"Og, jú, breska pundið" - Hannan varar Íslendinga við ESB - þekkir Vel til þar á bæ!

"Ef þið viljið í raun kasta íslensku krónunni þá standa ýmsir kostir til boða aðrir en evran, þar á meðal danska og norska krónan og bandaríkjadalur - og, jú, breska pundið. .....Þannig ávarpar breski Evrópuþingmaðurinn D. Hannan Íslendinga á bloggvef blaðsins Telegraph.  Hannan situr á Evrópuþinginu fyrir Íhaldsflokkinn og hefur talsvert látið íslensk málefni til sín taka, m.a. gagnrýnt Gordon Brown, forsætisráðherra, fyrir harkaleg viðbrögð við íslenska bankahruninu.       Hannan er greinilega lítið hrifinn af Evrópusambandinu ..........." segir, m a, í tengdri frétt.

Er ekki, að minnsta kosti, vert að hlusta á mann sem Þekkir ESB inn og út? E t v eru nokkuð margir Íslendingar þegar undrandi á hve "Gjaldþrota þjóðin" virðist allt í einu sérlega velkomið undir ESB-væng. Góðsemin einskær telja sumir. Undirrituð hallast að skoðun Hannan og hefur reyndar lengi gert.

Ástæðan er tvíþætt: 1.) Undirr. hefur aldrei litist á þennan Evrópu-hrærigraut sem fáeinar stórþjóðir ríkja yfir.  2.) Ísland á  kunnar og jafnvel enn ókannaðar auðlindir er íbúar landsins misstu ákvörðunarétt yfir, gengju þeir stjórnendum Bandaríkja Evrópu á hendur.  

 Hugsum okkur vel um! 

 

Lokaorðin:  

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"


mbl.is Ísland ætti að taka upp breska pundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú ættir að spurja sjálfa þig að því hverjir eiga ísland í dag !!

Óskar Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 23:14

2 Smámynd: Hlédís

Eigum við að gefa öðrum landið, Óskar - í staðinn fyrir að ná því úr klóm kvóta-jarla og sjáltökufólks!  Glæfralýður hirðir alltaf það sem getur, innan sem utan EB!  Það eru ótrúleg glæpaplott í gangi innan bandalagsins - þegar verið er að snúa á og misnota reglugerðir. Las meira um það er dvaldi í EB-löndum.

Hlédís, 15.2.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

enginn að tala um að gefa einum eða neinum neitt.. en ég er sannfærður að utan ESB þá á almenningur í þessu landi sér ekki viðreisnar von.  Kvótinn er löngu farinn til evrópu eða tortúla. 

Að hengja sig í orð íhaldsins í bretlandi jaðrar við drottinsvik í mínum huga.. þeir hafa alla tíð verið á móti ESB og öllu sem frá evrópu kemur enda eru þeir erki íhald.. 

Óskar Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hlédís mér líkar hressileg framsetning þín. Það væri algjör fyrra að fara að ganga til samninga við ESB núna. Enda segir stækkunarstjóri þeirra að við séum velkomin vegna þess að við eigum svo góðar auðlindir. Góðmennska hvað? Barnaskapur ISG og fleiri er ótrúlegur þegar kemur að þessari umræðu.

Mér finnst reyndar að það sé skömm að því að vera yfir höfuð að vekja máls á ESB núna þegar þjóðin er ringluð vegna atburða. Þessu fólki væri nær að leita lausna en það getur það ekki.

Forystusauðir sjálfstæðis og samfylkingar eru föst í ramma nýfrjálshyggjunnar og allar þeirra lausnir falla þess vegna innan þess ramma

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.2.2009 kl. 23:39

5 Smámynd: Hlédís

Kæri Óskar! Ég er aftur á móti sannfærð um að kræki EB í Ísland verði alveg eins gott fyrir núverandi íbúa að hypja sig burt. EB-stjórar eiga létt með að skaffa aðra Þræla í stóriðju og landspjöll. Ég er svei mér ekki að hugsa þetta í fyrsta sinn -og síst potaði Daniel Hannan því í höfuð mér.  Drottinsvik! - Við hvaða Drottin?

Hlédís, 16.2.2009 kl. 00:05

6 Smámynd: Hlédís

Jakobína! takk fyrir innlitið.-

Ég sé við erum mjög sammála - ekkert meira um það að segja!

Óskar Þ. ! Ég gleymdi að þakka þér fyrir að deila skoðun þinni með mér! Málið er mjög mikilvægt - þarf að hugsa og ræða! #Gleymdi einu: Fiskurinn er enn i sjónum þó svika-pappírs-póker hafi verið spilaður um hann! 

Hlédís, 16.2.2009 kl. 00:15

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála

Sigurður Þórðarson, 16.2.2009 kl. 00:16

8 Smámynd: Hlédís

Hér er slóð á góðan pistil Einars Ólafsonar um ESB-Evru-mál. 

 http://einarolafsson.blog.is/blog/einarolafsson/entry/804977/

Hlédís, 16.2.2009 kl. 00:29

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Frímann, kynna sér málin kallinn. Hannan er í brezka Íhaldsflokknum, ekki UKIP. En hann er vissulega mjög gagnrýninn á Evrópusambandið en algerlega á málefnalegan hátt. Þið Evrópusambandssinnar teljið hins vegar augljóslega alla gagnrýni á sambandið öfga og hatur. Þetta innlegg þitt er gott dæmi um það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 06:35

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Óskar:
Segi það sama, drottinsvik við hvað? Evrópusambandið??

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 06:38

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hjörtur er talsmaður þeirra sem hafa sett landið á hausinn iog því ekki svaraverður á neinn hátt ! 

Ég hef meiri áhyggjur af venjulegum launamönnum en eignamönnum.. og innan ESB er íslenskum launamönnum betur borgið en hjá Hirti og félögum.. eða hvað hefur reynslan sýnt ykkur ? 

Óskar Þorkelsson, 16.2.2009 kl. 08:04

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Óskar:
Ég er nú aðeins venjulegur launamaður eins og þú, á engin hlutabréf, jeppa eða neitt þvíumlíkt ef þú heldur það :) En fyrst ég voga mér að hafa aðrar skoðanir á málunum en þú þá er ég ekki svaraverður :D

Es. Ég veit ekki betur en að útrásin hafi verið grundvölluð að miklu leyti á EES-samningnum. Eiríkur Bergmann Einarsson, einn ötulasti talsmaður ykkar Evrópusambandssinna, sagði um árið að útrásin hefði ekki verið möguleg ef ekki hefði verið fyrir EES-samninginn. Í það minnsta gerði EES-samningurinn útrásina mun auðveldari en ella hefði verið án hans. Icesave starfaði samkvæmt lélegri lagasetningu frá Evrópusambandinu sem gerði ekki ráð fyrir hruni heils bankakerfis. Þegar Íslendingar vildu fá þetta viðurkennt fyrir dómstólum kom sambandið í veg fyrir það enda veit það upp á sig sökina og vildi frekar láta okkur blæða en kannast við eigin ábyrgð og taka afleiðingunum á eigin skinni. Sem aftur er ágætis fyrirboði um það hvernig haldið yrði á málum innan Evrópusambandsins ef við færum einhvern tímann þangað inn, okkar hagsmunum yrði umhugsunarlaust fórnað fyrir aðra og stærri. Munurinn yrði hins vegar sá að þá hefði sambandið ÖLL tögl og haldir um okkar mál og við yrði algerlega upp á náð og miskunn þess komin.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.2.2009 kl. 09:44

13 Smámynd: Hlédís

  "Vinnuaflið" skröltir milli landa EB og EES á snöpum eftir mis-láglaunaðri vinnu, OG  "hæfilega atvinnuleysið" hentar svo prýðilega! Leiðrétti mig einhver sem kann EB-faðirvorið betur.

Hlédís, 16.2.2009 kl. 11:35

14 Smámynd: Sigurbjörg

Sammála þér Hlédís.  Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hver fórnarkostnaðurinn er við ESB og jú til hvers?  Að láta fella niður tolla á matvöru?  Fer trúlega beint í vasa kaupmanna sem hærri álagning eins og raunin varð um lækkun á vsk.  Þá eru eftir einhverjir styrkir sem ESB útdeilir og færu trúlega beint til einhvera "einkavina" stjórnmálamanna.  Og við með 0.82% atkvæðarétt ... Stóru þjóðirnar ráða lögum og ríkjum þarna og sýndu það best með áhrifum á IMF í sambandi við lántökuna okkar ... (sem síðan má aftur á móti deila um hvort hafi verið rétt að taka)

Sigurbjörg, 16.2.2009 kl. 11:47

15 Smámynd: Hlédís

Yrði atkvæðisréttur Íslands ekki lægra prósentubrot?

Hlédís, 16.2.2009 kl. 12:06

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Vill benda á færslu frá mér hérna

Sævar Einarsson, 16.2.2009 kl. 14:15

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hjörtur er komin í afneitun.. Hjörtur , þú hefur skrifað og mært allt sem frá sjálfstæðisflokknum.. nei fyrirgefðu , sjálfstektarflokknum komið.. þú ritskoðar þína síðu sem bendir til ritskoðunaráráttu og minnimáttarkenndar og slaks þols við gagnrýni.. sem sagt.. maður sem varla er eyðandi orðum á í almennri umræðu á opinberum vettvangi.

Góðar stundir

Óskar Þorkelsson, 16.2.2009 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband