mán. 13.4.2009
Fordæmi FLokksins í spillingarmálum verður ekki fylgt - Jafnvel SUS-ar ættu að skilja það
"Aðrir flokkar fylgi fordæmi Sjálfstæðisflokksins -er áskorun frá SUS" að því lesa má í tengdri frétt.
Það er bókstaflega lýjandi að lesa furðuyfirlýsingar í FLokks-miðlinum frá Flokksdeildum og öðrum Flokkspersónum um að fylgja fordæmi þeirra. Sjálfstæðis-Flokkurinn VARÐ UPPVÍS að grunsamlegri móttöku fjár frá stórfyrirtækjum í landinu, meðan hann var stærsti stjórnarflokkur landsins. Slíkt og seinna yfirklór, er engin fyrirmynd - ekki fordæmi, heldur fordæmanlegt!
Breski Verkamannaflokkurinn var að fórna peði vegna pólitískra afglapa. Breski heilbrigðisráðherrann segist finna til skammar vegna bralls í flokki sínum. Hann hrósar hvorki frumkvæði flokksins í undirróðursplönum né fer fram á að aðrir fylgi fordæminu.
--- --- ---
Ekki verður föstum lokaorðum sleppt:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
Aðrir flokkar fylgi fordæmi Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Már varð það á í upphafi þessa klúðurs að vorkenna sjálfstæðismönnum! En nú sýnist mér að kjósendur hafi þurft á því að halda að sjá oft á dag og í beinum útsendingum hversu veruleikafirrtir menn það eru sem ganga fram fyrir skjöldu og bera blak hver af öðrum. Nú er svo komið að þetta á að verða öðrum til eftirbreytni!
Fyrirgefið ókurteisina en ég spyr: Eru eintómir hálfvitar í forystuliði þessa flokks.
Árni Gunnarsson, 13.4.2009 kl. 16:51
Mér sýnist SUS-ararnir eiga við að aðrir flokkar skuli einnig birta bókhald sitt, likt og xd gerði, burtséð frá því hvað olli því að bókhaldið hafi verið birt. Það sé fordæmisgefandi, ekki það að hafa tekið á móti strykjunum sem slíkum.
Við skulum reyna að vera málefnaleg hérna, engin ástæða til að snúa út úr
Kristín (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:55
Kristín!
Flokkurinn lenti í að verða að birta agnarlítið brot af áratuga bókhaldi sínu! Aðrir flokkar hafa þegar gefið samsvarandi upplýsingar. SUS og aðrir Flokksmenn ættu að moka sinn flór, án þess að hrósa sér sífellt af FRUMKVÆÐI í hreinlæti - hvað þá að telja afrek sín til eftirbreytni.
Hlédís, 13.4.2009 kl. 17:21
Takk fyrir góðan pistil Hlédís
Ég hef ekki ennþá komist almennilega að því hvort Sjöllum finnst verri glæpur: Að hafa tekið við styrkjunum, eða að það skildi komast upp. Hef samt á tilfinningunni að það sé það síðarnefnda.
kveðja
Róbert Tómasson, 13.4.2009 kl. 17:56
Thessir glórulausu bjánar hafa ekki throska til thess ad koma med yfirlýsingar. Thad er fáránlegt ad eitthvad frá thessum kjánum komist í blödin.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1157963
SUS lagði fram gestabók hjá skattstjóra
Birting álagningarskráa skattstjóra hefur alltaf verið þyrnir í augum ungra sjálfstæðismanna sem árlega hafa mótmælt á fyrsta degi birtingarinnar. Markmið hennar hefur verið að auka eftirlit með skattgreiðslum en ungir sjálfstæðismenn hafa hafnað því að stjórnvöld skuli hvetja borgarana til að hafa eftirlit hver með öðrum með þessum hætti. Rannsóknir vísindamanna á launagreiðslum fólks geti jafnframt farið fram án þess að álagningarskrárnar séu öllum opnar.Til að mótmæla birtingunni komu ungir sjálfstæðismenn saman hjá skattstjóranum í Reykjavík í gær og lögðu fram gestabók hjá embættinu. Sagði Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, að með því að skrá nafn sitt í gestabókina gætu lesendur skattskráa látið í ljós að þeir skömmuðust sín ekki fyrir að fletta upp launagreiðslum til samborgara sinna. Síðan muni koma í ljós hvað það eigi við um marga.
Gummi (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 18:02
Sammála, Róbert.
Það síðarnefnda!
Hlédís, 13.4.2009 kl. 18:05
Má vera, Þrymur litli,
að einhverjir smælingjar gleðjist yfir að stórlaxarnir fái ekki að gleypa og ræna alveg átölulaust.
Aumastir eru þó vesalingarnir sem sleikja sig upp við þá stóru í von um mola af borðum.
Hlédís, 13.4.2009 kl. 18:17
Sæl Hlédís.
I agree !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.