Selfoss! - Mikil aksjón - Hvað er í gangi ?

"Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað ökumann á Selfossi af ákæru um að hafa ekið spólandi um bæinn. Hins vegar var hann dæmdur til greiðslu fyrir að hafa ekið án öryggisbeltis, nota farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn og aka bifreið sinni án lögboðins skrásetningarnúmers að framan.    ..................sýslumaður á Selfossi, sótti málið fyrir ákæruvaldið." segir í tengdri frétt.

Hvað er á seyði á Selfossi ? 

Ekki væri furða þó komment bærust nafnlaus, miðað við óstaðfestar fréttir.

                                                   --- 

 

Ekki má sleppa föstum lokaorðum:

"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"  


mbl.is Sýknaður af ákæru um að hafa reykspólað á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð þversögn í ákærunni. "Þessu hafi fylgt töluverður hávaði og dekkjavæl. Dimmt hafi verið, rigning og gatan blaut." Hafi viðkomandi ekið spólandi eftir götunni er ótrúlegt að mikið væl hafi heyrst vegna vætunnar. En Ólafur Helgi var í ham á þessum tíma þannig að allt var reynt.

Burkni (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Hlédís

Það er fylgst vel með farsímanotkun þarna í myrki og vætu - og bílstjórinn að rabba í símann í sullandi spyrnuleik.

Ekki þarf að efa það, Burkni, að eitt gangi yfir alla á svæðinu - þannig að engum Selfyssingi sé óhætt að draga farsímann upp við akstur í rigningu og myrkri. Það er raunar óskynsamlegt.

Hlédís, 21.3.2009 kl. 09:37

3 Smámynd: Hannes

Sem betur fer þá vogu orð lögreglumannsins ekki þungt enda vel sannað að þeir eru oft ekki traustsins verðir.

Hannes, 21.3.2009 kl. 11:54

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér er stórlega brugðið.

Finnur Bárðarson, 21.3.2009 kl. 13:04

5 Smámynd: Hlédís

Sælir, Hannes og Finnur! Von að Finni bregði ;)

Spurningin er samt enn: Hvaða Westri er í gangi á Selfossi?  Til mín hefur leitað fullorðin manneskja þaðan. Hún óttast alvarlegan yfirgang manna sem lögreglan tekur ekki í.

Hlédís, 21.3.2009 kl. 16:36

6 Smámynd: TARA

Ljótt að heyra þetta !!

TARA, 21.3.2009 kl. 17:04

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Cato gamli gerði engar undantekningar. Húsnæðisstefna hans var alveg skýr, hvað Púnverja varðaði.

Sigurbjörn Sveinsson, 22.3.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: Hlédís

Góð ábending, Sigurbjörn!  Ég skal fylgja Cató að þessu sinni   Annars má segja að þarna hafi verið á ferðinni and-Mannlífs-stefna - þar sem Karþagó var eytt  í heimsyfirráðaskyni.  Sá nýlega í sjónvarpinu mínu að ráð yfir Karþagó-svæðinu hafi reddað Rómverjum völdum nokkrum öldum lengur en ella hefði orðið. Þú veist örugglega meir um það en ég.

Hlédís, 22.3.2009 kl. 16:34

9 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta var auðvitað spurning um það hvor hefði hvorn undir. Aldrei spurning um hvort uppgör yrði. Alveg eins og í pólitíkinni á Íslandi. Norður-Afríka er Gósenland. Áveiturnar breyttu því í aldingarða fyrir utan hlíðarnar í Atlasfjöllum. Þar var mikið ríkidæmi og sjálfstæð borgaraleg menning undir rómverskum yfirráðum. Friðurinn er grundvöllur velsældar. Ekki skaðar að réttlætið fylgi með.

Þó er nauðsynlegt að þjóðfélaginu sé brugðið fyrir afl hreinsunarinnar af og til. Eins og nú tam.

Sigurbjörn Sveinsson, 23.3.2009 kl. 11:50

10 Smámynd: Hlédís

Satt segirðu, Sigurbjörn.

Hlédís, 23.3.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband