Myndir af pyndingum eru ekki opinbert "afþreyingarefni" - heldur sönnunargögn

Nauðganir myndaðar Fanga ógnað með hundi í Abu Ghraib fangelsinu".....Barack Obama Bandaríkjaforseti reynir nú að koma í veg fyrir að birtar verði opinberlega .. myndir sem sýna nauðganir og annað kynferðislegt ofbeldi Í Abu Ghraib fangelsinu)" segir í fréttinni´
Ekki förum við fram á að barnaklámmyndir séu sýndar opinberlega.
Hér gildir það sama.  Aðalmálið er að sækja til saka og dæma þá sem stjórnuðu og framkvæmdu ofbeldi gagnvart föngum - ekki spennandi bíósýningar fyrir "áhugasama".

mbl.is Nauðganir myndaðar í Abu Ghraib
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellý

Ég er svo hjartanlega sammála þér. Mér finnst ekkert þurfa að vernda mennina sem gerðu þetta en er þörf á því að niðurlægja fórnarlömb frekar með því að sýna alþjóð neyð þeirra?

Ellý, 28.5.2009 kl. 16:58

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála ykkur.

Rut Sumarliðadóttir, 28.5.2009 kl. 17:05

3 identicon

Ekki man ég hvað Halldór og Davíð kölluðu fyrrverandi ráðherrar þjóðirnar sem studdu innrásina í Írak. Eitthvað í þá áttina um það vorum "við" sem vitið höfðu, og þá meina ég "við".  Nú á að sópa undir teppið hverju "við " gátum áorkað í Írak.  Það vil ég meina að sé ófyrirgefanlegt, það ekki kæmi í dagsins ljós. Og umfram allt að koma fyrir almenningssjónir hér á landi sem og annars staðar. Bandaríkin N.A.  geta þá ekki haldið því fram að þeir séu í fararbroddi mannréttinda og mannvisku.  Eða finnst ykkur að Obama geti haldið heimslögguleiknum áfram,  og kannski ráðist á N-Kóreu núna með okkar samþykki.Og nauðgað með hundum og mönnum þar.   

Það á auðvitað að birta myndirnar, Obama var búinn að lofa því.

Jóa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég fæ bara sting í hjartað! Aumingja þeir sem þoldu pyntingarnar. Aumingja þeir sem neyðast til að horfa á upptökurnar af þeim sem sönnunargögn. Þeir munu allir bíða varanlegt tjón á sálu sinni fyrir það. Þeir sem eru svekktir yfir því að fá ekki að horfa líka eru skemmdir á sálinni fyrir.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 28.5.2009 kl. 18:00

5 identicon

Jóa og aðrir sem vilja sjá nauðgunarmyndir geta farið á svarta markaðinn og skaffað sér þær. Verði þeim að góðu!

sissa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:25

6 Smámynd: Hlédís

Sammála ykkur, Ellý, Rut, Rakel og Sissa!

Loforð Obama um að stöðva glæpsamlega meðferð á föngum og sýna sönnunargögn, svo sem myndir, á viðeigandi stöðum, nægir. Hvað þessi sori ætti að gera í opinbera birtingu er hulin ráðgáta. Mér finnst varla þurfa að rökstyðja þetta.

Hlédís, 28.5.2009 kl. 18:32

7 identicon

Er ekki hægt að birta myndirnar og blörra andlit þolenda en sýna gerendurna í öllu sínu siðleysi og viðbjóði? Þetta myndi hafa sláandi áhrif, sem þörf eru, líkt og Víetnam fréttamyndirnar höfðu..

Gummi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 18:53

8 Smámynd: Hlédís

Þú segir nokkuð, Gummi - og Jói hefur ef til vill í huga svipaða fréttamynd um eðli pyntinganna.     Það má sjálfsagt framkvæma án þess að gera myndirnar bókstaflega opinberar. Þess eru dæmi frá öðrum glæpamálum. 

Hlédís, 28.5.2009 kl. 19:03

9 identicon

Ég er einmitt að meina það sem þú skrifar Gummi. Andlitin á nauðgurum og þolendum skipta ekki meginmáli.  Heldur er það glæpirnir og það skaðar ekki að sýna hverju "við"  höfum komið í verk.  Þeim hefur nú örugglega ekki flökrað við því Halldóri og Davíð.  Þeir "við" erum böðlarnir.........  Gleymið því ekki ..........  Kæra Sissa þú ert ein af nauðgurunum og ég líka.

Jóa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:43

10 Smámynd: Hlédís

Ef það gleður nafnlausu "Jóu" að vera nauðgari, getur hún verið það.

Svona röksemdafærsla er fremur leiðigjörn. Dramatískari en ásökunin á almenning um að hafa valdið hér fjármálahruni með "flatskjáa-kaupum", en af sömu sort.  Allir meðsekir!  Þetta er della - því margit Íslendingar mótmæltu harðlega "þátttöku´" Íslands í Íraksstríðinu og stríðinu yfirleitt.

Hlédís, 28.5.2009 kl. 21:44

11 identicon

Afrakstur þess að hafa Jesúfrík sem forseta...... aldrei treysta trúarfríkum

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:40

12 Smámynd: Hlédís

Satt segirðu, DoctorE!

Öfgatrúfólk eru stórhættulegt. Yfirleitt valdafíknir harðstjórar í 'felulitum'.

Hlédís, 28.5.2009 kl. 22:56

13 Smámynd: Hannes

Mér finnst það bara allt í lagi að birta þær enda tel ég enga verða fyrir skaða af því að horfa á þær nema kannski sérstaklega viðkvæmt fólk. Það er gott að fá þetta upp á yfirborðið og þá veit fólk alveg nákvæmlega hvað skeði og það verðu þá á hreinu og öðrum fangavörðum víti til varnaðar.

Hannes, 28.5.2009 kl. 23:00

14 Smámynd: Hlédís

Sæll og blessaður, Hannes!

"..nema bara viðkvæmt fólk." segirðu. Þar liggur nú einmitt einn hundurinn grafinn!

Mér finnst aðalatriðið og góðs viti, að BNA-menn viðurkenna nú ofbeldisfárið sem verið hefur við líði í stríðsfangabúðum þeirra og ágerðist ógurlega eftir 11. september 2001.

Hlédís, 28.5.2009 kl. 23:19

15 Smámynd: Hannes

Ég er nú fylgjandi pyntingum ef þær geta orðið til þess að menn gefi upplýsingar sem geta bjargað mannslífum.

Það er bast að fá bara allt upp á yfirborðið og pyntingarnar og sýna allt.

Hannes, 28.5.2009 kl. 23:28

16 identicon

Fyrirgefðu frú Hlédís ! Eg er ekki nafnlausari frekar en þeir aðrir sem hafa commet á blogginu þínu.  Finnst þér nafnið Jóa vera svona ljótt ?  ÉG get ekki gert að því, ég var skírð þessu nafni valið af mínum nánustu.  Mér finnst það vera fallegt, þótt þér þyki það "nafnleysa."  Eitt vil ég segja þér frú Hlédís,  þú getur ekki breytt staðreyndum með því að troða þeim ofaní skúffu.  Það verður aldrei af okkur skafin sökin að við studdum Íraksinnrásina.  Þá þekki ég ekkert til um innkaup á flatskjám, og hvað þeir koma mér við  hef ég ekki skímu um.   Síðan finnst mér að þú eigir að setja eftirlitssíu á bloggið þitt úr því að allir verða að vera jesúsmanneskjur og segja já við því sem að ÞÉR finnst. Ég óska þér góðs sumars, og vonandi eru skúffurnar margar sem þú getur lagt í, því mörg eru mannanna myrkraverk.

Jóa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:55

17 Smámynd: Hlédís

 Jóa mín!

Þú hlýtur að vera G. Jóa Á***dóttir fædd árið 2002 og því 7 ára gömul! Engin önnur Jóa fyrirfinnst í þjóðskrá!  Ég bið að heilsa og vona að foreldraeftirlit verði sett á heimilistölvuna. Ekki sýnist af veita! -  Vertu svo margblessuð!

Hlédís, 29.5.2009 kl. 11:29

18 identicon

Til hvers ert þú að leita eftir minni persónu í þjóðskrá.  Aldrei hélt ég að þú legðist svo lágt að leggja það svo á netið.  Gleymdir þú því að það finnast önnur lönd en Ísland, og hægt sé að flytja á milli landa. Erfitt á hann mörlandinn að skilja ekki að Ísland er ekki nafli alheimsins.  Hafðu það sem best, og taktu þér ferð út fyrir landsteinanna.  Ég er eldri en 7 ára. Líður þer þá betur.............

Jóa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 11:51

19 Smámynd: Hlédís

Valdimar Jóhannsson (Jóa)!

Heldurðu að þér væri ekki óhætt að skrifa blogg-athugasemdir undir réttu nafni? Einnig gætirðu bloggað sjálfur og gert það á RÉTTAN hátt ;)

Hlédís, 29.5.2009 kl. 11:56

20 Smámynd: Hlédís

Valdimar!

Sama er mér hvað ÞÚ kallar að leggjast lágt ;) -

Íslendingar erlendis eru líka í þjóðskrá hér, máttu vita, þó ekki sért fróður. Sjáðu svo sjálfur um eigin bloggskrif.

Hlédís, 29.5.2009 kl. 12:05

21 identicon

Ég hef nú gefið comment á mörg blogg og ég sé t.d. sissa og o.fl. hafa ekki fengið þessa naflaskoðun hjá þér eins og ég eða finnur þú margar sissur í þjóðskrá.  Burtséð frá því.  Þú verður að tala við þjóðskrá þetta gengur ekki fi9nnur þú ekki nafnið mitt..............  Jæja það er þitt mál.

Jóa (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 13:00

22 Smámynd: Hlédís

Valdimar Jóa!

Ég hef ekki lokað á nema ofbeldispakk fram að þessu, en loka hérmeð á þruglið frá þér.

Hlédís, 29.5.2009 kl. 13:04

23 Smámynd: Hannes

Það voru mistök að banna pyntingar og það á að afnema bannið og leyfa þær upp á nýtt með ákveðnum skilyrðum.

Hannes, 31.5.2009 kl. 17:30

24 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Er Hlédís í sólbaði "off season"?

Sigurbjörn Sveinsson, 4.6.2009 kl. 23:11

25 Smámynd: Hlédís

Sælir, kæru Hannes og Sigurbjörn!

Þið skrifið að vissu leyti um svipað efni: pyntingar og sólböð!

Ég held það þurfi ekki að leyfa pyntingar. - Þær eru manninum  (sérlega kvenmanninum, að mati Hannesar !!) eðlislægar. Það eina sem gera má er að reyna að hemja þær með ströngum lögum.

Um sólböð gildir líka að að menn sækjast í þau - og það eina sem gera má er að reyna að hemja slíkt með aðvörunum

Hlédís, 5.6.2009 kl. 09:24

26 Smámynd: Hannes

Konur nota pyntingar mikið og þær ganga undir nafninu hjónaband.

Hannes, 5.6.2009 kl. 18:23

27 Smámynd: Hlédís

Einmitt, eða þannig, kæri Hannes!

Annars held ég við gætum orðið FYRIRTAKS-hjón ;)

Hlédís, 5.6.2009 kl. 23:13

28 Smámynd: Hannes

Hlédís viðurkenndu það bara að hjónaband er pyntingartæki alveg eins og naglasvipur.

Ég efa það stórlega.

Hannes, 5.6.2009 kl. 23:21

29 Smámynd: Hlédís

Hannes þó!

Ertu að hryggbrjóta mig - bara sisona?

Hlédís, 6.6.2009 kl. 16:02

30 Smámynd: Hannes

Ég las grein um það einhverstaðar að ást væri akveðin gerð af geðveiki sem þyrfti sálfræðmeðferð við.

Ertu að meina að þú sér góður pyntari?

Hannes, 6.6.2009 kl. 20:48

31 Smámynd: Hlédís

Sæll Hannes!

Það er til ástsýki og kolklikkuð ásthrifning sem er algengt ástand  sem ekki þarfnast lækninga - en geta haft í för með sér slæm sambönd/hjónabönd. Svo er til kærleikur sem er raunveruleg ást. Hann er ekta - og gott að skilja vel á milli hans og svokallaðrar "ástar" sem vestrænt fólk leggur hlálega mikið upp úr.

Ég er ekki meiri pyntari en gengur og gerist

Hlédís, 6.6.2009 kl. 22:05

32 Smámynd: Hannes

Hlédís þetta er allt ákveðin gerð af geðveiki alveg eins og hver önnur geðveiki sem gerir fólk stórhættulegt. Veistu að ein algengasta ástæða morða er tengd ást?

Hannes, 7.6.2009 kl. 15:00

33 Smámynd: Hlédís

Hannes!

Þú ert að tala um eignarréttar-ást sem ekkert á skylt við kærleika. Upphafning á ásthrifni af hormónavöldum er sjúkleg á vesturlöndum. Það er sú "ást" sem kemur óorði á kærleikann.

Afbrýðisemi er ein tegund paranoju og sennilega sú lífshættulegasta.

Sendi þé kærleikskveðju!

Hlédís, 7.6.2009 kl. 15:31

34 Smámynd: Hannes

Hlédís ást gerir það að verkum að fólk missir stjórn og það leiðir oft til ofbeldis.

Hannes, 7.6.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband