fös. 27.2.2009
Þriðjungur þjóðarinnar kaus ÓRG forseta - þriðjungur er ánægður enn - Hvað er annars í fréttum?
"Innan við þriðjungur landsmanna, 31%, er ánægður með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup" segir í tengdri frétt. Hvaða nöldur er þetta í fólki ? Fjöldi Íslendinga vildi Endilega fá umdeildan stjórnmálamann í forsetastól - og fékk hann!
Segi bara: Ekki datt mér í hug að kjósa manninn, en hef vanist honum - takk svona bærilega ;) - og Dorrit bætir hann verulega upp!
Ekki má sleppa föstum lokaorðum:
"Auk þess legg ég til að verðtryggingar-ólögunum verði eytt!"
Tæpur þriðjungur ánægður með forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Breytt 28.2.2009 kl. 01:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Parísardaman parísard
Athyglivert
- 28, jan 09 Tómasar Orra blogg
- Capitalism Hits the Fan A Marxian View - Richard Wolff marsisti um kapitalismann r wolff
Bloggvinir
- ace
- amman
- andreskrist
- annaragna
- baldurkr
- baldvinj
- benediktae
- birgitta
- brylli
- bumba
- cigar
- diesel
- doggpals
- drum
- dunni
- einaraxel
- einarben
- einarolafsson
- elfur
- erlaei
- finni
- folkerfifl
- graenaloppan
- gudmunduringithorvaldsson
- gudrunp
- gudruntora
- haddih
- hallarut
- halo
- hehau
- helgafell
- helgatho
- himmalingur
- hlynurh
- holmdish
- hugdettan
- huldumenn
- icekeiko
- imbalu
- ingama
- jakobsmagg
- jennystefania
- jensgud
- jevbmaack
- joiragnars
- jonsnae
- jonvald
- kaffi
- kaster
- kermit
- kolladogg
- kotturinn
- kreppan
- kreppukallinn
- kristjantorfi
- larahanna
- laufabraud
- lillo
- lydurarnason
- malacai
- manisvans
- mariakr
- marinogn
- nimbus
- nordurljos1
- olofdebont
- pallvil
- raksig
- rannveigh
- reykur
- robbitomm
- runirokk
- rutlaskutla
- sailor
- salvor
- sibba
- siggisig
- siggith
- sigurbjorns
- sivvaeysteinsa
- skarfur
- skari60
- skessa
- slembra
- snjolfur
- steinibriem
- stjaniloga
- sverrirth
- tbs
- thj41
- trisg
- vefritid
- veravakandi
- zerogirl
- gattin
- bofs
- mariataria
- fullvalda
- joklamus
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir fáu aurar sem mér hefur tekist að öngla saman eru á verðtryggðum reikningi. Ekki mun ég verða kátur ef þeir aurar verða brenndir upp, til að létta undir einhverjum af fellihýsakaupendunum, sem keyptu skuldahalana á myntkörfukjörum og spilla svefnró næturgesta á tjaldstæðum landsins.
Þórhallur Pálsson, 27.2.2009 kl. 18:42
Ekki kaus ég heldur Ólaf, en sætti mig við það sem þjóðin kaus. Hinsvegar þegar neyð ríkir á landinu finnst mér að forsetinn hafi brugðist okkur. Það sama má segja um stjórnmálamenn líka. Þegar við höfum þörf á sterkum leiðtoga kom í ljós að enginn slíkur var til.
Svo vill ég líka halda áfram að ávaxta peningana mína með verðtrygginguni en það er bara eiginhagsmunnaseggurinn ég sem hugsa þannig. En ekki vildi ég skulda mikið af verðtryggðum skuldum.
Offari, 27.2.2009 kl. 18:53
Við getum selt Bessastaði,vonandi vill Ástralinn kaupa þá, við verðum með Norskan Kóng áður en við verður litið.
Gunnar Emil Árnason, 27.2.2009 kl. 18:53
Þórhallur! Ég tilheyri líka kynslóð sem "tapar" á að verðtryggðu aurarnir mínir ávaxtist öðruvísi en með lögiltum ránum frá yngsta fólkinu í landinu. Við töpum líka verulega á að missa það úr landi!
Forsetaembættið má mín vegna leggja niður, sé meirihlutavilji fyrir því. Orkuna sem fer í ÓRG þætti mér betra að virkja í uppbyggileg verkefni - eins og þá orku er losnar við afgreiðslu Seðlabankalaganna.
Þakka Gunnari og Offara ágæt komment.
Hlédís, 27.2.2009 kl. 20:07
Ég kaus Ólaf Ragnar sem forseta og það oftar enn einusinni. Það vill svo til að ég þekki Ólaf Ragnar. Hann hefur sína stóru kosti en hann hefur einnig sína stóru galla. Þessir kostir og gallar hafa alltaf fylgt honum og voru kunnir áður enn hann var kosinn forseti í fyrsta sinn.Þetta sama má segja um alla þá forseta sem við höfum haft. Þeir bæði galla og kosti. Að vísu komu gallarnir oft lítið í ljós þar sem þeir störfuðu allir undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum. Allir gerðu þeir einnig mistök. Einn mjög stórann kost hefur Ólafur Ragnar sýnt nýverið. Kost sem enginn annar forseti hefur sýnt með sama hætti. Hann lét t.a.m. ekki Sjálfstæðisflokkinn um að stjórna túlkun á stjórnarskránna eftir sínum hætti. Eins og þeir hafa komist upp með að gera allar götur síðan Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Bara þetta atriði gerir það að verkum að ég get fyrirgefið honum ákveðin mistök. Sem hann baðst reyndar afsökunar á, auðmjúkur.Hvers vegna? Jú það er vegna þess, að ef Ólafur Ragnar hefði ekki tekið í taumanna væri Sjálfstæðisflokkurinn en að stjórna landinu og Davíð Oddsson enn seðlabankastjóri. Ef ekki, þá væru hér blóðug átök í landinu og algjör glundroði
Kristbjörn Árnason, 27.2.2009 kl. 20:57
Ég kaus Ólaf Ragnar sem forseta og það oftar enn einusinni. Það vill svo til að ég þekki Ólaf Ragnar. Hann hefur sína stóru kosti en hann hefur einnig sína stóru galla. Þessir kostir og gallar hafa alltaf fylgt honum og voru kunnir áður enn hann var kosinn forseti í fyrsta sinn.Þetta sama má segja um alla þá forseta sem við höfum haft. Þeir bæði galla og kosti. Að vísu komu gallarnir oft lítið í ljós þar sem þeir störfuðu allir undir hælnum á Sjálfstæðisflokknum. Allir gerðu þeir einnig mistök. Einn mjög stórann kost hefur Ólafur Ragnar sýnt nýverið. Kost sem enginn annar forseti hefur sýnt með sama hætti. Hann lét t.a.m. ekki Sjálfstæðisflokkinn um að stjórna túlkun á stjórnarskránna eftir sínum hætti. Eins og þeir hafa komist upp með að gera allar götur síðan Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Bara þetta atriði gerir það að verkum að ég get fyrirgefið honum ákveðin mistök. Sem hann baðst reyndar afsökunar á, auðmjúkur.Hvers vegna? Jú það er vegna þess, að ef Ólafur Ragnar hefði ekki tekið í taumanna væri Sjálfstæðisflokkurinn en að stjórna landinu og Davíð Oddsson enn seðlabankastjóri. Ef ekki, þá væru hér blóðug átök í landinu og algjör glundroði
Kristbjörn Árnason, 27.2.2009 kl. 20:59
Þeir sem vilja nýjan forseta geta staðfest vilja sinn á Facebook undir group "NÝJAN FORSETA".
Raskolnikof (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:18
ekki kaus ég hann, samt bjó hann hér á nesinu í smá tíma, ringdi mest upp í "gúllan" á´onum á meðan eða nefið - kann ekki við þennan náunga, þekki fáa sem sætta sig við ' ann - spútnik blonda - hann er falskari en tennur
Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 21:45
Heill forseta vorum. Þetta er besta skinn.
hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 21:50
Sæll Hilmar! Ekki veitir af blessunarorðum um þessar mundir! Annars hef ég gleymt að segja: Til hamingju með nýju lögin og mannaskiptin í Seðló
Hlédís, 27.2.2009 kl. 22:09
við kusum ekki ÓRG síðast.. hann var sjálfkjörin í embætti þar sem engin fór gegn honum.. en mér finnst hann fínn
Óskar Þorkelsson, 27.2.2009 kl. 22:13
Já til hamingju Hlédís og þið öll. Oft hefur verið fagnað af minna tilefni.
hilmar jónsson, 27.2.2009 kl. 22:14
Ólafur er langsamlega hæfasti og besti forseti sem Íslendingar hafa kosið. Hann lætur Sjálfstæðisflokkinn ekki kúga sig og þjóðina, og einu villurnar sem hann gerði var að eiga ekki annan kost í stöðunni en að þurfa annan af tveimur vondum kostum í stöðunni en þar var um fjölmiðlalögin að ræða.
Reyndar er ég sannfærður um að þar breytti hann á þann veginn sem var mun skárri. Það leiddi til uppgangs fréttablaðsins m.a. og mótvægis við Morgunblaðið sem hefur ætíð verið hóra Eimreiðarklíkunnar.
Rúnar Þór Þórarinsson, 28.2.2009 kl. 00:26
Margir hafa tapað miklu því miður...
TARA, 28.2.2009 kl. 01:43
Ekki á Ólafur sök á því.
Kolkrabbinn hefur verið að dasast í mörg ár. Og nánast útdauður í dag eða kominn í einhver skjólin
Kristbjörn Árnason, 28.2.2009 kl. 03:44
Orti ekki Bjartur í Sumarhúsum: " sannlega mega þeir súpa hel,/ ég syrgi þá ekki -fari þeir vel!" Full sterkt að orði kveðið, etv!
Hlédís, 28.2.2009 kl. 09:03
Ég hef aldrei kosið Ólaf og er á þeirri skoðun að það eigi að leggja embættið niður enda enginn þörf á því í dag.
Hannes, 28.2.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.