Nóg að gera hjá gjaldkera Flokksins! Eða hvað?

"Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir, að flokknum hafi orðið á mistök árið 2007 þegar hann þáði fjárframlög frá fyrirtækjum í opinberri eigu. Hafi flokkurinn þegar endurgreitt 300 þúsund króna framlag, sem hann fékk frá Neyðarlínunni og verða öll framlög, sem stangist á við lög, endurgreidd. " Segir í tengdri frétt.         Verst ef Flokkurinn verður blankur!

Endurtek: Hvaða glæpa-pakk hefur eiginlega riðið röftum á Íslandi um áraraðir?

 

Ekki má sleppa föstum lokaorðum:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


 


mbl.is Skilar framlagi Neyðarlínunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sæl Hlédís - þetta siðleysi er með ólíkindum en í raun alls ekki neitt sem kemur orðið á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn er annars vegar. Eina ásættanlega niðurstaða í þessu sóðamáli er að framkvæmdarsjóri Neyðarlínunnar verði rekin með skít og skömm fyrir afglöp í opinberu starfi og með fé almennings.

Þór Jóhannesson, 23.3.2009 kl. 18:57

2 Smámynd: Hlédís

Sæl, Þór og B-baular!

og svo þetta:

"Stjórnendur Búnaðarbankans höfðu áhyggjur af því að pólitísk tengsl S-hópsins við Framsóknarflokkinn gætu skaðað bankann, einkavæðingarnefnd var talin trú um að franski bankarisinn Societe General væri hluti af hópnum" segir í  frétt mbl.is sem fjallar um "trúnaðarmál" frá einkavæðingu bankanna 2002/03.

Endurtek: Hvaða glæpa-pakk hefur eiginlega riðið röftum á Íslandi sl. 18 ár?

Hlédís, 23.3.2009 kl. 19:35

3 Smámynd: Hannes

Gott dæmi um mistök sem enginn ber ábyrgð á alveg eins og venjulega.

Hannes, 23.3.2009 kl. 19:45

4 Smámynd: Hlédís

Satt Hannes - við sjáum ábyrgðina sem ofurlauna-hetjurnar axla nú. 

Hlédís, 23.3.2009 kl. 19:54

5 Smámynd: Hannes

Já nákvamlega enginn.

Hannes, 23.3.2009 kl. 19:57

6 Smámynd: Hlédís

Vitið þið annars hve 470 milljarðarnir sem Kaupþing lánaði kumpánunum 3 eru "hár" bunki af FIMMÞúSUND-köllum?

Einn mogga-bloggari - Jón Steinar benti á leið til að gera sér upphæðina í hugarlund: 470 milljarðar ísl. króna í nýjum þéttpökkuðum fimmþúsund króna seðlum er 47 kílómetra Hár! Leggið hann niður - og hann nær frá Lækjartorgi austur að Kögunarhóli í Ölfusi, eftir götum og þjóðvegi!

Hlédís, 23.3.2009 kl. 20:04

7 Smámynd: TARA

Þetta er til skammar...halda þeir að þeir verði hvtíþvegnir með því að skila aurunum ??

TARA, 23.3.2009 kl. 20:31

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað verður að leggja niður flokkinn og reka forstjóra Neyðarlínunnar sem hefur misnotað almannafé. Er fólk ekki alltaf rekið þegar það verður uppvíst af fjárdrætti?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.3.2009 kl. 20:37

9 Smámynd: Finnur Bárðarson

Rosa misstök að taka við seðlum

Finnur Bárðarson, 23.3.2009 kl. 20:39

10 identicon

Það kæmi ekki á óvart að það væru einmitt svona mál og lík þessu,sem væri ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir að fá að halda leynd yfir framlögum til flokksins. 

Kolla (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:40

11 Smámynd: Þór Jóhannesson

Var ekki upphaflega afsökun siðleysingjans sú að flokkurinn hefði óskað eftir fjárstuðningi einn flokka en ekki hinir flokkarnir?

Þór Jóhannesson, 23.3.2009 kl. 20:40

12 Smámynd: Hlédís

Jú, Þór! þagar þú minnist á það! Hann þarna - hvað hann nú heitir - neyðarlegi forstjórinn (sem BTW á  Sóltúns-elliheimilið!?) sagði Sjálfstæðismenn eina hafa beðið sig um aur!

Hlédís, 23.3.2009 kl. 20:50

13 Smámynd: Þór Jóhannesson

Neyðarlínuflokksdindillinn heitir Þórhallur Ólafsson og ætti - í réttlátu ríki - nú að sæta yfirheyrslum vegna misbeitningar á almannafé í opinberu starfi.

Þór Jóhannesson, 23.3.2009 kl. 21:31

14 Smámynd: Hlédís

Þakka upprifjun á nafninu, Þór!  Er satt að Þórhallur þessi eigi dvalaheimilið Sóltún? Það sá ég fullyrt í einu bloggi hér - og langar að vita hvort rétt var með farið.

Hlédís, 23.3.2009 kl. 21:40

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Ætli þeir hafi fengið frá Rauða krossinum líka ?

hilmar jónsson, 23.3.2009 kl. 22:23

16 Smámynd: Hlédís

Einhver minntist á Mæðrastyrksnefnd - það er mörg matarholan, Hilmar!

Hlédís, 23.3.2009 kl. 22:27

17 Smámynd: Hlédís

Ætli 2 ára lægstu bankavextir hafi fylgt með endurgreiðslunni. Ef ekki heldur Flokkurinn eftir yfir 50,000,00 kr!

Vill einhver veðja um hvort endurgreiðslan var með vöxtum?

Hlédís, 23.3.2009 kl. 22:30

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Hlédís, þú spyrð hverjir hafi riðið röftum?

"Sækjast sér um líkir. "

Þeir sem riðið hafa röftum í 18 á eru að því best verður séð bölvaðir raftar.  Gott ef ekki sótraftar.

Sigurður Þórðarson, 23.3.2009 kl. 23:04

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar Sjálfstæðismenn eiga í hlut þá verð ég aldrei undrandi. Við megum ekki bera þeirra hugarheim saman við hugarheim venjulegs fólks.

Þar skilur himinn og haf.

Árni Gunnarsson, 23.3.2009 kl. 23:20

20 Smámynd: Sigurveig Eysteins

2007 ????  Hvað með öll hinn árin ????  Ég hef ekki trú á að þetta sé eina sóða framlagið sem þeir hafa fengið svo langt frá því. Ætli það séu ekki nokkrar beinagrindur vel faldar í skápnum á því heimili ??? Og hvað með aðra flokka, hvað leynist í skápum hjá þeim ???

Sigurveig Eysteins, 24.3.2009 kl. 01:19

21 identicon

Sæl Hlédís.

Hafandi lesið viðbrögð fólksins hér að ofanþá segi ég:

Græðgi getur af sér meiri græðgi ! ?

En það sem skín í gegn um þetta allt saman

er það að þeir FÖTTUÐU EKKI að þetta yrði obinbert. 

Þeir voru svo vanir að FELA ,

að ÞEGJA

og Leggja sína sérstöku blessun yfir svona smotterí

í skjóli NAFNLEYNDAR !

Kær kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 01:28

22 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Málið er , að þjófnaðurinn er slíkur að það er meira en nóg að taka eitt ár . En seg þú mér Hlédís það mætir enginn  flokksdindillinn enn til að úthúða þér , eru þeir allir dindlarnir komnir með grænar út af þér eða hvað ? Það liggur við að ég öfundi þig

Hörður B Hjartarson, 24.3.2009 kl. 01:29

23 Smámynd: Hlédís

Sæll, kæri Þórarinn!         

Mikið gassalega er svekkjandi fyrir Flokkinn að geta engu treyst um launung og yfirhilmingar lengur. Mér sýnist að gegnir Sjálfstæðismenn - og þeir geirfuglar eru ekki aldauða enn - hafi orðið skömm á uppátækjunum.

Hlédís, 24.3.2009 kl. 06:16

24 Smámynd: Hlédís

Hörður ! Þú segir nokkuð - engar silfurskottur! Ég tók ekki eftir þessu núna.  Skottunum snarfækkaði eftir að nafnlausir varnarmenn lögguofbeldis hömuðust hér sem mest um daginn og voru gripnir í að blogga úr tölvum frá tölvumiðstöð Dómsmálaráðuneytisins ! - Sé skottunum stýrt úr áróðursmiðstöð, er etv öruggara að banna þeim að hætta sér inn á þessa síðu rétt í bili. þetta eru soddan klaufar     Ekki  má nú D-ið við fleiri uppljóstrunum svona rétt ofan í kosningarnar.

Hlédís, 24.3.2009 kl. 06:39

25 Smámynd: Hlédís

Sigurveig og Árni! Takk fyrir kommentin - sammála ykkur! Athæfi Flokksins eina er sér kapítuli Íslandssögunnar, þó Framsókn hafi nú spjarað sig allvel!

Hvað beinagrindur áhrærir - hef ég mestar áhyggjur af raunverulegu beinagrindunum sem hvíla hér og þar - af því rannssókn mannsláta og mannshvarfa hefur ótal sinnum verið hindruð og eyðilögð. Þar er ekki um að ræða aura sem greiddir eru fyrir bitlinga - heldur grafalvarlegt mál.

Hlédís, 24.3.2009 kl. 06:49

26 Smámynd: Byltingarforinginn

Nú er Samfó að skila framlaginu frá Íslandspósti... skyldu Vinstri myglaðir gera sama? Já, talandi um glerhús, ha?

Byltingarforinginn, 24.3.2009 kl. 09:23

27 Smámynd: Hlédís

Byltingarforinginn þarf ekkert að hafa neinar áhyggjur af glerhúsi neyðar-flokksins. það er komið í þúsund mola fyrir langa löngu

Hlédís, 24.3.2009 kl. 09:42

28 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir ofanskrifað, sérstaklega hjá henni Sigurveigu, þetta er bara fyrir árið 2007, hvernig ætli hin árin líti út? Næst mesta smekkleysa en frá Geira dónakarli á Goldfinger. Það mætti senda honum fingurinn!

Rut Sumarliðadóttir, 24.3.2009 kl. 13:13

29 Smámynd: Hlédís

Goldfinger var einmitt að greiða verndar-gjaldið!  Hann veðjaði á hross sem reyndust honum vel

Hlédís, 24.3.2009 kl. 13:43

30 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mig langar nú að benda ykkur á, að í fréttum kvöldsins í kvöld kom fram að einnig Samfylking og VG væru að endurgreiða þeim opinberu stofnunum sem þeir flokkar fengu styrki frá, svo það virðist það sama hafa verið í gangi í öllum flokkum. Ótrúlegt hvað margir eru alltaf fljótir að stökkva upp og hlakka yfir þegar einhverjar neikvæðar fréttir um Sjálfstæðisflokkinn berast en sjá í gegnum fingur sér þegar um aðra flokka ræðir.

Lilja G. Bolladóttir, 24.3.2009 kl. 22:16

31 Smámynd: Hlédís

Æ, æ Lilja! við erum búin að heyra þennan áður! Neyðarlegar gjafir og verndar-greiðslur til Flokksins verða ekki afsakaðar með smámunum.

Hlédís, 24.3.2009 kl. 22:28

32 identicon

Sæl Hlédís

Ég styð þíg heilshugar í öllu þessu, þrátt fyrir að ég er örugglega ekki í uppáhaldi hjá þér og Zíonistum, þar sem ég er Anti- Zíonisti og stuðningsmaður  Jews Against Zionism , Jews Not ZionistNeturei Karta , REAL JEW NEWS og stuðningsmaður Palestínumanna. Auðvita á að upplýsa (Expose-a) þetta allt og fá allt upp á borðið og/eða hvers vegna þetta er svona.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 00:33

33 Smámynd: Hlédís

Sæll Þorsteinn!

Velkominn hér án ALLS gyðingatals. Ég er viss um að þú hefur gott til annarra mála að leggja - og hugsar um fleira.  Sé að við erum sammála um að hér þarf að hreinsa til í spillingarmálum. Yfirleitt þarf að koma mörgu á kjöl á Íslandi nú.

Hlédís, 25.3.2009 kl. 07:23

34 identicon

Góðan daginn,

Hver gaf hverjum og hver tók við??  Held að enginn sem er að gefa í kosningasjóði geri það nema til að fá eitthvað fyrir sinn ,,snúð".

Inga (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 07:30

35 Smámynd: Hlédís

Sæl Inga!

Þeir sem greiða verndar-gjöld til Mafíu fá "vernd"

Hlédís, 25.3.2009 kl. 07:33

36 Smámynd: Hlédís

Til að gæta allrar sanngirni, er öruggt að margir greiða til flokksins síns án tillits til eiginhagsmuna - sama hvort listinn er A B C D --R S Q. Sumir gefa öllum listum.   Hér er aðallega rætt um ósiðleg framlög úr sjóðum í almennri eigu til Valda-Flokks og "skiljanlega" borgun fyrir gerða greiða.

Hlédís, 25.3.2009 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband