Glæpaleikrit íslenskra einkabanka má ekki endursýna! + Blogg frá í ágúst 2008

"Glitnir spáir um vísitölu: he he!

Bankarnir spá og benda á fjárhagsvandann hver um annan þveran- og eiga þó hvað vænstan þátt í erfiðu efnahagsástandi landsins - Þeir stunda, með fullum stuðningi löggjafarþings, gegndarlaust   vaxtaokur á verðtyggðum lánum. - Sjálftekt íslenskra banka nú er með algerum eindæmum. Sjálftekt er þjófnaður skulum við muna."

-------------     --------------     ----------------        -------------      ----------
Tilefni pistilsins hér að ofan var véfrétt frá greiningardeild banka. Þessi gamli pistill hefur hitt naglan mun betur á höfuðið en skrifara var þá ljóst! -  Glæpaleikrit einkabankanna má ekki endursýna!
     ---      ----     ---

Ekki má sleppa föstum lokaorðum:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Einkavæðing bankanna óákveðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Sammála Hlédís ... ég bý í íbúð. Keypt fyrir nokkrum árum.. 60-70 krónur á mánuði.. aldrei lent í vanskilum.  Lánið var 11 milljónir við kaup. Núna 3 árum síðar ... eftir allar afborganirnar ... stendur lánið í 14.2 milljónum.

Þetta er þjófnaður frá fólkinu í landinu.

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 15:20

2 Smámynd: ThoR-E

Og síðan voga þessir veruleikafirrtu stjórnmálamenn að biðja okkur um atkvæði sitt.

Eigi þeir skömm fyrir!

Þeir hafa völdin til að breyta þessu... en nei.. kreppan má ekki bitna á lánurunum.. bara skuldurunum.

Manni býður við þessu!!

ThoR-E, 1.4.2009 kl. 15:21

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég bara sé ekki hvað breitist ef ekki verður birjað að spara hjá hinu opinbera - að spara þá á ég td við sóunn á fé sem ákveðið var að setja í Héðinnsfjarðargöng, hugsanleg ný göng upp á héraði, Tónlistarhús oþh sóunn á peningum sem ekki eru til, við ættum frekar að einhenda okkur í það sem við kunnum vel og þekkjum vel - sníða sér stakk eftir vexti - þangað til verður þessi ansk verðtrygging öllum til vansa

Undanfarinn ca 45 ár hefur íslenska krónann fallið um ca 2500% - merkilegt að fólk skuli yfirleitt tóra hér

eftir því sem pólitíkusar lofa meira upp í ermarnar á sér á kostnað okkar skattgreiðanda því vinsælli eru þeir, ég kalla eftir SKINSEMINNI

Jón Snæbjörnsson, 1.4.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Hlédís

Ace og Jón! Þakka góð komment! 

 "Skítt með alla skynsemi, GÁFUR eru gull!" segir einhversstaðar og er mjög íslensk afstaða. Gáfur voru það áður og nú prófskírteini á færibandi sem koma eiga í stað hyggju, verk-kunnáttu og -vits. Tölum ekki einu sinni um hugtakið heiðarleika! Gáfur til að pretta og svíkja í orðum og verki hafa gefið mjög vel af sér - lengi.      Verður á því einhver stans nú?  Svar óskast.

Hlédís, 1.4.2009 kl. 17:59

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já málið er að marga hefur verið farið að gruna að hér væri ekki allt með felldu.  Takk fyrir þetta Hlédís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Hlédís

Sæl, kæra Ásthildur!

Þessi  litli blái pistill hér uppi er raunar mín fyrsta Mogga-bloggfærsla - og innihaldið skýrir út hvers vegna ég hóf yfirleitt að blogga! Mun sækja eina tvær færslur frá því Fyrir Hrun  (FH?) og bæta við hér fyrir neðan.

Hlédís, 1.4.2009 kl. 18:18

7 identicon

Sæl,

Tók 20.000.000 kr. lán hjá Gildi, fékk það útborgað 27. maí og 1. júni - 5 dögum síðar hafði lánið hækkað um 681.000 rúmlega. 

Aldrei var mér sagt að ef ég tæki lánið út 5 dögum síðar tæki það ekki hækkun uppá tæp 700.000 kr.

Er þetta okur - eða rán?  Allavega siðlaust!!  Síðan lækkaði séreignin mín í hruninu um nokkur hundruð þúsund.  Hvað hafa margir lent í þessu?

Inga (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:49

8 Smámynd: Hlédís

Sæl, Inga!

Mér er til efs að margir viti þetta sem þú ert að segja frá: að lán veitt og útborgað í lok mánaðar hækki um alla vísitöluhækkun þess mánaðar um næstu mánaðarmót, Þá var hækkunin á þessu láni 136.200 krónur á dag  í 5 daga - sem gerir rúmlega 49,7 milljónir á ársgrunni, samsvarandi  246,56% ársávöxtun!  Ekki vissi undirrituð þetta og hef þó fylgst með verðtryggingar-ólögunum í 30 ár!

Hlédís, 1.4.2009 kl. 20:23

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ekki vissi ég að þú værir skyggn en veit það núna Þetta er besta dæmið um skyggnigáfu þína: „Sjálftekt er þjófnaður skulum við muna."

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 20:34

10 Smámynd: Benedikta E

Sæl Hlédís.

Það er ekki spurning að þú ert forspá - það er gott að vita af því

Ein spurning - hvað heldurðu að sé langt í að Eva fari að tugthúsa sjálftökuliðið ?

Það mætti nú fara að verða.

Benedikta E, 1.4.2009 kl. 22:29

11 Smámynd: Hlédís

Rakel og Benedikta!

Þessi orð sannast óþyrmilega og alltaf virðist meira koma í ljós. Hvenær skyldi rannsókn herðast, eins og þú spyrð,  Benedikta.

Hlédís, 1.4.2009 kl. 22:53

12 identicon

Sæl Hlédís.

Eins og þetta kemur allt saman mér fyrir sjónir, þá hefur þetta allt saman(endurtek) verið uppfinning fárra vitfirringa, sem að tókst að sannfæra menn í Fjármálaheiminum (þeim Íslenska) að kokgleypa allan pakkann !

 Og allar þessar greiningadeildir fjármálastofnanna og Seðlabankans  að ógleymdu,mig minnir að þær hafi verið 5 eða 6 sem að sögðu okkur EKKI fréttir svo fáránlega sem að það var, og það DAGLEGA í blöðum.sjóvarpi og útvarpi !

Þannig að þeir héldu sjálfir að þetta undur velgengninnar væri þeim að þakka.

Í raun og veru var þetta allt samman,

 GEÐVEIKISLEGT ÁSTAND FÁRRA EINSTAKLINGA SEM KNÉSETTI SVO HEILA ÞJÓÐ.(ÞETTA VAR ÖFLUGUSTA GEÐLYF SEM DREYFT HEFUR VERIÐ ÓKEYPIS ( AÐ MENN HÉLDU ) Á HEILA ÞJÓÐ ! 

 Ekki flóknara en það. 

Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 23:25

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hélt að þú gætir svarða því þar sem þú ert skyggn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.4.2009 kl. 23:30

14 Smámynd: Hlédís

Þórarinn minn!

þakka pistilinn nr 12!  Hann kemur tilfinningunni til skila. Þetta var nú meiri darraðardansinn! 

Samt megum við ekki taka trúanlegt  talið um að "Allir hafi verið með - keypt  flatskjái,  þak yfir höfuðið - o s frv."  Það er gert til að drepa á dreif staðreyndinni að inn á milli leyndust afbrotamenn sem rændu og rupluð í skjóli lélegra laga og slaks eftirlits - sem ef til vill var,  í þokkabót - stjórnað af spilltu fólki.        Eva hin norskfranska fær ærið verkefni - og nú er hafið nöldur um hana - enda hljóta allnokkrir að finna sér ógnað.  Hætta er á að spilltum yfirvöldum snarfækki eftir kosningar - sem sagt allt í voða!

Hlédís, 2.4.2009 kl. 00:07

15 Smámynd: Hlédís

Kæra Rakel!

Það er svolítið til í þessu hjá þér !   Man nú að var ég glúrin að spá í bolla hér forðum tíð og hætti með tarotspilin þegar óhuggulegar spár tóku að rætast! Kíki kannski í lófa þér er hittumst

Hlédís, 2.4.2009 kl. 00:15

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, það gæti verið forvitnilegt! Man aðeins eftir að það hafi verið gert einu sinni en viðkomandi gafst upp og sagði að lófinn á mér liti út eins og ég ætti ekki að vera til Það eru væntanlega komnar fleiri línur í hann síðan þá

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.4.2009 kl. 00:17

17 Smámynd: Hlédís

Þú kíkir við, Rakel!

Annar má segja eins og Storm Pedersen: " Það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina!"

Hlédís, 2.4.2009 kl. 01:00

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Afborganir mínar af aukaláni vegna íbúðakaupa og viðgerða til að gera húsnæðið íbúðarhæft, hefur hækkað um tæp 50%, mínar afborganir vegna húsnæðiskaupa hafa hækkað sem nemur tæpum mánaðarlaunum á ársgrundvelli, fyrir utan afborganir.  En ég var glögg með Tarotspilin en lagði þeim fyrir margt löngu síðan. Kannski er bara betra að treysta á þau allavega brustu allar aðrar viðmiðanir. Tarotspilin blífi.

Rut Sumarliðadóttir, 2.4.2009 kl. 01:18

19 identicon

Sæl Hlédís.

Já, satt segir þú.

En ég fór svona yfir þetta á "Handavaði ".Þú fyrigefur mér það,væntanlega !

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 02:47

20 Smámynd: Hlédís

Kæri Þórarinn!

Það var myndræn lýsing þín á Darraðardansinum í kring um gullkálfinn sem ég var að hrósa

Hlédís, 2.4.2009 kl. 11:43

21 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ólafur forseti, ætti að taka upp verlaunakassann, til heiðurs útrásavíkingum,eins og hann gerði ekki alls fyrir löngu. Nú er aftur komin tími á slíka viðurkenningu, til heiðurs þeim sömu er settu þjóðina á hausinn með ráni.

Takk Hlédís  frábær kona.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 2.4.2009 kl. 17:16

22 Smámynd: Hlédís

Þakka innlitið Anna!

Kannski ÓRG eigi eitthvað dót eftir til að skreyta með. Hvenær fá Búsáhalda-hetjur stórriddarakrossana sína? Þar náðist þó tímamóta-árangur á mettíma

Kveðjur

Hlédís, 2.4.2009 kl. 20:58

23 Smámynd: Hlédís

Rut! 

Tökum upp Tarotspilin! Okkur er farið að lengja eftir að vitnesku um eitt og annað.

Hlédís, 2.4.2009 kl. 21:03

24 Smámynd: Hlédís

Tarot spilin - tekin upp eftir áralangt hlé - benda til ánægjulegra atvika á næstunni.  Við sjáum til.

Hlédís, 2.4.2009 kl. 23:41

25 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Finnst ykkur ekki skrýtið hvernig allir mærðu þá sem settu landið svo á hausinn? Þeir voru lofaðir upp úr þökunum fyrir dirfsku sína og áhættusækni. Þeir hinir sömu þegja núna þunnu hljóði og segja ekki orð um þann kraftmikla og duglega hóp sem krefst réttlætis fyrir þjóðina sína.

Vel flestir fjölmiðlar sneiða líka fram hjá athöfnum þessa hóps. Þar heyrir það til fáheyrðra undantekninga að mótmælandi sé dreginn fram í sviðsljósið og lofaður fyrir áræðni sína, styrk, ættjarðarást, réttlætissýn og samhug. Mér finnst þetta skrýtið. Eiginlega svo skrýtið að ég er hætt að botna í þessu. Þetta er svo áberandi að þetta getur ekki verið annað en meðvitað!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.4.2009 kl. 02:46

26 Smámynd: Hlédís

Jú, Rakel!

Peninga-dýrkunin er ekki smálítil! Það má heyra lotningu í röddum fréttamanna er greina frá "sölu-verðmæti" eiturefna sem gerð eru upptæk! Meira að segja er "götuverð" maríjúana-uppskerunnar ýkt - sem mælikvarði á afrekin.  Og nú geta afbrotamenn og Flokkar notað "aflafé" sér til varnar - fjármagnað áróðurs- og lögfræðinga-heri.

Hlédís, 3.4.2009 kl. 09:09

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þórarinn! Flott komment! "Geðlyfið" sem þessir fjármálasnillingar voru á og eru á, heitir kókaín. Það er bara búið að skipa löggunni að láta þá í friði. Svo þeir eltast bara við blóm í staðin svo þeir geti kríað út aukavinnu.

Ekkert flóknara enn það.

Acer! Ég lenti í nákvæmlega sama með 2ja herbergja íbúð 1987 á Íslandi. Flutti til Sviþjóðar 1988 vegna hversu mörg börn ég var búin að koma í heimin.

Er einhver sem veit hvað verðtrygging ér á öðru túngumáli enn íslensku? Ég syndi sænskum bankastjóra greiðsluseðla, afsal og allar tölur frá íslandi. Hann skildi tölurnar og spurði: "Er búið að ná þessum glæpamönnum"!!! 

Ég bjó í tjaldi með 2 börn og eitt á leiðinni. Þangað til að ég fékk vinnu.

Svo gæti ég haldið fyrirlestur í Háskólabíói hvernig Petur Blöndal stal Alþýðubankanum, Búnaðarbankanum í Vík í Mýrdal, kom Pæálma Lorensyni fyrrum eiganda stærsta hótels í Vestmannaeyjum, okurlánastarfsemi og fl. og fl.

Þetta er bara eeinn af þingmönnum á Íslandi. Þannig var Kapþing til. Og aðferðin sem hann notaði sem fjölskylda, góð öllsömul, þegar hann "keypti" þau út með sínu fræga fantaskap.

Hann veit hver ég er. Ég gekk í ábyrg fyrir Binna, þáverandi formanns SÁÁ, besta vin Björgúlfs eldri. Ég kann ýmislegt um mafíustarfsemi á Íslandi.

Vil bara ekki segja meira, því er búin að fá morðhótanir og vil ekki verða drepin af íslenskum fábjánum. Það fylgdu mér einhverjir útlendingar með Norrænu, enn ég á "vini" sem settu þá á "barnahemili". Þeir eru í einangrun núna skilst mér.

Ég spyr ekki júgóslafneska hermenn og mafíósa sem vilja mér allt það besta, hvaða "barnaheimili" þeir lentu í. Enda skítsama.

Ég þarf ekki neinar framtíðarsýnir til að vita að Eva Joly mun ekki ná einum einasta alvöruglæpamanni á Íslandi.

Einhverjum verður kanski fórnað í þessu fjármálasukki, og það gæti alveg verið atugandi að sitja á hrauninnu fyrir góðan pening. (Togara-smygl aðferðinn) Enda hef ég ofundað fanga sem starfsmaður í þeim fangelsum sem ég hef unnið í. Þ.á.m. Litla-Hrauni.

Það eru þó engfir alvöru glæpamenn þar! Bara afbrotamenn!. Jú , það var einnpólverji þar sem var alvöru. Svo kom Spánverji, fyrirmyndarfangi og fékk að labba um allt fangelsið eins og allir hinir.

Var víst tekin í Keflavík fyrir falsaðan passa. Svo kom fax frá Spáni að ekki mætti koma nálægt honum með vopn á 5 metra færi. Hann væri með sérþjálfun og gæti afvoðnað löggur og fangaverði eins oggert væri.

Var hann sendur um miðja nótt fyrst á Skólavörðustíg 9, og svo í hand- og fótjárnum til Spánar aftur.

Þetta fólk kann ekki einu sinni munin á afbrotamanni og glæpamanni!

Eru Íslendingar svartir á hörund? Er ekki munur á svörtu og hvítu? Þó ég sjái illa þá þekki ég alveg "litamun" þó ég meigi ekki taka flugpróf vegna augnslyss.

Meiri brandarinn þessi íslenska eyja.

Svo á ég engin vopn á Íslandi svo ég er algjörlega varnarlaus þar.

Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 08:02

28 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég tala sænsku á skype meiri hluta dagsins og það eru engar afsakanir í boði fyrir stafsettningarvillum. Pálmi Lórenz lenti vístí fangelsi fyrir tilstillan Péturs glæpons Blöndals. Náði að koma dómi á mig, 3 mánuði, fyrir að leysa út ávísanir í Reykjavík, Akureyri og Keflavík , allt á sama deginum.

Tók ég út "dóminn" í háskóla í sálfræði í Uppsala í Svíþjóð. Vann þess á milli í fangelsi. Ég kann líka að rtixa og mixa. "It take one to knowe one" Er það ekki ;)

Óskar Arnórsson, 5.4.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband