Af hverju liggur VG svo á? Þeir vita að Ný-Lýðveldishreyfingin þarf tíma í myndun. Ekki eru VG....

..svona ákafir að viðhalda gamla flokkabrask-kerfinu.! - Eða hvað?


mbl.is Vel miðar í viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sæl Hlédís. Á fundi Vinstri grænna í gær var mikill hljómgrunnur fyrir því að hafa samband við grasrótarhreyfingarnar sem hyggja á framboð og heyra hvaða óskir eru um kjördag. Fólkið sem leiddi byltinguna á auðvitað að fá að segja sína skoðun á því hvort það eigi að kjósa strax eða hvaða dagur er raunhæfur. Það er augljóst mál. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.1.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Hlynur, með fyllstu virðingu fyrir þér, sem ert til fyrirmyndar í þessu samhengi, þá er tími flokanna liðinn. Það kerfi hefur alið af sér þá spillingu sem gjarnan er spyrt við xD og xB. Það er flokkakerfið sjálft sem hefur alið þetta við brjóst sitt.

Þingræðið er orðið að dragbít á lýðræðið, tengsl stjórnmála og viðskipta og flokkshagsmunahark nær inn í ríkisstjórn og hrossakaupin fullkomnast svo í pólitískt skipuðum dómstólum....

Ég get persónulega ekki sætt mig við stjórn setta saman til að starfa við núverandi kerfi.

Haraldur Davíðsson, 28.1.2009 kl. 12:04

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þrátt fyrir jarmið í honum Hlyni Hallssyni, þá hef ég grun um að flokkseigendaelítu VG sé margt betur gefið en að taka mark á grasrótum. Nuddi þessi þrifaelíta sér utan í grasrót er það til að upphefja sjálfa sig en ekki til að taka mark á grasrótinni.

Jóhannes Ragnarsson, 28.1.2009 kl. 21:17

4 Smámynd: Hlédís

Verð að segja að þetta er vel orðað. Jóhannes!

Það er margt merkilegt við græna litinn, annað en grasgræna. Minni á ótta eins þjóðskáldsins við græn klæði!  

Hlédís, 28.1.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það var haft samband við þá grasrótarhreyfingu sem ég starfa með (Lýðræðisbyltingin). Gerð var skoðanakönnun á póstlista þar sem 5 möguleikar voru gefnir og kom eftirfarandi í ljós:

Alls kusu 56 manns.

7 eða 12,5% kusu - A: Laugardaginn 4. apríl

11 eða 19,6% kusu - B: Laugardaginn 9. maí

7 eða 12,5% kusu - C: Laugardaginn 30. maí

25 eða 44,6% kusu - D: Miðvikudaginn 17. júní, Lýðveldisdagurinn

3 eða 5,4% kusu - E: Í haust t.d. laugardaginn 26. sept. eða laugardaginn 3. okt.

1 eða 1,8% skilaði auðu

2 eða 3,6% sendu atkvæði inn á Facebook og þeim var skilað hingað inn af notanda (vafaatkvæði úrskurðuð ógilt)

56 atkvæði alls.

Þetta verður sent svona til VG og tilvísun í þennan spjallþráð ef þeir vilja skoða rökin á bakvið.

Nú er bara að sjá hvort VG hlustar á grasrótina!?

Sigurður Hrellir, 29.1.2009 kl. 01:40

6 Smámynd: Auðun Gíslason

Kæru félagar!  Ég legg til, að við gleymum ekki  aðalatriðinu með legu yfir dagatalinu og björgunaraðgerðum fyrir  kapítalismann!  Hér þarf að reisa nýtt og betra samfélag á rústum nýfrjálshyggju og þykjustu-lýðræðis!  Stjórnlagaþing má ekki gleymast!  Ég hef miklu meiri áhuga á að kjósa til þess, en að taka þátt í  gervilýðræðiskosningu til þings, þó mikilvægt sé.  Hefur kosning til stjórnlagaþings eitthvað verið undirbúin?  Eru einhverjir að undirbúa frumvarp um það?  Eða vill gamla stjórnmálastéttin halda áfram að staga í gömlu stjórnarskránna, sem reynst hefur vera ónothæf til að verja þjóðina fyrir yfirgangi stjórnmálamanna og auðvaldsins?  Hvað er hægt að bæta gamla flík oft áður en hún verður ónothæf?  Mér sýnist á könnuninni hér að ofan að 9.maí sé ágætisdagur.  Ekkert verri þó Geir Haarde hafi lagt fram tillögu um hann.  Aðalatriðið er að verja þjóðina og framtíð hennar, ekki að lappa uppá auðvaldið og gervlýðræðisskipulagið!

Auðun Gíslason, 29.1.2009 kl. 14:26

7 Smámynd: Hlédís

Auðun, Hlynur, Haraldur og Jóhannes!  

Við erum, held ég,  öll sammála um að mikilvægara er um hvað verður kosið en hvenær. Háaldraður og því lífseyndur, fyrrv. bóndi af Norðurlandi skaut að okkur við heitar kaffi-umræður í morgun, að veður og færð væru oft erfið í apríl-mánuði. Því er ekki tilviljun að kosnungum er löngum valinn tími eftir maí-byrjun, Orð hans minntu mig á "apríl-drullu-færðina" (fyrirgefið frönskuna!) jafnvel sunnanlands meðan vegir voru frumstæðir. Vetur víkur seinna norðanlands en sunnan - Gleymum ekki náttúruöflunum eins grasgræn og rótarbrún og teljumst vera :)

Hlédís, 29.1.2009 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband