Traust er lykilorðið! Hreint fjárhagslegt mannorð allra nýrra ráðherra er skilyrði fyrir vinnufriði!

Jóhanna og félagar!  Munið að setja engan  með órannsakaða, vafasama, fjármála-fortíð inn í nýja ríkisstjórn!     Nefni hvorki nafn né nöfn, en þið vitið hvaða þingmenn eiga enn órannsakaða fjármálagjörninga sína frá því fyrir hrunið sl. haust. Þeir eru vonandi ekki fleiri en svo.  

Traust er lykilorðið!  Þessi stjórn má bara samanstanda af fólki sem allir, líka nýja stjórnarandstaðan, þekkja af heiðarleika.  "Búsáhalda-hljómsveitin" fer af stað á fyrsta degi nýrrar ríkisstjórnar, ef í hana sest fólk með flekkaðann skjöld. þá á á ég við flekkaðann af fjármálabraski.  Kraft, kunnáttu og vilja til að bjarga málum hafa margir. Hreint fjárhagslegt mannorð er aðal-skilyrði fyrir setu í þessari ríkisstjórn.

 Síðast en ekki síst: Atla Gíslason í dómsmálin - það blasir við!


mbl.is Býst við stjórn á laugardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Mér líst vel á Atla so far..

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 21:54

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ekki bara traust.... heldur líka færni til þess að takast á við þau gríðarlegu vandamál sem eru í farvatninu.

Traust hefur að gera með ásýnd..... en færni er raunverulegur eiginleiki til þess að takast á við vandamálin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.1.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Lúðvík hvað?

Víðir Benediktsson, 28.1.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Hlédís

" Kraft, kunnáttu og vilja til að bjarga málum hafa margir." stóð þarna einhversstaðar í pistlinum, Jakobína!  Ég held að þú, meðal annarra, hafir eiginleika sem til þarf!

Stend við þá fullyrðingu að:

Hreint fjárhagslegt mannorð er aðal-skilyrði fyrir setu í þessari ríkisstjórn!

Hlédís, 28.1.2009 kl. 23:02

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

GLÆSILEGT hjá þér Hlédís . Heyr ! Heyr!

Hörður B Hjartarson, 29.1.2009 kl. 00:42

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála og var búin að skrifa um það.  Gæti vel hugsað mér Atla

Hólmdís Hjartardóttir, 29.1.2009 kl. 09:45

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við Íslendingar eigum einn sameiginlegan fjársjóð umfram önnur verðmæti og það er Sagan. Við getum margt af henni lært og meðal annars núna leitt hugann til ársins 1000 er kristni var lögfest á Alþingi á Þingvöllum við Öxará. Þá stefndi í blóðugan bardaga milli heiðinna manna og kristinna. Þá tóks Þorgeiri Ljósvetningagoða að sætta menn og vopn voru slíðruð. Nú stöndum við í líkum sporum og árið 1000. Ef það fólk sem nú situr við að mynda nýja ríkisstjórn byrjar á því að berja okkur í hausinn með því að bjóða okkur upp á ráðherrann sem mælti hin frægu orð á fjöldafundi: "Þú ert ekki þjóðin!" Þá er ég ekki bjartsýnn á þá sátt sem þjóðin hafði gert sér vonir um.

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 10:44

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Algjörlega.  Annars verður búsáhaldamótmælin framlengd.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 29.1.2009 kl. 13:30

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef efasemdir um að Atli sé áfjáður í ráðherradóm að svo stöddu. En hann er góður í baklandinu. Ég er bara óttasleginn um að áfergjan í ferilsskrána verði dómgreindinni yfirsterkari og að það gleymist hversu ásýnd þessarar stjórnar er mikilvæg með það að tilgangi að lægja öldurnar í samfélaginu. Við erum komin að ystu mörkum í því að forða upplausn sem ábyrgðarlausir einstaklingar nota sér til að vinna óhæfuverk á saklausum einstaklingum eins og lögreglumönnum og heimilum þeirra. Slíkt ástand er ekki létt að stöðva.

Árni Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 14:00

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir allt sem þú segir í pistlinum Hlédís... nema þetta með Atla. Afturhaldskommi sem sleikir sig upp við öfgafemínisma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 17:02

11 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Tveir þumlar upp Hlédís.

LoLz til Gunna stuð - hefur áhyggjur af kommum og femínistum. Ætli hann sé ekki að míga á sig líka yfir hommum og lessum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.1.2009 kl. 17:10

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrst kom svartur forseti og svo þetta.... hvert stefnir heimurinn eiginlega ?

Neee... bara að spauga

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.1.2009 kl. 17:27

13 Smámynd: Hlédís

Þú ert ágætur Gunnar Th!  "Láttu engan telja þér trú um annað"  

Skil vel að þér lítist ekki á Atla í ríkisstjórn.  Við verðum sammála, nú sem stundum fyrr, um að vera ósammála.  Ætla að fræða þig á að aldrei kaus ég VG - svo traustið á Atla stafar ekki af flokkstryggð.   Hef heldur aldrei kosið D  þó "margir bestu vina minna" séu D-menn - hafi jafnvel, sumir, setið lengi á Alþingi.       Nóg um það. Kveðja austur. 

Hlédís, 29.1.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband