sun. 25.1.2009
LJÓTUR, SVANGUR DREKI að berjast við ?
Baldur Gautur Baldursson segir í pistli tengdum þessari frétt:
"Það er svo skrýtið að þegar ég hugsa til baka til stjórnmálasögunnar, eins og ég man hana, að hún hefur einkennst af lygum, leynimakki, hinu þekkta minnisleysi og gleymsku stjórnmálamanna, týndum minnisblöðum, kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem síðan má ekki tala um, eiginhagsmunapoti, nepótisma (frændsemishyggju í embættaveitingum), þekkingarleysi á "þjóðarsálinni" og almennum hroka. Þetta eru þær hugsanir sem veltast um í kollinum á mér þegar mér verður hugsað til stjórnmálamanna.
Það er oft eins og lygarnar myndi gaddavírsgirðingu milli fólksins og þingmanna/ráðherra. Þessi gaddavírsgirðing fær á sig mynd rósarunna og verður mér hugsað til þyrnigerðisins í ævintýrinu af Þyrnirós, nema bak við þyrnigerðið íslenska liggur ljótur svangur dreki."
Ég bað ekki leyfis að setja hluta pistilsins hér inn, en vona að fyrirgefist, Baldur skrifar kjarna málsins í fáum hvitmiðuðum setningum - Takk!
Bendi, að gefnu tilefni á þetta: http://www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/710 Sérlega er þar gott "komment" Helga Jóhanns Haukssonar með vísan í fjölda mynda.
![]() |
Rof milli þings og þjóðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var stórgóð grein hjá Baldri, Hlédís.
Nú skín fögur og appelsínugul morgunsól og fuglarnir syngja út í garði. Gaf þeim epli í morgun svona til að launa þeim fyrir gáskafullann sönginn. Ágætis blogggreinar hjá þér og bara takk fyrir það. Lifðu heil og eigðu góðann dag 
Máni Ragnar Svansson, 25.1.2009 kl. 11:24
Til lukku með lífið, Máni! Ekki má gleyma því í "stríðinu"
V
Hlédís, 25.1.2009 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.