Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
þri. 27.1.2009
Kæri Geir, ekki missa þig í skítkast. Því miður varð ekki af Þjóðstjórn - skiljanlegt þó..
er þingmenn beggja stjórnarflokka hefja klögusöng og gagnkvæmar ásakanir um vanhæfni ;)
Kröfufólk hefur einmitt bent á vanhæfni ykkar sl.16 vikur - Búsáhaldabyltingin nú sl. viku með lögreglu-óeirðum sem stigmögnuðust yfir á hættulegt stig um tíma, rak svo endahnútinn.
Þú skilur innst inni að enginn í þingflokknum þinum er hæfur til að stýra starfsstjórn sem friður yrði um. Að nefna til varaformanninn Þ.K.G. með, órannsökuð, undarleg tengs beint inn í fjárglæpaspillinguna, er móðgun við vitiborna Íslendinga!
Kveðja, með von um góða lendingu!
Samfylkingin bugaðist" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 26.1.2009
Jóhanna er eini..
.... þingmaðurinn sem við "Búsáhalda-menn" gætum samþykkt sem forsætisráherra!
Geir, blessaður, verður að horfast í augu við glundroða, klofning og hver veit hvað, í eigin flokki!
Sorry, Geir!
Þurfum öfluga starfsstjórn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
mán. 26.1.2009
"hún þarf að stjórna verkinu"
Í nýrri frétt um samstarfs-spjall ráðherranna segir:
".......Fátt stendur út af borðinu í viðræðum flokkanna, nema að Samfylkingin vill taka að sér verkstjórnina, en Sjálfstæðisflokkurinn er ekki reiðubúinn að gefa eftir forsætisráðuneytið. "
Undirr. dettur í hug gömul vísa. sem gæti, hér, átt við um persónu eða stjórn í heild:
" Varla fljótt að velli hnígur. / Valda lyftir merkinu.
Ef hundur upp við húsvegg mígur, / hún þarf að stjórna verkinu."
Vilja taka að sér verkstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
sun. 25.1.2009
Gott hjá Björgvin - sérlega að hrinda SKÖRFUNUM úr FME.
Gott hjá þér Björgvin, þótt soldið seint sé. Ég held bara ég gæti átt það til að kjósa þig á Lýðveldisambandlistann í kosningunum sem þjóð-/utanþings-stjórninn þarf að boða til fyrir næsta haust.
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 25.1.2009
LJÓTUR, SVANGUR DREKI að berjast við ?
Baldur Gautur Baldursson segir í pistli tengdum þessari frétt:
"Það er svo skrýtið að þegar ég hugsa til baka til stjórnmálasögunnar, eins og ég man hana, að hún hefur einkennst af lygum, leynimakki, hinu þekkta minnisleysi og gleymsku stjórnmálamanna, týndum minnisblöðum, kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem síðan má ekki tala um, eiginhagsmunapoti, nepótisma (frændsemishyggju í embættaveitingum), þekkingarleysi á "þjóðarsálinni" og almennum hroka. Þetta eru þær hugsanir sem veltast um í kollinum á mér þegar mér verður hugsað til stjórnmálamanna.
Það er oft eins og lygarnar myndi gaddavírsgirðingu milli fólksins og þingmanna/ráðherra. Þessi gaddavírsgirðing fær á sig mynd rósarunna og verður mér hugsað til þyrnigerðisins í ævintýrinu af Þyrnirós, nema bak við þyrnigerðið íslenska liggur ljótur svangur dreki."
Ég bað ekki leyfis að setja hluta pistilsins hér inn, en vona að fyrirgefist, Baldur skrifar kjarna málsins í fáum hvitmiðuðum setningum - Takk!
Bendi, að gefnu tilefni á þetta: http://www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/710 Sérlega er þar gott "komment" Helga Jóhanns Haukssonar með vísan í fjölda mynda.
Rof milli þings og þjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 23.1.2009
TÁRAGAS-TRIKKIÐ mistókst! Og: Hver ákvað að koma af stað óeirðum í Alþingisgarðinum í byrjun friðsamrar kröfustöðu 20 janúar sl ?
Vef-Mbl. segir í dag: "Um tveir þriðju hlutar fólks eru hlynntir mótmælunum undanfarið, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins sem blaðið greinir frá í dag. Langflestir segjast ekki vera hlynntir árásum á lögreglu, ofbeldi eða skrílslátum. "
Fréttir og lýsingar frá mótmælaaðgerðum hafa verið mjög breytilegar.
Undirrituð vill benda á að plastvæddir lögreglumenn ruddust inn í Alþingisgarðinn með látum, meðal annars hrindingum og pústrum, um kl. 13:30 þriðjudaginn 20. janúar 2009 - hálftíma eftir að boðuð kröfustaða hófst - þó allt væri þar með friði og spekt. Hafa þeir sennilega verið sendir af yfirboðurum og spurning er: hver var tilgangurinn?! Ég veit þetta því mér var hrint til jarðar, aftanfrá, óvörum af einum garpanna. Hrindinga og pústra-menn voru, vel að merkja, mikill minni hluti plastvædda hópsins. Orðtæki segi eitthvað á þá leið að ekki þurfi nema "einn gikk í hverri veiðistöð" Svo mun um lögreglulið og aðgerðahópa. Almennir lögreglumenn stóðu og studdu við húsið í rólegheitum áður en og meðan þetta gerðist.
Sem betur fer eru aðgerðafólk og lögreglumenn nú farin að sjá í gegn um þá herstjórnarlist að reita fólk til reiði og kenna svo "mótmæla-pakkinu" um afleiðingarnar. Snérist þar TÁRAGAS-TRIKK efstu yfirmanna lögreglu glæsilega í höndum þeirra!
Meirihlutinn styður mótmælin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
fös. 23.1.2009
Samfylkingin "OPIN Í ALLA ENDA" eins og Framsókn forðum ?
"...Formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu (leturbreyting mín)" segir í byrjun fréttar. Síðan veltir ISG upp ýmsum möguleikum, þar sem SF er þó alltaf tiltæk við "stýri skútunnar" ! Svo bráð-ómissandi. "Ekki þjóðin" í landinu er ekki jafnsannfærð um nauðsyn þess að ISG haldi sig í stýrishúsinu öllu lengur.
Má annars ekki færa líkingamálið í land senn hvað líður? Brimskaflar, öldurót, bátar, skútur og fley eru svo sem góðra gjalda verð en öllu má ofbjóða í þessu sem öðru.
Allt kemur til greina" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 9.1.2009
Kröfufundur á Austurvelli á morgun gefur Alþingi varla RÓS fyrir hröð vinnubrögð, en..
... betra er seint en aldrei. Kröfufólk óskar rannsóknarnefndinni örugglega farsældar í starfi - og mun leggja sitt að mörkum til aðstoðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fös. 9.1.2009
Það tók 3 - Þrjá - mánuði að koma af stað rannsókn. Má Treysta því að vildarvinir séu nú búnir að eyða öllum gögnum?
Öryggi rannsóknargagna tryggt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)