Eltið uppi þjófa fremur en að stunda lífshættulegan kappakstur.

 Innbrotum og þjófnuðum fjölgar
 
"Mynd 469893 Innbrotum hefur fjölgað verulega ..." segir í frétt.

Hvaða háttarlag er það líka, að stofna til lífshættulegs, óþarfa-kappaksturs þegar meira en nóg er hægt að gera af viti?

Föst lokaorð:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"


mbl.is Innbrotum og þjófnuðum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Hlédís.

Ég var einmitt að velta þessu sama, allavega með eftirförina.

Einn góðan veðurdag endar svona ofsa eftirakstur með hörmungum.

 Hvaða dagur verður það ?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Hlédís

Kæri Þórarinn!

Það gæti orðið á morgun, miðað við uppátæki lögreglunnar.

Kveðja

Hlédís, 21.7.2009 kl. 17:52

3 identicon

Til athugunar, Hlédís og Þórarinn:  Þjófar slasa ekki eða deyða, að öllu jöfnu, en það gera ökuníðingar oft, því miður.

Högni V.G. (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 18:02

4 identicon

Hefðir þú viljað mæta kauða í Hvalfjarðargöngunum?

Dagný (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Hlédís

Ökuníðingar hvað?!

Bílþjófs-bjáninn varð ekki ökuníðingur fyrr en hinir bjálfarnir fóru að elta hann.  Með sjúkrabíl viðbúinn í lestinn! -  Ja hérna

Hlédís, 21.7.2009 kl. 18:09

6 Smámynd: Hlédís

Sæl og blessuð Dagný!

Ég veit ekki hvern þú ert að spyrja, en maðurinn hefði ekki verið hundeltur upp í Hvalfjörð, nema í einmitt svona eltingar-LEIK.

Hlédís, 21.7.2009 kl. 18:16

7 Smámynd: Hannes

Hlédís á löggan bara að leyfa manni að keyra áfram ef þjófur á stolnum bíl virðir ekki stöðvunarmerki lögreglunar? Ef bílnum mínum væri stolið þá er eins gott að löggan handtaki þjófinn áður en ég næ í rassgatið á honum því að hann væri í hjólastól eftir viðureignina við mig.

Löggan á bara að leggja fyrir framan fíflið með hríðskotarifil og tæma hana á hann. Ég er nokkuð viss um að fólk myndi ekki flýja lögguna ef hún bregst svona við.

Hannes, 21.7.2009 kl. 23:07

8 Smámynd: Hlédís

Sæll og blessaður, Hannes!

Lögreglan á að beita skynsemi - ekki etja bílþjófi út í hættulegan kappakstur - og það í þéttbýli.

Myndir þú skjóta á þjóf með hríðskotabyssu á Laugaveginum, jafnvel þó nokkrir vegfarendur yrðu líka fyrir skotum?. -- Held ekki.

Hlédís, 21.7.2009 kl. 23:38

9 Smámynd: Hannes

Já myndi bara gefa þeim tíma til að færa sig úr skotlínunni áður en bílinn kæmi.

Hannes, 21.7.2009 kl. 23:41

10 Smámynd: Hlédís

Í umferðinni gefst nú ekki alltaf tími til að "færa sig úr skotlínunni".

Hlédís, 21.7.2009 kl. 23:44

11 Smámynd: Hannes

Það er hægt að sja hvert hann fer og þegar það gefst færi á að skjóta á ökuníðinginn án þess að skotinn fari á saklausu vegfarendur þá á að nýta það.+

Mér er nákvamlega sama hvort svona menn fari úr eltingaleik dauðir eð lifandi. Ef þeir fara í líkpoka þá sparast fangavist.

Hannes, 21.7.2009 kl. 23:46

12 identicon

Hvað er löggan að hugsa? Hún eru orðið sí og æ í svona bófahasar.

borgari (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 23:48

13 Smámynd: Hlédís

Einmitt, Hannes!

Auðvitað átti að sitja fyrir honum - eins og loksins var gert - þó ekki fyrr en hann gat verið búinn að drepa marga aðra og sjálfan sig.

Sæll, borgari!

Ekki get ég ímyndað mér hvað þessir menn hafa verið að hugsa, né hvort þeir voru að hugsa!

Hlédís, 21.7.2009 kl. 23:54

14 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:29

15 identicon

Sæl Öllsömul.

Sæl Hlédís.

Uuu...   bíddu.

Á lögreglan ekki að elta uppi þjófa, eins og þú segir í fyrirsögn þessa bloggs ?

Og hvað voru þeir að gera þegar þeir eltu bíl-ÞJÓFINN á Yarisnum ?

Voru þeir ekki að elta þjóf ?!???

Ég meina, hann STAL bílnum.

Er ekki einhver rökvilla í þessu hjá þér ?

Eða er það kannski ekki lengur þjófnaður að taka annara bíla traustataki? Þá er runninn upp gósentíð og paradís fyrir mig, sjálfan bíladellukallinn. Margir heillandi bílar sem mig langar að aka.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson. (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 01:48

16 Smámynd: Hlédís

Ekki er nú von á góðu, ef hugmynd margra um að ná þjófum felst í að elta þá á ofsahraða í þéttbýli.  Að vísu var sjúkrabíll tekinn með "í leikinn" - Skynsamlegt miðað hve uppátækið var stórhættulegt. 

Hlédís, 22.7.2009 kl. 10:03

17 Smámynd: Hlédís

Sæll Arnar!

Er eftirlitið búið að loka síðunni þinni?

Hlédís, 22.7.2009 kl. 10:06

18 Smámynd: Hannes

Hlédís því miður eru þjófar ekki allir alveg jafn heimskir og þessir.

Hannes, 23.7.2009 kl. 00:13

19 Smámynd: Auðun Gíslason

Alveg væri ég til í að ræna einsog einn eða tvo "auðkýfinga".  Innbúið hlýtur að vera einhvers virði.  Fjölgun afbrota kemur ekki á óvart.  Í hruninu var mikið talað um siðbót og endurreisn siðferðisins á Íslandi.  Það voru aðeins orðin tóm.  Það eina sem verið er að endurreisa er kapítalisminn.  Og siðferðinu hefur aðeins hrakað ef eitthvað er.  Sbr. væntingar ýmissa skuldakónga um niðurfellingu skulda, m.a. Bjöggarnir.  En þeir eru ekki þeir einu.  Það mál lak í fjölmiðla.  Hvað um öll hin sem eru enn hulin almannasjónum.  Hvað eru mörg "Svjóvár"-mál, sem ekki þola dagsljósið.  Athugið að einn af viðskiptafélögum Werner-bræðra situr á Alþingi.  Bisness as usual!

Auðun Gíslason, 23.7.2009 kl. 18:51

20 Smámynd: Auðun Gíslason

Auk þess legg ég til að kapítalismanum verði eytt!

Auðun Gíslason, 23.7.2009 kl. 18:52

21 Smámynd: Hlédís

Þakka innlit, Hannes og Auðun!

Er innilega sammála ykkur báðum.

Hlédís, 23.7.2009 kl. 22:28

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru nokkuð mörg ár síðan hér varð dauðaslys vegna þess að lögreglan elti drukkinn ökumann á ofsahraða, svo hann ók út af og dó.  Ég veit ekki hvernig skal höndla svona mál, en hefði ekki verið skynsamlegra að fá lögregluna á Akranesi til að bíða hans þeirra meginn við göngin?  Og taka hann þannig?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 15:19

23 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

kvitta

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.7.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband