lau. 18.4.2009
Kosningarnar kosta 606 krónur á hvern Íslending - Stór partur laun og hluti fæst aftur í sköttum!
"Gert er ráð fyrir því að það kosti að minnsta kosti 200 milljónir króna að halda alþingiskosningarnar" segir í tengdri frétt
Kosningarnar kosta 606 krónur/mann - Stór hluti laun og hluti fæst aftur í sköttum!
18 ára valda-tíð Flokksins Eina kostar okkur X milljónir króna/mannsbarn. Enginn afsláttur gefinn!
---- --- ----
Föst lokaorð:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
Kosningar kosta 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:04 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Parísardaman parísard
Athyglivert
- 28, jan 09 Tómasar Orra blogg
- Capitalism Hits the Fan A Marxian View - Richard Wolff marsisti um kapitalismann r wolff
Bloggvinir
- ace
- amman
- andreskrist
- annaragna
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- birgitta
- brylli
- bumba
- cigar
- diesel
- doggpals
- drum
- dunni
- einaraxel
- einarben
- einarolafsson
- elfur
- erlaei
- finni
- folkerfifl
- graenaloppan
- gudmunduringithorvaldsson
- gudrunp
- gudruntora
- haddih
- hallarut
- halo
- hehau
- helgafell
- helgatho
- himmalingur
- hlynurh
- holmdish
- hugdettan
- huldumenn
- icekeiko
- imbalu
- ingama
- jakobsmagg
- jennystefania
- jensgud
- jevbmaack
- joiragnars
- jonsnae
- jonvald
- kaffi
- kaster
- kermit
- kolladogg
- kotturinn
- kreppan
- kreppukallinn
- kristjantorfi
- larahanna
- laufabraud
- lillo
- lydurarnason
- malacai
- manisvans
- mariakr
- marinogn
- nimbus
- nordurljos1
- olofdebont
- pallvil
- raksig
- rannveigh
- reykur
- robbitomm
- runirokk
- rutlaskutla
- sailor
- salvor
- sibba
- siggisig
- siggith
- sigurbjorns
- sivvaeysteinsa
- skarfur
- skari60
- skessa
- slembra
- snjolfur
- steinibriem
- stjaniloga
- sverrirth
- tbs
- thj41
- trisg
- vefritid
- veravakandi
- zerogirl
- gattin
- bofs
- mariataria
- fullvalda
- joklamus
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona hálfur bíómiði en hann er þess virði
Finnur Bárðarson, 18.4.2009 kl. 17:41
Ég fæ þetta nokkurnveginn frítt þar sem ég verð í talningu og fæ fríar samlokur og gos.
Sigurður Þórðarson, 18.4.2009 kl. 17:55
Sigurður!
Þú kemur út í plús
Hlédís, 18.4.2009 kl. 18:18
Rétt, Finnur!
Verst hve bakreikningurinn fyrir "Flokks-sjóið" er hár.
Hlédís, 18.4.2009 kl. 18:20
Kjósendur hafa enn möguleika á að raða á lista flokkanna, það er ekki öll von úti enn:
Hvernig á að kjósa í komandi kosningum?
Var að stofna áhugamannahóp á Facebook um málefnið:
http://www.facebook.com/group.php?gid=59606301394&ref=nf
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. aðeins má strika út í þeim flokk sem kosið er, annars verður kjörseðilinn gerður ógildur
Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.4.2009 kl. 18:24
Kjartan Pétur!
Ég er viss um að þú meinar þetta vel - en held að færi fólk eftir þessu ráði yrðu of mörg atkvæði ógild. Ætla ekki að rökstyðja þá skoðun Höfum þetta einfalt nú - komum svo á persónukjöri!
Hlédís, 18.4.2009 kl. 18:49
Sæl Hlédís, er himinlifandi yfir því að Ísland skuli hafa fólk eins og þig. Þar sem ég bý ekki á Íslandi á ég oft erfitt með að skilja hversu margir Íslendingar eiga erfitt með að skilja hvað er búið að gera þeim og þeirra þjóð. Kannski að tímar góðæris hafi hreinlega drepið í þeim einhverjar heilafrumur, nákvæmlega þær sem gera okkur kleift að gera mun á réttu og röngu. Og þessar heilafrumur lifna ekki við aftur, er ég hræddur um...
Hef lesið mörg góð "komment" frá þér í gegnum tíðina og er hreinlega alltaf hjartanlega sammála (hef þó ekki lesið öll... :-) )
Bestu kveðju með von um góð kosningaúrslit (sjálfur veit ég hvað er vonD, en ekki veit ég ennþá hvað er gott...)
Valgeir (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 19:43
Sæl Hlédís,
Ég er alveg sammála þér að útstrikun er flókið fyrirbæri.
Því miður eru margir á þeirri skoðun að það sé hægt að krota út kjörseðilinn á ýmsa vegu og vita ekki að um leið er jafnvel búið að ógilda atkvæðið sem greiða átti. Ég held að það sé jafnvel bannað að láta vísu fljóta með ef mig minnir rétt!
Annars var þetta meira hugmynd eða smá persónuleg barátta hjá mér, svona meira táknræn barátta, sem fær þá sem eru að bjóða sig fram að þessi möguleiki er alltaf fyrir hendi.
Þeir sem stýra flokkum vita að tekur langan tíma að ala upp "góðan" þingmann, það þarf flókið tengslanet, finna aðila sem virkar trúverðugur og hlýðir flokksforustunni í einu og öllu og svo það sem hefur því miður borið allt of mikið á hin seinni ár, að finna flokksmann sem getur logið tæpitungulaust án þess að skammast sín!
Því eru þingmenn meira formaðir sem sölumenn og leikarar frekar en hugsjónamenn!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.4.2009 kl. 19:49
Ég get ekki séð að þessar kosningar breyti einhverju. Það sem valið stendur um er að kjós Sjálfstæðisflokkin eða Framsókn sem mér hugnast alls ekki að gera eða kjósa Samfylkingu og Öfga feministana og vinstra liðið í Vinstri Grænum sem ég tel vera enn verri valkost enda virðist þjóðinn ekki skipta þá neinu máli nema að athuga hvernig fólk verður sér úti um kynlíf eins og nýjasta greinin mín er um. Þá er bara Borgarahryfingin eftir og ég tel að það sé skásti kosturinn því að með því þá gef ég að minnsta kosti öllum hinum flokkunum fingurinn.
Það er aðeins spurning hvað maður vill kjósa af mörgum slæmum valkostum. Eg ég gæti ekki kosið XO þá myndi ég kjósa XD þó að mér lítist illa á það en þeir eru að minnsta kosti skárri en VG.
Kveðja Hannes.
Hannes, 18.4.2009 kl. 19:56
þakka innlit og innlegg, Valgeir!
Ekki skaðaði hrósið ;)
Við gerum okkur orðið góðar vonir. Ég vona, t d. að Borgaraheyfingin, O-listi komi mönnum á þing.
Aðalatriðið er auðvitað að fá lýðræðislegt félagshyggju-fólk í meirihluta.
Hlédís, 18.4.2009 kl. 20:02
Þetta eru erfiðar kosningar fyrir marga, Hannes!
Mér líst vel á XO sem þú virðist helst stefna á.
Hlédís, 18.4.2009 kl. 20:26
Hannes, þú ert einmitt að gefa Flokkakerfinu 'fingurinn' ef kýst O-listann.
Borgarahreyfingin er hópur fólks sem fylgt hefur ýmsum flokkum áður, en telur þörf á breytingum í stjórnun Íslands. Gott að slikt fólk komist á þing nú.
Hlédís, 18.4.2009 kl. 20:43
Hlédís. Ég tel það vera skásti valkosturinn af mörgum slæmum og vona að nógu margir geri það sama og ég.
Hannes, 18.4.2009 kl. 21:04
Sko ykkur
Hörður B Hjartarson, 19.4.2009 kl. 01:28
Hlédís mín hér kemur eitt hrós í viðbót. Í sviðaveislu hér í kotinu hjá mér þar sem Siggi Þórðar og Jens Guð voru meðal gesta ( Jens bloggaði um þá veislu) þá var bloggið þitt og athugasemdir lesið og krufið og höfðum við bæði gagn og gaman að.
Rannveig H, 19.4.2009 kl. 09:21
Ja hérna, Rannveig - Þú segir aldeilis tíðindin!
Ma ba - ma ba - verður montinn ;)
Þetta hefur verið góður 'selskapur' - Myndirnr fínar hjá Jens Guð!
Hlédís, 19.4.2009 kl. 10:18
Skilst að skuldir Íslendinga nem u.þ.b. tvöþúsundkalli á hvert mannsbarn
-á jörðinni !
Miðað við það er sexhundruðkall á kjaft hér heima lítill fórnarkostnaður fyrir kosningar.
(Gos og pulsa ?)
Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.4.2009 kl. 16:53
Hildur Helga!
Dæmið verður enn hrikalega þegar þú setur það svona upp.
Ak'kurr'ert'aðð'ðessu?!
Hlédís, 19.4.2009 kl. 17:29
Já hún var skemmtileg sviðaveislan Rannveig. Íslensku bankarnir skulda tíu þúsund milljarða erlendis (ég hvorki kann eða nenni að skrifa öll núllin), svo skuldar ríkið og einstaklingar eitthvað smotterí til viðbótar svo Hildur Helga gæti farið nærri þessu. Nánast ekkert af peningunum komu heim til Íslands, 70% fóru í fjárfestingar en 30% gufuðu upp. Sérfræðingum ber saman um að stór hluti af því sem gufaði upp hafi farið í arðgreiðslur og hugsanlega á leynireikninga erlendis. Erlendar þjóðir leggja að okkur að endurgreiða hluta krafnanna. Sjávarútvegurinn skilar miklum gjaldeyri en þessar tölur eru stærri en íslenska hagkerfið ræður við á fáeinum árum. En það liggur fyrir að ríkisbatteríið verður skorið við trog sama hver verður í stjórn.
Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 20:02
Hv-v a-a Sigurður!
Núllin eru ekki vandinn. 13 núll: Tíu milljón milljónir ísl. króna, eða 10-kall í 13. veldi!
Vandinn er að við botnum ekki baun í bala í einni milljón, hvað þá stærri tölum.
Fjöldi eiginn fingra og táa og svolítið ríflega það, eru tölur sem við skiljum.
Hlédís, 19.4.2009 kl. 20:29
Sattsegirðu, auðvitað er þetta haugaleti hjá mér sem var sæmilegur í reikningi en hef vanið mig á vasareikivél, sem tekur ekki svona marga tölustafi og þá stend ég ráðþrota og fer skemmri leiðina.
En án gríns er aðalvandinn ekki að skrifa núllin heldur að borga fyrir partýið, skola glösin, tæma öskubakkana og þrífa æluna. Vonandi kemur aldrei aftur svona "góðæri" Hlédís mín.
Sigurður Þórðarson, 19.4.2009 kl. 20:46
Satt segirðu, Sigurður!
"Ekki meir, ekki meir!"
Hlédís, 19.4.2009 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.