Færsluflokkur: Dægurmál
fös. 23.1.2009
Samfylkingin "OPIN Í ALLA ENDA" eins og Framsókn forðum ?
"...Formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu (leturbreyting mín)" segir í byrjun fréttar. Síðan veltir ISG upp ýmsum möguleikum, þar sem SF er þó alltaf tiltæk við "stýri skútunnar" ! Svo bráð-ómissandi. "Ekki þjóðin" í landinu er ekki jafnsannfærð um nauðsyn þess að ISG haldi sig í stýrishúsinu öllu lengur.
Má annars ekki færa líkingamálið í land senn hvað líður? Brimskaflar, öldurót, bátar, skútur og fley eru svo sem góðra gjalda verð en öllu má ofbjóða í þessu sem öðru.
![]() |
Allt kemur til greina" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 9.1.2009
Kröfufundur á Austurvelli á morgun gefur Alþingi varla RÓS fyrir hröð vinnubrögð, en..
... betra er seint en aldrei. Kröfufólk óskar rannsóknarnefndinni örugglega farsældar í starfi - og mun leggja sitt að mörkum til aðstoðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
fös. 9.1.2009
Það tók 3 - Þrjá - mánuði að koma af stað rannsókn. Má Treysta því að vildarvinir séu nú búnir að eyða öllum gögnum?
![]() |
Öryggi rannsóknargagna tryggt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég - nýkomin i mbl-bloggið - kemst ekki hjá að sjá tvennt sem kemur undarlega fyrir.
1) - Í dálki nefndum; UMRÆÐAN standa tímunum saman pistlar frá fólki sem ekki gefur kost á athugasemdum við pistla sína, þ e a s umræðu! Nafngreini hér tvo slíka aðila: Fyrst skal frægan telja, Björn Bjarnason sem virðist hafa þar fastan sess fyrir einkadagbók sína - og hleypir aldrei öðrum að með athugasemd, hvað þá umræðu - Nú í morgun var þar blogg frá manni er heitir, má ég segja, Gísli Freyr, sem hefur uppi heilmikla gagnrýni á utanríkisráðherra - einnig ÁN umræðumöguleika! Á svona lagað með réttu heima í "Umræðu-hluta" blog.is?
2) - Athugasemdir eru felldar burt - td sl. gamlársdag er nafngreindir ríkisstarfsmenn sjáust í mbl-frétt, ráfa og ryðjast um í miðbæ Reykjavíkur með munnlegar og verklegar árásir á kyrrstætt fólk.- Var þá sagt að umsjón eyddi bloggi tengdu fréttinni vegna slæms orðfæris BLOGGARA!? Vel að merkja má víða sjá klám og ruddamálfar standa óáreitt annarsstaðar í blogginu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Laun ráðamanna lækkuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 22.12.2008
Smáfrétt með kaffinu ;)
Margir hafa verið einstaklega heppnir síðustu ár. Þetta bréf gengur nú á Netinu:
"Heppni?
Hans Petersen er fyrirtæki sem stofnað var í
upphafi síðustu aldar. Fyrirtækið gekk ágætlega
um áratuga skeið en uppúr 1980 fór að syrta í
álinn.
Fyrirtækið sérhæfði sig í ljósmyndavinnslu,
framköllun og sölu á filmum, ljósmyndavörum og
slíku. Byggt var stórhýsi í Höfðahverfinu sem
var nokkuð sérhæft, þar var eins konar
framköllunarverksmiðja sem framkallaði filmur og
myndir fyrir fjölmarga afgreiðslustaði
fyrirtækisins. Þar var stór lager og einnig
skrifstofur. Á árinu 1985, að mig minnir, var
opnuð í Reykjavík framköllunarþjónusta,
"Framköllun á stundinni", en þar voru vélar í
versluninni sem framkölluðu myndir á innan við
einni klukkustund. Þessi tækni breiddist hratt
út og voru settar upp all margar svona stöðvar.
Þessi nýja tækni kippti fótunum undan
ljósmyndaverksmiðju Hans Petersen og húsnæðið og
öll tæknin varð úrelt. Síðar kom svo stafræna
ljósmyndatæknin sem gerði endanlega út af við
fyrirtækið.
En á þessum tíma voru góð ráð dýr fyrir
eigendurna sem áttu þetta dýra húsnæði og
rekstur sem hafði verið blómlegur en stefndi
einungis niður á við. En þessi eigendur voru
heppnir. DeCode fyrirtækið hafði nýlega hafið
starfsemi á Íslandi og það bauðst til að kaupa
af fyrirtækinu húsnæðið á afar hagstæðu verði
fyrir seljendurna, mörg hundruð milljónir.
En þetta var ekki eina heppnin, svo ótrúlega
vildi til að fyrirtæki sem aðeins hafði stundað
innflutning á olíu og bensíni og dreifingu á
þessum vörum til þessa vildi allt í einu bæta
við sig þjónustu í framköllun. Það þótti mörgum
skrítið að fyrirtækið Skeljungur vildi allt í
einu borga mörg hundruð milljónir fyrir, að
margir töldu, dauðadæmdan rekstur.
Meðal þessara ótrúlega heppnu eigenda Hans
Petersen voru systur, afkomendur Petersen. Önnur
þeirra var og er vel gift manni í áhrifastöðu,
Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Stuttu eftir
þessi kaup fékk DeCode og Kári Stefánsson,
spilavinur Davíðs, ábyrgð frá íslenska ríkinu
til að taka afar hátt erlent lán. Bankar, sem
enn voru í eigu ríkisins, keyptu svo hlutabréf í
fyrirtækinu sem leiddi til mikillar
hlutbréfabólu sem margir muna.
Forstjóri Skeljungs sem keypti rekstur Hans
Petersen er giftur konu sem óvænt fékk stöðu
dómsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar.
Síðar þegar olíufélögin vor sökuð um samráð
sluppu allir vel frá því, enginn fékk dóm og
aðeins smá vinstrilegur borgarstjóri þurfti að
segja af sér.
Leggi nú hver fyrir sig saman tvo og tvo.
![]() |
Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er það misminni að Stjórinn hafi fengið háu launin (sleppum jeppanum!) af því hann ÆTLAÐI að skila gróða?! Á nú að klappa drengnum á kollinn og segja: "þetta var hinum krökkunum að kenna, Palli minn. Hér er smá-aur og farðu svo út að leika þér aftur!" ?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 15.12.2008
Rás 2 á - skilyrðislaust - að sópa "út af borðinu" !
![]() |
Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
fös. 12.12.2008
"ÞETTA FÓLK" er höggdofa vegna hegðunar þinnar, frú Ingibjörg!
-"Getur ÞETTA FÓLK ekki bara étið Kökur, fyrst það hefur ekki brauð?" sagði fræg, frönsk drottning . Mig minnir að "það fólk " hafi sýnt þeirri drottningu í tvo heima - BÓKSTAFLEGA !
Undirrituð viðurkennir, með skömm, að hafa kosið flokk þinn! - og jafnvel haft talsverða trú á þér!
Hvað ert þú að meina með "TÁKNRÆNUM" hátekjuskatti? það er ekkert bara táknrænt við að OF-launafólk láti af hendi 50 til 70% þess er því nú er greitt umfram 800.000,00 krónur á mánuði! Slikt er einföld viðurkenning á að það sé oflaunað við núverandi efnahagsástand - og því beri að skila meira en helmingi oflaunanna til samfélagsins.
Skiljir þú ekki þetta, skilur þú ekki neitt! Skilur þú það?
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)