Stefán! Mér , glænýjum bloggara, skilst að þú sért svona frekar "XD" - Gæti verið misskilningur. Við, þér mun eldri, munum eftir foreldrum okkar koma tárfellandi heim (Táragas var orsökin - ef þú skyldir ekki vita það!) af frægum mótmælafundi 1949. Þar var málefnalega krafan sú að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um inngöngu í NATÓ. Málefnaleg rök hindra ekki ofbeldi valdhafa! Þú mátt trúa því, drengur minn Unga fólkið sem þú kallar krakka, er orðið þreytt á að vera, ásamt obba þjóðarinnar, hunsað af valdhöfum vikum og mánuðum saman. Við sem eldri erum þekkjum okkar heimafólk - en höldum samt áfram að ströggla.
Með kveðju og von um vaxandi skilning!
Reynt að fá fólk út með góðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stebbi greyið afrekaði að verða í 20. sæti af 20. mögulegum í prófkjöri hjá íhaldinu fyrir norðan og ætti það að segja alla söguna um vitsmuni þessa eins helsta uppáhaldsgæludýrs og sálufélaga umsjónarmanna moggabloggsins.
Baldur Fjölnisson, 1.12.2008 kl. 18:41
Elskan mín, þú átt eftir að kynnast ýmsum skemmtilegum gaukum á þessum vettvangi. Það sem mér finnst langmerkilegast í fréttinni er síðasta setningin um að FLESTIR hafi verið "ungir að árum", þú, svo ung í anda þrátt fyrir að muna gamla atburði, hvað finnst þér um slíkt "diss"?
Kristín tengdadóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:34
Kæra Sigrún og Kristín, litli prins! Þroskaða konan hér er sammála því að þetta sé argasta 'DISS! - bæði tengt aldursfordómum og því að andófsmenn eru alltaf 'dissaðir' í meginfjölmiðlum.
Aldur gefur ekki aukið vit. Tölvur hef ég átt í 25 ár (bara nettengd í 13 ár)- enda tækni-'frík' með meiru ;D - Raunar er 93 ára strákur hér í húsinu nettengdur og tölvu-klár!
Hlédís, 2.12.2008 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.