EYÐIBÝLI ÚTRÁSARINNAR í miðbæ Reykjavíkur verða að fá að grotna!

15.4.2009 | 9:48
Verið að fara með hústökufólk niður á lögreglustöð. "Lögregla hefur leitt niður hústökufólkið sem var á annarri hæð Vatnsstígs 4."

úr tengdri frétt!

Lögreglunni enn einu sinni sigað á saklausan almenning! Mikið liggur á að vernda RÉTT  EIGNARHALDS-félaga  sem lagt hafa undir sig fjölda tuga húsa í miðborg Reykjavíkur og skilið eftir í eyði.

Ekkert liggur á að rannsaka aðfarir eigenda þessara félaga! Sextán manns er potað í fangelsi tæpri viku eftir að hreinsa upp og lífga upp eitt eyðihúsanna. Enginn einasti "athafnamaður" hefur dvalið 10 mínútur í gæsluvarðhaldi það rúma hálfa ár sem liðið er síðan "athafnir" þeirra bundu þjóðinni milljarða króna skuldabagga. Á Alþingi messar enn háttsettur þingmaður sem ekki er hreinsaður af grun um aðild að  ehf sem jók skuldir íslenskara skattborgara um hundruð milljóna króna. Það er bara eitt lítið dæmi!

    ----    ---    ---- 

Ekki verður föstum lokaorðum sleppt:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Sextán handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir unga fólk,það  var rangt að handtaka ykkur.Aðalglæponar þjóðarinnar og það undarlega verndaðir hafa ekki enn verið handteknir,að,sjálfsögðu er ég að tala um Útrásarvíkingana.

Númi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:41

2 identicon

Sæl  Hlédís.

Hvernig, hristir maður hausinn, á Blogginu ?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:42

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það pirra ,mig mest þessar ógeðfelldu aðferðir við að reka fólkið út.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Er fólk sem að stundar innbrot virkilega orðið saklaus almenningur ?

ef að þessu liði þótti svona ógurlega vænt um þetta hús eða hverfið, afhverju  lögðu þau ekki undir sig hverfið með löglegum aðgerðu, það er að segja með kaupum á húsum, en ekki með því að brjótast þar inn.

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 10:52

5 Smámynd: Hlédís

Númi og Þórarinn!

Gott að sjá ykkur!

Nú fer: 'Þjóðin SJÁLF á þing' og hreinsar til!  XO

es: Ég hugsaði mér að kjósa VG, en sé hægt að haga sér svona undir þeirra stjórn, veitir ekki af að hefja alvörubreytingar!

Hlédís, 15.4.2009 kl. 10:55

6 identicon

Það er náttúrulega rétt af lögreglunni að handtaka þetta fólk. Spurningin er hvort við eigum bera kostnaðinn af veisluhöldum þessa fólks. Af hverju ættum við að geraa það? Það á að rukka liðið um þessan kostnað.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 10:59

7 Smámynd: Hlédís

Um þessan kostnað, Gunnar? Kostnaðinn af að hafa hreinsað húsið? - æ, komdu í gær!

Hlédís, 15.4.2009 kl. 11:04

8 Smámynd: Hlédís

Árni

getur tekið lán út á eignarhaldsfélagið sitt hjá bankanum sínum - keypt fjölda húsa og lagt þau í eyði, - og látið skattborgara seinna eiga skuldirnar. Það er nebbla svo obbosslega LÖGLEGT!        Þá er honum samt best að vera fluttur alfarinn til fjarlægrar eyjar!

Hlédís, 15.4.2009 kl. 11:06

9 identicon

Hver er kostnaður lögreglunnar af þessum aðgerðum?

Ég er ekki til í að greiða fyrir veisluhöld þessa hústökufólks. Búinn að greiða nóg á þessum vetri af annarra manna veislum.

G.

Gunnar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 11:12

10 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Merkielgur andskoti hvernig það má ekki koma frétt inná neina einustu frétta síðu, alveg sama um hvað hún er, þá fara menn að tengja það við útrásarvíkinga.

en það er bara svo einfalt, hvort sem að maðurinn fékk lán hja´sínum banka eða ekki, að ef að hann fékk lán þar, þá er það enþá í fullum gangi, og maðurinn þarf að borga það.

en já, ef að það voru ólöglegt gert í bankahruninu þá á að rannska það og fara eftir lögum þessa lands, þar með að ef að eitthvað sannast á menn þá á eiga þeir að sitja inni fyrir það.

en ég tel þetta tvennt bara svo ótengt að það er ekki venjulegt.

þarna þurfti ekkert að sanna eitt né neitt, fólkið var þarna í óþökk húseigenda, sem að bað lögreglu um að gera eitthvað í því.

það fer ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að koma sér út, og er þar að leiðandi brjóta lög.

þannig að þetta er sáraeinfalt, liðið átti að bara ekkert að vera þarna inni og því bar lögreglu að koma sér út.

hvernig þætti þér ef að ég kæmi heimtil þín, og væri þar og neitaði að fara þaðan út ef að þú bæðir mig um það ?

mundir þú bara vera rosalega ligeglad með það ?

Árni Sigurður Pétursson, 15.4.2009 kl. 11:18

11 Smámynd: Hlédís

Merkilegur fjandi, ÁRNI, að húsið Vatnsstígur 4 ER beintengt helstu mafíu-víkingunum. Notaðu tímann meðan ert á kaupi að blogga og kannaðu það. Skrifaðu svo pistla þína á eigin síðu.

Hlédís, 15.4.2009 kl. 11:40

12 Smámynd: Einar Ólafsson

Alveg rétt hjá Árna, það er ólöglegt að fara inn í hús sem annar á og neita að fara að fyrirmælum lögreglunnar um að yfirgefa það. Og það er löglegt að kaupa hús, halda því ónotuðu árum saman, láta það grotna niður og búa svo í haginn að niðurrif verði samþykkt svo hægt sé að braska með lóðina. Megnið af þeim aðgerðum sem settu okkur á hausinn og við erum nú að borga fyrir, voru löglegar. Það er meinið. Því þarf að breyta. Og aðgerðir hústökufólksins voru yfirlýsing um að þessara breytinga væri þörf. Það þarf hreinlega að afnema þau lög sem gera litlum hópi kleyft að komast yfir ómælt fjármagn og vaða yfir aðra í krafti þess. Slík lög - eða lagaumhverfi - eru ólög og þegar þau hafa leitt yfir okkur þær hörmungar sem þau hafa gert, þá getur hreinlega orðið nauðsyn að láta reyna á réttmæti þeirra, t.d. með svona aðgerðum. En það mun Árni kannski aldrei skilja. - En vel að merkja - eigandinn á ekki heima í þessu húsi, það fór enginn heim til neins.

Einar Ólafsson, 15.4.2009 kl. 11:56

13 Smámynd: Hlédís

Einar!

Þakka innlit og verulega þarft innlegg!

Hér er slóð á  pistil Einars Ólafssonar um hústökumálið:  http://einarolafsson.blog.is/blog/einarolafsson/

Hlédís, 15.4.2009 kl. 12:33

14 identicon

Ég hef gaman af því hvað fólk virðir eignarrétt þessara eignarhaldsfélaga mikið.

Merkilegt þó hvað eignarétturinn virðist samt skipta þessi sömu félög litlu máli þegar kemur að skuldunum.  Þá megum við alveg taka þátt.

Björn I (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 13:10

15 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Gunnar: það var ekki hústökufólkið sem heimtaði kostnaðarsamar og öfgakenndar aðgerðir lögreglu. 'Eigandi' hússins gerði það - hann hlýtur því að þurfa að borga.

Ef lögregla hefði ekki ruðst inn með vélsagir og eyðilagt húsið (og þar með sparað 'eigandanum' niðurrifskostnað) væri ekki um að ræða neinn kostnað. Þetta er klárlega ekki hústökufólkinu að kenna, heldur lögreglunni sem hleypur til og verndar illa fengið góss, lögum sem taka ekki tillit til réttinda almennings, og 'eigandanum' sem ekkert hugsar um nema að græða og vernda hinn heilaga eignarrétt - sama þó einhverjir fái piparúða í augun eða þaðan af verra.

Árni: sérðu virkilega engan mun á því að nýta stað sem er vísvitandi látinn grotna niður og að brjótast inn á heimili einhvers?

Ef þú hendir mat í ruslið og einhver hirðir hann, hringirðu þá á lögregluna og kærir þjófnað? Hver er munurinn á því að hirða mat sem hent hefur verið á haugana og að hirða hús sem hefur verið flokkað sem rusl?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.4.2009 kl. 13:30

16 Smámynd: Hlédís

Björn I!

Það sem þú lýsir er verðugt rannsóknarefni.

Hlédís, 15.4.2009 kl. 13:37

17 Smámynd: Hlédís

Tinna!

Samlíkingin við matinn er góð!  Veistu annars að fólki sem leitar í tunnur og gáma eftir mat hefur stórfjölgað í vetur og að sumar heildsölur passa sig á að "pressa" strax vörur sem komnar eru á síðasta söludag - svo enginn hirði þær!

Hlédís, 15.4.2009 kl. 13:42

18 Smámynd: Hannes

Tinna og Hlédís ég á 15 fermetra sem ég er ekki að nota og ef glæpamenn koma sér þar fyrir sem er eina orðið sem er hægt að nota um þessa menn og neita að fara á ég þá að borga kostnaðinn við að koma þeim út ef þeir hlýða ekki mínum fyrirmælum? þeir ekki meiri rétt á að vera þarna inn en ég til að kveikja í heima hjá einhverjum.

Hannes, 15.4.2009 kl. 21:41

19 Smámynd: Hlédís

Sæll, kæri Hannes!

Ekki þætti þér gott ef óreiðulöggan sagaði 15 fermetra húsnæðið þitt þína niður í eldivið svona rétt í leiðinni og hún truttaði óboðnum gestum út!? Nema auðvitað ef þú fengir borgaðar tryggingar og ætlaðir að byggja þarna almennilegt stórhýsi!

Keðjusagar-lögreglan braut landslög með brussugangi á Vatnstíg 4 í fyrradag!

Hlédís, 17.4.2009 kl. 21:10

20 Smámynd: Hannes

Hlédís hvernig er öðruvísi hægt að ná svona liði út sem læsir sig inni til að gera löggunni erfiðara fyrir að henda þeim út? Ef ég mætti ráða hvernig þeir væru fjarlægðir þá myndi ég nota sinnepgas og bera þá svo út í poka þá væri allt í lagi með húsnæðið.

Þessir krakkar sem læstu sig inni eiga að borga skemmdirnar enda áttu þau ekkert erindi þarna inn og bera þess vegna ábyrgð á öllu tjóninu sem unnið var við það að koma þeim út alveg eins og ökumaður sem keyrir fullur ber ábyrgð á því tjóni sem hann veldur.

Hannes, 18.4.2009 kl. 00:17

21 Smámynd: Hlédís

Hannes!

það er enginn vandi að koma fólki út úr vatnslausu húsi. Umsátur, þar sem fólki er hleypt út en ekki inn er allt sem þarf. - það er fjarstæða að segja að þeir sem inni voru hafi valdið "skaðanum" eftir keðjusögunina. Þú gætir eins sagt að þau "hefðu" borið ábyrgð á bruna fjölda húsa á reitnum "hefði" stjórnandi lögregluliðsins fundið upp á að kveikja í til að svæla þau út!    Ábyrgð á aðgerðum er hjá yfirmönnum lögreglunnar.

Es: hvað ertu annars að tala um "allt í lagi með húsnæðið"? Byggingafyrirtækið er að láta húsið eyðileggjast/grotna niður í þeim tilgangi að rífa það.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 01:05

22 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Þessir krakkar sem læstu sig inni eiga að borga skemmdirnar"

Hahahahahahahaha! Ertu ekki að fokking grínast? 'Eigandinn' ætlar að rífa húsið, en þú vilt láta fólkið borga "skemmdirnar"!? Þannig að ef þú fengir leið á ljótu styttunni sem amma gaf þér, mölvaðir hausinn af styttunni og hentir út á götu, og ég bryti restina, myndirðu heimta að ég borgaði "skemmdirnar"?

Djöfulli ertu fyndinn!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 01:15

23 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Sorrí, þessi líking var gölluð. Ef ég tæki styttuna sem þú reyndir að mölva, límdi hana saman - en öskukallarnir keyrðu yfir hana að þinni beiðni, myndirðu þá heimta að ég borgaði "skemmdirnar"?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 01:20

24 Smámynd: Hannes

Hlédís. Hvað hefði það kostað að umkringja þetta hús dögum saman? Kostnaðurinn hefði verið mun meiri en þessi aðgerð sem var fullkomlega réttlætanleg ásamt handtöku þeirra.

Ef þú brýst inn þá berð þú alla ábyrgð á því tjóni sem verður af því og af því að koma þér út.

Tinna. Þessar skemmdir sem voru á húsinu núna voru útaf hústökufólkinu og þess vegna eiga þeir að borga þær en ekki það sem var skemmt fyrir.

Sambandi við styttuna ef ég brýt hana þá á ég að borga tjónið af því en ef þú stelur henni og hún brotnar þegar löggan er að ná henni aftur þá berð þú ábyrgð á því tjóni sem varð þegar löggan var að ná í hana og koma henni í mínar hendur en ég ber ábyrgð á tjóninu sem varð á meðan hún var í minni vörslu ef hún var skemmd þá.

Það sem mér finnst mjög slæmt er að fólk er að réttlæta það að hús séu tekin ólöglega af skríl sem finnst allt í lagi að læsa sig inní annarramanna húsum og valda þar skemmdum og neitar að fara út.

Hannes, 18.4.2009 kl. 01:29

25 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Það sem mér finnst mjög slæmt er að fólk er að réttlæta það að hús séu tekin ólöglega af skríl sem finnst allt í lagi að læsa sig inní annarramanna húsum"

 Einmitt!

Heldurðu að það hefði verið dýrara að láta tvær-þrjár löggur vakta inn- og útganga í tvo-þrjá daga en að láta 50 óeirðalöggur ráðast inn, úða gasi um allt, rústa húsinu og lemja fólk í nokkra klukkutíma?

Hvernig réttlætirðu það að rukka fólk X fyrir skemmdir sem fólk Y olli að þinni beiðni?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 01:35

26 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Tökum þetta saman:

50 x óeirðalöggur x 4 klst = 200 x tímakaup (+ gas + vélsagir + kostnaður við varðhald og tímakaup á meðan á yfirheyrslum stendur)

3 x löggur x 72 klst = 216 x 1,5 x tímakaup. (Ekkert gas, engar vélsagir, ekkert "tjón" á eign sem á hvort eð er að láta eyðileggjast, ekkert tímakaup við yfirheyrslur)

Hvor leiðin er hagkvæmari?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 01:46

27 Smámynd: Hannes

Tinna Fólkinu var skipað að fara út en hlýddi hvorki fyrirmælum eiganda né lögreglunar og læsti sig inni. Hvað á að gera þegar menn gefa skít í lögguna og loka sig inni? Auðvitað á að taka þá með valdi alveg eins og löggan keyrir á ökuníðinga til að stoppa þá og hantekur dópdílera.

Ef einhver stelur bílnum þínum og neitar að láta hann af hendi og gefur inn þegar löggan reynir að stoppa hann og hún keyrir utan í hann til að stoppa þjófinn ber þjófurinn þú eða löggan ábyrgð á tjóninu? Ef þú telur að þjófurinn beri ábyrgð þá ber skrílinn ábyrgð alveg eins og þjófurinn.

Hannes, 18.4.2009 kl. 01:46

28 Smámynd: Hannes

Það á að leysa svona mál fljótt og með valdi enda þýðir enginn linkind þegar svona lið á í hlut.

Hannes, 18.4.2009 kl. 01:48

29 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lög voru brotin við hústökuna...það er eðli málsins..en það réttlætir ekki að lögreglan gangi berserksgang, og fari langleiðina með að rífa bygginguna, og slasi fólk við aðgerðir sínar.

Það verður líka að koma fram að hústökufólkið valdi ekki byggingu af handahófi, heldur byggingu sem ekki getur talist til verðmæta...í það minnsta ekki fyrir eigandann, sem eingöngu horfir í byggingarlóðina...svo ekki einu sinni skemmdarverk lögreglu flokkast undir tjón fyrir eigandann...húsið ætlar eigandinn að rífa....hefði staðið til að gera húsið upp, eða húsið verið heilt og verðmætt, myndi ég taka undir með Hannesi....en... það var ekkert fórnarlamb eða verðmætatap um að ræða...að því leiti eru aðgerðir lögreglu umdeilanlegar, svo ekki sé meira sagt.

Haraldur Davíðsson, 18.4.2009 kl. 01:50

30 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hannes, ef lögreglan vissi t.d. að stolni bíllinn minn dræpi á sér á fimm mínútna fresti, að engin hætta var á að þjófurinn æki á gangandi vegfarendur og að þeir þyrftu því einfaldlega að bíða, myndi ég ekki vera sátt við lögguna ef hún eyðilegði bílinn þegar engin þörf var á því!

"Það á að leysa svona mál fljótt og með valdi enda þýðir enginn linkind þegar svona lið á í hlut."

Ertu fokking kolfokkingklikkaður!? "Svona lið"? Hvernig lið? Lið með hugsjónir? Lið sem gerir upp hús til að hægt sé að nýta þau? Þú ert nú þegar búinn að lýsa því yfir að þér finnist hústökufólkið réttdræpt, sbr.

"Ef ég mætti ráða hvernig þeir væru fjarlægðir þá myndi ég nota sinnepgas og bera þá svo út í poka þá væri allt í lagi með húsnæðið."

Ég held að þú ættir að tékka þig inn á geðdeild.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 02:19

31 Smámynd: Hannes

Tinna ef hann skapar hættu og stefnir inn í íbúðahverfi þá á að stoppa hann strax og ekki hægt að bíða eftir að bílinn bili og svo á að láta þjófinn borga kostnaðinn af því að laga bílinn og helst láta hann borga aðgerðir lögreglunar líka.

Ef fólk með hugsjónir brýtur lög þá sé ég engann mun á þeim og öðrum glæpamönum nema þann að hugsjónarliðið er enn hættulegra enda telur það oft að það sem það er að gera sé allt í lagi í krafti hugsjónanna.

Fyrir nokkrum árum var ég á netinu og rakst á heimasíðu samtaka nauðgara sem héldu því fram að hver kona ætti að minnsta kosti einu sinni í lífinu að verða nauðgað. Er það í lagi að nauðga konu ef maður er í hópi sem hefur það sem hugsjón að hver kona eiga að minnsta kosti einu sinni á ævinni að verða nauðga? Svarið er nei. Þessir menn eru ekkert betri en venjulegir nauðgara bara verri ef eitthvað er. Það eru til svipuð samtök Barnaníðinga.

Það að vera með hugsjónir gefur þér ekki rétt til að brjótast inn í hús sem aðrir eiga til að nota það í eitthvað sem samrýmist þinni hugjón hvort sem það er autt eða ekki og það á ekki að meðhöndla þá neitt öðruvísi en venjulega þjófa.

"Ég held að þú ættir að tékka þig inn á geðdeild." Það má vel vera að ég þurfi á því að halda en ég held að þú þurfir þess mun frekar fyrst þér finnst allt í lagi að brjóta lög ef maður er með hugsjónir.

Hannes, 18.4.2009 kl. 17:13

32 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ef þú sérð ekki mun á glæp sem skaðar fólk og glæp sem skaðar engan, ættirðu að láta tékka þig inn, já.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 18:47

33 Smámynd: Hannes

Tinna ég sé alveg muninn en lögbrot er lögbrot sama hvernig það er gert. Má ég sem sagt kveikja í bíll ef hann mengar mikið en ekki slá eigandann?

Hannes, 18.4.2009 kl. 18:56

34 Smámynd: Hannes

Ef ég er með það sem hugsjón að berjast gegn mengun?

Hannes, 18.4.2009 kl. 18:56

35 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nei, þá ertu klárlega að skaða eigandann -  hann getur ekki notað bílinn ef þú kveikir í honum. Auk þess sem það er nokkuð dúbíus að kveikja í bíl til að berjast gegn mengun.

Í þessu tilfelli var 'eigandinn' ekki að nota húsið, meinaði öðrum að nota það, og barðist fyrir því að það yrði eyðilagt - sem löggan gerði með glöðu geði.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 19:38

36 Smámynd: Hlédís

""Law is a law" is a law" sagði Járnfrúin breska,

 er írsk ungmenni sveltu sig til skaða í fangelsum, í mótmælaskyni við aðfarir breska hersins á Norður-Írlandi. Þar höfðu til dæmis ósanngjörn andstyggðar-lög "herraþjóðar" auðveldað enskum mótmælendum að sölsa undir sig EIGNIR kaþólskra Íra! Mannanna lög eru ekki heilög, Hannes! Þau eru stundum hrein illvirki.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 19:51

37 Smámynd: Hannes

Tinna það er fullt af fólki sem finnst allt í lagi að kveikja í Jeppum því að þeir menga svo mikið. Bílinn minn er ónotaður núna í augnablikinu gefur það einhverjum rétt á að stela honum? Ég ger verið á minni bíl gefur það þér rétt á að kvekja í honum ef þér finnst hann menga of mikið?

Hlédís. Fólk má brjóta lög friðsamlega en ekki taka eigur annara undir sig til eigin nota. Ef þetta lið vil hús þá á það að auglýsa eftir því og athuga hvort einhver vilji ekki leigja því hús kannski fyrir slikk en ekki bara taka eign manns fyrir sig.

Hannes, 18.4.2009 kl. 20:00

38 Smámynd: Hlédís

Ég held að flestar bíl-íkveikjur séu tryggingasvik. Aðferð eiganda Vatnsstígs 4 - að eyðileggja gamalt hús til að geta rifið það - er húsbraskara-brella. Ég nenni ekki að eyða meira púðri rétt í bili á leiða húsbraskara né lélega stjórnun lögreglunnar.

Hlédís, 18.4.2009 kl. 20:10

39 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hannes: þú greinilega skilur annaðhvort ekki aðstæður "glæpsins" eða hvað glæpur án fórnarlambs er.

Það er líka fullt af fólki sem finnst í lagi að drepa, það er klárlega ekki sambærilegt.

Orðum þetta svona: ef þú hendir mat í ruslið, er það þá glæpur að taka hann og éta? Þessu húsi var 'hent á haugana', einhverjir tóku það og nýttu. Hvar er fórnarlambið?!

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 20:41

40 Smámynd: Hlédís

Kæra Tinna,

eignarréttur öskutunnunnar er tvímælalaus!

Hlédís, 18.4.2009 kl. 20:59

41 Smámynd: Hannes

Hlédís. Hér á landi eru þær það og sem betur fer eru umhverfisverndarsinnar ekki enn byrjaðir að brenna bíla eins og þeir gera sums staðar. Ef ég á bíl þá kemur það engum við ef ég skemmi hann alveg eins og þessu fólki kemur ekki við hvernig eigandinn ráðstafar sínu húsi.

Tinna. Bíddu hann á húsið og ber ábyrgð á fólkinu á meðan það er það inni og það getur átt skaðabótarétt á hann ef það meiðir sig eða ef það verður slys í því og þá er hann fórnarlamb.

Það að drepa fólk er bara alvarlegri glæpur en þessi sem þeir frömdu enda er refsiraminn þar mun hærri sem er eðlilegt.

Ef ég fleygi mat í tunnu sem er á allmannafærri td við gangstétt eða eitthvað svipað þá má fólk taka hann og éta hann en ef ég hendi honum í tunnuna sem er á einkalóð þá hefur enginn rétt á að gramsa í henni eftir mat enda allt í henni mín eign

Hannes, 18.4.2009 kl. 21:02

42 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hannes: hvernig minnkar hann líkurnar á skaðabótakröfu með því að senda inn löggur með gas og vélsagir?

Þú vilt helst drepa hústökufólkið. Þér er sumsé meira annt um aura verktakafélagsins en líf og limi samborgara þinna.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 21:10

43 Smámynd: Hannes

Tinna ef hann hefði leyft þeim að vera þá hefðu þeir verið á hans ábyrgð og þar sem hann vildi losna við þá og þeir vildi ekki fara þá er það hlutverk löggunnar að handaka lögbrjóta.

Ef fólk vill vera með læti þá á að beita auðveldustu og þægilegustu leiðinni til að ná þeim út og það hefði verið gas í þessu tilfelli. Ég ber ekki meiri virðingu fyrir fólki en það ber fyrir öðrum.

Hannes, 18.4.2009 kl. 21:30

44 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Nei, eins og er búið að benda þér á var auðveldasta lausnin að bíða. Fólkið hefði komið út eftir nokkra klukkutíma.

Síðan þýðir lítið að segja að 'eigandinn' hefði hugsanlega geta orðið fórnarlamb. Á ekki að taka bíla af fólki vegna þess að þeir gætu hugsanlega ekið á einhvern? Allar eignir bera með sér ákveðna áhættu, samkvæmt þinni skilgreiningu eru allir 'eigendur' möguleg fórnarlömb. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.4.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband