lau. 2.5.2009
LÖGREGLUSTJÓRI:"..enda ekki skynsamlegt að ganga of nærri lögreglunni, sérstaklega á tímum ..."
"....enda ekki skynsamlegt að ganga of nærri lögreglunni, sérstaklega á tímum efnahagslegra erfiðleika..."
Hvað þýðir þessi setning höfð eftir lögreglustjóranum í Reykjavík? Að efla þurfi herinn skyldi koma til óeirða vegna ástandsins? Hvað annað getur setningin þýtt?
..... ... .....
Föst lokaorð:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
Mikil fækkun í lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Parísardaman parísard
Athyglivert
- 28, jan 09 Tómasar Orra blogg
- Capitalism Hits the Fan A Marxian View - Richard Wolff marsisti um kapitalismann r wolff
Bloggvinir
- ace
- amman
- andreskrist
- annaragna
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- birgitta
- brylli
- bumba
- cigar
- diesel
- doggpals
- drum
- dunni
- einaraxel
- einarben
- einarolafsson
- elfur
- erlaei
- finni
- folkerfifl
- graenaloppan
- gudmunduringithorvaldsson
- gudrunp
- gudruntora
- haddih
- hallarut
- halo
- hehau
- helgafell
- helgatho
- himmalingur
- hlynurh
- holmdish
- hugdettan
- huldumenn
- icekeiko
- imbalu
- ingama
- jakobsmagg
- jennystefania
- jensgud
- jevbmaack
- joiragnars
- jonsnae
- jonvald
- kaffi
- kaster
- kermit
- kolladogg
- kotturinn
- kreppan
- kreppukallinn
- kristjantorfi
- larahanna
- laufabraud
- lillo
- lydurarnason
- malacai
- manisvans
- mariakr
- marinogn
- nimbus
- nordurljos1
- olofdebont
- pallvil
- raksig
- rannveigh
- reykur
- robbitomm
- runirokk
- rutlaskutla
- sailor
- salvor
- sibba
- siggisig
- siggith
- sigurbjorns
- sivvaeysteinsa
- skarfur
- skari60
- skessa
- slembra
- snjolfur
- steinibriem
- stjaniloga
- sverrirth
- tbs
- thj41
- trisg
- vefritid
- veravakandi
- zerogirl
- gattin
- bofs
- mariataria
- fullvalda
- joklamus
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er nefnilega það..
Óskar Þorkelsson, 2.5.2009 kl. 11:44
Það er regla frekar en undantekning að í efnahagslegum þrengingum aukast glæpir til muna. Áfengis-dópneysla tam eykst mikið og í kjölfarið glæpir. Heimilisofbeldi eykst líka........ það gæti nú verið það sem hann er að tala um
Heiða B. Heiðars, 2.5.2009 kl. 12:17
Þessar tilvitnanir sjást hvergi í greininni, en þó svo væri, hvaða her ertu þá að tala um? 347 lögreglumenn? Landhelgisgæsluna (Í kringum 150-170 menn)?
Annars þykir mér afar slæmt ástandið þegar nærri 320,000 íbúa þjóð hefur, ef lögreglan fær ekki styrk, aðeins 247 lögreglumenn. 320,000 gegn 247....
Brynjar (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 12:17
Það þarf að endurskipuleggja hverja á að eltast við og hverja ekki, það er mín reynsla. Það fer alltof mikið púður í að eltast við hassreykingarmenn, þegar ofbeldissinnað fólk gengur lausum hala, og hvar er verið að taka á innflytjendum og fjármögnurum eiturlyfja? Nei öll orkan fer í smáseiðin á götunum. Sem sjálf eru verstu fórnarlömbin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2009 kl. 12:30
Sæl ágætu Ásthildur, Brynjar, Heiða og Óskar!
Tek fram að mér finnst lögreglan eiga að fá góð laun fyrir sína erfiðu vinnu - sú mun ekki raunin nú.
Hlédís, 2.5.2009 kl. 12:38
Væntanlega hvoru tveggja óeirðir og glæpir. Annars held ég að lögreglustjórinn sé skynsamur maður.
Finnur Bárðarson, 2.5.2009 kl. 13:25
Ég skil pistil Hlédísar þannig að hún sé að spyrja hvort aukin lögregluvæðing séu eðlileg viðbrögð við aðsteðjandi erfiðleikum í efnahagsmálum. Hið opinbera hefur tilteknum fjármunum að dreifa og það má spyrja hvot þeim sé ekki betur varið í aðrar aðgerðir en lögregluaðgerðir.
Hernaðarhyggja forystu sjálfstæðisflokksins er sem betur fer á undanhaldi og ég vona að nálgun nýrrar ríkisstjórnar verði fjölbreyttari og friðsamlegri.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.5.2009 kl. 14:20
Sammála Ásthildi. Þeir ráðast í sífellu á blómareykingamenn og blómabónda á meðan glæpamennirnir ganga lausir og ekki einu sinni yfirheyrðir.
Matthías (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:48
Brynjar hann er að tala um lögreglumenn sem þjóna höfuðborgarsvæðinu ekki landinu.
Það eru um 700 lögreglumenn á Íslandi.
Og Matthías.. Mér er sama um "blóma"reykingamennina þar til að þeir fara á "blóma"tripp og setjast uppí bíl eða í "blóma"æðinu að fara að berja einhvern stór slasa eða drepa einhvern.
En það er ekki það versta "bómabændurnir" eru verstir, þeir hafa atvinnu og góðan gróða af dauða og þjáningu annarra.
Heiða B. þetta er akkúrat það sem hann er að tala um hver hugsandi einstaklingur getur séð það.
Þetta fólk sem hatar lögregluna er flest bara fólk sem vill fá að vera í friði til að geta stundað sín afbrot. Ekkert athugavert við það.
Bjossi (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:57
Þó það séu skráðir 700 starfandi lögregumenn á landinu þá er það nú allas ekki svo að þeir starfi allir á "götunni". Því fer næu svo fjarri.
VIÐ sem störfum á götunni erum alltof fá og oft á tíðum að drukkna í verkefnum og matar-og kaffitímar eitthvað sem við oft getum gleymt. VIÐ erum engin her heldur sinnum við almennri löggæslu og í því felst að sinna öllu því sem kemur inn í fjarskiptakerfi lögreglunnar. Mun það vera allt frá því að sinna hnupls-þjófnaðar og innbrotsmálum. Líkamsáras, nauðgun, eignaspjöll, umferðarmálin eru af ýmsum toga og að sjálfsögðu reynum við að hafa hendur í hári þeirra sem aka undir áhrifum þ.m.t. þessa "blómareykjandi" sem og þeirra sem aka undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna. Þess fyrir utan sinnum við oft nágrannaerjum (flokkast þó ekki sem lögreglumál) og hjálpum gjarnan eldra fólki sem kemst ekki sinna ferða eða jafnvel bara ekki upp í rúmið sitt.
Það sem að Hlédís og aðrir gætu séð ef þeir bara kærðu sig um að þá snýst daglegt líf lögreglu ekki um óeirðir og hver maður innan lögreglunnar er því fegin sé því ástandi lokið ...i bili allavega !!!!
Það er voðalega vinsælt að ræða um "einkaher BB" en það skilja það flestir að sá mannskapur er einungis kallaður til þegar að hinum almenna lögreglumanni þykir vegið að sínu öryggi og treystir sér ekki í aðstæður án þeirra. Því það er ekki ykkar að meta hvenær svo er heldur okkar !!!
Þeir taka til sín sem þurfa EN væru ekki ráð að sína þessu starfi og þeim sem því sinna örlitla viðurkenningu á þeim erfiðu verkefnum sem þeir mæta á degi hverjum??
Jóna Kristín (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:17
Jóna Kristín vill kannski vera svo væn að lesa athugasemd nr 5 - ef hún skyldi halda að ég telji lögreglumenn ofsæla af starfi sínu og launum.
Bjössi getur flutt sig á aðra blogg-síðu ef hann langar að ræða "fólk sem hatar lögregluna".
Hlédís, 2.5.2009 kl. 19:40
Bjössi: "Æði" og "tripp" eru ekki lýsandi orð fyrir kannabisvímu. Það eru hinsvegar lýsandi orð fyrir áfengisvímu og þú virðist vera að lýsa einstaklingum í slíkri vímu.
Varðandi Kannabisblómabændur. Eru þeir skárri eða verri en áfengisbruggarar? Mig langar að benda þér á að ekki eitt dauðsfall má rekja til neyslu kannabis.
Jóna Kristín: Hvort hefur þú meiri áhyggjur af áfengisneyslu eða kannabisneyslu í samfélaginu?
http://www.leap.cc/cms/index.php
LEAP eru samtök lögreglumanna í Bandaríkjunum sem vilja Kannabis lögleitt þar í landi. Kannski eru þeir með sannfærandi rök fyrir ykkur lögreglumennina og konurnar.
Matthías (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 20:24
Sæl Hlédís mín.
Og nú segi ég "mín".
Ég skil þetta á tvo vegu. Það þarf að auka fjölda Lögreglumanna, því í tíð fyrri stjórnar var þeim fækkað all verulega á meðan þjóðinni fjölgaði. Þetta þarf að leiðrétta,FINNST MÉR........ OG svo er útbreiðsla glæpanna með allt öðru sniði,sjáum til dæmis erlendu glæpagengin,það er kapituli útaf fyrir sig !
Laun Lögregluþjónanna mega hækka,hvað mikið veit ég ekki ? OG SVO.... gleymum því ekki að þessir mennog konur eru að vinna alltof mikla yfirvinnu,sem að getur á köflum gert þá ófæra um að sinna starfi sínu vegna ónógrar hvíldar.
Hvernig myndi ykkur líða að fara til vinnu daglega
og vita ekki hvort þú kemst heim,...... óskaddaður til líkama og eða sálar.
Hefur einhver hugleitt það inn í umræðuna ?
Áuðvitað vill ENGINN LÖGREGLURÍKI, en við verðum að hafa hæfa lögreglu til að vinna eftir lögum.
Með lögum skal Land byggja.
Góðar stundir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 03:37
Takk, kæri Þórarinn!
og þið fleiri sem skrifað hafið skynsamlega um kjör og aðstöðu lögreglumanna. Þið hafið sannfært mig um að megináherslan í máli lögreglustjórans var sú að hvorki sé rétt né skynsamlegt að þrengja að lögregluliði með síaukin verkefni. Tengingin við efnahagsástandið fór eitthvað fyrir brjóstið á mér, en það skiptir sáralitlu máli.
Þetta er rétt. Við höldum ekki uppi lögum, fremur en heilbrigðis- og menntakerfi, nema að manna lögregluliðið vel og greiða sæmandi laun.
Hlédís, 3.5.2009 kl. 10:56
Hvernig myndi ykkur líða að fara til vinnu daglega
og vita ekki hvort þú kemst heim,...... óskaddaður til líkama og eða sálar.
Hefur einhver hugleitt það inn í umræðuna ?
Segir Þórarinn
Já eftir arásir lögreglu á saklausa borgara í vinnunni þá hefur slíkt ástand verið hugleitt rækilega og telst ólíðandi
Kristján Logason, 5.5.2009 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.