fim. 14.5.2009
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt"
Hrunið eins og Eyjagosið
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, líkir fjármálahruninu við Vestmannaeyjagosið veturinn 1972-1973!
Vissulega man ég hvernig vaknaði snemma morguns 23. janúar 1973 við útvarpið sem tilkynnti móttöku Vestamannaeyinga í Þorlákshöfn!
Það breytir ekki því, að nú virðist eiga að láta Almenna Lántakendur liggja áfram undir öskunni - en grafa Bankana upp! Við erum allmargir kjósendur núverandi stjórnar sem líkar það illa, Steingrímur!
Þetta segi ég sem skuldlaus lífeyrisþegi - og því síður en svo vegna beinna eigin hagsmuna.
Hrunið eins og Eyjagosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Parísardaman parísard
Athyglivert
- 28, jan 09 Tómasar Orra blogg
- Capitalism Hits the Fan A Marxian View - Richard Wolff marsisti um kapitalismann r wolff
Bloggvinir
- ace
- amman
- andreskrist
- annaragna
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- birgitta
- brylli
- bumba
- cigar
- diesel
- doggpals
- drum
- dunni
- einaraxel
- einarben
- einarolafsson
- elfur
- erlaei
- finni
- folkerfifl
- graenaloppan
- gudmunduringithorvaldsson
- gudrunp
- gudruntora
- haddih
- hallarut
- halo
- hehau
- helgafell
- helgatho
- himmalingur
- hlynurh
- holmdish
- hugdettan
- huldumenn
- icekeiko
- imbalu
- ingama
- jakobsmagg
- jennystefania
- jensgud
- jevbmaack
- joiragnars
- jonsnae
- jonvald
- kaffi
- kaster
- kermit
- kolladogg
- kotturinn
- kreppan
- kreppukallinn
- kristjantorfi
- larahanna
- laufabraud
- lillo
- lydurarnason
- malacai
- manisvans
- mariakr
- marinogn
- nimbus
- nordurljos1
- olofdebont
- pallvil
- raksig
- rannveigh
- reykur
- robbitomm
- runirokk
- rutlaskutla
- sailor
- salvor
- sibba
- siggisig
- siggith
- sigurbjorns
- sivvaeysteinsa
- skarfur
- skari60
- skessa
- slembra
- snjolfur
- steinibriem
- stjaniloga
- sverrirth
- tbs
- thj41
- trisg
- vefritid
- veravakandi
- zerogirl
- gattin
- bofs
- mariataria
- fullvalda
- joklamus
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1199
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þett. Framferði ríkisstjórnarinnar er svik við almenning og ekkert minna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.5.2009 kl. 19:58
Ekki líkja þessu óréttlæti við vinnubrögð í Eyjum eftir gosið, takk!
gosinn (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:28
Veit ekki alveg hvað þið eruð að tala um en ég er trúlega einn af fáum sem hef alltaf stutt verðtryggingu.
Vegna skorts á verðtryggingu var stolið af mér ómældum upphæðum í formi bankainnistæðna og sparimerkja og gefið þeim sem voru að byggja með lánum.
Þetta kemur oft upp í huga minn þegar ég keyri um þau hverfi sem voru byggð á áttunda áratugnum. Þar standa húsin sem voru byggð fyrir mína og minnar kyslóðar peninga.
Fuss og svei!
Jón Bragi (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 20:33
Best væri að hafa Stöðugan gjaldmiðil...en ég hef tekið eftir að Íslandingar sem ekki hafa bara farið í "sólarlandaferðir" og aldrei búið í Evrópu viti EKKERT hvað það er mikilvægt að hafa stöðugann gjaldmiðil!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.5.2009 kl. 21:32
Jón Bragi!
Það var bara farið yfir í hinn skurðinn! Neysluvístölutryggð lán á óverðtryggð laun - jafnvel lögbann á launahækkanir - sbr. Sigtúnshópinn í byrjun 9. áratugarins - eru ekki sanngjörn á neinn hátt. Ranglæti gagnvart fólki nú leiðréttir ekki gamla vitleysu.
Hlédís, 14.5.2009 kl. 21:36
Sælar kæru Anna og Sigurbjörg!
Ég hef reynslu af stöðugum og óstöðugum gjaldmiðli, Anna! Að sjálfsögðu er stöðugleiki æskilegastur. Held líka að áföllin af mannavöldum nú séu verri en náttúruhamfarirnar þá, frænka sæl. Geri þó ekki lítið úr afleiðingunum fyrir Vestmannaeyinga
Hlédís, 14.5.2009 kl. 22:04
Nei Hlédís, ég var nú meira að tala um verðtryggingu i prinsip. Að sjálfsögðu á ekki (og átti aldrei heldur)að láta fólk borga af vísitölu-/verðtryggðum lánum samtímis sem launin voru ekki vísitölutryggð.
Ég skildi aldrei af hverju lánin hækkuðu sjálfkrafa eftir útreiknaðri vísitölu á meðan að það þurfti sífellt að vera að jagast um launin (kallaðist að "gera kjarasamninga") á 2-3 ára fresti.
Þetta tvöfaldaði í raun óréttlætið. Það fólk sem tapaði peningum á sjöunda og áttunda áratugnum vegna skorts á verðtryggingu þurfti sjálft að taka verðtryggð lán á níunda áratugnum og greiða af þeim með sínum óverðtryggðu launum.
En þetta að færa peninga frá fólki sem á peninga í bönkum yfir til fólks sem er með lán var ósómi sem aldrei má endurtaka sig.
Og varðandi samlíkinguna við Vestmannaeyjagosið þá hef ég ekki trú á því að kostnaður skattborgara vegna þess hafi verið meira en tíföld þjóðarframleiðsla Íslands eins og nefnt hefur verið að núverandi skuldir skattborgarana séu í dag vegna útrásarinnar.
jon bragi (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:08
Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið
Andstæðingar aðildar vildu láta reyna á tvíhliða viðræður við Evrópusambandið (ESB) um samning sem yrði svo hægt að auka að efni til eftir atvikum. Þeir sem voru á móti EES-samningnum töldu hann ekki verða til góðs því með honum yrðu tekin tvö skref af þremur inn í ESB sem hefði í för með sér brot á fullveldisákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar. Annað ákvæði í EES- samningnum um frjálst fjármangsflæði milli aðildarríkjanna skipti sköpum og fullveldissinnar treystu því ekki að okkar litla hagkerfi stæðist ágang erlends fjármagns og myndi því hreinlega sogast inn í hringiðu hagkerfis Evrópusambandslandanna. Þetta myndi leiða til þess að Íslendingar misstu efnahagslegt sjálfstæði sitt í framtíðinni.
Eins og sjá má á þjóðmálaumræðunni í dag hafa erlendar skuldir landsmanna vaxið langt umfram getu okkar litla hagkerfis eftir inngönguna í EES og hafa þær aldrei verið meiri. Góðæriskenningin á sínar rætur frá þessari þróun, skuldir undirstaðan þótt þeirra væri aldrei getið í sjálfum málflutningnum þ.e.a.s. þeirra sem studdu EES-samninginn. Sannarlega hafa þær verkað sem driffjöður á lífæð hagkerfisins hér á landi, já, hér er verið að tala um skuldir, sem jafnframt hafa verið stór þáttur stöðugleikans, svokallaða. En hvar er hin raunverulega framleiðni?
Uppsveifluna í efnahagslífinu má rekja að mestu leyti til uppbyggingar á Reykjavíkursvæðinu sem varð til vegna landsbyggðarflóttans sem hefur verið mikill síðustu tvo áratugina. Hornsteinn þessarar þróunar, (landsbyggðarflóttinn annars vegar og fjármagnsstreymið til uppbyggingar hér syðra hins vegar) var lagður með kvótabraskkerfinu sem tryggt var svo í sessi með aðildinni að EES-samningnum, áratug síðar. Þetta gerði hinum fáu útvöldu kleift að fjármagna mestu búsifjan af mannavöldum í sögu þjóðarinnar. Alls kyns spákaupmennska hefur rutt sér til rúms síðustu árin þar sem arður er gerður úr væntingum og greiddur út í milljörðum til réttra aðila. Þetta hefur verið að gerast í íslensku atvinnulífi og nú síðast í sjávarútveginum á Akureyri, sem tekið sé dæmi.
Sameiningarferli íslenskra fyrirtækja undir nafninu ,,Hagræðing" er eingöngu til þess fallið að fyrirtækin geti haldið sjó á meðan þau eru að ná þeim stærðum á markaðinum að þau verði góður fjárfestingarkostur fyrir stóru erlendu fjárfestana sem bíða handan við hornið. Lykillinn til að ná þessum markmiðum endanlega er innganga okkar í ESB svo að erlendir fjárfestar geti eignast hér áhrif og völd í framtíðinni í okkar annars auðuga landi. Með inngöngunni myndu hinir fáu útvöldu áskotnast mikið fé við að selja auðlindir íslensku þjóðarinar ásamt réttindum til lands og sjávar sem þeir hafa verið að sölsa undir sig síðustu misserin gegn vilja þorra landsmanna.
Íslenskum útflutningsfyrirtækjum er fyrirmunað að stunda sjálfbæran og heilbrigðan atvinnurekstur svo sem í sjávarútvegi og iðnaði. Þau heyja allt að því vonlausa baráttu vegna kvótabrasksins og hás gengis íslensku krónunnar en í staðinn hefur rekstrargrundvelli þeirra verið haldið gangandi með stöðugu flæði af erlendu lánsfé inn í hagkerfið. Gjaldþrot hafa verðið með mesta móti á síðasta ári og sér ekki fyrir endann á þeirri óheillaþróun. Samtök iðnaðarins hafa staðfest flótta iðnfyrirtækja frá Íslandi. Þreytumerki hafa líka komið fram hjá fyrirtækjum sem framleiða gjaldeyrissparandi vörur fyrir innanlandsmarkað og eru í samkeppni við innfluttar vörur sem eru ódýrari en ella vegna gjaldeyrisútsölunnar. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Sveinn Hannesson vísaði til þeirra staðreynda í Viðskiptablaði Mbl. 26. febrúar s.l. þegar hann sagði að mörg fyrirtæki væru í rekstri þrátt fyrir að í raun væru þau löngu orðin gjaldþrota. Þar kom einnig fram að Samtök iðnaðarins teldu að full aðild að ESB og upptaka evru væri besta vörnin til að bæta markaðsstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja.
Hér ber að hafa í huga þegar Íslendingar gerðust aðilar að EES samningnum töldu sömu aðilar að stigið hefði verið eitt stærsta skref til sóknar fyrir atvinnulífið hér á landi. Stundum verður manni á að þekkja ekki muninn á vörn og sókn þegar kemur að framsetningu markaðsmála. Matarbúr landsmanna, íslenski landbúnaðurinn, sem er einn stærsti öryggisþáttur í almannavörnum þjóðarinar, vegna legu landsins sem eyríki, er í hættu vegna áhrifa frá Evrópusamrunnanum.
Hörðustu stuðningsmenn aðildar að ESB er að finna í Samfylkingunni og vilja þeir hefja aðildarviðræður sem fyrst. Framsóknarflokkurinn er líklegastur ásamt Samfylkingunni að vera í þeirri ríkisstjórn sem myndi samþykkja inngöngu okkar inn í Evrópusambandið. Hæstvirtur utanríkisráðherra Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sem settist í stól fyrirrennara síns Jón Baldvins hefur verið að undirbúa jarðveginn fyrir seinni áfangann að Ísland geti tekið þriðja skrefið inn í ESB.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í umræðunni um ESB hér á landi eftir að verðandi forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson tekur við starfanum 15. september n.k úr hendi núverandi hæstvirts forsætisráðherra Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
P.S.Kom það Steingrími J. á óvart að það myndi gjósa a.m.k kom það mér ekki á óvart eins og sjá má í þessari grein minni hér fyrir ofan sjá sem litað er með rauðu í textanum sem dæmi.
B.N. (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 22:10
Þakka þér fyrir, Baldvin!
Þetta var svei mér skýr og sannspá grein !
Hlédís, 14.5.2009 kl. 22:30
Hún er nú dulítið lúmskt góð þessi útlegging þín út af orðum Steingríms.
Sigurbjörn Sveinsson, 18.5.2009 kl. 16:52
Sigurbjörn! Ég sá innlegg þitt nú fyrst!
Takk
Hlédís, 20.5.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.