Fjölmiðlar: Borgarafundur - Seðlabankaheimsókn.

Merkilegt með fjölmiðlana! Ég sat í bílnum á leið heim af fundinum, er fékk annarsvegar frétt um borgarafundinn þar sem "að mati lögreglu" höfðu mætt ríflega 800 manns - Rétt á eftir hét það í útvarpi, eitthvað á þessa leið: "Borgarafundurinn fór úr böndunum- og nú eru um 150 manns að ráðast á Seðlabankann!" Eitt veit ég - það er að borgarafundinum var slitið á venjulegan hátt og fór ekki úr neinum böndum - Á fundinum var alltof fátt fólk  - þó fleira en 800. Fjölyrði ekki um framtak þeirra er vildu ræða við Davíð O. eftir fundinn. Hann hafði að sjálfsögðu lokið sínum vinnudegi!    Hinsvegar var mjög misráðið að boða til mikilvægs fundar svo löngu fyrir vinnutímalok almennings. Margir hafa vinnu enn sem betur fer, og það komast ekki allir frá eins snemma og DO.
mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband