Stjórnmálaspekingar hjá Silfur-Agli hunsuðu nýju framboðin! FLokkurinn missir fylgi til XO!

Fundur RÚVmanna, Jóhönnu Vigdísar og Sigmars fyrr í kvöld með leiðtogum kosninga-listanna fór merkilega vel fram. Lítið var um framítökur og voru menn sæmilega málefnalegir og skýrir.

Uppákoman með Egil Helgason og vitringana þrjá fyrir og eftir fundinn var hinsvegar lélegt hálfkák að mínu mati. Auðvitað hafði fólkið engan tíma til að segja neitt af viti - Hitt var verra að hugur þess var eingöngu hjá stóru flokkunum - auk þess sem undirrituð þóttist merkja með hverjum, amk einn vitrngurinn "hélt"       - Bendi sérlega á eitt sem var forkastanlegt: Öll fjögur tóku þau undir að Bjarni Ben. væri sýnilega að biðla til fyrrum kjósenda D-listans að fara nú ekki að kjósa SF eins og svo margir virðist ætla að gera!                Staðreyndin er að straumurinn frá FLokknum eina liggur til lista Borgarahreyfingarinnar: O-LISTA! og sjálfsagt eitthvað til Lýðræðishreyfingarinnar sem þó sýnir minni vöxt í könnunum.      -   Þetta vita Vitringarnir!   -     en þeir kusu að hunsa nýju framboðin fullkomlega!    Lélegt!


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér, þetta var hálfkák.. eins og oft hjá Agli.

Óskar Þorkelsson, 24.4.2009 kl. 23:37

2 identicon

Sæl Hlédís.

Ég var svo klár að,

 ég horfið ekki

 og heyrði ekki

 og mér líður ágætlega með það.

Ég veit hvað ég ætla að kjósa og það fær því ekkert(engin/enginn) breytt úr þessu, það er hvort eð er allt í klessu.

Góða nótt Hlédís.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Með þessum botnlanga Egils og „ríkisstyrktum vitringum“ var í raun verið að gefa skít í þessar kosningar. Vantaði bara að fá í lokin 2-3 stjórnmálaexperta til að tjá sig um álit „vitringanna“ á umræðum flokksformanna. En þegar upp er staðið, þá var þetta allt saman mjög klént, því miður.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 24.4.2009 kl. 23:47

4 identicon

Ég er nú lítið fyrir sundrung og tell að við ættum öll að sjá sóma okkar í að kjósa X- D. það er grenilegt að hann hefur verið andstæðingur allra nú í þessum kosningum og skotmark allra.. Eðlilega... Það er búið að vera veruleg endurnýjun í honum og þú ættir að kjósa hann. Það er tómvitleysa að henda atkvæðinu á glæ og kjósa annað... Með fullri virðingu fyrir þessum nýju bólum það er ekkert vit í öðru en að kjósa X -D

Pétur Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Hlédís

Skynsamir, að vanda, allir þrír, Óskar Þ, Þórarinn og Ásgeir KLár!

Hlédís, 24.4.2009 kl. 23:55

6 Smámynd: Hlédís

Sæll og blessaður, Pétur Á!

Mér þykir ráðlegast að FLokkurinn eini fari í meðferð og endurhæfingu allmörg ár

Hlédís, 24.4.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: H G

Við hæfi að fyrrum forfallnir XD fari í >> XO

Þó XV(G) sé ennú betra :)

H G, 25.4.2009 kl. 00:12

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hrikalegt að horfa upp á þessa hundsun á Borgarahreyfingunni..hefði nú haldið að sagnfræðingurinn myndi minnast á hana sem afl sem spratt upp úr byltingunni og hefur nú með stæl brotið 5% múrinn. En ekki eitt orð. Hvernig á að taka mark á svona stýriumræðum?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.4.2009 kl. 01:14

9 Smámynd: Sigurjón

Ég er lifandi dæmi um fyrrum forfallinn XD sem fór í XO, enda miklu betra koníak...

Sigurjón, 25.4.2009 kl. 01:16

10 identicon

Þurfum að muna að hafa konjakkið við hendina1

XO (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:27

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hæ allir - munið kosningavökuna hér á sv-horninu í Iðnó frá klukkan 22:00

Eigum vonandi aur til að bjóða upp á eitthvað - en verður amk opin bar fyrir þá sem vilja versla sér eitthvað :P

Baldvin Jónsson, 25.4.2009 kl. 02:41

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held því miður að þetta sé rétt hjá þér Hlédís, þ.e.a.s. að sjálfstæðismenn séu stór hluti þeirra sem kjósa O-listann og P-listann.

Ég ætla ekki að kasta rýrt á Þór Saari í sjónvarpinu í gær, þar sem hann benti á ýmislegt sem aflaga fór. Nákvæmlega sömu hlutir standa í endurreisnarskýrslu Sjálfstæðisflokksins.

Þór endurtók hins vegar í sífellu sama hlutinn: "að beggja megin hans sætu þeir sem ollu hruninu og rifust um framtíðina".

Þetta er hárrétt hjá manninum. Þessar kosningar snúast um þá flokka og þær stefnur, sem sátu sitt hvorum megin  við Þór Saari - hægri/vinstri stjórnmál, hægri vinstri lausnir.

Þessar kosningar snúast ekki um O-listann eða P-listann og hvað þetta klassíska óánægjufylgi kýs, sem til þessa hefur kosið Frjálslinda, Flokks mannsins, Sólarvinaflokkinn, Flokk eldri borgara og hvað þessir smáflokkar allir heita.

Nei, það verða enn sem komið er fjórflokkarnir, sem ráða ferðinni og innan þeirra þarf endurnýjunin í íslenskum stjórnmálum að koma.

Mín spá er hins vegar að nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að sætta ólík sjónarmið innan flokksins til haustsins verði til annar öflugur miðju/hægri flokkur. Slíkur flokkur hefði ekki aðeins ESB aðild á stefnuskránni, heldur grundvallarsjónarmið og lífsskoðanir fólks. Við megum aldrei gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður upp úr tveimur flokkum, Frjálslynda flokknum og Íhaldsflokknum. Það hefur alltaf verið grunnt á því góða milli þessa fólks, sem hefur komið berlega í ljós í aðdraganda kosninganna.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.4.2009 kl. 09:11

13 Smámynd: Hlédís

Þakka þér gott innlegg, Guðbjörn. 

Ég vissi ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var upprunalega samsettur úr svona ólíkum hópum - hef, enda, alla tíð átt skelfing bágt með að skilja hann ;)  - Hygg að þú munir leggja gott til í uppbyggingar- og breytinga-starfinu sem framundan er.  Óflokksbundnar raddir á Alþingi munu líka gera gagn í því ferli.

Gleðilegt sumar! 

Hlédís, 25.4.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband