Námsmenn voru dekraðir áður - en eru hundeltir nú!

Frétt af mbl.is

Hundeltur af LÍN
Innlent | mbl | 5.5.2009 | 16:32

Stefnan í fjármögnun menntunar á Íslandi er orðin svo röng að engu tali tekur!

Ég veit varla hvar á að byrja í lýsingu á því!

Eitt er víst að velefnaðir, eldri embættismenn á Íslandi og  fyrrverandi embættismenn sem nú eru á "feitum" eftirlaunum, höfðu það betra í "gamla daga" þegar þeir stúdíeruðu!

Tökum dæmi af STÚDENTI í Danmörku árið 1956. Hann gæti nú verið á eftirlaunum Seðlabankastjóra, Alþingismanns, ráðuneytisstjóra og svo framvegis. Langskólagengið fólk fékk gjarna vellaunaðar stöður á þeim tíma!  Stúdentinn í Danmörku fékk USA-Dollarann keyptan á 16 krónur - þá var gjaldeyrishaftastefna í gangi. Dollarann gat hann síðan selt á 45 krónur!    Færi viðkomandi spart með, gat hann LIFAÐ á gengismuninum.

Á þessum tímum og marga áratugi þar um kring - unnu námsmenn annarsvegar sjálfir fyrir sér og/eða EIGINKONURNAR gerðu það. Þá var minna um hjónaskilnaði, svo það var tiltölulega lítill fjöldi kvenna sem virkaði sem ókeypis LÍN fyrir "stúdenta" - þær eru samt þó-nokkrar!    Vissulega var erfitt að fá námslán - en hver þarf lán þegar . . .?

Í stuttu máli - er öllum námsmönnum nú lánað á verðtryggðum okur-kjörum.  Væri ekki nær að styrkja afreksnámsmenn og lána þeim sem sannanlega geta lært á sanngjörnum kjörum - svona rétt eins og gert er í öðrum löndum?

ES:   Ekki má gleyma því að enn eru foreldrar námsmanna skítpliktugir að ábyrgjast námslán - hvernig sem þeirra fjárhagur er.

Verið þið bless í bili!  Þetta er bara byrjunin ;)

 


mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er alveg rétt hjá þér Hlédís. Fólkið, jafnvel það sem hafði ekki mikið fyrir sig að leggja, sá það sem góðan fjárfestingarkost að mennta unga fólkið sitt og fá það til baka heim.  þá þótti fólki vænt um héraðið sitt, landið sitt og þar með unga fólkið sem átti að taka við.  Æ, æ hvað ég er orðinn rómatískur.

Sigurður Þórðarson, 5.5.2009 kl. 20:22

2 Smámynd: Hlédís

Sigurður!

Þetta er satt, þó hljómi 'hræðilega' væmið um þessar mundir!

Áratugum, nei, öldum saman, styrkti misefnað fólk vandalaus ungmenni til mennta.

... SVO  .. KOM ... L Í N !    - 

Skynsöm þjóð

Hlédís, 5.5.2009 kl. 20:35

3 Smámynd: Hlédís

Nánar um sögu verðtryggingar námslána og framhald námsmanna-aðsóknar: http://graenaloppan.blog.is/blog/graenaloppan/entry/871016/

Hlédís, 5.5.2009 kl. 21:46

4 identicon

Hey - ég er líka af Víkingslækjarætt :) Við erum þá frænkur... sæl frænka :)

Jónína (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 22:07

5 Smámynd: Hlédís

Sæl, Jónína frænka

Hlédís, 5.5.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Róbert Tómasson

Sæl Hlédís

LÍN er að mínu mati skíta stofnun, grimmari en allt grimmt ef eitthvað kemur uppá hjá lánþega og gjörsamlega ómögulegt að semja við þá, þetta reyndi ég sjálfur fyrir nokkrum árum þegar ég fékk hjartaáfall og varð óvinnufær um nokkurra mánaða skeið, engin leið að semja og grófar hótanir um lögsókn ef ég stæði ekki í skilum.

Það sorglega við þetta allt saman er að þeir sem verðtryggðu lánin og hækkuðu vexti voru sjálfir á óverðtryggðum vaxtalausum lánum sem voru það rífleg að þeir gátu framfleitt sér og fjárfest samtímis, höfðu arð af sínum fjárfestingum á meðan lánin þeirra þurrkuðust út í verðbólgu.

Og að öðru, ég er líka af Víkingslækjarætt svo fer ekki bara að koma tími á ættarmót.

Róbert Tómasson, 6.5.2009 kl. 00:11

7 identicon

Nú sjáum við hversu mikils virð VG og SAMF metur þá einstaklinga sem vilja sækja sér mentun.  Nú á að skera niður svo að einstaklingar og fjölskyldufólk sem eru í námi nái ekki að klára sitt nám.  Nú á að setja fjölda einstaklinga og fjölskyldur í uppnám og eyðileggja framtíðar áform þeirra.  Mentamálaráðherra VG, stúlkan sem höfðaði til unga fólksins, hún stendur ekki undir væntingum.  Unga fólkið serm kaus hana, það var svikið.  Nú standa þessi ungmenni, einstaklingar eða fjölskyldufólk, og hafa ekki hugmynd um hvað framtíðin ber í skauti sér.  Hvaða svör ætlar hún að gefa þessum einstaklingum?  

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:28

8 identicon

Nú kemst 'Guðrún Jónsdóttir' til að sverta VG - Ætli hún sé háttsettur FLokksmaður? 

Hulda (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband