Mannorðsmorð - tek undir það!

 

Er ekki búið að úthrópa manninn nóg ?   Nú vill Bloggdómurinn hengja hann í næsta tré!  - Þökk sé Riddaranum, Baldri, Páli, Gunnari Th., Beturvitringi og öðrum fyrir skynsamlegar ábendingar til 'snöruliðsins'.

 

Það þolist ekki að karlmaður, hvað þá prestur, sé hlýr og opinskár. Faðma hann ekki, nema e.t.v. rafrænt! - slíkt er nefnilega búið að innleiða í bloggið - og telst hættulítið fyrir þolandann. -  Auðvitað átti presturinn að halda að sér höndum, eins og afar, frændur og feður eiga líka að gera, svo ekki verði sakaðir um sifjaspella-tilburði.  Mörg sem skrifa hér virðast ekki vita að örgustu kynferðisbrotamenn eru alveg nógu séðir til að forðast faðmlög á almannafæri. Þeir fordæma jafnvel slíkan ósóma og eru oft mjög sannfærandi í siðprýðinni! 

 

Réttsýnt fólk!  Varið börn, drengi sem stúlkur, nógu oft við öllum sem snerta þau - hvað þá sýna þeim hlýju  -og svona dómsmálum mun sífjölga. 


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan Daginn,

Það er til að FAÐMA OG FAÐMA.......

Hvort að þetta hafi flokkast sem kynferðislegt ofbeldi get ég ekki dæmt um en sekur er hann um óviðeigandi framkomu gagnvart þessum stúlkum......

Gleymum ekki að meiri að segja organistinn tók undir með stelpunum..... 

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Einar Jón

Skoðaðu dóminn hjá Jens Guð. Á flestum vinnustöðum væri þetta ekki liðið milli vinnufélaga.

Það má deila um hvort þetta telst kynferðisleg áreitni, en það er nær ómögulegt að halda því fram að hann hafi ekki "með þessari háttsemi sýnt stúlkunum yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða móðgað". Skoðaðu sérstaklega afsökunarbeiðni ákærða til "B" í þessu tilliti - þar sem hann í raun viðurkennir einhverja sök.

Einar Jón, 3.12.2008 kl. 08:53

3 identicon

Þessi málflutningur dæmir sig sjálfur og þig í leiðinni.

Sigrún (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 10:53

4 Smámynd: Hlédís

Ágæta Sigrún!  - Sé orðum þínum beint til mín, skal ég fræða þig á að málflutninur minn í pistli hér að ofan má að sjálfsögðu dæma mig.  Ég er auðvitað engu nær um hver þinn dómur er!    Hef aftur fengið upp í nef af sorahugmyndum margra er nú   velta sér uppúr ýktum ávirðingum séra Gunnars í bloggi - dæmandi hann kynferðisbrotamann og það jafnvel af verri sortinni! 

Hvíli mig hérmeð á skrifum um þetta - nema heyri eða sjái eitthvað nýtt, helst uppbyggilegt, um málið.

Hlédís, 3.12.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Varið börnin við

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.12.2008 kl. 12:16

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gengur þú erinda prestsins? Ertu kannski hann? Ef ekki ættir þú að lesa dómsorðin. Lestu sögur stúlknann og viðbrögð foreldra þeirra. Og ekki síst viðbrögð prestsins.

Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 15:52

7 Smámynd: Hlédís

Sæl Rut!  Ekki geng ég erinda prestsisns og er ekki hann!  Dómsúrskurðinn hef ég lesið.

Mér stendur stuggur af nornaveiðum.  Hef einnig tilhneygingu til að verja þá sem ráðist er á liggjandi.  Það breytist ekki á næstunni og síst við þetta upphlaup.

Hlédís, 3.12.2008 kl. 18:06

8 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Það hef ég gert líka, er heldur ekki vön að sparka í liggjandi fólk. Er ekkert grunsamlegt að fimm stúlkur fóru af stað þó bara tvær kærðu. Og vega ekki orð tveggja stúlkna meira en orð eins manns? Hvar eiga þessar stúlkur að draga mörk þess sem sæmilegt og ósæmilegt þegar þeim er sagt með dómi að þetta hafi ekki verið svona, mín samúð liggur hjá þeim. Get ekki tengt þetta við neinar nornaveiðar hvernig svo sem ég reyni. Skil bara ekki hvers vegna þú ert að verja þennan mann.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp hafa komið sögur um einmitt þennan mann eins og þú getur reyndar séð svart á hvítu í kommentakerfunum sem fjalla um þetta mál.

Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 19:10

9 Smámynd: Páll Jónsson

Haha! Áhugavert að vera kominn í þá aðstöðu að verja sýknudóm yfir presti sem virðist í besta falli afskaplega vafasamur maður.

Sem argasti guðleysingi þá myndi það veita mér hin mestu ánægju að rífa prestinn í mig og ykkur er það svo sem velkomið. Það sem ég er búinn að reyna að verja eru dómstólar í landinu. Mér finnst bókstaflega hræðilegt að horfa upp á þá fyrirlitningu sem menn virðast hafa á dómurum án þess að hafa hugmynd um hvernig og af hverju er dæmt í málum eins og er gert.

Svo ég freistast stundum til að reyna að benda á það við litlar undirtektir.

Páll Jónsson, 3.12.2008 kl. 21:17

10 Smámynd: Hlédís

Páll!   Haltu áfram að reyna að fræða fólk um þessa hluti. Einn og einn nær því.

Mér þykir líka skrýtið að teljast verja kynferðisbrotamann. Er þeirrar skoðunar  að slíkir hafi fengið allt of vægar  refsingar hérlendis, er sekt sannaðist.

Hlédís, 4.12.2008 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband