjað á honum og helst vilja þeir halda ruglinu áfram þannig að fólk eigi að halda að það sé sjálfstæðisflokknum að kenna að það hafi ekki verið tekið á öðrum málum.  

en annars það var þinn baugsflokkur sem vældi hvað mest yfir fjölmiðlafrumvarpinu. 

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 21:25

22 Smámynd: Hannes

Nýja ríkistjórnin er jafn slæm og sú sem var fyrir og aðgerðaáætluninar eru ekki pappírsins virði nema þær séu skrifaðar á notaðan klósettpappír.

Hannes, 7.4.2009 kl. 21:30

23 Smámynd: Hlédís

Sæll Hannes!

Hafþór er að skrifa á rangri síðu. Ekki er SF hrósað hér.

Nú var að koma í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er "Baugs-flokkurinn" - sjá nýjustu fréttir!  Spakir menn hafa spáð því áður að JÁ-Baugs hlyti að vera hallur undir Flokkinn -´þótt DO hafi Baugs-spillingu á heilanum- umfram alla aðra spillingu á landinu! 

Mun ekki eyða fleiri orðum í "Hafþór" þennan sem virðist staddur langt frá landi!

Hlédís, 7.4.2009 kl. 21:41

24 Smámynd: Hannes

Stundum er ekki þess virði að svara athugasemdum.

Hannes, 7.4.2009 kl. 21:45

25 Smámynd: Hlédís

Rétt er það, Hannes.

Hlédís, 7.4.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband