Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Laun fyrir lítið lækka aðeins. Við eigum væntanlega að ÞAKKA fyrir!?

Hver nennir að lengur að fylgast með hvað Alþingi gerir?    - Alþingismenn - og allt heila gillið - td forseti, biskup og kirkjan öll - er borið uppi, hálaunað, af sjúklingum, lífeyrisþegum og öðrum "ALMÚGA" Íslands.     Skammist ykkar, öll upp til hópa!!
mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáfrétt með kaffinu ;)

Margir hafa verið einstaklega heppnir síðustu ár.   Þetta bréf gengur nú á Netinu:

"Heppni?

Hans Petersen er fyrirtæki sem stofnað var í
upphafi síðustu aldar. Fyrirtækið gekk ágætlega
um áratuga skeið en uppúr 1980 fór að syrta í
álinn.

Fyrirtækið sérhæfði sig í ljósmyndavinnslu,
framköllun og sölu á filmum, ljósmyndavörum og
slíku. Byggt var stórhýsi í Höfðahverfinu sem
var nokkuð sérhæft, þar var eins konar
framköllunarverksmiðja sem framkallaði filmur og
myndir fyrir fjölmarga afgreiðslustaði
fyrirtækisins. Þar var stór lager og einnig
skrifstofur. Á árinu 1985, að mig minnir, var
opnuð í Reykjavík framköllunarþjónusta,
"Framköllun á stundinni", en þar voru vélar í
versluninni sem framkölluðu myndir á innan við
einni klukkustund. Þessi tækni breiddist hratt
út og voru settar upp all margar svona stöðvar.
Þessi nýja tækni kippti fótunum undan
ljósmyndaverksmiðju Hans Petersen og húsnæðið og
öll tæknin varð úrelt. Síðar kom svo stafræna
ljósmyndatæknin sem gerði endanlega út af við
fyrirtækið.

En á þessum tíma voru góð ráð dýr fyrir
eigendurna sem áttu þetta dýra húsnæði og
rekstur sem hafði verið blómlegur en stefndi
einungis niður á við. En þessi eigendur voru
heppnir. DeCode fyrirtækið hafði nýlega hafið
starfsemi á Íslandi og það bauðst til að kaupa
af fyrirtækinu húsnæðið á afar hagstæðu verði
fyrir seljendurna, mörg hundruð milljónir.

En þetta var ekki eina heppnin, svo ótrúlega
vildi til að fyrirtæki sem aðeins hafði stundað
innflutning á olíu og bensíni og dreifingu á
þessum vörum til þessa vildi allt í einu bæta
við sig þjónustu í framköllun. Það þótti mörgum
skrítið að fyrirtækið Skeljungur vildi allt í
einu borga mörg hundruð milljónir fyrir, að
margir töldu, dauðadæmdan rekstur.

Meðal þessara ótrúlega heppnu eigenda Hans
Petersen voru systur, afkomendur Petersen. Önnur
þeirra var og er vel gift manni í áhrifastöðu,
Davíð Oddssyni seðlabankastjóra. Stuttu eftir
þessi kaup fékk DeCode og Kári Stefánsson,
spilavinur Davíðs, ábyrgð frá íslenska ríkinu
til að taka afar hátt erlent lán. Bankar, sem
enn voru í eigu ríkisins, keyptu svo hlutabréf í
fyrirtækinu sem leiddi til mikillar
hlutbréfabólu sem margir muna.

Forstjóri Skeljungs sem keypti rekstur Hans
Petersen er giftur konu sem óvænt fékk stöðu
dómsmálaráðherra í ráðuneyti Davíðs Oddssonar.
Síðar þegar olíufélögin vor sökuð um samráð
sluppu allir vel frá því, enginn fékk dóm og
aðeins smá vinstrilegur borgarstjóri þurfti að
segja af sér.
Leggi nú hver fyrir sig saman tvo og tvo.


mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarpsstjórinn tók að sér að græða - gegn vægri umbun! Eða hvað?

Er það misminni að Stjórinn hafi fengið háu launin (sleppum jeppanum!) af því hann ÆTLAÐI að skila gróða?!  Á nú að klappa drengnum á kollinn og segja: "þetta var hinum krökkunum að kenna, Palli minn. Hér er smá-aur og farðu svo út að leika þér aftur!" ?


Rás 2 á - skilyrðislaust - að sópa "út af borðinu" !

- svo notaður sé vinsæll frasi.  Nenni ekki að rökstyðja svo sjálfsagðan hlut.  Oflaunaði, ofdekraði, hrokafulli, pólitísk ráðni - stjórinn  - má, mér og öðrum að meinalausu, fylgja með útaf....!
mbl.is Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ÞETTA FÓLK" er höggdofa vegna hegðunar þinnar, frú Ingibjörg!

-"Getur ÞETTA FÓLK ekki bara étið Kökur, fyrst það hefur ekki brauð?" sagði fræg, frönsk  drottning .    Mig minnir að "það fólk " hafi sýnt þeirri drottningu í  tvo heima - BÓKSTAFLEGA !

Undirrituð viðurkennir, með skömm, að hafa kosið flokk þinn! - og jafnvel haft talsverða trú á þér!

Hvað ert þú að meina með "TÁKNRÆNUM" hátekjuskatti?  það er ekkert bara táknrænt við að OF-launafólk láti af hendi 50 til 70%  þess er því nú er greitt umfram 800.000,00 krónur á mánuði! Slikt er einföld viðurkenning á að það sé oflaunað við núverandi efnahagsástand - og því beri að skila meira en  helmingi oflaunanna til samfélagsins.

 Skiljir þú ekki þetta, skilur þú ekki neitt!  Skilur þú það?


"Þetta fólk" segir DROTTNINGIN

-"Getur ÞETTA FÓLK ekki bara étið Kökur, fyrst það hefur ekki brauð?" sagði fræg, frönsk  drottning . Mig minnir að "það fólk " hafi  sýnt þeirri drottningu í  tvo heima - BÓKSTAFLEGA !

Undirrituð viðurkennir, með skömm, að hafa kosið flokk "ÞESSARAR KONU" og jafnvel haft talsverða trú á henni!

Hvern andsk. er  þessi kona að meina með "TÁKNRÆNUM" hátekjuskatti?  það er ekkert BARA táknrænt við að OF-launafólk láti af hendi 50 til 70%  þess er því nú er greitt umfram 800.000,00 krónur á mánuði! Slikt er einföld viðurkenning á að það sé oflaunað við núverandi efnahagsástand - og því beri að skila, amk, helmingi oflaunanna til samfélagsins.

Segi ennú aftur: Ef þið skiljið ekki þetta, skiljið þið ekki neitt!  Skiljið þið það?


mbl.is Hátekjuskattur bara táknrænn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnvel Bólu-Hjálmar hefði undrast uppátæki LÝÐSINS er nú stýrir Íslandi.

 Hjálmar sendi sveitungum sínum fræga kveðju, að leiðarlokum.

Á hún undra-vel við nú: 

"Félagsbræður ei finnast þar,

af frjálsum manngæðum lítið eiga,

eru því flestir aumingjar, 

en illgjarnir þeir, sem betur mega."

 

Svei'ðí attan!


mbl.is Þrýsta vísitölunni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV!! Hvað er á seyði? Páll of dýr?

Við borgum RÚV- skatt - sem kallast afnotagjald - ekkert múður !!  Í kvðld var haldinn mjög mikilvægur borgarafundur sem full ástæða var til að sjónvarpa.     NEI, nei  - því var sleppt!   - RÚV hefði  etv, ekki ráð á að borga  stjóranum LAUNIN  - og hlunnindin, ef það væri gert?! 

 Halda  firrtir valdhafar virkilega ENN að það séu bara ÖRFÁ óróleg ungmenni sem heimta heiðarleg vinnubrögð?


RÚV! Hví í ósköpunum var ekki sjónvarpað nú?!

Hvað Á þetta að þýða?  - Ég borga um 30.000,00 ísl. krónur á ári fyrir að eiga  SJÓNVARP!  Dagskrá sjaldan mikils virði.     er haldinn mjög mikilvægur borgarafundur sem full ástæða er til að sjónvarpa. - að minnsta kosti útvarpa    NEI, nei  - því er sleppt!   - RÚV hefur  etv, ekki ráð á að borga  stjóranum LAUNIN og reka jeppann, ef það væri gert?!  Undirrituð mun framvegis mæta betur á fundi og í göngur gegn gerónýtum vald-höfum. Ekki er hægt að bera við æskubrekum þurfi herinn hans BjBj að fjarlægja mig af þingpöllum.
mbl.is Hiti í fólki í Háskólabíói
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bankaleynd" > Landráð? - Lögreglufylgd hæfir vel.

D.O. var fluttur í lögreglufylgd til að upplýsa hvað hann vissi um orsakir þess að Bretar beyttu hryðjuverkalögum á íslenska banka í október sl.   Viti maðurinn eitthvað mikilvægt í því alvarlega máli og segi ekki frá, er hann sekur um LANDRÁÐ.   Bankaleyndartal er ekta bull.   Laug hann kannski á morgunverðarfundinum fræga og vill nú snúa sig út úr því á sniðugan hátt ?    -     Brandarakallinn!


mbl.is Miserfitt að hætta í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband