Gleðilegt sumar - Góða og farsæla byltingu!

Vetur og sumar frusu saman, jafnvel hér í Reykjavík:

Á sólbjörtum morgni fyrsta sumardags keppa vorblómin og hrímið í skreytingu grænna grasflata. Laufgaðir runnar og tré. - Þetta er besta hugsanlega sumarbyrjunin, samkvæmt reynslu kynslóðanna.

Við trúum reynslu genginna kynslóða þessa lands - Við trúum líka á byltingu nýjustu kynslóðanna á stjórnarháttum landsins.

Gleðilegt sumar, góða og farsæla byltingu!


mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

gleðilegt sumar Hlédís mín

þú hefur gott lag á að raða orðum fallega saman:)

Birgitta Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 12:57

2 Smámynd: Bara Steini

Bylting og blómlegar kveðjur til þín :)

Bara Steini, 23.4.2009 kl. 13:02

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilegt sumar á Fróni!

Hér er sumar allt árið, nema að það varð einu sinni fyrir mörgum árum að hitinn datt niður í 20 plús gráður. 

Varð að kalla til herinn sem komu með teppi og lækna, enn það dó fjöldi manns manns úr vosbúð og kulda.

Hitin í dag var mest 48 gráður celsius og það er bara óskaplega þægilegt....  

Óskar Arnórsson, 23.4.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: Hlédís

Sæl og blessuð, Birgitta,

Bara Steini og Óskar!

Hlédís, 23.4.2009 kl. 13:46

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk og sömuleiðis.

Rut Sumarliðadóttir, 23.4.2009 kl. 13:54

6 Smámynd: Hannes

Gliðilegt sumar og vonandi komast Vinstri grænir ekki til valda enda mun það enda með skelfingu.

Hannes, 23.4.2009 kl. 14:05

7 Smámynd: Hlédís

Við vonum það besta á nýju sumri, Hannes og Rut!

Hlédís, 23.4.2009 kl. 15:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðilegt sumar!

Þorsteinn Briem, 23.4.2009 kl. 15:20

9 Smámynd: Hlédís

Fáum við eina vor-kosninga-vísu, Steini Briem?

Hlédís, 23.4.2009 kl. 15:28

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar skúrkurinn á sig skeit,
skítbuxinn Guðlaugur geit,
hann sendur verður í sveit,
í sumar þú verður með heit.

Þorsteinn Briem, 23.4.2009 kl. 16:41

11 Smámynd: Hlédís

Þökkum innlegg Steina Briem!

-  Öllu þarf blessuð landsbyggðin að taka við

Hlédís, 23.4.2009 kl. 17:26

12 Smámynd: H G

Gleðilegt og grænt sumar!

H G, 23.4.2009 kl. 17:32

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðilegt sumar!

 Ég vona að Óskar sé með ísvatn við hendina. 

Sigurður Þórðarson, 23.4.2009 kl. 17:41

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Gleðilegt sumar Hlédís mín.

hilmar jónsson, 23.4.2009 kl. 17:50

15 Smámynd: Hlédís

Gangi okkur allt í haginn, kæra Tinna og Hilmar - einnig Sigurður

Hlédís, 23.4.2009 kl. 22:21

16 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gleðilegt sumar, góða Hlédís,

með ósk um nýja "grilláhaldabyltingu".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 24.4.2009 kl. 05:57

17 Smámynd: Hlédís

Vel byrjar það, kæra Jenný Stefanía! ´

Kveðjur westur!

Hlédís, 24.4.2009 kl. 11:37

18 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Sæl Hlédís og gleðilegt sumar sjálf. Takk fyrir bloggið í vetur, heimsóknirnar og kommentin! Það hefur verið einstaklega skemmtilegt.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.4.2009 kl. 14:55

19 Smámynd: Hlédís

Sæll og blessaður, Rúnar Þór!

Segi það sama - gagnkvæm innlit í vetur voru uppbyggi- og skemmti-leg

Sumarið hefst á tímamótakosningum -

- við gefur áfram jákvætt aðhald!

Hlédís, 24.4.2009 kl. 19:47

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Átti þetta ekki að vera "Gleðilegt sumar og góða og farsæla bitlinga"? ;)

Siggi! Ég er með 3 ísskápa og einn í stofunni sem framleðir klaka. Nóg ísvatn hér! ;)

Annars hef ég aldrei skilið hugtakið að "klæða af sér hitann" fyrr enn þegar maður sér vegavinnumenn og byggingamenn þess meira klædda eftir því sem hitinn verður meiri.

Þeir drekka eitthvað sem líkist íslenskri mysu. Maður á ekki að drekka mjög kalda drykki í svona hita. Vonandi hafa allir fengið skilaboðin sem ég sendi um að það er búið að kæra Samfylkingunna opinberlefa fyrir landráð til lögreglu.

Það hlýtur að vera lögmaður sem útbjó þessa kæru. Þetta skilaboðasystem er ekkert allaf að virka.

Óskar Arnórsson, 24.4.2009 kl. 20:07

21 identicon

Gleðilegt sumar sömuleiðis!  Flott blogg hjá þér.  Ég er ekki sammála þér í mörgum atriðum, í öðrum mælir þú "manna" heilust.  Mér finnst gleðilegast við bloggið þitt að þú leyfir öllum að tjá sig, svo lengi sem þeir eru málefnalegir.

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:36

22 Smámynd: Hlédís

Sæll og blessaður, Tómas Örn!

Þakka hrósið um bloggið mitt. Auðvitað erum við ekki sammála í öllu. Þá fengist engin umræða. Hér er ekkert strokað út, nema innlegg sem eru verulega rætin um persónur.  Málefnalegt er þetta nú ekki allt - ekki heldur hjá mér 

Kær kveðja til foreldrisins sem heldur úti skáldlegu, skemmtilegu og málefnalegu bloggi!

Hlédís, 24.4.2009 kl. 22:15

23 Smámynd: Hlédís

Óskar minn!

Ég fæ ekki skilaboð í bloggpóstinum, nema sent á > disdis < eingöngu (eiginnafn kommur og svigar strokuð út!) Viltu annars senda á netfangið mitt?

 Svo óska ég þér eins margra bitlinga í sumar og þú verðskuldar!

Hlédís, 24.4.2009 kl. 22:26

24 Smámynd: Hlédís

Óskar!

fann Landráða-kæruna á blogginu þínu rétt í þessu!

Hlédís, 24.4.2009 kl. 22:39

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flott Hlédís mín! Það var komin tími á svona kæru...

Óskar Arnórsson, 25.4.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband