Gylfi ASÍ: Uppsögn vegna stjórnmálaþátttöku - úr starfi sem ekki krefst stjórnmálahlutleysis. Getur sjálfur tekið pokann!

Gylfi ASÍ segir nú eins og Geir Hilmar: "Maybe I should have" um að ASÍ "hefði átt" að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar í des. 2008.  

Kannski hefði Gylfi átt að standa með launamönnum gagnvart atvinnurekendum í febrúar 2009.

Kannski ætti Gylfi að segja af sér nú!

      - - -

Ekki má sleppa föstum lokaorðum:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Framsóknarflokkurinn gagnrýnir ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Hvar endar þetta eiginlega ??

TARA, 25.3.2009 kl. 19:46

2 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Gott hjá þér Hlédís , það eru fleiri ólög en verðtryggingarólögin .

Hörður B Hjartarson, 25.3.2009 kl. 20:21

3 Smámynd: Hlédís

Sæll Hörður!

Vissulega eru ólögin mörg.  Of langt upp að telja í hverjum pistli ;)

Hlédís, 25.3.2009 kl. 20:51

4 Smámynd: Hannes

Það er auðvelt að gera ekkert sem getur reitt stjórnvöld til reiði eða atvinnurekendur þegar verkalýðsforystan veit að hún fær alltaf pening inn sama hvað skeður alveg eins og lífeyrissjóðirnir.

Hannes, 25.3.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þessi brottrekstur Vigdísar er skandall.

Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:56

6 identicon

Hvað vitið þið öll um samtal Gylfa og Vigdísar sem ég og aðrir landsmenn vita ekki og gerir ykkur kleift að fullyrða með þessum hætti?

Hefði Gylfi haft eitthvað á móti stjórnmálaskoðunum Vigdísar eða þátttöku á þeim vettvangi hefði hann aldrei ráðið hana vitandi fullvel að hún var mjög virk í Framsóknarflokknum og í raun einn af forystumönnum þar.

Hafið þið velt þeim möguleika fyrir ykkur að Framsóknarmenn séu að leika næstu leiki í ófrægingartilraunum sínum gagnvart Samfylkingunni sem þeim virðist ákaflega í nöp við þessa dagana? Ég gæti gengið lengra og fullyrt einfaldlega eins og þið gerið hér að þannig liggi í málunum: Gylfi hafi alveg rétt fyrir sér og þessi Vigdís ætti að hugsa sinn gang enda siðferðilega óhæf til að leiða framboðslista. Það er u.þ.b. sama aðgerð og þið viðhafið hér gagnvart Gylfa Arnbjörnssyni.

En ég auglýsi hér með eftir vitrænni tilgátu um það hvers vegna hann hefði átt að beita Vigdísi þvingun af þessu tagi fyrst núna, eftir að hafa ráðið hana inn sem yfirlýsta og virka Framsóknarkonu. Einhver með góða hugmynd?

Arnar (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 23:10

7 Smámynd: Hlédís

Aldrei hef ég séð eins auma verkalýðsforystu hér og um þessar mundir - og trúi að það STAFI af oflaununum. Nú er verkalýður ekki sjálfur að berjast fyrir lífsrétti sínum - heldur aðkeyptir "fagmenn" að kría út smáaur fyrir "þá lægst settu".    Svei'ðí'attan.!

Hlédís, 25.3.2009 kl. 23:14

8 Smámynd: Hlédís

Arnar! Ég er búin að sjá þessa tilgátu - og hún gæti verið rétt - þ. e. að Vigdís hafi túlkað orð Gylfa sem brottrekstur og því sagt upp sjálf.   Gylfi mun þá væntanlega leiðrétta  misskilninginn. Vonandi er hann maður til að standa fyrir því máli óstuddur. Sá sem leiðir aðalsamtök verkalýðs Íslands þarf að geta leyst úr einu misskilningsmáli - og vel það!

Hlédís, 25.3.2009 kl. 23:21

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hlédís mín tek hér undir hvert orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2009 kl. 10:45

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Kannski það. Eða ekkert kannski. Svo sammála þér með að ofurlaunin eru til þess að gapið milli þeirra sem semja fyrir okkar hönd á ofurlaunum, sé til þess að viðkomandi geti ekki haft rétta sýn á hversu mikið þarf til að lifa af. Gylfi sýndi það best með að fresta launahækkun félagsmanna hjá Granda.

Rut Sumarliðadóttir, 26.3.2009 kl. 13:19

11 Smámynd: Hlédís

Sæl Rut! Mér líst verr og verr á verkalýðsforystuna í þessum Gylfa sem fylgist meir með henni.

Hlédís, 26.3.2009 kl. 18:39

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því miður virðist verkalýðsforystan úrkynjast æ meir með hverju árinu sem líður. Raunar væri réttara að kalla frammámenn verkalýðshreyfingarinnar verkalýðsforstjóra en verkalýðsforystu. Á milli forstjóranna og verkalýðsins er bilið orðið slíkt að um heilt úthaf er að ræða. Svona ástand getur varla staðist til lengdar. Ég vona að fyrr en langt um líður endurheimti launafólk samtök sín og geri þau að því tæki sem þau eiga að vera.

Flokkspólitískar hundakúnstir eru að sjálfsögðu ekki nýjar af nálinni innan ASÍ því að þar er skipað í ráð og nefndir eftir póltískum línum; flokkarnir eiga semsé ,,sína fulltúa" við borð alþýðunnar í landinu. 

Jóhannes Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 19:49

13 Smámynd: Hlédís

Sæll Jóhannes!

Þakka gott innlegg. Það brjótast með mér svo margavíslegar hugleiðingar, er þú lýsir þessu ömurlega ástandi, að ég segi bara PASS í bili.

Þú hefur gaman af Ammrískum húsgöngum og ætla ég að senda þér einn undir svefninn.  Hann er úr sömu smiðu og sá um "Fóstru gömlu sem var að baka brauð" og "Svein litla sem gerði Boggu gömlu blinda" :

Jón litli skaut hana Gunnu systur sína

á sautján faðma færi og tókst að hitta.

Þá sagði hún mamma hans hún Stóra Stína:

'Sá stutti verður einhverntíma skytta!"

Við getum sossum  heimfært vísuna á hve hrifnir og ánægðir Íslendingar voru með "verðbréfa-drengina" og "útrásarvíkingana" - en erum ekkert að því.  Þetta er bara smellin vísa.

Hlédís, 26.3.2009 kl. 22:23

14 Smámynd: Hlédís

Kæru blogg-vinir/lesendur! Mér sýnist er frétti meira um þetta ömurlega ASÍ-mál að frambjóðandinn Vigdís H. sé hér að reyna að ná sér í kosninga-punkta á billaegan máta. Það breytir ekki skoðun minni á ASÍ-starfsmönnum - þveröfugt!

Hlédís, 26.3.2009 kl. 22:35

15 Smámynd: Rannveig H

Kosturinn við allt þetta hrun er hvað spillingin er auðsæ, og fólk er tilbúið að sjá það og uppræta. Gylfi er ekki komin úr sauðagærunni en ég held að fólk  fari að verða tilbúið að hjálpa honum úr henni, saman ber og með Gunnar hjá VR.

Rannveig H, 27.3.2009 kl. 09:59

16 Smámynd: Hlédís

Er ekki ASÍ forstjórinn frekar Sauður í Varðhundsgæru?       - eins og þeir leiðtogar okkar sem ekki voru spilltir?

Hlédís, 27.3.2009 kl. 11:23

17 Smámynd: Hlédís

Kæra frænka!      Hafirðu mætt á fundina af Reykjavíkursvæðinu og þeir ekki verið langir- skulum við segja að umbjóðendurnir væru ánægðir með tímalaunin þín: 1.500 - 3.000 kr.    Ef þú gerðir gagn, er þetta ekki mikið kaup, eftir skatt.

Vandinn er ekki Gylfi, persónulega - vandinn er að menn, karlar og konur, eru hér ekki að berjast fyrir sjálfa sig og sitt líf - heldur FAGMENN á háum launum að semja fyrir lýðinn.  Það mun aldrei skila góðum árangri fyrir lýðinn - að mínu mati.

Hlédís, 27.3.2009 kl. 22:09

18 Smámynd: Sigurbjörg

Reyndar, eftir að "bara" hafa heyrt orð við komandi frambjóðanda finnst mér þetta ekta bull !  Framsóknarbull!

Hef reyndar lítið álit á neinum þeim sem stillir sér undir merki þeirra sem fundu upp vísitölutrygging lána og síðan afnám vísitölutryggingu launa.  Eins þeirra sem tryggðu kvótakerfið fyrir kvótakóng síns flokksformanns.  Megi þeir stikna í víti.  Þar með allir sem setja sig undir merki framsóknarplotts sem er bara afturhald og ekkert breytt með "nýjum" formanni gamla flokksins !!!!!!!!!!!!!

Sorry, trúi bara ekki orði frá þessum sem koma fram undir nafni flokki lyga og óheilinda !

kv. Sibba

PS hef samt ekki mikla trú á Gylfa.  Hann er að mínu mati einn af óráðsíuseggjunum !!!!!!!!

Sigurbjörg, 29.3.2009 kl. 01:35

19 Smámynd: Sigurbjörg

PPS.  Hann hefur samt meiri trúverðugleika en litli frambjóðandinn, jafnvel þó hún sé kona ! Hún skrifaði undir starfslokasamning og er núna bara að reyna að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra,  Ekta framsóknarfífl !

Sigurbjörg, 29.3.2009 kl. 01:38

20 Smámynd: Hlédís

Sælar, mínar kæru Sigurbjargir!. Ég vona að fram komi að ég er ekki að væna Gylfa um svik af neinu tagi - þó telji atvinnu-verkalýðs-baráttu ekki góða leið. Sammála að frambjóðandinn virðist hafa verið að slá sér upp á máli þessu.

Hlédís, 29.3.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband