Samfylkingin "OPIN Í ALLA ENDA" eins og Framsókn forðum ?

"...Formaður Samfylkingarinnar, segist vilja kosningar í vor þar sem nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálamenn að gera hreint fyrir sínum dyrum fyrir fólkið í landinu (leturbreyting mín)" segir í byrjun fréttar. Síðan veltir ISG upp ýmsum möguleikum, þar sem SF er þó alltaf tiltæk við "stýri skútunnar" ! Svo bráð-ómissandi. "Ekki þjóðin" í landinu er ekki jafnsannfærð um nauðsyn þess að ISG haldi sig í stýrishúsinu öllu lengur.

Má annars ekki færa líkingamálið í land senn hvað líður?  Brimskaflar, öldurót, bátar, skútur og fley eru svo sem góðra gjalda verð en öllu má ofbjóða í þessu sem öðru.


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Köllum hlutina réttum nöfnum, samfylkingin sem stillti sér upp sem andstæðu við sjálfstæðisflokkinn sveik kjósendur daginn eftir kosningar og skreið uppí ylvolgt hjónarúm íhaldsins! Samspillingin er nýja nafn flokksins

Óskar Steinn Gestsson, 23.1.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Hlédís

Rétt, Óskar St!  SF er svei mér ekki beysin.

Hlédís, 23.1.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband