mið. 20.5.2009
Veður er gott - en hvernig eru stjórnmálahorfurnar?
Leyfi mér að birta pistil Jakobínu (kreppan.blog.is) frá í fyrradag heilan, tengdan veðurlýsingu. Þetta er ÞÖRF hugleiðing og kannski rekst einhver sóldýrkandinn á hana hér !
Beint frá Jakobínu I. Ólafsdóttur (kreppan.blog.is):
"Hvað hræddi félagshyggjufólkið inn í skúmaskot þöggunar og aðgerðarleysis?
...Það er verið að hrekja fólk úr híbýlum sínum
Það er verið að rústa atvinnulífinu eftir uppskrift AGS
Það er verið að rústa velferðinni eftir uppskrift AGS
Kvótafurstum voru gefnir 3.2 milljarðar í meðgjöf með mogganum
Skilanefndirnar eru enn þær sömu og spillingarmálin leka út
Hverjir eiga jöklabréfin?
Málaliðar auðvaldsins eru í fullu starfi í valdastöðum sínum.
Það er verið að fórna velmegun þjóðar til þess að bjarga fjármálakerfinu.
Valdhafarnir hafa samþykkt að gera íslenskt samfélag að tilraunastöð AGS
Tilraunadýrin eru fjölskyldurnar í landinu!
Líður fólki betur með nýja böðla?"
.
Lokaorð: "Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
Áfram gott veður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það á greinilega ekkert að gera til bjargar öðrum en bönkum og bandíttum
breki (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.