STURLA! Atburðirnir við Alþingishúsið eiga alvarlegar ORSAKIR!

"Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði í upphafi þingfundar á Alþingi að mikil umskipti hefðu orðið í íslenskum stjórnmálum að undanförnu. Sagðist hann hafa verið mjög hugsi yfir atburðum síðustu vikna við Alþingishúsið og sagðist vona að þeir boði ekki nýja siði í stjórnmálum" segir í tengdri frétt.

Vonandi sjáum við "nýja siði í stjórnmálum" - Sú var og er krafan!

Vonandi þarf ekki að mótmæla aftur slæmum störfum samtvinnaðs löggjafar- og framkvæmda-valds á Íslandi 

Vonandi sjáum við ekki aftur stigmögnun í lögreglu-ofbeldi og svörun við því.

Vonandi halda Íslendingar áfram að mynda skjaldborg um stjórnmálamenn sína og lögreglumenn er þörf krefur.


mbl.is Vona að atburðir við þinghúsið boði ekki nýja siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

"Vonadi sjáum við ekki aftur stigmögnun í lögreglu-ofbeldi og svörun við því.". Jahá, annað hvort okkar er ekki "obbi" þjóðarinnar.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 4.2.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að ansi mörgum létti við að losna við sjálfsstæðismenn og siðleysi þeirra úr stjórnarráðinu. Best væri að losna við þá af þingi líka.

Við þurfum samt að standa vörðinn áfram því það iðar enn í ormagryfjunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.2.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Hlédís

OBBI.  Merkilegt orð.  Gangi þér allt í haginn, Birgir Hrafn.

Hlédís, 4.2.2009 kl. 15:33

4 identicon

Held að Sturla verði að fá sér bæði ný gleraugu og heyrnartæki. Hann er af eldgamla skólanum. Gat aldrei svarað fyrir sig af viti sem samgönguráðherra og óskiljanlegt af hverju hann hefur fengið öll þessi embætti í gegnum flokkinn. Sturla er lifandi dæmi um stjórnmálamanna sem þarf að útrýma úr íslenskum stjórnmálum. Og ekki nema um 80 dagar í það.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband