SKULDUÐU FLOKKAR MILLJÓNUM? Hverskonar málfar er þetta?- hverskonar skuldafargan er þetta?

"Skuldir stjórnmálaflokkanna fimm, sem nú eiga fulltrúa á þingi, námu um 475 milljónum króna í lok ársins 2007. Þar af skuldaði Framsóknarflokkurinn 154 milljónum og Samfylkingin 124 milljónum. " Segir í tengdri frétt.

SKULDUÐU FLOKKAR MILLJÓN-UM? Hverskonar málfar er þetta?- Hverskonar skuldafargan er þetta? 

OG þetta óráðsíu-fólk fjasar um skuldir HEIMILANNA sem verðtryggingalög frá Alþingi, vaxtaokur og aðhaldsleysi eftirlitsstofnana hafa hækkað mest.

         ------   -------  ----------------

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Skulduðu hálfan milljarð í lok 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að senda alla blaðasnápa á íslenskunámskeið. Er sjálfur orðinn pirraður að lesa texta eftir óskrifandi fólk. Eitt gott dæmi er að leita að fólki. Maður leitar ekki af fólki maður leitar AÐ því.

Þeir sem eiga við lesblindu að stríða eiga ekki að vera blaðamenn nema þeir láti aðra yfirfara texta. Blaðamenn eiga að skrifa óaðfinnanlega.

SK (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:04

2 identicon

Sæl Hlédís.

Það virðist ekki vera nokkur vandi fyrir pólitíkusa hverju nafni þeir kunna að nefnast að steypa öllu í skuldir og GLÖTUN.

Verðugt rannsóknarefni. !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegt að sjá þetta bæði málfarið og skuldirnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2009 kl. 10:49

4 Smámynd: Hlédís

Sæl, kæra Ásthildur og elskulegur Þórarinn!

Þakka innleggin, - einnig frá SK.

Svo setja flokkarnir sjálfir lög um að skattborgarar, varnarlaus fórnarlömb þeirra , borgi þeim vænar fúlgur fyrir að vera til.

Hlédís, 14.4.2009 kl. 11:03

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Var ekki einhver sérfræðingur að seggja að "skuldir væru eign"! Þá er ég velstæður þá ég eigi ekki alltaf fyrir rafmagni og Internetinu.

Hvar er hægt að nálgast þessar "eignir manns?" Mig bráðvantar þessar "eignir mínar" bara síðast í gær!

Óskar Arnórsson, 14.4.2009 kl. 11:26

6 Smámynd: Hlédís

Sæll. Óskar!

Vonandi kemur þú þessum auðæfum þínum sem fyrst í gagnið ;)

Hlédís, 14.4.2009 kl. 11:42

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Veistu nokkuð hvar hægt er að nálgast þessar "eignir"?  Þeir gleumdu víst að segja frá því þessir "sérfræðingar" í fjármálum.

Samt gott að vita að maður sé efnaður, enn hallærislegt að vita ekki hvar peningarnir eru!

Þarf ekki að blanda Prósaxi í drykkjarvatnið á Íslandi? Það eru allir með áhyggjur.

Óskar Arnórsson, 14.4.2009 kl. 11:58

8 Smámynd: Hlédís

Óskar!

Það hlýtur að vera eitthvað görótt í vatninu nú þegar, miðað við hvernig fólk lætur.

Hlédís, 14.4.2009 kl. 12:10

9 identicon

Það er búið að segja svo mörgum vel skrifandi blaðamönnum upp sl 6 mánuði að ekki er kyn þótt keraldð leki hjá þeim sem eftir eru - og þurfa að vinna á við tvo og þrjá.

Leðinlegra er þó þegar allir nota sömu tugguna s.s að "gera góða hluti" en nóg um það í bili. Bestu kveðjur,

Þorsteinn (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 12:18

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, görótt vat. Það era allavega eithhvað sem er undarlegtv á seyði þarna á Fróni.

Óskar Arnórsson, 14.4.2009 kl. 12:40

11 Smámynd: Hlédís

Þorsteinn!

Ég er sammála þér um vanda blaðamann og er alls ekki á stöðugri málfarsvakt. - Veit líka að alltaf eru og hafa verið vinsælir frasar í gangi - sem hverfa oft þegar búið er að slíta þeim rækilega út - Ekki er það þó algilt..... því botninn er suður í Borgarfirði  - eða þannig

Hlédís, 14.4.2009 kl. 12:42

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ætti að vera skílaus krafa að stjórnmálaflokkar mættu ekki skulda neitt

Jón Snæbjörnsson, 14.4.2009 kl. 16:39

13 Smámynd: Hlédís

Sammála, Jón!  

Meðlimum stjórnmálaflokka er ekki vandara um en öðrum að selja kleinur og klósettpappír - til að láta enda ná saman!  

Hlédís, 14.4.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband