Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
mið. 20.5.2009
Veður er gott - en hvernig eru stjórnmálahorfurnar?
Leyfi mér að birta pistil Jakobínu (kreppan.blog.is) frá í fyrradag heilan, tengdan veðurlýsingu. Þetta er ÞÖRF hugleiðing og kannski rekst einhver sóldýrkandinn á hana hér !
Beint frá Jakobínu I. Ólafsdóttur (kreppan.blog.is):
"Hvað hræddi félagshyggjufólkið inn í skúmaskot þöggunar og aðgerðarleysis?
...Það er verið að hrekja fólk úr híbýlum sínum
Það er verið að rústa atvinnulífinu eftir uppskrift AGS
Það er verið að rústa velferðinni eftir uppskrift AGS
Kvótafurstum voru gefnir 3.2 milljarðar í meðgjöf með mogganum
Skilanefndirnar eru enn þær sömu og spillingarmálin leka út
Hverjir eiga jöklabréfin?
Málaliðar auðvaldsins eru í fullu starfi í valdastöðum sínum.
Það er verið að fórna velmegun þjóðar til þess að bjarga fjármálakerfinu.
Valdhafarnir hafa samþykkt að gera íslenskt samfélag að tilraunastöð AGS
Tilraunadýrin eru fjölskyldurnar í landinu!
Líður fólki betur með nýja böðla?"
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
![]() |
Áfram gott veður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 15.5.2009
Sykurneysla Íslendinga hefur lengi verið FÁRÁNLEG!
" Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir tillögu heilbrigðisráðherra um að skattleggja sykraða drykki ótrúlega." segir í frétt.
Þetta er 'ótrúlega' þarfur skattur og hefði betur verið lagður fyrr á!
Sykurneysla Íslendinga hefur lengi verið FÁRÁNLEGA mikil. "Iðnaðurinn" fyllir allar vörur af sykri - og kvartar nú yfir að sykur hækki. Getur bara minnkað sykuraustur í neysluvöru og þar með gert hana talsvert hollari.
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
![]() |
Tillaga um sykurskatt ótrúleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 14.5.2009
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
Hrunið eins og Eyjagosið
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, líkir fjármálahruninu við Vestmannaeyjagosið veturinn 1972-1973!
Vissulega man ég hvernig vaknaði snemma morguns 23. janúar 1973 við útvarpið sem tilkynnti móttöku Vestamannaeyinga í Þorlákshöfn!
Það breytir ekki því, að nú virðist eiga að láta Almenna Lántakendur liggja áfram undir öskunni - en grafa Bankana upp! Við erum allmargir kjósendur núverandi stjórnar sem líkar það illa, Steingrímur!
Þetta segi ég sem skuldlaus lífeyrisþegi - og því síður en svo vegna beinna eigin hagsmuna.
![]() |
Hrunið eins og Eyjagosið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 14.5.2009
Áætlun: bankar færu í þrot!
Áætlun - bankar færu í þrot!
" Davíð Oddsson .... bankagjaldþrot ...." og fleira stendur í tengdri frétt.
Já einmitt!
Seðlabanka-sveinkar stýrðu beint í þrot - Við héldum að það hefði verið ÓVART! - En hver veit?
Klúður-MEISTARAR eru þetta!
![]() |
Áætlun ef bankar færu í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 13.5.2009
" Þú líka, barn mitt OBama!" !
Reynir að koma í veg fyrir myndbirtingu
" Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, hefur snúist hugur varðandi birtingu á ljósmyndum sem sýna meintar pyntingar í fangelsum Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan í tíð ríkisstjórnar George W. Bush." segir hér!
"Þú líka, barnið mitt Bama/Brútus!" - eða þannig!
Það er ekki gaman að horfast í augu við ódæði eigin þjóðar! Við ættum að vita það, þó viðbjóðurinn hjá Íslendingum sé ómerkilegri - aðeins fjárhagslegur! Ó, Bama ó, Bama!
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
![]() |
Reynir að koma í veg fyrir myndbirtingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
mið. 13.5.2009
Stjórnlagaþing á þessari ÖLD?!
Persónukjör á næsta ári?
Innlent | mbl.is | 12.5.2009 | 17:00 "Ríkisstjórnin stefnir að því að hægt verði að taka upp persónukjör ..á næsta ári.." Segir tengd frétt.
Fæst stjórnlagaþing á þessari ÖLD?!
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
![]() |
Persónukjör á næsta ári? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 12.5.2009
Og Lögfræðinga-Skjaldborg þénar á að "hjálpa þeim verst stöddu" í mannúðlegt gjaldþrot?
"Mögulega er það versta í íslensku efnahagslífi afstaðið..." er haft eftir fræðingum í tengdri frétt.
Allt á að byggja upp nema þá sem sitja með rangt skráða skuldabagga! Þeir eiga að greiða aukalega til þess að bankarnir byggist upp! Rándýr SÉRFRÆÐINGA-SKJALDBORG á að vísu að "hjálpa þeim verst stöddu" við að fara mjúklega á hausinn.
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
![]() |
Það versta mögulega afstaðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 11.5.2009
65% örorka er TR-"trikk" - sem sparar lífeyrisgreiðslur!
" Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu íslensks friðargæsluliða" segir í fréttinni.
Gott og vel - Hafi maðurinn ráðið sig ótilneyddur í friðargæslulið, mátti hann búast við svona atviki og á því kannski ekki sérstakan skaðabótarétt á ríkið, umfram aðra sem lenda í alvarlegum áföllum. Í þessu starfi hefði hann þó vissulega átt að vera sérlega tryggður fyrir einmitt svona skaða af atvinnurekandanum - íslenska ríkinu!
Hitt er annað mál, að 65% örorkumat er ömurlegt bragð hjá Tryggingastofnun ríkisins! Kynnið ykkur muninn á 75% og 65% örorku. Hann er algjör! Við 75% örorku er fullur lífeyrir greiddur, með tekjutryggingu og öðru tilheyrandi. Persónan er örorku-lífeyrisþegi. Sá sem metin er 65% örorka, fær hins vegar örorku-"styrk", sem var sáralág upphæð síðast er ég vissi. Og þetta meta menn ( læknar) sem eru á launum hjá tryggingafélaginu - TR - sem maðurinn er tryggður hjá! - Stöðugt virðist þurfa að minna á að TR er opinbert tryggingafélag, ekki ölmusu- né góðgerða-stofnun!
Rannsaka þarf tryggingabrall hjá öllum tryggingafélögum landsins - þar með talið Tryggingastofnun ríkisins!
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
![]() |
Engin ábyrgð vegna Kjúklingastrætis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
"Þrátt fyrir ólíka afstöðu í Evrópumálum.." segir tengd frétt að stjórnarsamstarfið haldi áfram.
Allar stjórnmálahreyfingar landsins - utan SF - hafa "ólíka afstöðu" til EB-aðildar. Mjög fáir, ef nokkrir, Íslendingar vilja afsala EB auðlindum þjóðarinnar.
Flestir vilja fá úr því skorið hvað fólgið yrði í aðild. Hvað er svona undarlegt við að þingið taki fyrstu ákvörðun um viðræður við EB?
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
![]() |
Þingmenn lýstu yfir andstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
mán. 11.5.2009
ASÍ-Gylfa líst vel á "uppleggið"
Mér líst vel á upplegg ríkisstjórnarinnar .." segir ASÍ-Gylfi ásamt mörgu fleiru á tengdri frétt.
Slær hann hér listilega úr og í - svo hann getur orðið stuðningsmaður stjórnar ef vel gengur - en "bjóst við þessu" ef illa fer.
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
![]() |
Trúverðugt plagg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)