"Líðan hans er eftir atvikum." - Svona setning er merkingarlaus!

Maður er stórslasaður - haldið sofandi í öndunarvél.  Slíkt er alvarleg frétt og vekur mikla samúð  með þeim slasaða og aðstandendum.

Yfirlýsing um að sjúklingi líði "eftir atvikum"  segir í fyrsta lagi ekki neitt - og í öðru lagi er undarlegt að skrifa um  líðan manns sem haldið er sofandi.     Fréttamenn og viðmælendur þeirra ættu að leggja orðalag þetta niður.


mbl.is Haldið sofandi í öndunarvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Quackmore

„Líðan eftir atvikum“ þýðir í raun bara líðan eftir aðstæðum; eins og við er að búast eftir tiltekið slys (bílslys / hrap / drukknun); semsagt hvorki betri eða verri en við hefði mátt búast. En kannski er það rétt að ekki sé við hæfi að tala um líðan einstaklinga sem haldið er sofandi, „ástand eftir atvikum“ hljómar samt ekkert mikið betur heldur.

Quackmore, 1.5.2009 kl. 22:54

2 identicon

Heilbrigðisstarfsfólk er bundnir trúnaði og mega því ekki gefa fjölmiðlum nákvæmar upplýsingar, því er ekki auðvelt fyrir það að svara spurningum fjölmiðla. Það að segja að "líðan sé eftir atvikum" er nokkuð hlutlaus lýsing sem segir ekki mikið, en þó er vel hægt að nota orðið líðan, ef slegið er upp í orðabók orðið líðan þá kemur þetta upp:

líðan: það hvernig e-m líður, vegnar, heilsufar.
 
Líðan á því einnig við um heilsufar fólks. Einnig væri hægt að segja að 2ástand mannsins væri eftir atvikum", en það er ekki rétt hjá þér að ekki sé hægt að tala um líðan fólks sem haldið er sofandi, það er hægt að sjá einkenni vanlíðan hjá sjúklingum sem haldið er sofandi. 
 
Að öðru leiti væri það líka valmöguleiki fyrir heilbrigðisstarfsfólk að svara ekki neinum spurningum frá fjölmiðlum

nd (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 22:57

3 Smámynd: Hlédís

Quackmore og nd!

Þakka innleggin! Þau eru góð, ekki síst það að vanlíðan greinist hjá sofandi sjúklingi og að merking orðsins líðan geti líka verið heilsufar. 

Orðalagið "líðan eftir atvikum"  er, eftir sem áður, útjöskuð  klisja sem ekki verður betri af því að hafa viðgengist áratugum saman. Læknar geta varist frétta, eða bent á að ekkert sé hægt um horfur sjúklings að segja, án þess að grípa til  marklausra orða. 

Hlédís, 1.5.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Líðan hans er eftir atvikum segir það eitt um manninn að hann er á lífi og ástand hans er í takt við það sem henti hann.  Er hægt að hafa það skírara og halda trúnað við sjúklinginn um leið ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 2.5.2009 kl. 10:43

5 Smámynd: Hlédís

Sæl, Anna Dóra!

"Ástand sjúklingsins er í samræmi við það sem henti hann" er góð þýðing á gömlu véfréttarsetningunni " líðan eftir atvikum". Kallar þú þetta upplýsingar? það geri ég ekki.

Hlédís, 2.5.2009 kl. 11:03

6 identicon

Þetta karp er engum til gagns.

Jökull (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 13:10

7 Smámynd: Hlédís

Sæll Jökull!

Ég setti fram gilda gagnrýni á fánýta og ófullkomna yrðingu sem notuð er hugsunarlaust af fréttamönnum.

Setningin: "Líðan einhvers er góð eftir atvikum" gefur upplýsingar - ekki styttingin "líðan er eftir atvikum" þar sem lýsingarorði er sleppt. Þetta þarf ekki að karpa neitt um - bara að skilja það ;)

Hlédís, 2.5.2009 kl. 14:08

8 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Svona setning þarf ekki að vera merkingarlaus. Ekki ef sá, sem talar, skilur hvað hann er að segja. Af atvikum slyssins og meðferðinni, sem hinn slasaði nýtur er ljóst, að hann hefur orðið fyrir alvarlegum áverkum. Það eru þau atvik, sem vísað er til og líðanin er því þannig.  S.s. ekki góð. Eða eins og við er að búast.

Sigurbjörn Sveinsson, 4.5.2009 kl. 08:30

9 Smámynd: Hlédís

"..ekki góð. Eða eins og við er að búast." eru einmitt góðar upplýsingar, Sigurbjörn! Setningin "Líðan er eftir atvikum" er stytt um eitt nauðsynlegt orð, lýsingarorðið! Að sjálfsögðu má venja sig á að lesa í hraðritun jafnt sem skammstafanir. Ég tel þó ekki að skera eigi upplýsandi orð úr fréttum í trausti þess að flestir hljóti að vita hvað við er átt. 

Hlédís, 5.5.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband