Einar Karl ráðinn til Landspítalans
Innlent | mbl.is | 27.5.2009 | 11:08
"Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í iðnaðarráðuneytinu, hefur verið ráðinn til Landspítalans í sex mánuði, frá og með 1. september nk, til þess að móta og festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almannatengsla í samvinnu við forstjóra, framkvæmdastjórn, deildarstjóra kynningarmála og aðra stjórnendur og starfsmenn spítalans."
PÓLITÍSK SILKIHÚFA ráðin til viðbótar of mörgum slíkum á LSH! Þetta getur stjórnin, þó svíki þúsundir heimila landsins með okur-lánabyrði. -
Jafnaðar- og endurbóta-stjórnin sjálf!
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
Einar Karl ráðinn til Landspítalans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna erum við sammála Hlédís
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.5.2009 kl. 14:46
ALLT á sömu bókina lært! - Það er hreinlega SNIÐUGT að maður skyldi halda að þessi þingmeirihluti hagaði sér siðlegar en venja hefur verið. OJBJAKK!
breki (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:48
Sæll, Gunnar Th!
Við erum oft sammála trúi ég. Annað okkar hefur þó til þessa verið fullbundið "línu" frá einum flokki, að mínu mati. Nú sýnist erfitt um vik, því línur þess flokks eru að verða tvær !?
Hlédís, 27.5.2009 kl. 14:55
Gunnar er bara sammála því hann sér að þetta er vinstri maður.. hann hefði ekki verið sammála ef Gulli hefði ráðið sjalla í starfið ;)
Óskar Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 17:46
Sennilega, Óskar!
Mér þykir aftur á móti margfalt verra er 'jafnaðar'-menn hegða sér svona - og það á neyðartímum! Satt að segja illfyrirgefanlegt - jafnvel Ó-fyrirgefanlegt! - Þarf að hugsa það mál aðeins.
Gunnari með sína álglýju og FLokks-trú tek ég eins og hverjum öðrum litla-frænda sem ekki veit betur.
Hlédís, 27.5.2009 kl. 18:03
pólitískar ráðningar.. sama hvaða nafni þær nefnast eða í hvaða aðstæðum sem er.. eiga aldrei rétt á sér..
Óskar Þorkelsson, 27.5.2009 kl. 18:57
Var að horfa á sjónvarpsfréttir um ráðningu Einars Karls á LSH. Alltaf batnar það! Hvaða "rök" færði framkvæmdastýran fyrir því, að staðan var ekki auglýst?
SVÖR: 1) Þetta er ekki NÝ staða! - 2) Það er svo mikið vesen og kostar svo mikið að auglýsa! - Auðvitað er nokkuð til í því í BANANA-lýðveldi, þar sem hvort sem er hefur verið ákveðið hver fær starfið.
Í lok viðtals við Stýruna upplýsti hún mjög STOLT að hún segði aldrei frá launakjörum starfsmanna! - Allt eitthvað svo" opið og uppi á borðinu "!
Afsaki'ði meðan að ég æ**!
Hlédís, 27.5.2009 kl. 19:48
Í hvaða apótek á ég að senda pólitísku Primperan-stílana?
Sigurbjörn Sveinsson, 27.5.2009 kl. 21:03
Þakka umhyggjuna, kæri Sigurbjörn!
Þú sendir mér stíla við stjórnmálaklígju. - Vonum að hér sé ekki á ferðinni stökkbreytt svína-flensa
Hlédís, 28.5.2009 kl. 00:15
þetta er alveg sólklár vinnulýsing og örugglega það sem að sjúklingar á Landsspítala og þeir sem bíða eftir plássi hafa lengi beðið eftir: "til þess að móta og festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almannatengsla".
Hvað viljið þið hafa það betra!?
Jón Bragi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 14:02
Einar Karl er á biðlaunum frá ríkinu sem fyrrverandi aðstoðarmaður en er ráðinn sem verktaki fram að því að biðlaununum lýkur. Hann er því á tvöföldum launum í þessu starfi.
Asakið meðan ég æli
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.5.2009 kl. 14:51
Sigurbjörn læknir skaffar þér stíla við stjórnmálaklígjunni, Gunnar Th. Hann bauð mér þá - neitar þér varla um nokkur stykki.
Rétt er hjá Jóni Braga, að starfslýsingin er huggunarrík, allt að því læknisdómur ein og sér
Hlédís, 28.5.2009 kl. 15:59
Vinnusparnaður hjá spítalastjóranum, að hætta að auglýsa stöður! Alþjóð veit jú að ákveðið er fyrirfram í einhverri klíkunni hver fær djobbið.
breki (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:07
Satt segir breki!
Heiðarlegt að viðurkenna þetta og hafa klíkuráðningamálin bara "ofan á gegnsæja borðinu", - eða þannig!
Hlédís, 28.5.2009 kl. 16:15
Mikið tekur almenningur því salírólega þegar fréttir koma af pólitískum einkavinráðningum hjá stjórn heilagrar Jóhönnu! Er þetta aumingjaskapur eða lognið fyrir storminn?
hulda (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:50
Hvaða galdrakarl er þessi EINAR KARL annars? Lætur Ögmundur svona lagað líðast?
Sissa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 17:48
Þegar kemur að pólitík ,,þá er sama rassgatið" undir þeim flest-öllum! Pólitík er bölvuð tík! Og hana nú!!
ella (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 18:55
Ég er farinn ad halda ad S og VG séu jafnmiklir glaepaflokkar og spillingin og framsókn. Thad er enginn munur ordinn á thessum flokkum.
Thad er ad verda ljósara og ljósara ad thetta stjórnmálapakk allt er úti eftir thví ad slá út fólkid í landinu gersamlega svo thad geti stjórnad aumum og auralausum lýdnum á sem audveldastan hátt.
Hvar er vilji S og VG til thess ad breyta kvótakerfinu? 5% árleg fyrning....BRANDARI og vidbjódsleg módgun. Thad verdur ad kasta thessum vidbjódi út. NÝJAR KOSNINGAR STRAX OG NÝTT FÓLK Á THING SEM ER THAR FYRIR FÓLKID EN ER EKKI AD VINNA Á MÓTI THVÍ.
Golli (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.