Íslenskt, verðtryggt okur - Evrópskar fjármálaþvinganir: Hliðstæður?

"Verðtryggða okrið burt" er engin skyndihugmynd fárra - orðin til snemmvetrar 2008. Ekki fremur en krafan: "Skilið þjóðinni fiskimiðunum"     Hugsandi Íslendingar hafa klifað á þessu árum saman, fyrir tómum eyrum áhrifafólks, að því er virðist.
Mér detta í hug hliðstæður: Evrópuþjóðir setja Íslendingum nú fjárhagslega afarkosti í krafti stærðar sinnar og valda. Íslensk stjórnvöld hafa lengi sett almenningi og atvinnuvegum fjárhagslega afarkosti (verðtryggð lán með okurvöxtum) í skjóli valda. Spurning: Hvort er verra? Svar: Tvímælalaust að brjóta niður eigin þegna (!) - auk þess hve það er foráttu-heimskulegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband