sun. 3.5.2009
Þér segið það, Gylfi ráðherra!
Í tengdri frétt kemur einu sinn enn fram sú tugga frá ráðamanni að margt fólk "geti borgað" lán sín, einnig þann hluta sem er löglegt okur. Ég gef lítið fyrir reiknilist þessarar stjórnar sem hrósar sér af að lengja í hengingarólum hjá almenningi og fyrirtækjum - og hlífa engum fyrr en viðkomandi verður gjaldþrota "á mannúðlegri" hátt en áður tíðkaðist. Svei því attan!
...... ... ......
lokaorðin:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"
Flestir geta staðið í skilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Breytt 5.5.2009 kl. 08:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Parísardaman parísard
Athyglivert
- 28, jan 09 Tómasar Orra blogg
- Capitalism Hits the Fan A Marxian View - Richard Wolff marsisti um kapitalismann r wolff
Bloggvinir
- ace
- amman
- andreskrist
- annaragna
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- birgitta
- brylli
- bumba
- cigar
- diesel
- doggpals
- drum
- dunni
- einaraxel
- einarben
- einarolafsson
- elfur
- erlaei
- finni
- folkerfifl
- graenaloppan
- gudmunduringithorvaldsson
- gudrunp
- gudruntora
- haddih
- hallarut
- halo
- hehau
- helgafell
- helgatho
- himmalingur
- hlynurh
- holmdish
- hugdettan
- huldumenn
- icekeiko
- imbalu
- ingama
- jakobsmagg
- jennystefania
- jensgud
- jevbmaack
- joiragnars
- jonsnae
- jonvald
- kaffi
- kaster
- kermit
- kolladogg
- kotturinn
- kreppan
- kreppukallinn
- kristjantorfi
- larahanna
- laufabraud
- lillo
- lydurarnason
- malacai
- manisvans
- mariakr
- marinogn
- nimbus
- nordurljos1
- olofdebont
- pallvil
- raksig
- rannveigh
- reykur
- robbitomm
- runirokk
- rutlaskutla
- sailor
- salvor
- sibba
- siggisig
- siggith
- sigurbjorns
- sivvaeysteinsa
- skarfur
- skari60
- skessa
- slembra
- snjolfur
- steinibriem
- stjaniloga
- sverrirth
- tbs
- thj41
- trisg
- vefritid
- veravakandi
- zerogirl
- gattin
- bofs
- mariataria
- fullvalda
- joklamus
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hlédís mín.
Ég tek undir það sem að þú segir.
Kveðjan kær
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:33
Heyrði ekki þetta, en mikið er ég að missa álit á þessu fólki. Það læðist að mér óttahrollur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.5.2009 kl. 20:41
Hvaða markmið hafið þið fyrir hönd þjóðarinnar? Að þjóðin í heild komist sem fyrst út úr því erfiða ástandi sem valdatíð hægri aflanna leiddu af sér, eða að einstaklingarnir fái skammtímafróun með niðurfellingu skulda sem auka álögur okkar til lengri tíma?
Við erum í djúpum skít, því verður ekki neitað. Okkur var komið þangað með samspili nýfrjálshyggju, frjálshyggju, tiltekinna stjórnmálaafla og siðspillts viðskiptalífs. Það mun kosta blóð svita og tár fyrir alla þjóðina að komast úr þessu ástandi en lausnin er alls ekki flöt útstrikun skulda. Það hefur bara í för með sér auknar álögur á þjóðina alla, sem nóg er af fyrir.
Elfur Logadóttir, 3.5.2009 kl. 21:04
Ég fæ ekki séð að áform stjórnarinnar gangi upp í grundvallaratriðum. Gjá hefur myndast milli þjóðar og þings í efnahagsmálum og gengur það bara ekki.
Það er nú þannig að ef að þessi stjórn ætlar að halda þessum söng til streitu þá verður hún barasta fjarlægð. Þetta fólk er ekki í neinu sambandi við ástandið í landinu og er með þessum vinnubrögðum að vinna landinu tjón.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:09
"mun kostar blóð, svita og tár" hluta þjóðarinnar, Elfur! Hluti hennar verður settur "mannúðlega" á hausinn og enn fleiri flýja land, verði umrætt ranglæti látið viðgangast!
Hlédís, 3.5.2009 kl. 21:16
Elfur!!!
Fólk hefur það að markmiði að komast af. Venjulegt fólk stofnaði ekki til þessa viðbjóðs sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Við völd voru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Ekki gleyma því að Jóhanna Sig var í þeirri ríkisstjórn sem sat við völd þegar allt hrundi og venjulegt fólk, með venjuleg laun, sem býr í venjulegum húsum og tók til þess venjuleg lán horfði uppá afborganir af lánum hækka frá ca 40% (verðtryggð lán) - 100% (erl.lán), laun lækka, Kaupmátt rýrna verulega, eignaverð hrynja og síðast en ekki síst verð á matvælum hækka um 100%. Núverandi ríkisstjórn er ekki (ekkert frekar en sú stjórn sem sat við hrunið) að ráðast að vandanum. Það er ekkert verið að gera í að styrkja gjaldmiðilinn sem skiptir höfuðmáli og myndi leysa langflest þau vandamál sem við þurfum nú að horfast í augu við. Það fara 5-10 fyrirtæki á hausinn á dag Elfur! Það missa 30-50 manns vinnuna á dag Elfur! Og þú jarmar um skammtímafróun V/ niðurfellingu skulda! Í fyrsta lagi þá verða þessi lán færð yfir í nýju bankana á 70% afslætti, þannig að það er nægt rými til að fella niður 20% og vel það og það sem meira er þá eru allar forsendur fyrir öllum húsnæðislánum á Íslandi löngu brostnar. Ef þú kaupir þér bíl sem eyðir 30 á hundraði en átti bara að eyða 10 samkvæmt bílaumboðinu, tekurðu því bara þegandi og hljóðalaust Elfur? Hvaða lausnir ert þú með á ástandinu? Eigum við bara að þegja og borga? og enda öll gjaldþrota í örmagna landi sem verður á svipuðum efnahagslegum stalli og austur-evrópu þjóðir innan skamms?
Eggert (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:17
Hvernig stendur á að ekki er hlustað á Gunnar Tómasson, hagfræðing í þessu máli? Mér sýnist ekki minni þörf á að fara eftir hans ráðum en galdrakonunnar Evu Joly.
Hlédís, 3.5.2009 kl. 21:19
Elfur,
Það er nú einfalt manneskja. Rollback á verðtryggingu til janúar 2008. Að bankarnir byrji að semja við fólk af einhverju viti og að þessar blessuðu yfirklórsaðgerðir Jóhönnu komi fram í því eins og frumvarpið sagði til um.
Að ríkissjóður hætti að yfirtaka skuldsett fyrirtæki vina sinna. Að pakkið sem sat í ríkisstjórn í bankahruninu og stjórnaði Bankamálaráðuneytinu + Fjármálaráðuneytinu sitji ekki í ríkisstjórn.
Að ofuráhersla verði lögð á að meta skuldastöðuna og efnahagsreikningar bankanna fáist á borðið í einum grænum síðan verði ákveðið alveg ný strategía í samningum við kröfuhafa. Við borgum ekki Icesave því samkvæmt skýrslu Franska Seðlabankans eigum við ekki að gera það.
Svona til að byrja m með.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:24
Hvaða eiga peningarnir að koma til þess að færa verðtrygginguna til baka, Gunnar? Elfur hefur rétt fyrir sér. Við myndum sennilega flest vilja sjá lánin okkar lækka um 20% eða fjórar milljónir, en við höfum einfaldlega ekki efni á því sem þjóð.
Svala Jónsdóttir, 3.5.2009 kl. 21:30
Svala!
Verðtryggingar- og vaxta-okrið eru uppdiktuð verðmæti alveg eins og háa hlutabréfaverðið í "gömlu" bönkunum, ranga, verðið á Sterling flugfélaginu, o s frv! Nú er skyndilega látið rétt eins og bankarnir hafi í raun lánað fólki og fyrirtækjum allt þetta fé!
Hlédís, 3.5.2009 kl. 21:37
Svala,
Hvaða peningar?
Það er ekki um neina peninga að ræða heldur reiknikúnstir stjórnvalda. Það er einfaldlega engin fótur fyrir þessari þvælu eða raunverulegir fjármunir á bakvið þessa útreikninga.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 21:49
Lesið nýjan pistil Haralds Haraldssonar um sama mál:
http://hhbe.blog.is/blog/hhbe/#entry-869597
Hlédís, 3.5.2009 kl. 21:51
Gunnars W!
Reiknikúnstirnar með verðtryggðu okurlánin minna á lýsingu HKL á því er Sölva Helgasyni tókst að reikna barn í konu!
Bágt er ef allir reiknimeistarar nýrrar stjórnar verða af sömu sortinni.
Hlédís, 3.5.2009 kl. 22:01
jams,
Það eru til þjófar af öllum sortum og í öllum litum. Ég ber meiri virðingu fyrir Lalla Johns heldur en þessum hvítflibba-þjófum. Hann veit þó hvað hann er og reynir ekki að réttlæta það.
Lánin eru ólögleg. Þau verður að leiðrétta - strax.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:14
"Hluti af henni veður settur mannúðlega á hausinn"
Það er ekki gott að segja hvort Samfylkingin áttar sig á ástandinu því hún talar bara um ESB.
Sigurður Þórðarson, 3.5.2009 kl. 22:14
Ég tek fram að sjálf hef ég á ekki lent í hremmingum vegna verðtryggðra okurlána í hruninu. Tel þau samt ranglæti sem þarf að leiðrétta.
Hlédís, 3.5.2009 kl. 22:23
Já Sigurður, þetta fjallar að stórum hluta til um ESB. Hverjir fóru fyrir samninganefndinni gegn okkur í Icesave málinu? Frakkar (fyrir hönd ESB). Hverjir eiga kröfur á Íslendinga? - ESB.
Af hverju berst hér kveðja frá Forseta Evrópusambandsins til Jóhönnu Sigurðardóttur daginn eftir kosningar? Vegna þess að þessi mál eru fyrst og fremst inn á þeirra borði með milligöngu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Er gamli Maóistinn Barosso að senda kveðju til Íslenskra embættismanna, forsetans sem dæmi þegar að þannig ber undir? Allavega ekki á opinberum vettvangi.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:27
Ég er ekki heldur á leiðinni á hausinn Hlédís, en það sem er verið að gera hér er rangt. Tilgangurinn helgar hér meðalið og er það spurning fyrir okkur þjóðina að láta ekki þetta fólk koma svona fram.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 22:29
Það var og. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Ég hugsa að þessi póstur verði soldið langur ;)
Í fyrsta lagi er rót vandans mun aftar en stjórnarseta Samfylkingarinnar. Ljóst er að aðstæður sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu hér á 12 ára tímabili, ásamt grófum skorti á beitingu þess eftirlits sem hér átti að vera, eru ástæða þess að fjármálakerfið hér hrundi. Það gerðist vissulega eftir stjórnarskipti en allar greiningar sýna að lítið var hægt að gera til þess að koma í veg fyrir hrunið eftir að ný stjórn tók við eftir kosningarnar 2007. Það sem reynt var að gera mistókst hrapalega. Samfylkingin er ekki saklaus á hliðarlínunni, en orsakir hrunsins verða ekki færðar í hennar kladda.
Gunnar, það hefur sýnt sig á athugasemdum sem ýmsir hafa sett fram í bloggkerfum undanfarnar vikur að aðgerðirnar eru að virka. Aðilar sem hættir eru að borga af sínum skuldum sitja enn í sínum eignum og ekkert hefur verið gert til þess að breyta því - vegna þess að unnið er eftir þeirri reglu að fólk eigi að fá að búa í sínum íbúðum. Óski fólk eftir því, verður nauðungarsölum sem farið er fram á frestað.
Hlédís, ég geri ráð fyrir því að því miður verði ekki hægt að bjarga hluta Íslendinga frá gjaldþroti. En ég er fullviss um að sem betur fer verði hér um mun lægri fjölda að ræða en hrakspár hafa gert ráð fyrir, vegna þess að tilteknar aðgerðir - eins og greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun, frestun á nauðungarsölu, skylda bankanna til að bjóða greiðsluerfiðleikaúrræði sambærileg við Íbúðalánasjóð og fleira - þessar aðgerðir munu duga til þess að koma stærstum fjölda fólks undan gjaldþroti, en því miður ekki öllum.
Eggert hefur rétt fyrir sér, fólk er að reyna að komast af. Ég efa það ekki eina mínútu. Lýsing hans á því sem gerðist hér í fyrra og mun halda áfram að þróast á þessu ári er líka rétt, upp að vissu marki. Núverandi (fráfarandi) ríkisstjórn hefur gert heilmikið til þess að takast á við vandann og heldur áfram aðgerðum sínum þar til ný ríkisstjórn tekur til starfa. Fréttir síðustu daga bera það augljóslega með sér að sú ríkisstjórn sem er í pípunum er að vinna markvisst að samþættingu aðgerða næstu vikur, mánuði og ár. Síðast í dag voru sagðar af því fréttir að verið sé að vinna hörðum höndum að því að létta af þrýstingnum á krónuna, sem ætti að létta okkur lífið til lengri tíma litið, þó skjálfti og skrölt muni einkenna næstu vikur.
Uppsagnir eru sem betur fer að minnka og hröðun uppsagna hefur ekki verið eins mikil og spár gerðu ráð fyrir. Fjöldi á atvinnuleysisskrá í lok mars var minni en spáð hafði verið. Eitthvað mun verða um frekari lokun fyrirtækja á meðan uppgjöri bankanna seinkar.
Seinkun á uppgjöri bankanna er bagaleg og hefur haft verulega slæm áhrif því eiginfjárstaða þeirra, eignir og skuldir hefur áhrif á áhættugreiningu þeirra og þar af leiðandi lánveitingar til lífvænlegra fyrirtækja. Við vitum ekki ennþá á hvaða verði nýju bankarnir kaupa þær eignir sem fluttar voru á milli eða hvaða skuldir fylgja með í pakkanum. Þess vegna vitum við ekki hvort lánasafn gömlu bankanna er keypt með 30%, 50% eða 70% afföllum. Hins vegar hlýtur öllum að vera ljóst að ef verð lánasafnanna verður einungis 30% af nafnvirði þeirra þá er það vegna þess að ljóst er að 70% af lánasöfnunum þarf að afskrifa. Það er ekki hægt að afskrifa meira heldur en það, án þess að ríkið þurfi að bæta bönkunum slíkar afskriftir með frekari framlögum ... sem koma að sjálfsögðu úr vasa skattborgara og engra annarra.
Brostnar forsendur á húsnæðislánum er röksemdafærsla sem ég get miklu betur fallist á en hugmyndir manna um flata afskrift 20% lánasafnsins. Þess vegna finnst mér miklu skynsamlegri leið að fólk haldi áfram að borga en sæki síðan rétt sinn, fáist hann viðurkenndur.
Gunnar, bankarnir eru byrjaðir að semja við fólk af miklu viti, þó þú mögulega teljir annað. Viðskiptavinum bjóðast ýmsar aðgerðir sem ég hef áður nefnt. Ég veit ekki til þess að mikið sé um yfirtöku skuldsettra fyrirtækja "vina" ríkisstjórnarinnar eða að Björgvin G. Sigurðsson og Árni M. Mathiesen séu ráðherrar eða verði það í væntanlegri ríkisstjórn - finnst það reyndar mjög hæpið.
Væntanleg ríkisstjórn hefur áform um mjög gegnsæjan feril fyrir allar yfirtökur sem bankakerfið neyðist til þess að grípa til. Hvort sem um ræðir þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki eða almenn fyrirtæki sem skapa fjölda fólks vinnu. Markmið þess ferils er að tryggja sem flestum vinnu. Þessi áform fengust ekki studd af Framsóknarflokki eða Sjálfstæðisflokki á þinginu fyrir kosningar og því þurfti að leggja lagafrumvarpið til hliðar framyfir kosningar.
Strategía um að neita að borga skuldir sem þeim ber væntanlega að greiða (neita alls ekki möguleikanum á að greiðsluskylda sé ekki fyrir hendi) er jafnslæm fyrir ríki sem einstaklinga. Það er alltaf betra að ganga frá samningum án þess að fyrirgera rétti sínum til þess að sækja betri rétt dómstólaleiðina, heldur en að neita að borga og safna mögulega vanskilum á skuldbindingum sem verða dæmdar á viðkomandi seinna. Svo ég tali nú ekki um hversu miklu erfiðara það verður fyrir Íslendinga að sækja þær lánveitingar sem nauðsynlegar eru, með yfirlýsingar um að við neitum að borga það sem okkur ber væntanlega skylda til. Hvernig ætlum við þá að skríða út úr kreppunni.
Málið er nefnilega þetta, eins og ég sagði í fyrri færslunni, við erum í djúpum skít og við þurfum að skríða upp úr honum. Það tekur á og mun halda áfram að taka á í einhvern tíma í viðbót. Að auka álögur okkar með því að hækka þær fjárhæðir sem ríkið þarf að leggja bönkum og/eða Íbúðalánasjóði til, eða með því að hækka þær vaxtaprósentur sem okkur bjóðast á erlendum lánum, slíkar aðgerðir munu einungis lengja leið okkar í skítnum. Það var það sem ég átti við með skammtímafróun að ofan, og ég stend við það orðalag.
Elfur Logadóttir, 3.5.2009 kl. 22:29
þakka skilmerkilegt innlegg, Elfur!
Hlédís, 3.5.2009 kl. 22:35
Elfur,
Útreikningarnir eru ólöglegir og forsendurnar brostnar og fæ ég ekki betur séð en að þú fallist á það enda löglærð.
Hvað varðar slæmu strákana í X-D þá er nú búið að koma þeim í skammarkrókinn ekki satt? Samfylkingin á ekki að koma nálægt neinum ákvarðannatökum eins og er enda promoteraði hún Icesave ásamt X-D, hvað er Árni Páll að gera í fjárlagagerð, eða Svandís Svavarsdóttir? Hvað varð um alla fagmennskuna sem þið ætluðuð að innleiða?
Af hverju skipuðuð þið upp á nýtt í pólitískt Seðlabankaráð? Það vita allir sem kynnt hafa sér starfssemi Seðlabanka að Stjórnmálamenn eiga ekki að koma nálægt Seðlabönkum. Það á að vera Kínamúr þarna. Af hverju?
Hvað eruð þið að gera, hvaða gegnsæi? Ég veit ekkert annað en það að verið er að ræna almenning og hefur stjórnin sína hvítþvegnu áru kringum sig í formi lærðra manna og kvenna sem reyna út um allt internet að tala niður til almennings í þessu máli. Þessir lærðu menn og konur eru einungis teknókratar ríkisstjórnarinnar.
Hvaða fyrirtæki hafa verið' yfirtekin? Fjárfestingabanki Strums Burðarás sem dæmi, er það nógu stórt fyrir þig?
Þetta er bull og engin leið til að verja þetta. Þetta er lögleysa og óréttlæti og ÓÍslenskt.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:04
Nema hvað systkinin Lögleysa og Óréttur virðast vel á veg komin að ÍSLENSKAST, kæri Gunnar!
Hlédís, 3.5.2009 kl. 23:11
Gunnar, þú getur reynt að taka mig niður allt þú vilt en það breytir ekki staðreyndunum í málinu.
Í fyrsta lagi er þetta ekki réttur skilningur á hugtakinu "yfirtaka" hjá þér. Þau fjármálafyrirtæki sem hafa verið "yfirtekin" í skilningi neyðarlaganna hafa ekki verið tekin undir eign ríkisins, heldur yfir þau sett ný stjórn sem hefur það markmið að hámarka eignir til að eiga fyrir sem mestu af skuldum - þegar félagið er gert upp að lokum. Þessi fyrirtæki eru í raun í eigu kröfuhafanna og alls ekki ríkisins. Ég harðneita að samþykkja það að hægt sé að telja "yfirtöku" Straums Burðaráss sem yfirtöku "skuldsettra fyrirtækja vina" eins og þú orðar það að ofan.
Í öðru lagi er ekki rétt hjá þér að Samfylkingin hafi verið í markaðsherferð fyrir Icesave sérstaklega, en þær ferðir sem farnar voru með bankastjórum erlendis hef ég nú þegar sagt að hafi verið rangar, það er aðkoma sem slík sem Samfylkingin ber ábyrgð á, ekki á hruninu.
Árni Páll hefur fullt erindi í starfshóp stjórnarflokkanna um ríkisfjármál enda mikla þekkingu á því sviði. Þú verður að huga að því að þessi starfshópur er að vinna að pólitískri stefnumótun væntanlegrar ríkisstjórnar og Árni Páll er einn af fremstu þingmönnum Samfylkingarinnar á því sviði.
Ég er ekki hér til þess að verja eitt eða neitt. Ég tel hins vegar rangt að leyfa röngum staðhæfingum að standa óleiðréttum, því einstaklingar sem lesa blogg Hlédísar gætu fyrir vikið talið staðreyndir.
Elfur Logadóttir, 3.5.2009 kl. 23:26
Varðandi það að bankarnir séu að "semja við fólk". Já Elfur, horfðu á fréttirnar í Sjónvarpinu. Á hverjum degi fáum við fréttir af því að svo er ekki.
Ríkisstjórnin er ekki einu sinni að koma fyrirætlunum sínum í gang. Fyrst var það reynt með "tilmælum" og alls kyns fagurgala fyrir hönd Lífeyrissjóðanna sem dæmi, ekkert stenst í praxís. Síðan var þetta keyrt í gegn um þingið og á að halda en gerir það ekki, það eru vissar ástæður fyrir því.
Þá er verið að lengja í lánum upp í 70 ár heyri ég, ég spyr; af hverju ekki 100? Eða 150 ár? Barnabörnin og barnabörnin geta tekið við þessu.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:32
Ég bara sendi þetta til föðurhúsa Elfur. Taka þig niður, hvaða bull er þetta? Ég gæti allt eins sagt þá það sama við þig, að þú ætlir að taka mig niður.
Þú segir;
"Þau fjármálafyrirtæki sem hafa verið "yfirtekin" í skilningi neyðarlaganna hafa ekki verið tekin undir eign ríkisins, heldur yfir þau sett ný stjórn sem hefur það markmið að hámarka eignir til að eiga fyrir sem mestu af skuldum - þegar félagið er gert upp að lokum. Þessi fyrirtæki eru í raun í eigu kröfuhafanna og alls ekki ríkisins."
Í fyrsta lagi upp í hvað ætlið þið að ná þessum eignum, sitt fyrra verðgildi? Þær voru of hátt metnar til að byrja með og munu aldrei ná sínu fyrra verðgildi nema síður sé.
Af hverju er þetta ekki bara gert af eigendum bankans? Af hverju viljið þið að Bankinn sé á höndum ríkisins á meðan?
Þetta á að falla þetta drasl.
sandkassi (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:41
Á svo að gefa Flokka-gæðingum nýju bankanna þegar búið er að hressa þá við með hellingi af 70-80 ára hengingaróla-lánum? Nei! - bara Spyr svona!
Hlédís, 3.5.2009 kl. 23:41
Bíddu, horfðum við ekki á sama fréttatímann, Gunnar. Ég heyrði frásögn af því t.d. hjá Kaupþingi að 1200 manns hafi verið með greiðslufrystingu erlendra lána sem er að renna út um þessar mundir og að öllum þeim aðilum yrði boðið að breyta greiðslubyrði sinni til samræmis við það sem hún var í maí 2008. Eins kom fram að 600 manns hefðu þegar sótt um sambærilegt úrræði hjá Íslandsbanka.
Bankarnir allir hafa auglýst uppá síðkastið ýmis konar greiðsluúrræði fyrir fólk og hvatt það til þess að koma, hringja eða fara á netið hjá þeim til að ganga frá rétta úrræðinu fyrir sig. Ef það er ekki samningsvilji, þá veit ég ekki hvað kallast samningsvilji í þínum huga.
Ég hef ekki verið að tala um hvítþvott ríkisstjórna í formi lærðra manna um allt internet, en ef það átti ekki við mig, þá tek ég orð mín glöð til baka.
Eins varðandi ítrekaðar athugasemdir þínar að ríkið sé eitthvað að vasast með gömlu fjármálafyrirtækin. Það er misskilningur. Fjármálaeftirlitið skipaði vissulega stjórn en "við" ætlum ekki að ná eignunum upp í neitt og "við" viljum ekki að bankinn sé á höndum ríkisins - þvert á móti, í mínum orðum sem þú vitnar til tek ég það sérstaklega fram að fyrirtækið sé í raun í eigu kröfuhafanna og skilanefndin er klárlega að gæta hagsmuna kröfuhafanna og setur bankana hvorki í hendur ríkisins né fyrri eigenda, heldur kröfuhafanna.
Það er hins vegar gríðarlega mikilvægt að reyna að tryggja að bankarnir eigi fyrir forgangskröfum sínum þegar þeir verða gerðir upp, því á meðal forgangskrafna í bankanna gömlu eru inneignir Íslendinga, innstæðurnar sem ríkið lofaði að yrðu bættar að fullu ef til kæmi. Ef bankarnir eiga fyrir forgangskröfunum við uppgjör sitt, mun ríkið ekki þurfa að standa við loforðið - sem hlýtur að vera gott fyrir okkur, því okkar budda blæðir þá ekki á meðan.
Hlédís, auðvitað verður engum gæðingum færðar gjafir eins og þú ýjar að. Ég minntist á það í fyrri færslu að fyrirætlanir ríkisins séu um gagnsæja og óvéfengjanlega ferla þegar þessum eignum ríkisins verður komið á markað á nýjan leik.
Elfur Logadóttir, 3.5.2009 kl. 23:58
Þakka ykkur báðum innleggin, Gunnar og Elfur!
Ég veit þú skilur varkárni mína gagnvart loforðum, kæra Elfur. "Fyrirætlanir" voru göfugar við fyrri einkavæðingu bankanna og "gegnsæi" + "uppi á borði" hafa verið uppáhaldshugtök í pólitíkinni hér lengi.
Hlédís, 4.5.2009 kl. 00:13
Það voru aðrir flokkar sem fóru í einka"vina"væðinguna. Við stjórn í þetta skiptið verða væntanlega og vonandi aðilar sem standa við fyrirætlanir sínar :)
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 00:19
jams,
"Vísir, 23. mar. 2009 16:18
VBS fær lán hjá ríkissjóði til sjö ára upp á 26 milljarða
VBS fjárfestingarbanki hefur gengið frá samkomulagi við ríkissjóð um 26 milljarða lán til 7 ára vegna skuldbindinga bankans við Seðlabanka Íslands.
Í tilkynningu segir að með samningnum sé tryggt að ríkissjóður og þar með skattgreiðendur, fái að fullu greitt skuldbindingar þær sem VBS fjárfestingarbanki tókst á hendur vegna endurhverfra viðskipta við Seðlabankann.
Auk þessa mun samningurinn tryggja langtímafjármögnun á meginhluta skulda VBS fjárfestingarbanka, og þar með renna styrkum stoðum undir framtíð félagsins, hagsmuni viðskiptavina, hluthafa og starfsfólks.
Jón Þórisson forstjóri VBS segir að með þessu láni sé bankinn kominn í var og geti haldið starfsemi sinni áfram óbreyttri. "Í stöðunni í dag eru mörg tækifæri til staðar fyrir þá sem eftir eru á markaðinum og við ætlum okkur að nýta þau," segir Jón.
Lánasamningurinn inniheldur skilyrði um eiginfjár- og lausafjárstöðu auk annarra skilyrða og veitir hinu opinbera ríkari aðgengi að upplýsingum er varða rekstur og rekstrarhæfi bankans.
Stefnt er að því að birta endurskoðaðan ársreikning VBS fjárfestingarbanka þann 31.mars næstkomandi."
sandkassi (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:52
Hlédís ég þakka þér pistilinn og ykkur hinum umræðuna. Ég vil bæta þessu við:
Yfirvöld hafa gripið til þess ráðs að láta skuldara, oft ungar barnafjölskyldur, standa undir fjármögnun bankanna.
Gengisáhættan sem bankarnir tóku var í miklum mæli færð yfir á skuldara. Verðtryggingin sem yfirmælir stöðu skuldara er verkfæri valdhafanna til þess að fjármagna bankanna og vaxtagreiðslur til Jökla- og Krónubréfaeigenda.
Nú hafa bankarnir grætt svo mikið á heimilunum að útlit er fyrir að ríkissjóður þurfi ekki að leggja eins mikið í fjármögnun bankanna og upphaflega var talið.
Með þessu hefur verið hægt að þyrma fjármagnseigendum og auðmönnum (skattgreiðendum) á kostnað þeirra sem hafa mikla greiðslubyrði vegna húsnæðiskaupa.
Gylfi Magnússon vill ekki að skuldarar rísi upp gegn ranglætinu.
Hverjir eru Jökla- og Krónubréfaeigendur?
Hvers vegna er svo miklu fórnað fyrir hagsmuni þeirra?
Þessu verða yfirvöld að svara
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.5.2009 kl. 00:53
Elfur,
Þessi úrræði ná ekki til venjulegra Íslenskra lána með fasteignaveði. Ég veit að það er til of mikils mælst að þínu mati að gerandinn taki á sig höggið.
Ég er þér fyllilega ósammála.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 01:09
Hvergi í heiminum eru því líkir okurvextir á lánum vegna íbúðarhúsnæðis. Voru 23% um tíma, þ.e.a.s. verðtrygging + vextir. Það standa engar fjölskyldur undir slíku.
Ég sé ekki að það sé mikil góðmennska af kaupþingi að bæta þessum óþverra við höfuðstólinn hjá fólki og rýra þannig eignarstöðu þess.
Þetta kemur sér auðvitað vel fyrir bankanna sem eru að bæta eiginfjárstöðu sína.
Fyrirtækin hirtu gróðann. Nú haf þau ríkisvætt tapið og hverjir borga? Það eru alla vega ekki þeir sem nú lifa í munaði í London af aflandseyjareikningum sínum.
Ég er ekki ein af þeim sem stend frammi fyrir þessum óþverra en verður samt flökurt af að horfa á þetta.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.5.2009 kl. 01:32
já Jakobína,
Það er hægt að fegra þetta hægri vinstri, ríkisstjórnin er úti að skíta.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 01:35
Eyðum ekki tímanum í orðagjálfur, látum verkin tala þannig að ríkisstjórnarafturgangan taki eftir!
corvus corax, 4.5.2009 kl. 07:15
Við verðum að finna leið til að dreyfa byrgðunum enda standa margir með drápsklyfjar. Það er ekkert réttlæti í því að fólk taki á sig byrgðar af bankahruninu eftir skuldastöðu. Nauðsymlegt er að skipta þeim frekar eftir tekjuskiptingu eða auðæfum, þvi í þessu ástandi komumst við hvorki lönd né strönd.
Héðinn Björnsson, 4.5.2009 kl. 09:45
Gunnar, þetta lán til VBS er skuldbreyting á skuld sem fjármálaráðuneytið keypti af Seðlabankanum, til þess að eiginfjárhlutfall Seðlabankans væri fyrir ofan lögbundið lágmark. Það er fáránlegt að reyna að fella þessa frétt undir einhvers konar einkavinavæðingu eins og þú virðist vera að gefa í skyn.
Jakobína, það er misskilningur hjá þér að verið sé að láta skuldara standa undir fjármögnun bankanna. Lánasöfn einstaklinga voru hluti af eignum gömlu bankanna. Frágangur kaupa á þeim eignum yfir í nýju bankana gengur út á að nýju bankarnir komi út á sléttu, þ.e. hvorki græði né tapi á þeirri fjárfestingu að kaupa þessi lánasöfn.
Það er jafnframt misskilningur hjá þér að verðtryggingin sé til þess að fjármagna bankana og vaxtagreiðslur til krónu- og jöklabréfaeigenda. Mikill misskilningur. Verðtrygging var sett á, á sínum tíma fyrir okkur launafólkið. Í landi óðaverðbólgu brunnu lífeyriseignir og aðrar sparnaðarráðstafanir upp í verðbólgubálinu og það margborgaði sig fyrir fólk að skulda umfram eignir. Verðtrygging er samkvæmt orðskýringu, trygging þín á því að 1000 krónurnar sem þú settir inn í bankann 1. janúar 2008 séu jafn mikils virði fyrir þig í dag þrátt fyrir verðbólguna á tímabilinu. Þú átt ennþá jafn mikinn pening, þ.e. getur keypt jafnmikið fyrir hinar verðtryggðu 1000 krónur á hvorum tímanum sem er. Verðtryggingin býr þess vegna ekki til aukna peninga fyrir nokkurn mann og því síður að menn geti notað mismun vegna verðtryggingar til þess að standa straum af einhverjum kostnaði.
Mig langar til þess að minna ykkur á umræðu Vinstri grænna um frítekjumark á fjármagnstekjuskatti sem átti sér stað fyrir kosningar. Þar greindu þau frá útreikningum sínum á því að með því að setja frítekjumark á fjármagnstekjur að fjárhæð 120.000 krónur þá var verið að fría 90% fjármagnseigenda við greiðslu fjármagnstekjuskatts. Fjármagnseigendurnir sem þið blótið svo mikið eru nefnilega við, ég og þú og börnin okkar, í gegnum sparnaðarreikninga, lífeyrissjóði og aðrar sparnaðaraðferðir, lögbundnar eða valkvæðar. Viljum við frekari skerðingu lífeyrisréttinda okkar? Er ekki nóg komið þar?
Gunnar, ekki gera mér upp skoðanir, auðvitað eiga gerendurnir að gjalda fyrir gjörðir sínar. Við erum hins vegar í þeirri stöðu nú að gerandinn er að minnstu leyti við borðið í dag. Gömlu eigendur bankanna hafa verið sviptir þessum eigum sínum og fá aldrei neitt út úr þeim þrotabúum. Nýju bankarnir eru ekki gerendur, þeir eru leikendur á erfiðum markaði þar sem markmiðið er að reyna að koma heilli þjóð í gegnum skelfingarástand.
Hvað varðar úrræðin sem ég nefni, sem eru gjaldeyrislánin þá eru það þau sem til skamms tíma eru erfiðari fyrir skuldara (og þar með þjóðfélagið) heldur en hin. Úrræði fyrir verðtryggðu lánin hafa hins vegar legið fyrir lengi, frysting afborgana í allt að þrjú ár, greiðslujöfnun og önnur þess konar úrræði bjóðast einnig fyrir verðtryggðu lánin.
Jakobína, ég talaði heldur hvergi um góðmennsku og ég sé heldur ekki að þeir bæti hjá sér eiginfjárstöðuna við að gera skuldurum kleift að standa við skuldbindingar sínar með auðveldari hætti en annars.
Mér dettur ekki í hug að verja svínin sem hirtu gróðann og lifa í vellystingum erlendis. Því síður er ég sátt við það skítaástand sem við erum í. Ég eins og þið er sem betur fer í þeirri stöðu að standast þessa ágjöf á meðan ég held minni vinnu, en ég vil fyrir alla muni leggja mitt af mörkum til þess að styðja fólk út úr þessu ástandi. Á sama tíma verðum við að horfa á málin raunsætt, átta okkur á því að gömlu og nýju bankarnir eru ekki sömu skítastofnanirnar og vinna saman að því að lágmarka skaðann fyrir þjóðfélagið, því það lágmarkar þær klyfjar sem á okkur - einstaklingana sem myndum þetta þjóðfélag - verða settar.
Héðinn hittir naglann á höfuðið. Við eigum að hlífa þeim mest sem verst eru staddir, veita þeim bestu úrræðin og verja fjármununum í að verja þeirra stöðu. Þetta þýðir að við hin sem betur erum stödd, sem enn höfum vinnu og hana mögulega sæmilega vel launaða, við þurfum að bera þyngri byrðar. Við þurfum að taka á okkur skattahækkanir ef einhverjar verða og auknar tekjutengingar, ef einhverjar verða. Til þess að stærsti og verst setti skuldahópurinn geti fengið mestu virðisaukninguna, meðal annars í gegnum skatta- og bótakerfið.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 10:47
Elfur það er ekki misskilningur minn að skuldarar séu að fjármagna bankanna. Það er það hverjum manni ljóst að bankarnir hafa tekjur af skuldurum. Hverju öðru?
Hvergi á byggðu bóli hefur fjármálakerfinu tekist að koma á ólögum á borð við íslensk lög um verðtryggingar. Til þess að toppa ósóman er grundvöllur þessarar verðtryggingar þannig að hann mælir skuldir á fólk umfram raunverulega verðbólgu.
Verðtryggingin tryggir að ef þú færð lánaðar 1000 kr þarft þú að borga 1100 til baka (tölur valdar af handahófi gæti allt eins verið 2000 til baka) en það fer eftir lengd lánstíma (compounding effect). Núvirðimat á hækkuðum höfuðstólum skuldara ætti að bæta eiginfjárstöðu bankanna. Veit ekki hvernig þetta fer fram í bókhaldinu en þegar verðbólguskotinu er bætt við höfuðstól af lánum myndast eign í bönkunum vegna þess sem ég segi hér að ofan um grundvöll útreikninga.
Ríkisstjórnin hefur bent á að ekki þurfið að fjármagna bankanna að því marki sem upphaflega var reiknað með. AGS gerði upprunalega útreikninginn um endurfjármögnun bankanna en þeir hafa sennilega ekki verið búnir að fatta þetta arfavitlausa kerfi þegar þeir gerðu hann.
Ég held Elfur að þú sért fyrsta manneskjan sem ég hitti fyrir sem telur verðtrygginguna vera góðverk við alþýður landsins.
Ég segi ekki að verðtryggingin sé til þess að fjármagna bankanna og vexti af krónu- og jöklabréfum en hins vegar gerir hún það ásamt okurvöxtum af lánum.
Staða með fjármálakerfinu og gegn almenningi endurspeglast í verðtryggingarlögunum og framferði stjórnvalda.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.5.2009 kl. 11:35
Elfur,
Það er þvílík þvæla sem þú ert að fara með hægri vinstri að það er erfitt að sjá að þér sé viðbjargandi. Ég hef séð orðræðu sem þessa frá ykkur Samfylkingarfólki hér og þar en meira að segja Jóhanna myndi ekki fara með annan eins málflutning.
Ég verð nú bara að ávíta þig fyrir að gera mér upp misskilning hér hvað eftir annað. Vendu þig af þessum ósóma hið snarasta ef þú vilt vera tekin alvarlega.
Ríkissjóður hefur yfirtekið þennan banka de facto. Það getur hver sem er lesið út úr pósti nmr. 30.
Það að þú ætlir hér að æfa þig í röksemdafærslu framhjá því sem allir sjá og vita gefur ekki til kynna neinn misskilning hjá mér heldur einungis að þú ert helst til bláeygð. Þú gefur þér alls kyns forsendur í þínum málflutningi og dregur ákaflega einfaldar ályktannir.
Ef ég væri þú þá myndi ég hætta þessari dómadagsþvælu og tileinka mér gagnrýna og sjálfstæða hugsun út frá staðreyndum en ekki kosningabæklingum stjórnmálaflokka nema þú ætlir að lenda á pari við Hannes Hólmstein.
Vertu blessuð.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:36
Ég nennti ekki að lesa þessar athugasemdir frá Elfi .. náði svona bróðupartinum.
Sé ekki betur en að hún telji aðgerðir bankana vera góðverk. Semsagt þessi greiðsluaðlögun og frestir. Það er bara ekki nóg.
Það er búið að hækka skuldir þessa fólks, bæði afborganir og síðan höfuðstólin um milljónir. Þetta eru rangar tölur .. þetta er þjófnaðu.
Eitt dæmi. Ég keypti íbúð fyrir 3 árum. Borgaði nokkrar milljónir inná og tók lán uppá 11 milljónir. Ég er búinn að borga af því í 3 ár. 60-70 þúsund per mánuð.
Í dag hefur afborgunin hækkað umtalsvert og lánið er komið upp í tæpar 15 milljónir. Samt fékk ég ekki krónu meira í peningum út á lánið.
Þetta er þjófnaður og ekkert annað. Það er verið að setja fólk í skuldafangelsi.
Afhverju á það að bitna á mér .. að auðmenn og bankaeigendur keyrðu allt til fjandans.. með dyggri aðstoð ríkisstjórnarinnar ... sem hækkuðu lán allra og lækkuðu verðgildi krónunar um helming.
Afhverju á þetta að bitna á mér?
Ég heimta það að lánin veðri leiðrétt .. þannig að lánmið mitt fari úr 15 milljónum.. niður í c.a 9 .. miðað við að það var 11 milljónir upphaflega .. og ég er búinn að borga allavega 2 milljónir.
Það er ekki hægt að láta bankahrunið lenda á íbúðareigendum.. og almenningi... á meðan auðmennirnir/bankaeigendurnir búa í höllum sínum í Bretlandi og annarstaðar og lifa lúxuslífi ... með milljónir eða milljarða inná leynireikningum í skattaskjólum.
Ef þessu verður ekki breytt .. að þá verður allt vitlaust hér á landi!!!
Það er verið að ræna fólk .. um hábjartan dag .. með leyfi ríkisstjórnarinnar!
ThoR-E, 4.5.2009 kl. 11:58
Gunnar,
ég afþakka pent uppeldð, ég er komin ágætlega til manns nú þegar. Ef þú hefur ekki áhuga á frekari málefnalegri umræðu, þá verður það að vera þín ákvörðun. Ég frábið mér persónulegar glósur þínar sem eiga ekki við nein rök að styðjast, enda móeygð mjög.
Það er ennþá alrangt hjá þér að halda því fram að ríkið hafi de facto tekið yfir VBS þó honum hafi verið lánað fé. Enn rangari er sú staðreynd að tengja þetta einhvers konar einkavinavæðingu.
Jakobína, þrátt fyrir að ég hafi sagt að hagsmunir lífeyris- og sparnaðareigenda hafi verið til hliðsjónar við setningu verðtryggingarinnar, þá sagði ég ekki að hún væri góðverk, alls ekki.
Mér dettur í raun ekki í hug að verja verðtrygginguna en í þeim fullyrðingaflaumi sem veður um internetið þessa dagana þá verður að benda á staðreyndir og reyna að ná fólki niður á jörðina.
Ég veit ekki með ykkur en ég hef áhuga á að búa hér áfram. Ég er reiðubúin til þess að leggja mitt af mörkum til þess og vonandi þið líka.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 12:16
Sæl og blessuð AceR og Jakobína!
Það fyrirfinnast hálaunamenn í landinu sem Geta borgað þessar ranglátu lánahækkanir. Elfur tilheyrir, ef til vill, þeim hópi. Göfugt að vilja gera það. Hins vegar er stór hluti lántakenda yngra fólk, atvinnulaust eða á lágum og miðlungs tekjum. Því virðist eiga að fórna til "bjargar" fjárhag landsin ! Svo vill til að þannig blóðfórn mun(di) setja alla þjóðina á hausinn, efnahagslega og siðferðilega.
Hlédís, 4.5.2009 kl. 12:17
Hlédís, ég er ekki hálaunamanneskja en ég viðurkenni vel að ég er yfir meðallaunum. Atvinnulausum og ungu fólki, lágt eða miðlungstekjufólki á alls ekki að fórna, það er bara rangt hjá þér. Það er einmitt þetta fólk sem mest áherslan verður lögð á að bjarga, með því að hlífa því í skattaðgerðum og tekjutengingum.
Munurinn á mér og þér held ég að sé að ég tel ekki að landinu verði bjargað með 20% niðurfellingu skulda þvert á allan skuldastigann, ég tel það setja landið í verri stöðu til langstíma, þó það gæti verið gott fyrir skuldarana sem niðurfellinguna fá til skamms tíma.
Minn málflutningur snýst um að ég er borgunarmanneskja fyrir mínum skuldum, þess vegna á ekki að fella niður hluta þeirra hjá mér. Ég er jafn fjandi ósátt með að skuldir mínar hafi hækkað langt umfram það sem eðlilegt er. Ég vil hins vegar að effort þjóðarbúsins fari í þá sem ekki eða varla geta bjargað sér - og það er ekki ég, á meðan ég held minni vinnu.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 12:24
20% niðurfelling ? þetta er ekki niðurfelling .. þetta yrði leiðrétting. Það er ekkert eðlilegt við að lánin hafa hækkað svona ..
Það þarf að afnema verðtryggingu ... og leiðrétta lánin.. færa vísitöluna aftur.
Mér finnst dapurlegt að sjá að fólk sættir sig við svona þjófnaði .. með brosi á vör.. og þrætir við fólk sem er búið að fá sig fullsatt á þessu óréttlæti.
ThoR-E, 4.5.2009 kl. 12:35
Hjartanlega sammála þér Hlédís.
Við þurfum að senda Landshöfðingjann heim (AGS embættið) og snúa okkur að því að fara að taka á vandmálum fólksins í landinu.
Einnig mættu hinir svokölluðu Evrópukratar hafa hljóðar um sig.
Í dag eru tvö öfl í landinu sem almenningur þarf að varast. Það eru lénsherrarnir og Evrópukratarnir. Þeir fyrrnefndu eru að verja kvótagróðann sinn og klíkusamfélag en þeir síðarnefndu eru málaliðar óæskilegra afla sem vilja komast í stöðu lénsherrana.
Og auðvitað blæir svo almenningi
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.5.2009 kl. 12:39
Héðinn og Corvus!
Þakka góð innlegg sem ég sá ekki áðan!
Hlédís, 4.5.2009 kl. 12:41
"ég afþakka pent uppeldið, ég er komin ágætlega til manns nú þegar. Ef þú hefur ekki áhuga á frekari málefnalegri umræðu, þá verður það að vera þín ákvörðun. Ég frábið mér persónulegar glósur þínar sem eiga ekki við nein rök að styðjast, enda móeygð mjög."
Ég er hræddur um að þetta sé ekki svona einfalt. Atvinnuleysið er mjög Persónulegt fyrir þá sem fyrir því verða. Stóraukin fjöldi barnaverndarmála eru einnig mjög persónuleg fyrir þá sem fyrir þeim verða. Ætlar samfylkingin að snúa sér að ættleiðingum?
Ég fyrirlít svona málflutning;
"Það er ennþá alrangt hjá þér að halda því fram að ríkið hafi de facto tekið yfir VBS þó honum hafi verið lánað fé. Enn rangari er sú staðreynd að tengja þetta einhvers konar einkavinavæðingu."
Hlífðu mér við svona bulli. Þú ert mjög ung sýnist mér og átt mikið eftir ólært, líklega meira en þig grunar. Ég hef svo sem engar áhyggjur af að ekki verði nægur mannskapur hér til að ræða við þig áhyggjur þínar af öllum misskilningi almennings, flölmiðla ect. þótt ég taki mér frí.
sandkassi (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:46
Bjarga, hlífa, hjálpa!
Slíkt er ölmusu-tal ! Við erum hér að ræða leiðréttingu á ranglátt reiknaðri "eign" RÍKIS-banka! Síðan eiga bágstaddir áfram rétt á þeim stuðningi sem hægt er að veita.
Vilji einhverjir velmegandi Gefa peninga aukalega til þjóðarbúsins er örugglega hægt að koma því við.
Hlédís, 4.5.2009 kl. 12:54
Umm... hr. Gylfi - Næstum ENGINN getur borgað sem tók lán í erlendri mynt. Áttum okkur á því.
Í stað þess að henda 220 milljörðum í að kaupa upp verðlausar eignir fjármagnseigendanna hefði mátt eyða 75% af þeirri upphæð til að létta ALLRI greiðslubyrði af því fólki sem Gylfi segir nú að "geti borgað". Þvílíkt rugl.
Mesta vitleysa sem þessi annars ágæti ráðherra hefur sagt enn sem komið er. Lang mesta...
Rúnar Þór Þórarinsson, 4.5.2009 kl. 14:40
Veit að margir eru með erlend lán í frosti - og þau eru að koma þaðan út núna fljótlega. Margir hafa líka tekið 1 milljón út af séreignasparnaðinum til að eiga fyrir lánum - öðrum t.d. Íbúðalánasjóðslánum og Lífeyrissjóðslánum.
Núna er þetta að verða uppurið - og hvað þá?
Ég auglýsi eftir ,,skjaldborg um heimilin" sem ríkissjórnin talaði um áður en til kosninga kom.
Við sem tókum lán - útfrá forsendum sem áttu að halda. T.d. í feb. 2008 sömdu SA og ASÍ - um ákveðið verðbólgumarkmið! Það þarf að setja vísitölu lánanna okkar og erlendu lánin - í þá stöðu sem þau voru 1. jan. 2008!
Jóhanna - koma svo!!! Hendurnar uppúr svuntuvösunum og framkvæma!!! Og það ekki seinna en strax!!!!
Inga (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:19
Ég ætla aðeins að segja þetta: Eitt af þeim meinvörpum sem komið hafa þjóðinni á hausinn er fólk eins og Elfur sem ver Samspillinguna út í eitt og starir í blindni þar til fer að vaxa gras á enninu á henni. Tími Jóhönnu og co er liðinn.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:34
Ég elska þig líka Ómar,
en þú ættir kannski að íhuga að ég hef ekki eytt einu orði í að verja Samfylkinguna, ég hef varið tíma mínum í að verja sannfæringu mína - fari þetta tvennt saman þá kemur það ekkert á óvart.
Elfur Logadóttir, 4.5.2009 kl. 22:01
Það styttist í byltinguna.
Öreigar allra landa sameinist........Nýtt Ísland
Styttingur (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 00:48
Nema ef við viljum heldur Nýja Ráðstjórnar-ríkið Ísland, þar sem annar hver maður hefur "tilsjón" með fjárhag hins - sbr. boðaðar lausnir fyrir fórnarlömb okur-lánanna!
Hlédís, 5.5.2009 kl. 13:26
Bjarga þeim sem verst eru staddir, hljómar sí og æ og þá verður mér hreinlega flökurt.
Meirihluti þeirra sem nú eru verst staddir eyddu einfaldlega um efni fram og eiga því kláralega að fara í gjaldþrot.
En svo það sé á hreinu þá er ég að tala um fullfrískt fólk en ekki þar sem fólk hefur lent illa vegna annara aðstæðna en bara kreppunnar.
Hitt er svo annað mál.
Við skulum einnig átta okkur á því að atvinnuleysisbætur eru í mörgum tilfellum hærri en lægstu launin og að það fólk sem hefur búið við slíkt og eða er nú á bótum eða fólk á meðlalaunum og GAT staðið við sínar skuldbindingar fyrir fall á EKKI að taka krónu á sig af þessum ófögnuði, því það fólk eyddi ekki um efni fram.
Og það á ekki að setja það í þá stöðu að þurfa betla einhverja ölmusu um skuldbreytingu eða frystingu eða annað slíkt kjaftæði því það á skilyrðslaust á fá LEIÐRÉTTINGU á sínum lánum. Lánin eru rangt uppreiknuð, það eru rangar forsendur bundnar í vísitölunni og allt tal um að við höfum ekki val um annað en að taka skellin ber merki um fólk sem ekki gerir greinarmun á réttu og röngu.
Þessar verðbætur á lánin okkar eru hreinn og klár þjófnaður sem eftir því sem ég best lærði í æsku á ekkert skylt með jöfnuði. það hefur ekki verið heiðarlega gefið og því skal taka stokkin og gefa upp á nýtt.
Ef fólk vill tala um jöfnuð, en það gera þeir sem trúa því að þetta muni kosta ríkissjóð gríðarlega fjármuni, fjármuni sem hann er þá að stela.
Þá vil ég benda á að ALLAR innistæður innanlands voru varðar hvursu háar sem þær voru, og að ef þetta kostar ríkissjóð svona mikið að leiðrétta þjófnaðinn þá eru þar nægir fjármunir til að dekka þann kostnað, því allt umfram tæpar 3 milljónir ættu þá að ganga upp í það að endurgreiða stórasta þjófnað sögunnar sem ríkisstjórnin er að framkvæma.
það gæti flokkast sem jafnræði á milli þegnanna.
Bestu kveðjur
(IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:22
Sigurlaug G.I.G.!
Þakka gott innlegg um heiðarleg vinnubrögð!
Hlédís, 5.5.2009 kl. 14:41
Sigurlaug,
pólitísk yfirlýsing um tryggingu innstæðna hefur ekkert lagalegt gildi. Það lærðum við á öryrkjadóminum um árið. Þess vegna er það hreinlega rangt sem haldið hefur verið fram á nokkrum vígstöðvum að 6-700 milljarðar hafi verið færðir úr ríkiskassanum til þess að greiða fjármagnseigendum. Það sem var gert var að auka forgang innstæðukrafna í þrotabú, til þess að tryggja að ráðstöfun fjármuna úr þrotabúinu væri fyrst til innistæðueigenda áður en skuldabréfaeigendum eða öðrum kröfuhöfum væri greitt sitt.
Annars velti ég því fyrir mér hvernig þjóðfélag við höfum búið hér til ef samúðin með þeim sem illa standa - af hvaða ástæðu sem er - er ekki meiri en svo að senda eigi þá í gjaldþrot sem eru illa staddir af röngum ástæðum. Ég er að minnsta kosti fyrst til þess að lýsa því yfir að það er ekki jafnaðarmennska í mínum huga og þannig jafnaðarmaður vil ég ekki vera.
Ég hef heldur engan áhuga á að gera menn að ölmusuþegum og tel samningagerð milli tveggja aðila (skuldara og skuldareiganda) ekki vera neina slíka aðgerð, hvort sem samningurinn snýst um að breyta skilmálum skuldarinnar með niðurfellingu eða með gjalddagabreytingum.
Verst annars að enginn hafi kvartað svona á meðan eignabólan var á leiðinni upp ...
Elfur Logadóttir, 5.5.2009 kl. 15:42
Æ, Elfur! Ósköp ER þetta orðið þreytt hjá þér.
hulda (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 15:59
Ertu þá að segja Elfur að frændi minn sem á yfir 20 millur á bók í banka geti ekki verið viss um að þær verði þar á morgun??? Eða hvað eru eiginlega að meina???
Það var jú margtuggið ofaní okkur í haust að neyðarlögin voru sett til að bjarga því sem hér heima var og tryggja innistæður landans, ertu að segja að það sé bara uppspuni. ??
Það vil svo til að ég skammast mín ekkert fyrir að vorkenna þeim ekki sem eyddu út og suður peningum sem þeir ekki áttu til, treystandi á fólk eins og þig sem mundi bjarga þeim úr snörunni, því miður er ég bara ekki svo góðhjörtuð.
Og svo er okkur hinum sem sýndu fyllstu aðgát ætlað að borga brúsann, nei takk, svoleiðis vinnubrögð er ég í það minnsta búin að fá mig fullsadda á, þvi það hefur oftar en ekki verið lausnir í áranna rás að gera slíkt þó í afmarkaðri tilfellum sé.
Slíkar "lausnir" kenna fólki bara að það sé allt í lagi að bruðla og sóa því ekki er ætlast til að menn séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum. Og ef allir fara að hugsa svo, hvernig verðum við þá stödd???
það að verja þjófnað sem stendur yfir á venjulegu fólki sem ekkert hefur til saka unnið er alveg með ólíkindum og að kalla það jafnaðarmennsku er enn merkilegra, ég tek allavega ekki þátt í slíkri jafnaðarmennsku. Ég greiði hins vegar glöð mína skatta og skyldur til að þeir sem minna mega sín, svo þeir búi við bætt kjör, en fjandinn hafi það að þeir sem ekki kunna sér hóf í græðgi og bruðla með fé sem þeir aldrei áttu, geti kallast til þess hóps.
Góðar stundir.
(IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:29
PS; Og Elfur ! það var víst kvartað af mörgum meðan eignabólan stóð, en það var bara ekki hlustað á okkur þá, og við vænd um öfund og annað miður fallegt ef sagt var eitthvað upphátt.
(IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:32
Elsku Hlédís mín. Hjartans þakkir fyrir þetta innlegg þitt og þær umræður sem farið hafa fram hérna á blogginu þínu. Mjög fræðandi. Ég er svolítið undrandi á skrifum Elfar Logadóttur. Hvar á fólkið að taka þessa peninga til að borga hækkanir þær sem verðtryggingar"æxlið" framleiðir? Ekki er kaupið verðtryggt. Það er enginn sem talar um það. Það var verðtryggt þegar þessi viðbjóður byrjaði. Það væri gaman að finna út úr því hvaða ríkisstrjórn var við völd, hver var fjármálaráðherra var þegar laun landslýðs var aftengt verðtryggingunni. Mig minnir að það hafi verið um 1984 eða 5, þori samt ekki að fara með það.
Ég ætla ekki að fara hérna á blogginu þínu út í mín fjármál, síður en svo. Aðeins að segja frá einu láni sem ég tók fyrir fjóru og hálfu ári. Vextir voru og eru ennþá 4.15%. Lánið var nítján millur og sexhundruð þús. Á þessum árum er ég búinn að borga rúmar sex milljónir, lánið stendur í tæpum tuttugu og sjö millum og ég er búinn að borga af höfuðstóli rétt um þrjúhundruð þús. Þetta skil ég engan veginn. Það er svo skrýtið að ég var með þokkalegar tekjur, vann mikið, gerði fjárhagsleg plön með banka, endurskoðanda og hagaði mér sem sagt alveg eins og maður átti að gera. Á einu bretti núna fyrir tæpum tveimur mánuðum hækkuðu afborganir vegna verðtryggingar um hundrað og fimmtíuþúsund. Hvar átti ég að ná í þessa peninga? Ég gat ekki aukið við mig vinnu. Þannig að gafst hreinlega upp. Með beztu kveðju.
Bumba, 5.5.2009 kl. 16:34
Við í sirkus Geira Smart
trúum því að hvítt sé svart
og bíðum eftir næstu frakt (í buxnadrakt).
sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 16:41
Sælar, Sigurlaug og Elfur!
Í efnahagsumhverfi (flott orð: efnahagsumhverfi ) því sem heimurinn býr nú við fer alltaf einhver á hausinn og það er alltaf "vitlaust gefið" eins og St. Steinarr orðaði það. Einn verður - og - alltaf öðrum "jafnari" í þessu kerfi.
Fyrr má nú, samt, aldeilis fyrr vera, ef á að dæma lungann úr ungum, íslenskum fjölskyldum og slatta af öðrum, á vergang eða í landflótta - til þess að halda röngu bókhaldi bankanna í lagi!
Fyrir nú utan að það er ranglátt, er það afspyrnu-óhagkvæmt! Við þurfum einmitt mest á þessu sama fólki að halda, ósködduðu, eigi að verða lífvænlegt á landinu aftur.
Hlédís, 5.5.2009 kl. 16:54
Nei að sjálfsögðu er ég ekki að segja það Sigurlaug. Það sem ég er að segja er að peningarnir sem tryggja að frændi þinn geti átt sitt í friði koma ekki úr ríkissjóði, að minnsta kosti ekki fyrr en með lagabreytingum. Þær lagabreytingar sem gerðar hafa verið (neyðarlögin) tryggja frænda þínum að eignum Bankans verður fyrst ráðstafað til þess að greiða honum sitt, áður en Lífeyrissjóðurinn (eða Deutche bank) getur sótt andvirði skuldabréfsins sem sjóðurinn keypti af bankanum. Þannig eru það kröfuhafar bankans sem bera skaða af því að frænda þínum er tryggt sitt. Þetta útskýrir m.a. hvers vegna erlendir kröfuhafar (t.d. hollenskir Icesave viðskiptavinir) hugleiða nú málssókn gegn íslenska ríkinu.
Gunnar þú getur snúið út úr að vild en það eru staðreyndir eins og þessi sem ég ræði hér fyrr í þessari athugasemd sem hafa ekki fengið eðleliega umræðu og það er þess vegna sem ég er hér að þrjóskast við innsetningu athugasemda til þess að bæta við þá upplýsingaflóru sem til staðar er. Það virðist vera að miklar rangfærslur séu á floti "þarna úti." Hver sem ástæðan er, þá er mikilvægt að leiðrétta rangfærslurnar eftir fremsta megni. Hver og einn getur valið að andmæla mér, leiðrétta mig eða sleppa því að lesa það sem ég skrifa,og fólki er að sjálfsögðu einnig heimilt að snúa út úr eða gera lítið úr orðum mínum. Ég tel það samt skyldu mína að leiðrétta rangfærslur og leiðbeina um það sem ég tel mig vita hvernig með eigi að fara, því þó ég hjálpi ekki nema einum aðila að öðlast réttar upplýsingar til þess að hann taki skynsömustu ákvörðunina fyrir sig, þá trúi ég því að með því geri ég gagn.
Elfur Logadóttir, 5.5.2009 kl. 17:03
En elsku Elfur mín, hækkunin á láninu mínu kemur heldur ekki úr ríkissjóði, heldur er það exelformúla í bankanum mínum sem hækkar lánið mitt vegna þess að útreikningar segja að vísitalan sé svona og svona . Sá höfuðstóll sem sú vísitlala er reiknuð út frá er hreinlega rangur og hann ber að leiðrétta.
(IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 17:12
Kæri Nonni "Bumba"!
Gott að sjá frá þér, en slæmt að þú lentir í banka-hakkavélinni! Viss um að Elfur finnur góða og gegna skýringu á því hvers vegna þú átt að borga ofvöxt lánsins þar til hnígur niður!. Vissulega er mest við Seðlabankann að sakast í upphafi lánstímans - með glæpsamlega háa stýrivexti í lítilli verðbólgu sem mikla sök eiga á hvernig komið er nú.
Framsókn og einhver tegund af jafnaðarmönnum kom bévuðum verðtryggingar-lögunum á, í góðri trú, 1979. Svei mér ef það var ekki einhver framsóknar- jafnaðarmanna-kokkteils-ríkisstjórn sem stöðvaði launahækkanir um 1983, en lét lánskjaravísitöluna geysa áfram. Þá fóru margir illa - svokallaður Sigtúns-hópur kvartaði - en var látinn blæða fyrir málstaðinn sem var minnkun verðbólgu!
Þetta veit Elfur trúlega lítið um, enda varla fædd þá - hefur þó sennilega fræðst um það í sögubókum - Elfur heldur, vel að merkja, ennþá að verðtrygging lána sé í takt við laun - má sjá í kommenti hennar hér löngu ofar!
Nonni minn - fyrirgefðu hvað þetta er orðið langt og flókið. Svei mér ef ég flyt ekki bara úr landi ef heldur sem nú horfir við stjórn þess!
Hlédís, 5.5.2009 kl. 17:22
Ég myndi gjarnan vilja að þjóðarbúið væri þannig statt að það gæti gripið til leiðréttinga af því tagi sem þú nefnir Sigurlaug. Í raun vonast ég líka til þess að eftir 2-3 ár, þegar rykið hefur sest að nokkru leyti og fyrirsjáanlegur er jákvæður hagvöxtur á nýjan leik að þá verði til staðar skilyrði sem gera okkur kleift að ganga í einhverjar slíkar leiðréttingar.
Að mínu viti er hins vegar því miður ekki hægt að grípa til slíkra aðgerða nú, og röksemdin um að þetta sé réttlátt á grundvelli þess að ríkissjóður hafi þegar bjargað innstæðunum með 600 milljarða króna framlagi gengur ekki upp, því það hefur ekki verið gert.
Ég finn til með þeim sem eru í erfiðri stöðu, það eru fleiri en einn slíkur aðili í minni fjölskyldu. Við verðum þess vegna að tryggja að ekki safnist upp vanskil og að menn eigi bæði fyrir framfærslu og öðru. Þess vegna þarf að skuldbreyta, lengja, frysta og aðlaga strax og takast á við stærð skuldaklafans síðar.
En það er bara ég, og eins og flestar aðrar athugasemdir af þeim 65 hér fyrir ofan (annarra en mín :)) bera með sér, eru fáir á þessum vettvangi mér sammála.
Elfur Logadóttir, 5.5.2009 kl. 17:24
Elfur!
Ég veit að þú vilt vel og veit að sumt sem þú segir stenst. Vandinn er illyfirstíganlegur. Þú mátt trúa því að mörg okkar erum/vorum stuðningsmenn núverandi stjórnar - höfum hugsað þessi mál rækilega og gerum það ekki að gamni okkar að gagnrýna gjörðir valdhafa nú.
Hlédís, 5.5.2009 kl. 17:34
Þetta er hárrétt hjá Sigurlaugu. Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur.
hækkunin á láninu mínu kemur heldur ekki úr ríkissjóði, heldur er það exelformúla í bankanum mínum sem hækkar lánið mitt vegna þess að útreikningar segja að vísitalan sé svona og svona . Sá höfuðstóll sem sú vísitlala er reiknuð út frá er hreinlega rangur og hann ber að leiðrétta.
Þennan þjófnað þarf að leiðrétta ... fyrr getur samfélagið ekki farið að gróa sárum sínum.. ef ég orða þetta þannig. Það verður aldrei sátt í samfélaginu, fyrren leiðrétting á lánum fólks verður ... hvernig væri að núverandi ríkisstjórn mundi setja þessi ESB mál sín ofan í skúffu og færi að vinna fyrir fólkið í landinu ?
ThoR-E, 5.5.2009 kl. 17:41
Elfur segir-
Að mínu viti er hins vegar því miður ekki hægt að grípa til slíkra aðgerða nú, og röksemdin um að þetta sé réttlátt á grundvelli þess að ríkissjóður hafi þegar bjargað innstæðunum með 600 milljarða króna framlagi gengur ekki upp, því það hefur ekki verið gert.
Ég notaði það sem rök um jöfnuð umfram annað að og að um ábyrgð á innistæðum væri að ræða, en ekki að ríkissjóður hefði greitt það út til bjargar innistæðum. En þú svarar ekki því hvernig það að leiðrétta lánin komi til með að kosta ríkissjóð slíka fjármuni sem þú vilt meina að verði??
Ef þú ert að tala um það að ef eignir bankanna rýrni sem því nemur að þá þurfi ríkissjóður að greiða meira inn í þá til að standa skil á hinum erlendu innistæðum?? að þá samþykki ég ekki þau rök, því ef íslenska ríkið ræður ekki við þetta þá er það bara svo og hinir erlendu kröfuhafar verða bara taka því. Menn borga ekki með því sem ekki er til. Og menn stela ekki af þriðja aðila til að slíkra hluta.
Því það réttlætir ekki þjófnað af íslensku þjóðinni sem ekkert hefur til saka unnið, að slíkt sé gert til að standa straum af því enda kemur það ekki til með að gera það hvort eð er.
Í stjórnarskrá okkar segir og hún er nú enn í fullu gildi.
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
það er ekki nokkuð sem segir að almenningsþörf sé fyrir því að stunda þjófnað.
það sem hér er að gerast er ekkert nema eignaupptaka í grófri mynd, en þú færð náðarsamlegast að búa áfram á eigninni sem þú átt ekki lengur.
Íslenska ríkið hefur því ekki heimild til að framkvæma hlutina svona, það er hreint og klárt sjórnarskrárbrot.
Ég lít því svo á að með því að vera með vísitöluna rangt skráða og í engu samræmi við raunveruleikan þá sé ríkið hér í grófri eignaupptöku þó í felum sé. Ég ætti því 20-30 % meira í mínu húsi ef vísitalan væri rétt skráð og hvað er það annað en eignaupptaka??
(IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 18:15
Þetta sem þú segir Sigurlaug I.G. er afar athyglivert innlegg. Vísitalan er kolröng og ásamt okurvöxtunum sá banabiti sem stór hluti almennings er að súpa seyðið af.
Hvorttveggja lamar lífsþrótt fólksins og fyrirtækjanna og ef Samfylkingin heldur að aðildarumsókn í ESB dugi til að leysa þennan vanda þá er ástæða til að ganga á ný til kosninga og ekki seinna en um næstu mánaðamót.
Árni Gunnarsson, 5.5.2009 kl. 22:28
Sæll Árni!
Satt segi'ði - ekkj'er'ða beysið!
Hlédís, 5.5.2009 kl. 22:50
Árni ... rétt hjá þér eins og venjulega fólk verður ekki sátt fyrr en þessi leiðrétting hefur farið fram, það finna það allir að brotið hafi verið á þeim.
En svona í lokin til að slá á létta strengi að þá segir þetta í stjörnuspá minni á MBL í dag.
Steingeit: Þú veist þú hefur rétt fyrir þér og vilt alls ekki fara neinn milliveg. Láttu skyldur þínar ganga fyrir öllu öðru.
I rest my case Og engin millivegur er til í þessu máli... leiðréttingu strax
(IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:32
Ég er sammála Sigurlaugu, góð færsla! Hér var fyrrverandi ríkisbókari í Silfrinu í fyrra að segja það að fáránlegt væri að reikna verðbætur út frá vísitölu neysluverðs enda ekkert samhengi á milli þessara þátta.
Fasteignavísitala! væri annað mál.
sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:37
Launavísitala með fasteignaverðs-ívafi kæmi til greina ;)
Hlédís, 5.5.2009 kl. 23:56
Æ, æ, hefur Elfur verið að leggja fólki línurnar hér, með kennslustund siðfræði. Ég er farin að halda að hún láti sig dreyma um tilsjónarmannstöðu.
Magnús Sigurðsson, 6.5.2009 kl. 00:36
Í þau DJOBB verða/yrðu MARGIR kallaðir OG MARGIR útvaldir! Góð aukabúgrein fyrir ákveðnar stéttir
Hlédís, 6.5.2009 kl. 12:48
Hvað eu jöklabréf
Elva (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 18:44
Þýðir nokkuð að treysta stjórninni?
hinn (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:29
Óskaplega ertu málefnalegur Magnús.
Ég er í góðri vinnu og hef ekki þörf fyrir aðra eða meiri. Það er til fullt af hæfu fólki til þess að hafa umsjón með einstaklingum í greiðsluaðlögun. Ég held jafnframt að engan dreymi um að verða umsjónarmaður í slíkum kringumstæðum því það er örugglega mjög erfitt starf.
Elfur Logadóttir, 6.5.2009 kl. 19:46
Þetta er hluti málefnisins, Elfur mín! Hellingur að hálaunafólki á fullu við að "sjá til með" "eymingjum"! Á viðeigandi launum!
Hin hliðin (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 20:03
Við getum búist við byltingu, eigi að ræna stóran hluta yngstu fjölskyldnanna í landinu aleigunni og meira en það.
hulda (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.