Læknar þurfa aðhald eins og aðrir - Er ÓSMEKKLEGT að segja það?

"Hann sagði hluti um lækna og hvernig þeir gætu farið að vinna .. sem mér fannst ósmekklegir,“ sagði Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands. - segir m a í tengdri frétt.

Ögmundur heilbrigðisráðherra mun hafa minnst á hættu á oflækningum við ákveðnar breytingar á greiðslu læknisverka. Hrósaði hann stéttinni vel og vandlega, en fram kom í orðum hans að hann telur lækna mannlega.  - Ósmekklegt að mati formanns LÍ - Rétt - að mínum mati, eftir 48 ára náin kynni af heilbrigðiskerfinu og mun lengri kynni af mannfólkinu!

      ----     ---     ----

Föst lokaorð:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  

 

 


mbl.is Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er bara kommon sens hjá Ögmundi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Róbert Tómasson

Er nema von að Birnu svíði, læknar hafa einatt haldið sig yfir alla gagnrýni hafna, hvað þá að þeir gætu gert mannleg mistök og þar af leiðandi orðið ábyrgir er hræðilegt í þeirra huga.  Og enn síður skilja þeir ekki afhverju þeir mega bara ekki halda áfram að "jarða" mistökin eins og hingað til.

Þetta er sorglega skiljanlegt í samfélagi þar sem engin virðist ábyrgur gjörða sinna nema hann sé á verkamannalaunum eða þaðan af minna.

Og alltaf jafn innilega sammála lokaorðunum þínum.

Róbert Tómasson, 16.4.2009 kl. 10:15

3 Smámynd: Hlédís

kommon sens er ekki Inni, Sigurður!

Ekki kenndur í háskólum, kemur ekki til prófs - því síður viðurkennd sérgrein.

Fullyrði að margur sprenglærður spekingurinn þekkti ekki almenna skynsemi "þótt héldi í halann á henni" - eða þannig

Hlédís, 16.4.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Hlédís

Sæll Róbert. Sammála góðu innleggi þínu!

Formaður LÍ ætti að krefjast og vinna að samræmingu læknisþjónustu í landinu, til fækkunar mistökum - og sleppa því alveg að móðgast fyrir "hönd" stéttarinnar.

Hlédís, 16.4.2009 kl. 11:43

5 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Læknafélag Íslands hefur haft á stefnuskrá sinni frá árinu 2003 að farið yrði með mistök og óhöpp við heilbrigðisþjónustu á opinn hátt þannig, að þau verði til umbóta fyrir sjúklinga framtíðarinnar og aukins öryggis.  Félagið hefur sent heilbrigðisstjórninni erindi þess eðlis og hvatt til lagabóta, sem stuðla að þessu. Málið er nú þar statt, að landlæknisembættið hefur talið að gera þurfi úttekt á stöðu þessara mála m.a. til að leiða í ljós eðli og tíðni atburða af þessu tagi. Til þess hefur ekki fengist fjárveiting og er ekki við lækna að sakast í þeim efnum.

Ég er alveg ósammála því, að innlegg Róberts sé gott, því það er enginn fótur fyrir almennum fullyrðingum hans að læknar telji sig yfir alla gagnrýni hafna og að þeir vilji bara  "jarða mistökin eins og hingað til" eins og hann orðar svo smekklega. Hann er greinilega einn af þeim bloggurum, sem nýtir sér þennan vettvang til að svala sér með þekkingarlausum sleggjudómum.  

Sigurbjörn Sveinsson, 16.4.2009 kl. 12:21

6 Smámynd: Sóley Björk Stefánsdóttir

Það var einmitt þetta sem ég hugsaði þegar ég las þessi ummæli Birnu: eru læknar ekki mannlegir??? Ég held það hafi allir gott af því að heyra gagnrýni og þar eru læknar alls ekki undanskildir.

Sóley Björk Stefánsdóttir, 16.4.2009 kl. 12:38

7 Smámynd: Róbert Tómasson

Takk fyrir ábendinguna Sigurbjörn, má vera að ég hafi tekið svolítið djúpt í árinni.  Sleggjudóma á ég einmitt til en ég þekki því miður dæmi sem sanna að það er algjört þekkingarleysi þar að baki.

Og að það hafi ekki verið fyrr en árið 2003 sem Læknafélag Íslands setti þetta á stefnuskrá sína segir líka ýmislegt.  Það er eitt að setja markmið, allt annað að framkvæma þau.

Virðingarfyllst

Róbert Tómasson, 16.4.2009 kl. 12:42

8 Smámynd: Róbert Tómasson

Mér yfirsást við fyrsta lestur eitt í skrifum Sigurbjarnar "Félagið hefur sent heilbrigðisstjórninni erindi þess eðlis og hvatt til lagabóta, sem stuðla að þessu. Málið er nú þar statt, að landlæknisembættið hefur talið að gera þurfi úttekt á stöðu þessara mála m.a. til að leiða í ljós eðli og tíðni atburða af þessu tagi.  Þetta er vissulega ánægjuleg tíðindi og ber ekki að lasta og ég vona svo sannarlega að þetta fái farsæla og skjóta afgreiðslu.

Virðingarfyllst

Róbert Tómasson, 16.4.2009 kl. 12:46

9 Smámynd: Ólöf de Bont

Læknar eru mannlegir.  Það eru til góðir og vandaðir læknar.  Það eru til valdasjúkir læknar sem hafa lygina að leiðarljósi.  Það er ríkt í mannlegu eðli að vilja fela mistök sín.  Einhver sagði mér að maður væri eins veikur og leyndarmálin sem maður á! - Kannski bara rétt, sá sem á leyndarmál og er með skófluna á fullu til að grafa yfir getur aldrei orðið ærleg heiðarleg manneskja.

Einu sinni týndist hluti úr skýrslum þar sem mannleg mistök voru gerð, í staðin fyrir að bæta brot sitt og biðjast fyrirgefningar var aðstandinn gerður að blóraböggli. 

Við erum það sem fyrir okkur var haft.

Ólöf de Bont, 16.4.2009 kl. 12:46

10 Smámynd: Hlédís

Sæll Sigurbjörn!

Eitt er að segja og annað að framkvæma, eins og Róbert segir. Mín eigin reynsla segir mér að Róbert fullyrði ekki meira um lækna en þú fullyrðir hér um hann.

Hlédís, 16.4.2009 kl. 12:50

11 Smámynd: Hlédís

Þakka gott og þarft innlegg, Ólöf!

Hlédís, 16.4.2009 kl. 12:53

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já svo sannarlega geta læknar gert mistök, kommon enda bara fólk! Góðir og slæmir eins og í öðrum stéttum. Skil ekki af hverju konan er svona svekkt.

Þekki konu sem voru gerð skelfileg mistök á af skurðlækni, hún fékk greiddar hæstu bætur sem greiddar hafa verið á Íslandi (24 millur þá). Sá maður er enn að skera upp! Vona svo sannarlega að hann komist aldrei með hendurnar á mig eða mína. Auðvitað þarf aðhald þar eins og annars staðar.

Rut Sumarliðadóttir, 16.4.2009 kl. 13:07

13 Smámynd: Auðun Gíslason

Sæl Hlédís!  Gott innlegg hjá þér, enda þekkir þú til, einsog þú segir!  Og nú éta væntanlegir atvinnuleysingjar á þingi þetta upp eftir læknum.  Snúið er út úr máli Ögmundar.  Meira ruglið allt saman!

Auðun Gíslason, 16.4.2009 kl. 14:19

14 identicon

Þið tönnlist á því að það sé mannlegt að gera mistök. Samt eruði sennilega öll fljót að finna afsakanir þegar ástkærir vinstri flokkar ykkar gera mistök. Ég er ekkert endilega að tala um þessa frétt en eftir nokkurra mánaða lestur moggabloggsins fer maður nú að kannast við fólk og fyrir hvað það stendur. Þið ættuð kannski aðeins að líta ykkur nær.

Blahh (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 14:31

15 Smámynd: Hlédís

Blahh er að blaha-a nafnlaus - voða reið. Telur ef til vill ómannlegt að gera mistök?  Meira að segja mistök hægri flokka eru mannleg, að mati mogga-bloggara. 

Hlédís, 16.4.2009 kl. 15:58

16 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er þetta orð "oflækningar" hver fann það upp ? Hverning líður manni sem er oflæknaður :)

Finnur Bárðarson, 16.4.2009 kl. 16:55

17 identicon

Læknar eru líka menn

Líba (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 18:46

18 Smámynd: Hlédís

Finnur!

Oflækningar er frábært orð - Ég vildi garna hafa smíðað það - veit ekki til að svo sé. Til eru margar útgáfur oflækninga. Verst er þá oflækningar haldast í hendur við vangreiningu sjúkdóms/a. Þá greinist alvarlegur sjúkdómur seint eða aldrei - þó sjúklingur hafi annan fótinn á stofu/göngudeild en hinn í lyfjabúð árum saman. 

Hlédís, 16.4.2009 kl. 19:23

19 Smámynd: Hlédís

Rut!

Þú ert að tala um óvenjuháar, næstum 'bandarískar' bætur, 24 milljónir fyrir nokkuð mörgum árum. Læknar hafa verið 'skyldu-tryggðir' á annan áratug - sem er sjálfsagður hlutur. Fram að því var auðvitað enn erfiðara fyrir veikt/skaðað fólk að leita réttar síns.

Hlédís, 16.4.2009 kl. 19:37

20 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Enda voru aðfarirnar eftir því, hún kom inn í skrap og missti legið (26 ára minnir mig) því hann gerði gat á það, annað nýrað og þvaðleiðarinn að mestu farinn því honum tókst næstum því að slíta hann burtu, kom út 65% öryrki. Þá erum við bara að tala um líkamlegt tjón. Enda held ég að þetta séu hæstu bætur sem dæmdar hafa verið hér á landi.  Það sem mér finnst skelfilegt er að þessi læknir heldur áfram að gera aðgerðir á fólki. Ef fólk gerir svona mistök í öðrum störfum er það rekið með skít og skömm en það sama virðist ekki vera uppi á teningnum þegar læknar eiga í hlut. Og þar erum um líf og dauða að tefla, ekki verið að skera úr þorski eða ydda blýanta.

Rut Sumarliðadóttir, 16.4.2009 kl. 20:03

21 Smámynd: Hlédís

Rut! Ja hérna

Ertu bara með sleggjufordóma gagnvart nær alfullkominni starfstétt?  

Hlédís, 16.4.2009 kl. 20:16

22 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Never, ever and not even then!

Rut Sumarliðadóttir, 17.4.2009 kl. 01:02

23 Smámynd: Hlédís

Hér er þó pistill um  AÐALMÁL dagsins í dag sem skyggir á fréttir af kjaramálum lækna:

 http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/855700/

Flokkurinn tuðaði og tafði á Alþingi í þrjár vikur í þeim tilgangi að hindra framgang lýðræðis-mála - Beit svo höfuðið af skömminni með því að bjóðast til að hætta athæfinu ef meirihluti þings drægi til baka tillögu um þá viðbót við stjórnarskrá Íslands að AUÐLINDIR LANDSINS SÉU EKKI FRAMSELJANLEGAR Í BLÓRA VIÐ ÞJÓÐINA!

Erlendar mafíur eru eins og "hvítþvegin bleyjubörn" (orðalag ÞKG!) miðað við þetta fólk! 

Hlédís, 17.4.2009 kl. 17:13

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yngsta systir mín, yngri bróðirn og móðir minn dóu öll vegna læknamistaka. Og mér var svarð með argasta dónaskað af f.v. Landlækni. Ekkert af málunum var rannsakað þrátt fyrir að í skrifaði bréf í allar áttir.

Stefnan er: "Læknar gera ekki mistök". Ég sjálfur fékk úrskurð að ég væri EKKI með sortuæxli á tveimur stöðum. Þetta var íslenskur krabbameinssérfræðingur og skrifaði út fúkkalyf handa mér.

Ég tók lán og flaug beint til Svíþjóðar og fór bara inn á bráðadeildininna þar. Mér var ekki sleppt út fyrr enn eftir tvær skurðaðgerðir. Treysti ALDREI íslenskum spítala.

Óskar Arnórsson, 18.4.2009 kl. 13:44

25 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sigurbjörn Sveinsson! Haltu þér við málefni sem þú hefur vit á. Þetta komment er algjörlega forkastanlegt. Nema þú sért frá annari plánetu.

Óskar Arnórsson, 18.4.2009 kl. 13:47

26 Smámynd: Hlédís

Velkominn á síðuna, Óskar!

Sigurbirni, starfsbróður mínum, fannst við Róbert sennilega ansi harðorð. Sigurbjörn hefur örugglega í huga þann fjölda íslenskra prýðislækna sem vinna heiðarlegt og gott starf. Við vorum meira að tala um hina og aðhaldsleysið sem gerir þeim kleyft að halda uppteknum hætti. Við þurfum mun styrkari lög um heilbrigðiskerfið, þar á meðal samræmingu á störfum lækna og alvöruaðhald, fullyrði ég, einu sinni enn.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 14:51

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sæl Hlédís mín! Með allri virðingu fyrir því að þetta sé starfsbróðir þinn, þá kýs ég frekar raunveruleikan enn ekki "eins og það ætti að vera".

Sigurbjörn er algjörlega út úr kortinu og ekki í neinum tengslum við raunveruleikan. Mig langaði óskaplega að senda Sigurð f.v. Landlækni á spítala svo hann gæti smakkað á þessu sýstemi og fengið eigin reynslu af því.  

Kanski var ég svo óheppinn að hitta ENGAN lækni sem tók ábyrgð á einu eða neinu.

Það hefði verið hægt að bjarga lífi móður minnar á Karólínska t.d. þar sem alvörulæknar eru til staðar. Menn geta verið heiðarlegir læknar enn kunna bara ekki neitt eða mjög takmarkað.

Ég er með langa reynsku að starfa við hliðina á alvörulæknum.

Svo þetta Landlæknisembætti. Það mætti alveg spara nokkrar krónur með því að leggja það niður. Enda allir á mála hjá lyfjafyrirtækjum og lyfjastofnun líka.

Svo mætti stoppa þessa sölu á læknaleyfum fyrir tossanna í HÍ sem eru með rétt sambönd. Myndu ekki fá vinnu við að skúra gólf á alvöruspítala.

Þetta er að sjálfsögðu mín reynsla af heilbrygðisstéttinni á Íslandi. Ég er komin með fleyri tíma að hjúkra móður minni enn þarf til að ná prófi sem sjúkraliði.

Ég myndi bara ekki vilja svoleiðis pappír. Yrði mér bara til skammar í öllum Norðurlöndum að syna það. Heilbrigðiskerfið er að molast niður á landinu. Það veist þú jafnvel og ég Hlédís!  

Óskar Arnórsson, 18.4.2009 kl. 16:01

28 Smámynd: Hlédís

Sammála því, Óskar

að Sigurður forseti, fyrrv. Landi, mætti sem og fleiri læknar, prófa að vera "erfitt tilfelli" í núverandi heilbrigðiskerfi.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 16:19

29 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Með vísun til færslna 25 og 27 þá tel ég mig hafa nægjanlega þekkingu á þessum málum til þess að geta tekið þátt í almennum umræðum um þau og etv. lagt eitthvað gagnlegt til. Margir af okkar bestu læknum hafa hlotið þjálfun sína á Karolinska sjúkrahúsinu og öðrum háksólasjúkrahúsum í Svíþjóð og forstjóri Karolinska nú er íslenskur læknir. Íslenskir læknar þykja nógu góðir til að leysa reglubundið af á þessum sjúkrahúsum og endurnýja þannig starfsþjálfun sína.

Fyrrverandi landlæknir er vafallítið með mestu gáfumönnum íslenskra háskólaborgara, tók læknapróf með láði á sínum tíma, hlaut sérfræðiþjálfun á framúrskarandi stað í Bandaríkjunum og stjórnaði og þróaði læknishjálp fyrir alnæmissjúka og bráðamóttöku á háskólasjúkrahúsinu okkar til margra ára. Þar fer vellátinn maður og vel gerður að flestra áliti.  

Það er ekki hægt að láta því ómótmælt, þegar hraunað er yfir mannorð okkar besta fólks með ásökunum, sem vafalitið eru tilhæfulausar. 

Sigurbjörn Sveinsson, 18.4.2009 kl. 17:31

30 Smámynd: Hlédís

Bobby Fisher var afburðaskákmaður. Var hann þá ekki tilvalinn sem Forseti Alþjóðaskáksambandsins? Efast einhver?

Ég harmaði mjög, er sjúklingar "misstu" þann afburðalækni sem ritað er um hér að ofan í "embættislækningar". Harma það enn meir nú.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 19:32

31 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ekki Bobby, en Friðrik var það og reyndist vel.

Sigurbjörn Sveinsson, 18.4.2009 kl. 20:22

32 Smámynd: Hlédís

Rétt er það, Sigurbjörn.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 20:36

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sigurbjörn! Sigurður f.v. Landlæknir bakteríusérfræðingur er rakin asni. Hann má hafa eins mikið af gráðum og hann vill.  Það breytir ekki hverslags persónuleiki hann er. Er það?

Aldrei svaraði hann einu einasta bréfi um 3 dauðsföll út af læknamistökum.

Þú ert lifir í draumaheimi Sigurbjörn. Kynntu þér bara heilbrigðiskerfið eins og það virkar í alvörunni og talaðu minna um "hvernig það ætti að vera".

Prófaðu að kynna þér raunveruleikan. Ég veit vel að læknar eru þjálfaðir á Karólinska, Uppsala, Lund og í USA. Þeir sem koma til Íslands sem ekki eru allir, þá breytast þeir.

Því miður þá gef ég ekkert fyrir þína "þekkingu" í þessum málum. Ég stúderaði heilbrigðiskerfið í 3 ár á Íslandi og þetta er er eins og sjúkrakúskerfið fyrir fátæklinga í USA sem ekki hafa efni á sjúkratryggingu.

Óskar Arnórsson, 19.4.2009 kl. 05:51

34 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er Sigurbjörn heimilslæknir ofan á allt saman! það gerir þvæluna um heilbrigiðskerfið enn meira asnalegt hjá honum. Hversu mannlegur hann er sem ég er ekkrt að draga í efa, þá veit hann hvorki haus eða hala hvernig heilbrigðissýstemið virkar raunverulega á Íslandi. Það er algjörlega á hreinu. Ú ættir þá að vita hvað Omnic 0.4 mg er. Ég gaf móður minni þetta í meira enn ár og hún dó af lyfjaeitrun. Þetta fúkkalyf er í fyrstalagi eingömgu gefið körlum, og ekki konum, og hún átti bara að taka þetta í 3 vikur. Þetta var svona "sérfræðingur" í þvagfærasýkingum sem skrifaði eitt úr og kom þetta "autmatiskt" í sama apotekið. Hann baðs afsökunar þessi læknir á þessum mistökum og virði ég það. Enn auðviðað átti ég sjálfur að tékka á þessu kyfi og ekki treysta lækninum. Það voru mín mistök. Það mun aldrei ske aftur að ég treysti lækni fyrir mínu lífi.  

Óskar Arnórsson, 23.4.2009 kl. 08:29

35 Smámynd: Hlédís

Gott er að sjá góðar umsagnir um Sigurbjörn lækni. Þeim trúi ég vel. Verri er tilhugsunin um að Sigurbjörn kynnist ekki alvarlegri brotalöm á íslensku heilbrigðiskerfi fyrr en lendi "í því" sjálfur - eins og allt of mörg okkar hafa gert.

Hlédís, 23.4.2009 kl. 10:44

36 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þakka þér hlýleg orð Anna Sigríður. Það er vafalítið margt gagnlegt að finna í óhefðbundnum lækningum eins og það er margt eflaust gagnslítið eða jafnvel gagnslaust, sem við gerum í hefðbundnum lækningum. Dugir að líta til sögunnar því til sönnunar. Margir, sem sækja hjálp til mín, leita sér líka hjálpar annars staðar og agnúast ég aldrei út í það nema ég telji að fólki stafi hætta af eða verið sé að hafa það að féþúfu. Hefðbundin læknisfræði á okkar dögum styðst við vísindahyggju og hina vísindalegu aðferð til að prófa læknisdómana. Þetta teljum við að þjóni mönnum best til lengdar og viljum helst ekki gefa afslátt á. Vandinn er að þessi nálgun kostar yfirleitt mikla peninga, sem menn vilja fá til baka eins og t.d. lyfjafyrirtækin. Þeim er auðveldaður sá leikur með því að veita þeim einkaleyfi á framleiðslu sinni. Læknisdómar almennings eru öllum aðgengilegir, oftast ódýrir og enginn getur fengið einkaleyfi á þeim. Þess vegna eru svo fáir tilbúnir að veita fé í vísindarannsóknir á þeim. Þetta er mjög miður að mínu áliti og margra annarra lækna.

Skemmtilegt dæmi þessu til skýringar er seyði af berki hvítvíðis (salix alba). Fyrrum suðu t.a.m. Skotar þennan börk og drukku seyðið til að slá á gigt og verki af öðrum ástæðum. Þegar menn öðluðust næga þekkingu í efnafræði á seinni hluta 19. aldar var leitað að virka efninu, sem fannst og því höfum við haft magnyltöflur (Aspirin) okkur til gagns svo lengi.

Sigurbjörn Sveinsson, 23.4.2009 kl. 12:59

37 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hann Sigurbjörn hefur greinilega aldrei þurft á aðhalda læknishjálp þar sem kunnátta læknis ákveður hvort viðkomandi lifir eða deyr.

Hvað eru margir t.d sem deyja af krabbameini? Ekki einn einasti! Þeir deyja allir vegna "óverdós af morfíni". Þetta er bara eitt af "opinberum " leyndarmálum skjúkrahúsa. Og mér finns það allt í lagi. Ættub bara að nota heróín í staðin fyrir skítugt morfín. 

Hverjir stjórna sjúkrahúsum raunverulega? Það eru skurðlæknarnir. Þeir eru mestu "töffarnarnir" og taka taka sjúkrahúsforsjóra og skjúkrhúsnefndir í nefið. Og hafa raunverulega mestu völdinn. Þetta vita allir sem vita eitthvað.

Það er sama sagan um öll norðurlönd. Og mér það bara allt í lagi.

Ég vona Sigurbjarnar vegna að hann þurfi aldrei á alvöru hjálp að halda á íslensku sjúkrahúsi. Og ég segi þetta í bestu meiningu til hans.  

Óskar Arnórsson, 23.4.2009 kl. 13:10

38 identicon

Þetta er stórkostleg umræða...

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 08:14

39 Smámynd: Hlédís

Sæll og blessaður, Tómas Örn!

Ég hef á tilfinningunni að þú meinir kostuleg umræða

Hefur þú setið öðrumegin eða kannski beggja vegna afgreiðsluborðsins í heilbrigðiskerfinu okkar.  Ég sé nú að hef sjálf setið við 3 hliðar þess borðs á sl. 52 árum - og þekki því nokkuð til.

Hlédís, 24.4.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband