Eru EIGNIR BANKANNA að stórum hluta verðtryggður ránsfengur! Verði Félagshyggjustjórn að góðu!

Nú virðist ekki mega hrófla við séríslenska verðtryggingar-okrinu sem heldur áfram að ræna eigum fjölda einstaklinga og fyrirtækja!

"Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telja að þótt aðgerðir í peningamálum hafi skilað árangri á Íslandi sé enn sé of snemmt að breyta um stefnu" stendur í langri, nýrri frétt um álit IMF á fjárhagsstöðu Íslands "Á einum stað í fréttinni segir orðrétt:"Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte meti nú eignir og skuldir bankanna..."   

Stór (hve stór?!) hluti af "EIGNUM" bankanna er ránsfengur af verðtryggðum okurlánum síðustu ára með allt að 13% vöxtum!  Lán þessi eru að koma fjölda fólks og fyrirtækja á vonarvöl.  Þar mun komin ein skýringin á því dauðahaldi sem haldið er í 30 ára gömul ólánslög þvert gegn margítrekuðum aðvörunum virtra og framsýnna hagfræðinga, s s Gunnars Tómassonar! 

Togið hausana uppúr sandinum - takið hendur frá eyrum og hlustið á þá sem kunna að reikna!

Ef "björgun" ríkisbankanna nú á að kosta þessar mannfórnir - sitjið þið uppi með efnaða banka og rænda, rúna eða flúna þjóð. Verði "Félagshyggjustjórn" að góðu!

 


mbl.is Peningamálastefnu ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Góð grein hjá þér.

Við hljótum brátt að komast að því hversu stór hluti " bankaeigna " liggur í hinum íslenska gullmola "verðtryggðu loftbólukrónunni".  Það verður geðslegt ef þeir taka uppá því að prenta "venjulegar krónur" (þessar sem við fáum í launaumslagið) í samræmi við þessa "bankaeign" þeirra sem nú liggur í "alls konar bréfum", sem jafnvel hækka um einhverjar "loftbólukrónur" á hverri mínútu.  Að hleypa því útí "hagkerfið" í formi seðla......allt springur en og aftur

Páll A. Þorgeirsson, 12.2.2009 kl. 18:20

2 Smámynd: Sigurbjörg

Takk fyrir góða grein og aðrar góðar ábendingar í sambandi við verðtryggingar.  Þarfar áminningar !

Sigurbjörg, 12.2.2009 kl. 18:49

3 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Já... Hlédís þetta er bara þjófnaður, og þessi verðtrygging verður ekki afnumin þá á allt eftir að fara til andskotans, og það verður stór flótti úr landi, annars bloggaði ég um þetta í dag.

Sigurveig Eysteins, 12.2.2009 kl. 19:24

4 Smámynd: Hlédís

Kæra Tinna! Þú hefur sannarlega ekki legið á liði þínu - með frábæra baráttu-pistla!  Sameinuð stöndum við - sundruð föllum við!

Hlédís, 12.2.2009 kl. 19:38

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Engin furða að ríkisstjórnin heimtaði að leynd yrði létt af þessu frá IMF. Ríkisstjórnin síðasta batt okkur í þessa skó. Hvað eigum við að gera? Gefa skít í IMF núna, eða spila með þessa hendi fáránleikans sem er á ábyrgð Geirs & co.

Það þarf að tryggja það að fólk tapi ekki eigum sínum ÁN ÞESS að afla okkur óvildar alþjóðasamfélagsins í leiðinni, nú þegar búið er að ofurselja okkur áliti þeirra og stuðningi hvort eð er.

Ef einhver hlustaði á Mats og þær aðgerðir sem hann stakk upp á í Kastljósi í gær, þá ætti fólki að detta í hug smá breytingar sem má gera á þeirri áætlun sem a) tryggir ríkissjóði tekjur b) tryggir ríkisstjórninni eignir c)kemur fjármagni á hreyfingu aftur. Þetta er ekki mjög flókið - Takið fasteignir þeirra sem þess óska inn í það eignastýringakerfi sem Mats var að leggja til, semjið um greiðslur fyrir ALLA í einu gagnvart ríkinu, ríkið semur um greiðslurnar í heild og mokar fjármunum út í efnahagslífið aftur. Það þarf kannski Einstein til að fatta svona einfalt plan, en núna eftir að ég er búinn að því vil ég benda á að það þarf ekki nema framhaldsskólapróf til að hrinda því í framkvæmd, og má ekki draga flesta á Alþingi í þann dilk?

Voila! Efnahagsundrið strikes back...

Rúnar Þór Þórarinsson, 12.2.2009 kl. 20:44

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takið eftir "Starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telja að þótt aðgerðir í peningamálum hafi skilað árangri á Íslandi sé enn sé of snemmt að breyta um stefnu". Það fer ekki á milli mála að Geir Haarde afsalaði fullveldi þjóðarinnar á þess að spyrja nokkurn mann nema þá kannski Ingibjörgu Sólrúnu eða kannski Jóhönnu og aðra meðráðherra.

Takka fyrir pistilinn Hlédís. Hér er á ferðinni ógeðslega atlaga gegn fjölskyldufólki í landinu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.2.2009 kl. 21:03

7 Smámynd: TARA

Gott að þú ert komin aftur...

TARA, 12.2.2009 kl. 21:53

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist bara hvergi örla á breytingu í afstöðunni til IMF.

Heldur en að binda þjóðina í óleysanlega skuldafjötra vil ég endurskoða þessa samninga með því hugarfari að taka skellinn og byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar. Því þegar allt kemur til alls er það fólkið í landinu sem ber ábyrgðina og borgar. Við þurfum að nýta auðlindirnar fyrir okkur sjálf og gefa garðyrkjubændum kost á raforku á sama verði og álverin borga. Og svo eigum við að gefa sjómönnum okkar aðgang að fiskimiðunum en ekki gefa ólígörkum stórútgerða einkaleyfi á nýtingunni.  

Árni Gunnarsson, 12.2.2009 kl. 22:17

9 Smámynd: Halla Rut

Af með verðtrygginguna og það strax. Það var nú fyrst og fremst hún sem nærði bankana og gerði þeim kleyft að vaxa svona hratt. Bankarnir eru með okkur öll í ánauð.

Halla Rut , 12.2.2009 kl. 22:25

10 Smámynd: Hlédís

Kæra TARA! Vona að við séum öll til staðar - veit ekki hver er er kominn aftur - Ekki hef ég hreyft mig úr stað

Árni! Mér líst VEL á að byrja með tvær hendur tómar! Allt er betra en sá ófögnuður sem blasir við.

Jakobína, Tinna, Halla Rut, Rúnar, Sigurveig og Pál! Þakka góð innlegg!

 Nú byrja ég þann eftirmála sem mun fylgja öllum mínum pistlum og mörgum athugasemdum, eins lengi og þörf krefur:

 "AUK ÞESS LEGG ÉG TIL AÐ VERÐTRYGGINGAR-GÁLGINN VERÐI HÖGGVINN NIÐUR!" 

 

Hlédís, 12.2.2009 kl. 22:47

11 Smámynd: Hlédís

Rúnar! ég sá ekki Mats í Kastljósi - þarf að bæta úr því!  Minnir að ca 6. - 7. bekkjar grunnskóla-reikningur dugi til að reikna þessi "DÆMI" !  Að minnsta kosti hefði það dugað í mínum litla sveitaskóla!

Hlédís, 12.2.2009 kl. 23:00

12 Smámynd: Hlédís

Fyrirgefið, góðu félagar! Ég gleymdi eftirmálanum: 

 "Auk þess legg ég til að veðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!" 

Hlédís, 12.2.2009 kl. 23:05

13 Smámynd: Benedikta E

Hlédís - nú er ég komin með tenginguna - var ekki fréttatengd í dag.

Góður pistill hjá þér - Hlédís. Burt með "verðtryggingar-gálgann"Allir á Þingpallana!!!

Það verður að vekja liðið - og sýna því í tvo heimana - JEESSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!

Benedikta E, 12.2.2009 kl. 23:42

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

burt með fjandan verðtrygginguna sem er hreint rán

Hólmdís Hjartardóttir, 13.2.2009 kl. 00:17

15 Smámynd: Hannes

Verðtrygging er ekkert nema hækja ónýtrar peningamálastefnu seðlabanka og ríkistjórnar sem geta ekki séð til þess að hér ríki stöðuleiki og þess vegna var hún sett á til að bankarnir bæru ekki kostnaðinn af mistökum ráðamanna en settu hann á heimilin í staðinn.

Núna er kaupmáttur almennings að rýrna og húsnæði að lækka og lánin þjóta upp sem mun gera það að verkum að þúsundir munu skulda meira en er virði eigna þeirra og geta ekkert gert nema borgað og bankinn þarf ekki að hafa neina áhyggjur svo lengi sem lántakandi geti borgað og lántakandinn tekur alla áhættu af öllum mistökum sem eru gerð hér á landi.  Ég er einmitt að blogga sjálfur um galla þessar verðtryggingafjanda sem á að afnema. Verðtryggingin gerir það að verkum að það er hægt að stjórna landinu með hangandi hendi vitandi að heimilin borga fyrir öll mistökin.

Svo er eitt annað sem er fáránlegt og það eru vaxtabæturnar sem minnka mjög hratt og hverfa þegar einstaklingur á ákveðið mikið í sinni eign sem gerir það óhagkvæmara fyrir fólk að borga lánið hraðar upp ef það hefur tök á því.

Hannes, 13.2.2009 kl. 00:49

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eitt af skilyrðum fyrir stuðningi Flistans við stjórnina var frysting verðtryggingar.  Það var ekki vilji til að fara út í það því miður.  En þetta er eins og Valgerður sagði hér um árið að bankarnir væru bæði með axlabönd og belti.  Þessi ummæli eru ennþá í fullu gildi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2009 kl. 09:27

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stjórnarskrálög, eða s.k. Landráðalög voru brotinn með samningum við IMF. Þeir sem stóðu fyrir því þarf að gefa veiðileyfi á. Þ.r. Borgaraleg handtaka.

Fólk á að koma með elhúshnífa, sveðjur, heykvíslar, veiðiriffla og haglabyssur í allra minnsta lagi við "friðsamleg mótmæli". Það á ekki að nota meira ofbeldi á ofbeldisseggi enn nauðsyn krefur.

Leyniskyttum þarf að koma fyrir á mörgum stöðum, til að verja almenna borgara fyrir lögreglu, vopnuðum sem óvopnuðum.  

Verðtrygging hefur ALLTAF verið ólögleg. Búið að dæma í fiskikvótamálinu og það dæmt ólöglegt. Ekkert farið eftir því.

Ísland er að verða ónítt land og óbúandi á, nema fyrir "útvalda". 

Þarf ekki Borgarastyrjöld? Ég er stríðsmaður í eðli mínu, enn Íslendingar kunna ekki að sýna samstöðu.

Verðtrygging sem fólk er búið að hneigja sig fyrir í svona mörg ár, segir mikið til um hræðslu almennings við stórglæpamenn í Ríkistjórn og bankasýsteminu.. Það rökræðir engin við aðalforingja undirheima aðalssins og þeirra liðsmenn.

Þessu ástandi verður aldrei snúið við með blaðri. Yfirvöld eru ekki hrædd við almenning, enn ættu svo sannarlega að vera það. Það vantar þjóðvarliða, gráa fyrir járnum.

Semja við lögreglu um að standa með almenningi og ekki glæpamönnum og öðrum stjórnendum þessa lands. Annars að rífa þá úr búningum sínum.

Það þarf vopnaða byltingu, eða flytja úr landi. Hætta að rökræða, henda öllum s.k. "málefnalegum" málflutningi og byrja á að byggja þetta land upp, með alla sem hafa tekið þátt í þessu stórkostlega ráni, í hlekkjum á meðan.

Taka ráðamenn sér til fyrirmyndar og hlýða EKKI neinum lögum fyrst ráðamenn  gera það ekki. Það hljóta að vera til nógu margir sem eru enn með Víkingablóð í æðunum, til að framkvæma þetta.

Ráðamenn og Bankar=Israel. Almenningur= Palestína. Ísland er að verða eins og fangelsi og borgarar eru þrælar aðalsmanna. Þeir eru fáir aðalsmennirnir og engar varnir. Lögreglu og Víkingasveit er hægt að eyða ef þeir eru með skæting.

Nokkra  má setja í alvörugálga strax.

Það er kominn tími til að Dómstóll götunnar taki yfir þetta land. Það er enn ekki komið inn í landið nóg af vopnum, enn þau týnast inn í rólegheitunum.

Piparbrúsakalla í lögreglubúningum á að skjóta, ef þeir standa ekki með almenningi. Stoppa allt á Íslandi meðan á þessu stendur.

Samagildir um Víkingasveitina, með litlu asnalegu hríðskotabyssurnar. Þeir geta verið með eða á móti. Þeir sem eru á móti, geta afhent búnað sinn eða verða skotnir sjálfir.

Vélbyssur, handsprengjur og skammbyssur á móti fólki með gangsterunum með pennanna. 

Þá hafiði mína skoðun á þessu máli! 

"Þegar hús er orðið svo mygluskemmt að ekki er hægt að búa í því lengur, þarf að kveikja í því og byggja nýtt" Sama á um Ísland. 

Ef einhverjum finnst þetta fantaleg og róttækt komment, þá hefur sá hinn sami rétt fyrir sér. Ef einhverjum finnst hún óviðeigandi hefur sá hinn sami rangt fyrir sér.

Með fyrirvara á að þetta er það sem ÉG myndi gera, og þetta er MÍN skoðun! 

Lýðræði hefur aldrei verið nema bluff á Íslandi alla tíð. Amen

Óskar Arnórsson, 13.2.2009 kl. 10:14

18 Smámynd: Hlédís

Þakka ykkur öllum þörf ikomment. Ég vissi ekki um þetta skilyrði F-listans, Ásthildur. Hann fær 3 stjörnur fyrir það. Ekkert ofsagt hjá þér, Hannes - og 'þetta' kallar sig félagshyggjufólk!

Hlédís, 13.2.2009 kl. 10:16

19 Smámynd: Hlédís

Þakkirnar ná ekki að öllu leyti til þín, kæri Óskar!  Hafði ekki séð komment þitt er þakkaði hinum :) Ég tek ekki undir það ráð að skjóta  og drepa á báða bóga! Við eigum í höggi við siðblint glæfra-fólk sem beitir jafnvel ofbeldi - neitum að taka upp þeirra vinnubrögð á nokkurn hátt. 

Hlédís, 13.2.2009 kl. 10:42

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þú ert ekki stríðsmanneskja Hlédís mín, ég er það. Löngu búin að fá upp í kok að þessu stjórnleysi á Íslandi.

Svo er ég með smá reynslu í að fást við svona labbakúta á akkúrat þennan hátt.  Enn þá í liði með lögreglu Svíþjóðar.

Ég held ekki að það yrði skotið á báða bóga. Þetta er frekar "Simbólík" til að sýna að almenningi er alvara.

Að sjálfsögðu tekur þú ekki undir svona. Vildi bara hressa upp á umræðunna og sýna framm á hversu mikil alvara er hér á ferðum.

Þarft ekkert að þakka mér fyrir ÞETTA komment! ;) Enn eitthvað róttækt þarf að gerast.

Annars er ég á slönguveiðum í Norður Thailandi. En "slöngur" sem lítur út eins og fólk og gengur um í Armani jakkafötum. Hvað á ð gera við það?

Flott færsla hjá þér.

Óskar Arnórsson, 13.2.2009 kl. 10:55

21 Smámynd: Hlédís

 "slöngur" sem líta út eins og fólk og ganga um í Armani jakkafötum. Hvað á að gera við þær? - spyr Óskar Á.  - Eru nokkrar tillögur?  Sleifar og pönnur duga víst ekki einar sér gegn slíkum skiðdýrum!

Og í lokin:

  "Auk þess legg ég til að veðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"

Hlédís, 13.2.2009 kl. 11:10

22 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég skal vera með í því! Hvar er þessi verðtryggingar-gálgi staðsettur?

Ekki færi ég á slönguveiðar með potta og pönnur.  Samt náði ég einni Hunangsslöngu INNI 'Á LÓÐINNI heima hjá mér!

Ég veit ekki hvað er að þessum hundum mínum sem er til að halda slöngum frá lóðinni!

Enn hvað, bit frá þeim eru lífshættuleg bara ef þær bíta í hálsinn á manni. Enn þær eru herra mannsmatur, rétt stektar og með smá kryddi.  

Eins og bestu nautalundir. Þær eu alltaf upp í trjám og láta sig detta á bráðina. Náði henni fyrir tilviljun með sveðju. Fékk smá hjartslátt því þær eru ótrúlega snöggar ...

þess vegna eru sveðjur staðsettar um allt hús, og um allt úti líka.

Minna smá á viðskiptahætti á Íslandi..þ.e. að eiga við þær. Enn þær eru góður matur. Lifa næstum eingöngu á hunangi og þaðan kemur nafnið ...  

PS: Kann betur við alvöru skiðdýr enn bankaræningja Íslands og þrælahaldara almúgans. Það er svo erfitt að átta sig á hver er hvað. 

Óskar Arnórsson, 13.2.2009 kl. 11:30

23 Smámynd: Hlédís

Óskar! Armanislöngur, eða rjómaslöngur má kalla þær íslensku. Þær fleyta jú rjóman af öllu hér!

Verðtryggingar-gálginn er staðsettur á Íslandi og er 30 ára gamalt viðundur  - Þú hlýtur að eiga axir í velbúnu verkfærasafninu :)

Hlédís, 13.2.2009 kl. 11:48

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já Hlédís! Enn hvern á að höggva? Ísland er stórt þannig séð! Þarf bara að vita hvern og hvar!

Ég á nóg af "verkfærum" til að eyða þessum andskota sem kallast verðtrygging.

Mig vantar bara að vita hvar "skotmarkið" er staðsett!

Hvað með "sprengjuvesti" á ákveðin aðila sem virðist stjórna  öllu á Íslandi? Ég á það til líka. Reyndar gamalt, enn nothæft. Gömul húsráð eru oft best.

Styrivextir Seðlabanka myndu alla vega fara niður á núll meðan viðkomandi væri með svona "vesti" á sér....

Óskar Arnórsson, 13.2.2009 kl. 16:05

25 identicon

Það er verið að ryksjúka vasa almennings með verðtryggingunni. Vasa sem ríkistjórnin telur að hafi verið útþandir af peningum undanfarin ár og því þurfi að taka peningana af almenningi sem ekkert kann með þá að fara. 

Þetta er gert í nafni stöðuleika, mundu það!

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:28

26 identicon

Ryk-sjúga, meina ég. Púkinn gerði ekki athugasemd við ryksjúka, hvað þýðir það eiginlega?

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:31

27 Smámynd: Hlédís

 Bjöggi!   Púkinn er soldið hlutdrægur!  Hann sá að þú varst að skrifa um sjúklegt athæfi ;)

Í alvöru má kalla þá ryksjúka sem hafa ofnæmi fyrir ryki - þó ég þekki ekki til þess.   Eru þessi rithreinsiforit etv þannig að athuga bara hvort hlutar samsetts orðs séu rétt ritaðir?  Ég þarf bráðnauðsynlega að fá Púka til að hreinsa burt klaufavillurnar mínar! 

Hlédís, 13.2.2009 kl. 17:32

28 Smámynd: Hannes

Verðtrygging er ekkert nema löggiltur þjófnaður og ef hún verður afnuminn núna þá munu vextir snarhækka sem mun setja alla meira og minna á hausinn eins og ástandið er í dag.

Ef verðtryggingin væri ekki þá yrði ríkistjórnin að beita meira aðhaldi í ríkisfjármálum og þyrfti að hugsa til langs tíma því að þá kæmi kostnaðurinn og óhagræðið fram strax en færi ekki á höfuðstólinn á lán landsmanna.

Ef ríkistjórnin vil hjálpa þeim sem eru með lágar tekjur til langs tíma af hverju ekki að breyta vaxtabótakerfinu þannig að fólk hafi meiri hvata til að greiða íbúðarlánið hraðar niður en ekki refsa fólki fyrir að gera það.

Hannes, 13.2.2009 kl. 17:56

29 Smámynd: Hlédís

Sæll Hannes! Gunnar Tómason hagfæðingur er með djarfa hugmynd um hliðaraðgerðir við að leggja Verðtr-lögin niður. Lára Hanna hefur upptöku af því viðtali í nýlegri bloggfærslu.  Gunnar er snjall og hefur verið hræðilega forspár síðastliðna áratugi.

Hlédís, 13.2.2009 kl. 18:14

30 identicon

Hehe, ég er semsagt ryksjúkur

Bjöggi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:24

31 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Gallinn við aðferðir Óskars er að saklaust fólk verður fyrir tjóni, beint og óbeint. Kosturinn er sá að hörðustu svikararnir eiga sér ekki skjól og verða kjöldregnir.

Sjálfslæðisflokkurinn er búinn að koma sér þannig fyrir að þeir sem að styðja hann eru svikarar við land og þjóð. Þeir eru óvinir fólksins, ómenni sem hugsa ekki á réttlátum nótum. Það er fólk sem mundi ekki slökkva í þér þótt þú logaðir ef það þyrfti að bursta í sér tennurnar upp úr vatninu. Það er búið að ala upp svo forhert fólk að ef það á ekki á hættu að týna lífinu mun það ALDREI játa á sig misgjörðir og ALDREI breyta rétt.

Því get ég ekki sagt að ég sé beinlínis andsnúinn Óskari þótt ég sé ekki kominn á það stig að gera neitt af því sem hann segir.

Hvernig ætlarðu að láta þessa andskota vita að fólki er alvara Hlédís? Eða er þér kannski ekki alvara? Þú getur alveg sveiað þér upp á að það er það sem treyst er á hinum megin við réttlætislínuna.

Þetta er ljóta staðan.

Rúnar Þór Þórarinsson, 13.2.2009 kl. 23:47

32 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rúnar Þór!

Hlédísi er fullkominn alvara! Hún orðar bara ekki þetta verðtryggingar svikamál eins og ég. Hún er bara kurteisari í orðum enn ég er.

Verðtrygging fyrir yfirstéttarfólk og banka er stórglæpur og landráð segi ég. Hlédís myndi ALDREI orða sömu hluti og ég geri. Hún er of kurteis til þess!

Hún myndi aldrei segja við þessa glæpahunda t.d. eins og ég myndi gera bókstaflega: " Setja handsprengju upp í kjaftinn á þeim, með valdi að sjálfsögu, og svo myndi ég taka pinnan úr".

" Skilaðu þessum 5000 milljörðum, hér er talva og internet, og þá heldurðu líftórunni."

Svo myndi ég yfirgefa svæðið.  Þetta er eina "mállýskan" sem þessir rænigjar skilja.

Ég er með nafnið á þeim aðila sem á að fá að hafa þetta í kjaftinum. Skila peningum sem Íslenskt efnahagslíf á, enn ekki þeir sem þessi "verktaki" sem ég þekki út og inn, hefur hjálpað til að stela ÖLLU fjármagni sem hægt var að komast yfir, og koma því fyrir í útlöndum.

Davíð þekkir hann, Allir bankamenn þekkja hann. Öll stórfyrirtæki á Íslandi þekkja hann.  Enn hans nafn er ALDREI í fjölmiðlum. Hann er "miðjumaðurinn".

Hlédís myndi aldrei eltast við svona náunga. Hún er kona no.1 kurteis no2.  það væri lífshættulegt fyrir hana ef hún færi að blogga um svona gangster.

No.3 Hún veit ekki nafnið á honum. Vonandi.

Ég aftur á móti er búin að berjast við svona týpur í 25 ár í Svíþjóð. Ég er með símanumerið hans, e-mailið hans og fylgist með honum með hjálp nokkurra annarra.

Ég er búin að setja upp "einvígi " við þennan mannandskota. Ef ég tapa, verður hann skotinn. Kalla það "landhreinsun". þ.e. ef hann nær ekki að skjóta mig fyrst.

Nú þá nær það ekki lengra, nema að ef ég finnst dauður, þá finnst hann dauður líka. Allt frágengið, enn peningarnir verða þá tapaðir úr Íslensku efnahagslífi.

Óskar Arnórsson, 14.2.2009 kl. 11:40

33 Smámynd: Hlédís

Þakka Óskar og þér líka Rúnar Þór!

það má nú segja, alveg gamanlaust. að við erum í graf-alvarlegum málum.

Minni ykkur á að líta á varðhundana sem glefsa að Láru Hönnu á bloggsíðunni hennar eftir Kastljósið í gær!

Hér kemur smáhugleiðing um nýjasta "trompið" Sjálftökuliðsins sumsé formannsefnið:

Ný-BjarniBen. huggulega endurnýjunin á toppi D-kransakökunnar er sem sagt drengurinn sem braut niður lúxusvillu til að bygga aðra mun stærri! - á sama tíma sem félítill almenningur varð að þigga verðtryggð ólán vildi hann losna af leigu-vergangi sem okrað var á í þokkabót.
 

Ný-BjarniBen. huggulega endurnýjunin á toppi D-kransakökunnar er sem sagt erfingi vænnar fúlgu af ránsfengnum sem Flokkseigendafélagið undir styrkri forystu Kolkrabbans og DO hefur sankað að sér við kjötkatlana í fjölda áratuga.
 

Ný-BjarniBen. huggulega endurnýjunin á toppi D-kransakökunnar er sem sagt sá sem lokka á rúna alþýðu-sauðina aftur til baka í réttina!  Varla þekkist á byggðu bóli önnur eins auðsveipni kúgaðra við ruplandi og rænandi Aðalinn sem á Íslandi, nema ef vera kynni í Rússlandi fortíðar og afnvel allra tíma. Þetta er áhyggjuefni. Á Íslandi er stór hópur milli-stéttar sem alltaf styður þann sterkasta. Sá hópur veldur mér mestum óhug og velgju.

Hlédís, 14.2.2009 kl. 12:27

34 Smámynd: Óskar Arnórsson

NÝ-Bjarni Ben! Frábært nafn! Ætli hann sé ekki glæpon líka!

Gamli Bjarni Ben, rak t.d.  f.v. tengdapabba minn sem var lögreglustjóri í Bolungarvík fyrir að skjóta hest! Þurfti að koma "vini" sínum í embætti....

Ég skil ekki hvernig hægt er að umorða glæpamennsku í orðið "pólitík! 

Ég held bara að það þekkist hvergi nema í Afríku og Burma, ásamt nokkrum öðrum löndum...sem ég nenni ekki að telja upp hér...

Af hverju er ALDERI neinn tekin fyrir "pólitíska glæpi"? á Islandi?????????????

Óskar Arnórsson, 14.2.2009 kl. 15:08

35 Smámynd: Hlédís

Skrýtnust allra tíka. íslenska Pólí-Tíkin! 

Ekki veit ég til að Ný-BjarniBen sé glæpon. Kannski þurfti hann þess ekki - því aðrir voru búnir að "afla" svo vel fyrir hann.  Mér er sagt að 'venjulegar' mafíufjölskyldur haldi sumum meðlimum 'hreinum'. Sel ekki dýrar en keypti - þú fréttir meira úr þeirri átt en við, Óskar!     Gamalt máltæki segir raunar: "þjófurinn þrífst ,en þjófsnauturinn ekki"! Sennilega ekki algild regla.

Og nú verða viðlagið endurtekið:

 "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-gálginn verði höggvinn niður!"

Hlédís, 14.2.2009 kl. 16:04

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

"því aðrir voru búnir að "afla" svo vel fyrir hann." Kaupi þetta! 

Óskar Arnórsson, 14.2.2009 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband