Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Mér detta í hug hliðstæður: Evrópuþjóðir setja Íslendingum nú fjárhagslega afarkosti í krafti stærðar sinnar og valda. Íslensk stjórnvöld hafa lengi sett almenningi og atvinnuvegum fjárhagslega afarkosti (verðtryggð lán með okurvöxtum) í skjóli valda. Spurning: Hvort er verra? Svar: Tvímælalaust að brjóta niður eigin þegna (!) - auk þess hve það er foráttu-heimskulegt.
lau. 29.11.2008
Framsóknarriddarinn Finnur!
Eru menn búnir að gleyma verklagi Finns I.? Sumir nýju svikamylluvíkingarnir eru börn á bleyjum miðað við hvernig hann notaði stjórnmála-vald sitt. Mér var vel til þessa manns - og því eru vonbrigðin meiri. Nenni ekki að telja upp glæframenn annarra flokka.
SÍS vill rannsókn á Gift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
lau. 29.11.2008
JAG UNDRAR!
Yfirlýsing frá Stími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 29.11.2008
Næsti fundur á Arnarhól 1. desember. Vel við hæfi!
"Einu sinni fyrir langa löngu".. komst Seðlabankinn fyrir í skúffu niðri í Landsbanka.. segir sagan. Síðan var hann heldur betur stækkaður og fluttur utan í Arnarhólinn. "Elstu menn" - og jafnvel aðeins yngri - muna að það kostaði íslenskan almenning hörð mótmæli að hindra þá ósvinnu að Seðlabankinn stæði sem hár pýramídi á hvolfi gnæfandi yfir Arnarhól! Þetta er satt, en sjaldan talað um. Stendur það í sögubókum?
Læt fylgja tilvitnun úr Heimsljósi HKL. Sjötíu ára - enn sem ný:
Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið. Og hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar Heldrimaður. Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum. Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku. Júel hefur sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka Bánkanum.
Útifundur á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 29.11.2008
Mannúðlegri gjaldþrot! Á að klappa?
Stór hluti yngra og miðaldra fólks hérlendis stendur eða liggur í verðtryggingar-kviksyndinu - mislangt sokkið. Kviksyndið er manngert. Þeir menn, karlar og konur, sem dregið geta fórnarlömbin upp boða nú - hvað? Mannúðlegri gjaldþrot? - Eigum við að fagna?
Firring fólks með allt upp í milljóna króna mánaðarlaun er óhugnanleg - og það telur sig passa best í björgunargallana.
Niðurfelling skulda eða ölmusa yfirvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 29.11.2008
Löggjafarþingmenn! STÖÐVIÐ RAUNVAXTA-OKRIÐ STRAX!
Fyrst þið (ríkisstjórnin) eruð að leggja höfuð í bleyti um varnaraðgerðir, verðið þið að skilja, að nú þarf að lækka RAUNVEXTI, þ.e okurvexti á verðtyggðum lánunum, strax - og þó fyrr hefði verið.
Bankar hafa hækkað raunvexti gífurlega síðastliðin fá ár - meðal annars vegna hárra styrivaxta í "lítilli" verðbólgu. Nú lafa stýrivextir rétt í verðbólgunni, en raunvextir eru samt enn gjarna 10 - um 14%!! Slík vinnubrögð og slikt okur þekkist trúlega hvergi á byggðu bóli nema á Íslandi. Mafíur blóðmjólka þó e.t.v. fórnarlömb sín svona.
Alþingi getur og verður að setja ÞAK á raunvexti. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn getur varla haft neitt á móti því!
Eins og nú háttar stunda bankar 'löglega' sjálftekt á vöxtum verðtryggðra lána. Ef þið skiljið ekki þetta, er ekki von á góðum árangri aðgerða á öðrum sviðum.
Óska ykkur góðs í erfiðu starfi - og að hlutlausari og menntaðri aðilium verði smám saman hleypt meir að björgunaraðgerðum.
Aðgerðir kynntar eftir helgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.1.2009 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)